Helgarpósturinn - 06.02.1986, Blaðsíða 39

Helgarpósturinn - 06.02.1986, Blaðsíða 39
FRÉTTAPÓSTUR Tillögur ríkisstjórnarinnar um samningsrétt BSRB Á þriðjudag lagði fjármálaráðherra fram skriflega hug- myndir ríkisstjórnarinnar um samningsréttarmál opin- berra starfsmanna. í þeim eru starfsmenn við löggæslu, toll- og heilsugæslu, svo og í stjórnarráðinu, án verkfalls- og samningsréttar. Á móti kemur að einstök aðildarfélög BSRB fá fullan samnings- og verkfallsrétt, líkt og aðildarfélög ASÍ hafa. í tillögunum er gert ráð fyrir að í samningsréttarlög- unum séu tæmandi ákvæði um hverjir megi fara í verkfall og hverjir ekki, en Kjaradeilunefnd verði lögð niður. Þá er talað um að athuga þurfi sérstaklega þegar verkfall lítils hluta starfsmanna ákveðinnar stofnunar raskar störfum annarra við stofnunina. Ríkisbankarnir: „fimm stærstu“ fengu margfalt eigið fé Á árinu 1984 lánaði Útvegshanki ISlands fimm stærstu viðskiptavinum sínum samanlagt tæpar 1950 milljónir króna sem var nær fjórfalt eigið fé hankans það árið. Þetta kom f ram í svari Matthíasar Bjarnasonar viðskiptaráðherra við fyrirspurn frá Jóhönnu Sl&Uiy&pdóttur á, Alþingi á þriðjudag en vegna bankaleyndarinnar neitaði ráðherránri að upplýsa hverjir fimm stærstu lántakendurnir væru. Lítill vafi er talinn leika á að Hafskip sé sá stærsti. Hinir ríkis- bankarnir virðast á svipuðu róli. Landsbankinn lánaði þre- falt eigið fé til sinna stærstu, eða samtals 5,6 milljarða króna á verðlagi 1985. Jóhanna Sigurðardóttir leggur til að það megi aldrei vera meira en 35% af eigin fé sem hver viðskipta- vinur fær. Þorsteinn háður verðbólgunni Mikill ótti hefur gripið um sig í fjármálaráðuneytinu vegna þeirrar kröfu verkalýðshreyfingarinnar að ríkis- stjórnin komi verðbólgunni niður í 10 prósentustig á þessu ári, í stað þeirra 30—40 sem ráð hafði verið fyrir gert. Verði verðbólgunni komið niður mun sú fjárhagsáætlun, sem samþykkt var í haust, ekki standast þar sem tekjur ríkis- sjóðs rýrnuðu mikið. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, staðfesti á þriðjudag að það hefði komið fram hjá fjármála- ráðherra að stór hluti tekna rikisins væri tengdur ákveðn- um verðbólguforsendum. Sagði hann það vera farið að skjóta skökku við ef ríkissjóður nærðist á verðbólgunni. Sigurjón og Kristín efst eftir forval Alþýðubandalagsins Úrslit úr forvali Alþýðubandalagsins um helgina fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor voru þau að Sigurjón Pét- ursson borgarfulltrúi hélt sæti sínu sem oddviti bandalags- ins í borgarmálum. Kristín Á. Ólafsdóttir varaformaður Al- þýðubandalagsins kom fast á hæla Sigurjóni og varð í öðru sæti. Guðrún Ágústsdóttir borgarfulltrúi varð síðan i þriðja sæti og Össur Skarphéðinsson ritstjóri í fjórða. Bjarni og Bryndís sigurvegarar i prófkjöri Alþýðuflokksins Bjarni P. Magnússon og Bryndís Sehram voru sigurvegar- ar í prófkjöri Alþýðuflokksins í Reykjavík um helgina. Pékk Bjarni 1025 atkvæði í fyrsta sæti og Bryndís 1256 atkvæði í annað sæti. Sigurður E. Guðmundsson borgarfulltrúi fékk 827 atkvæði í fyrsta sætið og tapaði því í slagnum. Leiklistarnemar í Landssmiðjuna Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra hefur ákveð- ið að Leiklistarskóli íslands fái til afnota tvær hæðir í Landssmiðjuhúsinu við Sölvhólsgötu. Hæðirnar tvær eru u.þ.b. 1200 fermetrar samtals. Leiklistarskólinn hefur verið í miklu húsnæðishraki frá því hann var stofnaður fyrir 10 árum. Þá hefur Sverrir Hermannsson áhuga á að Myndlist- ar- og handíðaskóli íslands fái Víðishúsið við Laugaveg til afnota, en hann er lítið betur settur en LÍ hefur verið hvað húsnæði varðar. Dagskrá Listahátíðar kynnt Framkvæmdastjóri Listahátíðar ’86 hefur kynnt dag- skrána. Á henni er margt stórra viðburða: Picassosýningin kemur, Ingmar Bergman kemur með uppfærslu sína á Fröken Júlíu, djassararnir Herbie Hancock og Dave Brubeck trylla djassgeggjara, Joan Baez syngur og spilar í Laugardalshöllinni og þannig mætti lengi telja. Hátíðin hefst þann 31. mai, sama dag og borgarstjórnarkosningar í Reykjavík fara fram. Forsprakkar Valhallarútvarpsins dæmdir Þeir Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins og formaður útvarpsréttarnefndar, Eirikur Ing- ólfsson fulltrúi í menntamálaráðuneytinu og sérstakur ráð- gjafi Sverris Hermannssonar í málefnum LÍN og Hannes Hólmsteinn Gissurarson doktor voru á mánudag dæmdir í Sakadómi Reykjavikur vegna rekstrar Valhallarútvarpsins svokallaða í BSRB verkfallinu haustið 1984. Fréttamolar •Sigurgeir Jónsson, aðstoðarbankastjóri Seðlabankans, var á þriðjudag skipaður ráðuneytisstjóri fjármálaráðu- neytisins, að tillögu fjármálaráðherra. • Níels Árni Lund hefur verið ráðinn ritstjóri Tímans. Hann tekur við af Hel'ga Péturssyni, sem lét af störfum við blaðið eftir að nafni þess var breytt úr NT. Níels Árni er fyrsti starfsmaðurinn sem ráðinn er að Tímanum eftir að nýtt útgáfufélag tók við rekstri blaðsins um sl. áramót en gert er ráð fyrir að aðrir fastir starfsmenn verði ráðnir á næstu tveimur vikum. • Tveir menn létust er einshreyfilsvél fórst í Bláfjöllum á föstudag. Tildrög slyssins voru óljós. • Enskur íslendingur, Ari Liberman, hefur hafið útgáfu á alþjóðlegu tómstundatímariti í Grundarfirði. Nefnist það „Popular Hobbies“. Ari hefur samið við enska dreifingarað- iia um sölu á 20.000 eintökum. Andlát Kristleifur Jónsson bankastjóri Samvinnubankans er lát- inn á 67. aldursári. Þorleifur Thorlacius sendiherra er látinn á 65. aldursári. NQATUN HELGARPÓSTURINN 39

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.