Helgarpósturinn - 06.02.1986, Blaðsíða 33

Helgarpósturinn - 06.02.1986, Blaðsíða 33
„Sumar þaer sagnir sem fjallað er um geta verið allerfiðar tilfinn- ingalífi lesandans. Mín viðleitni er þá að gera mönnum þær að- gengilegri," segir Þorsteinn Antonsson. Nýtt ritgeröasafn eftir Þorstein Antonsson rithöfund: Sjáendur og utangarösskáld Þaö er ekki á hverjum degi sem út koma hér á landi ritgerðasöfn um bókmenntir lídandi stundar, en nú er eitt slíkt á leiöinni frá Þorsteini Antonssyni rithöfundi. Nefnist það Sjáendur og utangarösskáld. Allar greinarnar nema ein hafa birst í blööum og tímaritum á síöastliön- um tveimur árum og taka þœr bœöi til innlendra og erlendra samtíma- bókmennta. Hvaö varöar íslensku bókmenntirnar fjallar Þorsteinn einkum um samhengi og stööu þeirra almennt, svo og íslensku bók- menntastofnunina út frá sjónarhóli leikmanns, en íþeim hluta sem snýr aö erlendum bókmenntum beinir Þorsteinn kastljósi sínu meira aö einstökum verkum og höfundum. Auk þess ritar Þorsteinn inngang aö safninu og þar segir hann m.a. aö hann telji íslenskar skáldsögur líöandi stundar fremur leiöinlegar. Hann var inntur eftir ástœöunni fyr- ir því. „Mér finnst þær fremur einhæfar í efnisvali og -meðferð," svarar Þor- steinn, ,,en ekki átakanlega leiðin- legar. Staðreyndin er bara sú að hér á landi ríkir of sterk raunsæishefð. Á hverju ári koma út skáldsögur út frá þeirri hefð. Þetta er þrautræktaður reitur svo bækur geta orðið mjög góðar á þann máta og eru þannig margar hverjar skrifaðar af mikilli íþrótt og færni í meðferð íslenskrar tungu. Það eru til margar aðrar leiðir, fé- iagslegar aðstæður okkar og lífsskil- yrði verða ekki afgreidd með svo einföldum hætti. Hin raunsæislega skáldsaga er upprunnin við allt aðr- ar aðstæður en þær sem við búum við í dag. Tilgangur hennar var að vekja fólk til vitundar um samfélag sitt en það gerir hún síður en svo nú orðið. Til að ná því markmiði verður að beita öðrum aðferðum. í þessari bók er fjallað um margar skáldsögur af öðru tagi og það er ásetningur minn að vekja athygli á því ef ni og þeim vinnubrögðum sem beitt er í spennandi dramatískum sögum. Ég fjalla líka um ritgerða- söfn úr nútímanum frá heldur óvenjulegum sjónarhóli miðað við þau sjónarmið sem við höfum van- ist af innlendum blöðum og tímarit- um undanfarin ár.“ — Hvaöan er titill safnsins kom- inn, Sjáendur og utangarösskáld? „Sjáendur eru höfundar sem vinna sín verk með mismunandi hætti. Þeir sem fjallað er um í bók- inni eru heldur af því tagi sem fyrst og fremst beita innsæi, kafa djúpt eftir þverstæðum í samfélagi sínu og sjálfum sér, skrifa myndríkan texta sem vísar til undirvitundar og óræðra samfélagsafla. Og þess kon- ar höfundar hafa oft verið heldur af- skiptir í bókmenntalegri umfjöllun um alllanga hríð, að því að ég tel.“ — Þér er tíörœtt um þá Jochum M. Eggertsson og Jóhannes Birkiland. „Þeir höfundar sem ég fjalla um eru ekki endilega af því tagi að þeir hafi skrifað framúrskarandi skáld- verk þegar á allt er litið. Ég fjalla talsvert ítarlega um þessa tvo íslensku sérvitringa, Jochum og Jóhannes, sem börðust í bökkum alla sína tíð, reyndu fyrir sér með skáldskapargerð og árangurinn varð vægast sagt gloppóttur. En Jóhannes náði þó þeim árangri að yrkja nokkur ljóð sem eru að mínu áliti snilldarlega góð. Og ævisaga hans er enn þann dag í dag einstakt verk meðal íslenskra bókmennta samtímans. í greinum mínum um þessa menn reyni ég að skýra lífshlaup þeirra og þá sjálfa, auk þess sem ég fjalla nokkuð ítarlega um ritsmíðar Birki- lands. Það má heita að ekkert hafi verið skrifað um þessa menn. Vafa- laust má finna ágalla á ritsmíðum mínum um þá en þá verða aðrir væntanlega til að bæta úr.“ — / inngangi bókarinnar kvartar þú yfir hversu erfitt rök brjóstvits eigi uppdráttar gagnvart rökum hugvits. Er þetta meint sem pilla á bókmenntafrœöinga? „Sumpart. Þarna á ég við heil- brigða skynsemi andspænis stofn- anamállýskum og sýndarvísindum. Annars finnst mér mikil breyting hafa orðið til batnaðar á skrifum og umfjöllun um bækur á sl. tveimur, þremur árum. Gagnrýnendur óttast mun síður en áður að gefa eitthvað af sjálfum sér. Þeir vita núorðið að andi þess sem þeir voru að lesa er frá þeim sjálfum kominn þótt höf- undurinn hafi aðstoðað við að kveða hann fram úr hugarkimun- um.“ — Viltu nefna fleiri höfunda sem hafa spurt vel og djarfmannlega um sígild málefni, eins og þú kemst aö oröi í inngangi bókarinnar? „Kafka komst svo að orði að verk slíkra höfunda væru eins og ísaxir í þann sífrera sem innra með okkur ríkir. Eitt slíkt verk og jafnframt ein- hver magnaðasta lesning sem ég hef komist í tæri við er skáldsagan Mars eftir Fritz Zorn. Hann skrifaði bókina meðan hann var að deyja úr krabbameini og er hún því sann- söguleg. Hann hafði fundið sér andstæðing til að kenna um hvernig farið hafði, sem er borgaralegt sam- félag. Hann vill sanna sitt mál áður en yfir lýkur og hann verður ófær um það vegna veikindanna. Höf- undurinn er þýskur og hefur til að bera alla þá baráttufýsn og ein- drægni sem einkenna Þjóðverja. Þetta er hörkulesning. Kannski má sjá á lýsingu minni á þessari bók, að sumar þær sagnir sem fjallað er um, gera verið allerf- iðar tilfinningalífi lesandans. En mín viðleitni er þá að gera mönnum þær aðgengilegri." — Aö lokum Þorsteinn: Finnst þér þú sjálfur vera sjáandi og utan- garösskáld? „Verk þessara höfunda sem ég nefni svo standa mér auðvitað nærri og ég verð tvímælalaust að segja um sjálfan mig að ég finn fremur til samstöðu með þeim bæði sem rithöfundur og maður, en skýrsluraunsæishöfundum." JS NÝJUNG í ORLOFSMÁLUM ÍSLENDINGA Orlofshús á Spáni NU ER ÞAÐ MOGULEGT Sól og hiti allt árld Bjóðum ótrúlegt úrval af glæsi- legum húsum á hinni stórkost- legu Costa Blanca-strönd við Miðjarðarhafið (skammt frá Beni- dorm). Costa Blanca (Hvíta ströndin) er rómuð fyrir fegurð og veðursæld og er jafnframt talin hreinasta strönd Spánar. Þar eru að meðal- tali 315 sólardagar á ári og hægt að baða sig í sjónum fram í desember. Raðhús eða einbýlishús Á miðri Costa Blanca-ströndinni stendur fiskimannabærinn Torre-vieja. í útjaðri þessa dæmigerða spánska bæjar, sem telur um 30 þúsund íbúa á vet- urna og margfalt fleiri á sumrin, eru húsin okkar. Þar getur þú að eigin smekk valið allt frá hinum vinsælu Kasbah raðhúsum upp í glæsileg ein- býlishús. Þessi hús eru sérlega vönduö, sniðin að kröfum fslendinga og viðurkennd af íslenskum arkitekt- um. Verð húsanna erfrá kr. 658 þús. Húsin afhendast fullbúin, þ.m.t. ísskápur, eldavél, fataskápur, eldhúsinnrétting, fullbúið bað- herbergi, flísar á gólfum og fullfrágenginn garður. Oteljandi möguleikar Torrevieja og nágrenni hefur margt að bjóða, meðal annars: Hinn glæsilega 18 holu golfvöll Villa Martin, tennis og squash- velli, stangveiðar, siglingar og útreiðar. Fjölda góðra matsölustaða og diskóteka. Mikið úrval af verslunum, glæsi- legan útimarkað og margt fleira. Ódýrar ferðir Á 3ja vikna fresti allt árið getum við boðið beint leiguflug til Ali- cante (45 km frá Torrevieja) á mjög hagstæðu veröi. Kynningarferð Við förum reglulega í sýningar- ferðir svo þú getir af eigin raun kynnt þér hvað stendur til boða. Næsta ferð verður farin 21.2. nk. Verð aðeins kr. 17.000. Innifalið i verði er gisting, hálft fæði og kynningarferðir. Ath. Ferðin er ókeypis þeim sem festa kaup á húsi. Hafðu samband strax Myndbönd, Ijósmyndir og frekari upplýsingar liggja frammi á skrifstofu okkar á Laugavegi 28, 2. hæð. Opið frá kl. 10—17. Ath. Opið laugardag og sunnudag frá kl. 13—17. UMBOÐSSKRIFSTOFA Suomi Sun Spain Laugavegi 28, Rvk. S: 622675. HELGARPÓSTURINN 33

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.