Helgarpósturinn - 06.02.1986, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 06.02.1986, Blaðsíða 6
v ið ið sögðum frá því um daginn að Hjörleifur Kvaran myndi hætta sem framkvæmdastjóri ísfilm og snúa sér að sínum gömlu störfum hjá borgarverkfræðingi, en þar var hann í ársleyfi. Hjörleifur sagði sjálf- ur frá því í HP-viðtali að hann væri ekki ánægður með gang mála hjá ís- film og einhver afturkippur virtist kominn í sjónvarpsrekstur og út- varpssendingar, sem ísfilm hafði áformað um leið og grænt ljós feng- ist hjá yfirvöldum um slíkan rekstur. Einhvers konar haltu mér slepptu mér niðurstaða hefur hins vegar orðið hjá Hjörleifi Kvaran. Hann hóf störf hjá borgarverkfræðingi um síðustu áramót, en er hins vegar ennþá í vinnu hjá ísfilm. Það er með þetta að þjóna tveimur herrum. . . S 'vokallaöur Klúbbur Lista- hátíðar hefur stundum lent á hrak- hólum á undangengnum hátíðum. Erfitt hefur reynst að fá nægilega stórt húsnæði þar sem hægt er að hafa í frammi bæði skipulagðar og óvæntar uppákomur og njóta veru- lega „léttrá' veitinga. En nú kveðst Hrafn Gunnlaugsson, formaður framkvæmdastjórnar Listahátíðar í ár, allt að því bjartsýnn á að hægt verði að leggja gamia Sigtún undir klúbbinn í vor þar sem Sverrir Hermannsson menntamálaráð- herra hefur sýnt mikinn áhuga á að koma húsnæðislausum leikhópum á Reykjavíkursvæðinu þar undir þak — og þá munar hann ekkert um að skjóta skjólshúsi yfir listahátíðar- gesti í leiðinni. Auk þess hefur blað- ið fyrir satt að Sverrir hafi út af fyrir sig ekkert á móti bar „við sitt hæfi“ við Austurvöllinn... Þ au eru mörg tíðindin, sem berast frá fréttastofu sjónvarpsins þessa dagana. Nú hefur það gerst, að Páll Magnússon þingfréttamað- ur hefur verið ráðinn varafrétta- stjóri í stað Helga E. Helgasonar fréttamanns. Þessi breyting var gerð að Helga fornspurðum og mun Ingvi Hrafn Jónsson fréttastjóri hafa tilkynnt Helga þetta eftir að bú- ið var að ganga frá málinu. Helgi hefur verið varafréttastjóri í eitt ár eða frá því að Guðjón Einarsson fór í leyfi frá fréttamennskunni, en hann gegndi þessi starfi áður. Á MÚSÍKFÓLK-TÓNLISTARNEMAR NÝ LEIÐ FYRIR ÞÁ SEM VANTAR PlANÓ leiga með kaupréttindum Heimsþekkt merki: Schimmel á þessum nýju kjörum: Bluthner • Zimmermann • Förster • Rönisch • Hupfeld Leiðin sem við bjóðum hentar bæði til að kynnast vel hljóðfæri sem ætlunin er að eignast - og létta átakið sem til þess þarf. • Leigusamningur er gerður til a.m.k. 12 mánaða. • Verð hljóðfærisins er óbreytt allt leigutímabilið. • Leigutaki getur gert kaupsamning hvenær sem er á timabilinu og fengið allt að 6 mánaða leteju dregna frá kaupverðinu. • Mánaðarleigan er 2,2% af útsöluverði hljóðfærisins. MQKTC) Lampar&gkrhf Píanóstólar og bekkir ávallt í úrvali. Seljum og útvegum blásturs- og strengjahljóðfæri ásamt fylgihlutum frá Mittenwald í V.-Þýskalandi. Suðurgötu 3 Reykjavík Sími91-21830 fréttastofunni mun mönnum þykja þessi ráðagerð heldur einkennileg og framkoman við Helga ekki til fyr- irmyndar. Þá er jafnframt bent á, að starfsaldur eigi að ráða í þessum efnum, en Páll hefur ekki verið fast- ráðinn á fréttastofunni nema frá því í haust. Áður var hann lausráðinn í hálft starf og það einungis að vetrin- um. Þessi ákvörðun nýja fréttastjór- ans er tekin sem dæmi um geð- þótta, sem þykir ráða ákvörðunum hans um að. . . Á dagskrá rásar eitt hefur í vetur verið þáttur um neytendamál undir stjórn Sigurðar Siguröar- sonar. Þessir þættir hafa um margt verið hinir hressilegustu og sérstaka athygli hefur vakið hversu umsjón- armaður þáttarins hefur verið hik- laus í gagnrýni sinni á þjónustu ým- issa fyrirtækja. Hann hefur nafn- greint fyrirtæki sem ekki hafa stað- ið sig hvað varðar verðupplýsingar og sömuleiðis látið fyrirtækið fá það óþvegið ef þjónustan hefur verið lé- leg eða verðlagning ósanngjörn. Og þessa gagnrýni hefur Sigurður stutt með dæmum. Bílaumboðin sum hver hafa t.a.m. fengið það óþvegið hjá umsjónarmanninum. Fögnuðu margir þessum afdráttarlausa og beinskeytta tón í ríkisútvarpinu. En vitaskuld fékk kerfið krampa og hagsmunaaðilar munu hafa beitt þrýstingi á sína menn í stjórn ríkis- útvarpsins. Afleiðingin? Jú, þáttur Sigurðar hefur verið tekinn af dag- skrá. Til stóð að setja annan umsjón- armann við hlið Sigurðar til að passa upp á hann, draga úr honum tennurnar; mýkja umfjöllun. En Sig- urður Sigurðarson neitaði að láta kúska sig og það er því járn í járn. Og á meðan er þátturinn úti í kuld- anum. Það eru sterkir menn sem standa að baki bílaumboðunum og flestir þeirra eru í Fiokknum sem fer með stjórn mála á útvarpinu. Sig- urður þessi Sigurðarson er að vísu líka í þessum sama Flokki, en þykir rekast illa eins og dæmin hér að of- an sanna best... BLAÐTE BRAGÐTE „ANYTIMEISTEATIME' 6. sýning föstudag 7. febrúar, kl. 20.30. 7. sýning laugardag 8. febrúar kl. 20.30. Miðasala í Gamla blói kl. 15—19. Sími 11475. Minnum á slmasöluna með Visa. rm LGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.