Helgarpósturinn - 06.02.1986, Blaðsíða 37

Helgarpósturinn - 06.02.1986, Blaðsíða 37
Síðasti skiladagur fyrir einstaklinga með sjálfstæðan atvinnurekstur er 15. mars. Ríkisskattstjóri I ..biðsal dauðans". Skrautfjaðrirnareru reyttar af þessum gömlu glæsikerr- um. Það er lítið eftir af hinni fornu frægð þessara ökutækja; Ford, Skodi og Cortina bíða þess að breytast úr bílhræjum I brotajárn. Virðulegur öldungur En ekki missa allir bílar ljóma og dýrð, þótt aldurinn færist yfir þá. Einn starfsmanna sýndi okkur dýr- grip einn mikinn, sem hann hafði fest kaup á. Þar var um að ræða Buick, árgerð 1954, eða 32 ára gamlan; virðulegur öldungur það. Hann leit út sem nýr og fyrri eigend- ur höfðu greinilega farið silkihönsk- um um hann og notað sparlega. Bíll- inn er aðeins keyrður rúma 90 þús- und kílómetra á 32 ára tímabili. Og kannski engin furða, því hann bein- línis svolgrar í sig bensínið. Þarf á milli 30—40 lítra á hverja hundrað kílómetra. En þessi óhóflega bens- innotkun hefur ef til vill orðið til þess að lengja líftíma gamla Buicks- ins, því Skodarnir og Fíatarnir sem litlu eyða eru „útkeyrðir" í þess orðs bókstaflegri merkingu á fimm til tíu árum. En í Vökuportinu er svo sannar- lega sannkallaður Edensgarður fyr- ir bíladelluliðið. Og alla daga er jiar fjöldi á ferð. Á laugardögum eru heilu fjölskyldurnar samankomnar í gramsinu. Og það er ekki verra fjöl- skyldusport en hvað annað að renna við í Vökuportinu og gramsa um stund í gömlum bílum í leit að nothæfum varahlutum eða ein- hverjum minjagripum — eða hvað? gerð; þá vilja menn prútta við okkur um verðið. Og það er allt í lagi. Hér má prútta." Og blaðamaður var ekki seinn á sér og spurði Steinar að bragði hvað útvarpstækið í hillunni við hliðina á honum ætti að kosta. Þetta var „þreytt“ útvarp; slitið og gamalt. Vantaði á það takka og virtist hálf lasið. Steinar sagði þetta útvarp hafa verið hjá þeim um nokkurt skeið og ekki hafa selst. Heil útvörp, sæmi- lega útlits og í lagi hefðu farið á um það bil fimm hundruð krónur. „Þú getur fengið þetta útvarp fyrir hundrað kall, ef þú kærir þig um,“ sagði hann. En ekki varð af kaupum, þannig að gamla þreytta útvarpið er enn til sölu hjá Vöku fyrir einn hundrað kall, ef einhver hefur áhuga. Bílar að hræjum á 3 vikum Viðverutími bílanna í Vökuport- inu er yfirleitt um þrjár vikur. Þá eru bílarnir orðnir að hræjum og úr þeim hefur verið tekið allt það sem gagn er í. Þá liggur leiðin í Sindra- stál. Þar lýkur æviskeiðinu og bíl- hræ verða að brotajárni. En það eru þó sumir bílar sem eiga afturkvæmt úr Vökuportinu. Á ákveðnu afgirtu svæði í portinu er nefnilega að finna bifreiðir, sem lög- reglan eða hreinsunardeild borgar- innar hafa hirt upp víðs vegar. Þar er um að ræða bíla sem hafa staðið umhirðulausir og númerslausir um langt skeið í borgarhverfum og lítil prýði hefur verið af. Þá eru það oft hreinsunardeildin eða kranabílar Vöku samkvæmt fyrirskipunum lögreglu, sem fjarlægja bílana og koma í geymslu í Vökuportinu. I þessari bílageymslu er einnig að finna ökutæki, sem lögreglan hefur fundið óskoðuð eða tæpast ökuhæf, en þó í notkun og með númerum. Þá notar lögreglan klippurnar frægu og bílarnir eru fluttir í Vöku- portið. I portinu eru þessir bílar geymdir þar til eigendur þeirra gera vart við sig. I sumum tilvikum heyr- ist hins vegar ekki hósti né stuna frá eigendum og í þeim tilvikum eru bíl- ýmsum hætti höfðu Ient þarna í geymslu. Sum þessara bifhjóla höfðu lögreglumenn fundið í reiði- leysi en ekki haft upp á eigendum. Einhvers staðar úti í bæ eru því eig- endur að misgóðum bílum og bif- hjólum og láta sig lítt varða um eig- ur sínar. Eru kannski sumir hverjir ánægðastir með að vera lausir við þær. Þessir mega muna sinn fffil fegri. Hlutverki þeirra er lokið. arnir boðnir upp. Eitt slíkt uppboð fer fram þann 13. þessa mánaðar og munu þá tuttugu bílar á ýmsum aldri og af hinum og þessum teg- undum verða falir hæstbjóðendum. í þessari ökutækjadeild óskila- muna er líka að finna bifhjól í nokkrum mæli og töldum við HP- menn ein fimmtán hjól — sum hver nýleg að því er virtist — sem með HELGARPÖSTURINN 37

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.