Helgarpósturinn - 06.02.1986, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 06.02.1986, Blaðsíða 16
ívar Guðmundsson adalræðismaður íslands í New York setur ofan í við forstöðumann búvörudeildar Sambandsins: ÞÚ HAFNAÐIR BESTA BOBINII, HAGNÚS MINN Búvörudeild Sambandsins á móti útflutningi á lambakjöti samkvæmt úttekt Helgarpóstsins — Svarar ekki tilboðum Isídasta Helgarpósti var greint frá því að „vaxta- og geymslugjald" rík- issjóðs til Sambands íslenskra sam- vinnufélaga og 30 kaupfélaga SÍS- veldisins hefði frá hausti 1983 til hausts 1984 numið rúmlega 155 milljónum króna — sem á núvirði telst vera um 255 milljónir króna. Þetta framlag ríkissjóðs á sinn þátt í því að hagkvœmara er fyrir þessa aðila að geyma kjötið í frystigeymsl- um fremur en að leggja út ísöluátak — t.d. til Bandaríkjanna. Þessu mót- mœlir Magnús Friðgeirsson, fram- kvœmdastjóri búvörudeildar SÍS og segir hœrri upphœðir fara í að leigja geymslur en komi á móti frá ríkinu í formi geymslugjalds. Sem má vera rétt, en þá er þess að geta, að geymslugjaldið samanstendur að- eins aftœplega 20% af áðurnefndri upphæö. Afgangur er vaxtagjöld og alls fer um þessar mundir til allra sláturleyfishafa um milljón kr. á dag. Búvörudeild SÍS heldur því stíft fram að hún hafi fullan hug á því að’ markaðssetja lambakjöt í Banda- ríkjunum. Þær upplýsingar sem Helgarpósturinn hefur undir hönd- um benda hins vegar eindregið til þess að búvörudeildin og landbún- aðarráðuneytið hafi ekki aðeins lít- ið gert til að ýta undir þennan möguleika, heldur þvert á móti stað- ið í vegi fyrir því að tilraunir í þessa átt mættu heppnast. Sett eru ströng skilyrði um birgðahald, ábyrgðir, greiðslutryggingar og haldið stíft í „hefðbundinn" máta við frystingu kjötsins, bógbindingu, sem Banda- ríkjamenn hafna alfarið. Pöntunum er ekki sinnt, tilboði ekki svarað um sölu á kjöti til bandarískra her- stöðva í Evrópu og ekki var heldur svarað beinni fyrirspurn frá stórum aðila á Kanaríeyjum um „þó nokk- uð af lambakjöti". Fréttaskýring búvöru- deildar í Tímanum! í síðustu viku var frá því sagt í fréttatíma sjónvarpsins, að landbún- aðarráðuneytið hefði farið þess á leit við búvörudeild SIS að hún reyndi að selja 100 tonn af sérvöldu og stykkjuðu dilkakjöti til Banda- ríkjanna. Þetta er sama kjötið og Landssamband sauðfjárbænda reyndi að selja með milligöngu fyr- irtækisins „Pride of Iceland" í New York. „Samningar tókust ekki vegna þess að bandaríska fyrirtæk- ið treysti sér ekki til að annast birgðahald kjötsins, en það skilyrði hafði landbúnaðarráðuneytið sett." Niðurlag fréttarinnar var á þessa leið: „Það virðist samdóma álit þeirra sem til þekkja í þessum mál- um að íslendingar nái aldrei fótfestu með kindakjöt á Bandaríkjamark- aði nema vinnubrögð í sölu og markaðsmálum breytist." Um síðustu helgi birtist síðan í Tímanum athyglisverð „fréttaskýr- ing“, sem virðist samin að mestu leyti af búvörudeild SÍS. Fyrirsögn skýringarinnar segir sína sögu: „Lambakjötssalan til Bandaríkj- anna ekki eins auðveld og ýmsir héldu". Það er greint frá tilrauna- sendingu á lambakjöti til Bandaríkj- anna, sem Landssamband sauðfjár- bænda stóð fyrir með fyrirgreiðslu frá landbúnaðarráðherra og í sam- vinnu við búvörudeild SÍS. Tilraunin er sögð hafa mistekist þar eð erlendi kaupandinn „gat ekki lagt fram greiðslutryggingar og treysti sér ekki til að hafa birgðahald með höndum". „Fréttaskýringin" er ekki merkt neinum höfundi, en ef til vill má af eftirfarandi tilvitnun ráða hvaðan hún er ættuð: „Þrátt fyrir þetta má ekki gefa það upp á bátinn að reynt sé að afla markaðar fyrir lambakjöt í Bandaríkjunum. Þeim ber að halda áfram, en vanda undir- búninginn, eins og búvörudeild SÍS hefur gert (leturbreyting HP).“ Áðurnefnt fyrirtæki, „Pride of Iceland" var stofnað fyrir tæpum þremur árum í Bandaríkjunum. 19.—26. júlí í fyrra fóru fyrir hönd Landssambands sauðfjárbænda í könnunarferð vestur þeir Sigurgeir Þorgeirsson og Gunnar Páll Ingólfs- son. í greinargerð Sigurgeirs um ferðina, sem hann lagði fram á stofnfundi Landssambandsins í ágúst sl„ segir meðal annars, að í viðræðum við ívar Guðmundsson (fyrrverandi ræðismann íslands í New York) og John McGoorty, stofn- anda Pride of Iceland, hafi.komið fram hjá þessum aðilum mikil óánægja með það, hversu lítill áhugi hefði komið fram „hér heima" á að vinna að markaðsmálum fyrir lambakjöt í Ameríku. Sögðust þeir þá aðeins bjóða fram aðstoð sína að tekið yrði á málum af fullri alvöru og festu. John McGoorty rakti í smá- atriðum „hvað úrskeiðis hefði farið í samskiptum sínum við búvöru- deild SÍS, þegar hann flutti inn nokkur tonn af dilkakjöti til sölu í New York á árinu 1984. Þau við- skipti gengu brösótt, en allt voru það annmarkar, sem forðast má, ef hlutaðeigandi aðilar eru tilbúnir að takast á við þetta verkefni með þeim ásetningi að skila árangri". Kváðust þeir fullvissir um gæði ís- lenska kjötsins, það hefði yfirburði gagnvart nýsjálensku kjöti, væri hreint og ómengað. Meðal skilyrða sem McGoorty taldi nauðsynleg, var að ávallt væru fyrir hendi „eðli- legar" birgðir í New York, að semja þyrfti sérstaklega um frystigeymslu þar og um kostnað við hana. Næg eftirspurn en ekkert framboð. . . 1 ferðinni var rætt við innkaupa- stjóra kjötdeildar Daitch-Shopwell verslanakeðjunnar, sem rekur fjölda matvöruverslana í stórborginni. Það var einmitt Daitch-Shopwell sem keypti íslenskt lambakjöt af Pride of Iceland vorið 1984 — 4,5 tonn. Sagði innkaupastjórinn að kjötið hefði selst vel, einkum lærin, en þegar þeir pöntuðu til viðbótar 250 kassa af lœrum reyndist ekki unnt að afgreiða þau innan viðun- andi tímamarka og varð þá ekki frekar úr viðskiptum þessara aðila. Þá kvað innkaupastjórinn að kjötið hefði verið vitlaust skorið, þannig að of mörg rifbein fylgdu aftur- hrygg. Deildarstjóri kjötdeildar matvöruverslunar fyrirtækisins í Riverdale sagði við þá Sigurgeir og Gunnar Pál að íslensku lærin hefðu runnið út og sama fólkið komið aft- ur og beðið um íslenska kjötið, en því miður hefðu þeir aldrei fengið meira. Þá var rætt við Thomas Bruno hjá Tupman Thurlow Company, en það fyrirtæki stundar alþjóðaviðskipti og er eitt af 5 stærstu kjötfyrirtækj- um heims. Bruno kvaðst geta selt allt okkar kjöt án nokkurra vand- kvæða, en verðið yrði að koma með tímanum. Sigurgeir og Gunnar Páll kynntu sér hvernig lambakjöt er skorið og skrokknum skipt eftir bandarískum staðli. Var þeim tjáð að „það mœtti undir engum kringumstœðum bóg- binda skrokka, sem skera á eftir bandarískum staðlí'. Bógbinding er hins vegar lögboðin á íslandi. Eftir viðræður við fjölda annarra aðila í Bandaríkjunum varð niður- staða Sigurgeirs og Gunnars sú, að í Bandaríkjunum séu möguleikar til hagkvæmari kjötsölu en nú býðst í Evrópulöndum. Markaðurinn ynn- ist ekki á augabragði eða átaka- laust, en undirbúningur og skipu- lagning yrðu að hefjast strax. Ekki áhuga á markaðsátaki — vegna stjórnarstefnunnar! Rúmu hálfu ári fyrir þessa ferð skrifaði Jóhann Steinsson í búvöru- deild SIS bréf til áðurnefnds Ivars Guðmundssonar, þess efnis, að vegna stjórnarstefnunnar á Islandi um samdrátt í lambakjötsfram- leiðslu væri ekki áhugi fyrir því af hálfu SÍS að hefja markaðsátak í Bandaríkjunum. Hins vegar kæmi til greina að afgreiða pantanir fyrir mánaðartíma í senn. Skömmu áður en þeir Sigurgeir og Gunnar Páll fóru til Bandaríkjanna skrifaði Magnús Friðgeirsson, fram- kvæmdastjóri búvörudeildar SÍS, sömuleiðis bréf til ívars, þar sem hann greinir meðal annars frá því að lagerhald í erlendu ríki sé ekki hugsanlegt „af okkar hálfu". Það sé hlutverk væntanlegs kaupanda á vörunni. Lagerhaldið „verður ekki borið uppi af framleiðendum á ís- landi, né heldur sölustarfið — það verður ávallt að vera fyrir reikning viðkomandi kaupanda". Þessu bréfi svaraði Ivar 31. júlí síð- astliðinn. Bréfið er harðort og ítar- legt. Hann minnir á að tilraunasend- ingin hafi farið út um þúfur þar eð kjötið hefði ekki komið á umsömd- um tíma. Segir hann sögu þessarar reynslusendingar vera vissulega „samnefnari þeirra mistaka, kæru- leysis og ringulreiðar, sem æ ofan í æ hafa einkennt tilraunir, sem gerð- ar hafa verið til að hasla íslenska lambaketinu völl á Bandaríkja- markaðinum". Komið hafi illa frá- gengið kjöt sem hafi þurft að senda rakleiðis til baka. Reynslusendingin hefði hins vegar verið vel umbúin, en þegar fagurlegar umbúðir voru opnaðar kom í Ijós að kjötið hefði ekki verið brytjað eins og beðið hafði verið um. Kjötið hefði þó selst vel og kaupandinn pantað meira, en honum tjáð að viðbót gæti ekki komið fyrr en með næsta skipi frá íslandi. Kaupandinn varð hvumsa og spurði: „Er ykkur alvara, eruð þið að hefja innflutning á lamba- kjöti án þess að hafa birgðir á staðn- um?“ Misstum af okkar besta tækifæri Ivar greinir frá því að annar stór aðili hafi boðist til að kynna íslenska lambakjötið í 16 stórum matvöru- verslunum sínum fyrir jólin — allan nóvembermánuð. „Þú hafnaðir þessu góða boði, Magnús minn, og þar með misstum við af besta tæki- færi sem okkur hefur boðist til þessa til að kynna lambaketið okkar á ameríska markaðinum. Neitun þín varð og til þess að nú missti kaup- andinn þolinmæðina." ívar hefur eftir kaupandanum: „Þið, nýgræð- ingar í kjötinnflutningi hér neitið að auglýsa, en viljið fá hærra verð án þess að veita þjónustu. Þið farið ekki einu sinni að einföldum fyrir- mælum um framsetningu vörunn- ar.... reynsla mín hefur sannað mér, að þið viljið ekkert gera til þess að kynna kjötið ykkar." Fullyrðir Ivar að á sex vikum hefði mátt selja að minnsta kosti 35 tonn af lamba- kjöti á þessari kynningu. 27. ágúst ritar Magnús Friðgeirs- son grein í Morgunblaðið, þar sem hann segir að „meint ummæli bandarískra kjötkaupmanna" séu ekki málefnalegt innlegg í umræð- una um útflutningsvanda íslendinga á því magni dilkakjöts sem er um- fram innanlandsframleiðslu. „Mun búvörudeild því leiða slíkt karp hjá sér." Með öðrum orðum neitar Magnús að taka gild þeirra rök fyrir því að ekki hafi orðið úr viðskiptum, en segir á hinn bóginn: „Áralöng sambönd búvörudeildar í Banda- ríkjunum hafa ekki enn leitt til gagnlegra markaða vestanhafs." „Herramennirnir létu ekki svo lítið að svara" Ef til vill segir það einhverja sögu um gríðarlegan áhuga búvörudeild- Magnús Friögeirsson framkvæmdastjó VILJUM SE Telur frásögn HP í meginatriöum villa ,,Mín fyrstu viðbrögð eru að þetta séu atriði sem búið er að taka nokk- uð saman í greinum sem hafa verið í fjölmiðlunum frá því í ágúst og nánast tekið beint upp úr þeim mörgum hverjum. Þessum greinum hefur að miklu leyti verið svarað. Mér finnst að ekki hafi verið leitað nœgilegra heimilda um stöðu mála, þannig að þetta er að verulegu leyti ekki í samrœmi við það hvernig hlutirnir í raun eru,“ sagði Magnús G. Friðgeirsson, framkvœmdastjóri búvörudeildar SÍS þegar Helgar- pósturinn rœddi við hann um efni greinarinnar „SÍS blóðmjólkar bœndur — og þig“ í síðasta blaði og um efni greinar í þessu blaði um SÍS og útflutning á lambakjöti til Bandaríkjanna. „Framleiðsluráðslögin segja ákveðið að sláturleyfishafar eigi að borga bændum fullt verð á haust- mánuðum; hvernig svo sem mál þróast þar eftir, þá eru bændur bún- ir að fá sitt. Það er því sláturhúsanna að gera þetta innan þeirra ramma sem þeim eru settir og tillit er tekið til við verðlagningu hjá tilskipuðum nefndum. Sambandið ræður því ekki hvort sláturleyfishafar mynda með sér félagsskap. Stofnun Félags sláturleyfishafa innan SIS hefur í reynd engin sérstök áhrif til breyt- inga frá því sem áður var, því sam- starfssamningur var fyrir í tugi ára. Það sem sláturleyfishafarnir ná fram með þessari breytingu er að nú ræður félagið aðila til að sjá um sölumálin fyrir sig sem er búvöru- deildin. Þetta þýðir í raun dreifingu ákvarðanatökunnar, því nú hafa þeir formlegan félagsskap." — Hvað segir þú þá um viðbrögð þeirra Birgis ísleifs Gunnarssonar og Pálma Jónssonar; þeir tala um spor afturábak og að það sé einok- unar- og einrœðisblœr yfir þessari félagsstofnun? „Þau tel ég að séu að verulegu leyti byggð á vanþekkingu á því fyr- irkomulagi sem fyrir var. Þeir telja að þarna hafi verið að búa til eitt- hvað nýtt, sem alls ekki er. Auk þess má benda á að með þessu fyrir- komulagi geta sláturleyfishafarnir verið með harðari og beinskeyttari kröfur á hendur búvörudeildinni". — Það er fullyrt að bœndur borgi taprekstur kjötvinnslustöðvar SIS í Reykjavík. „Þetta er rangt, en þetta var rétt. Kjötiðnaðarstöðin hefur starfað frá 1972 og var ætluð sem sölutæki til að umbreyta því kjöti sem þurfti sér- staka meðferð, en var að öðru leyti algerlega neysluhæft. Stöðin var rekin ýmist með plúsi eða mínus. Það var kannað 1979 hvort ekki væri rétt að reka þetta sem fyrirtæki en ekki sem sölutæki innan afurða- sölu og reksturinn þá hjá Samband- inu en ekki kaupfélögunum. En þá vildu félögin halda þessu óbreyttu. Þetta kom aftur til skoðunar við skipulagsbreytingar Sambandsins 1984 og þá varð þessi breyting. Tap- tölurnar sem komu fram í síðasta HP eru ekki réttar varðandi 1984 og ef taprekstur verður 1985 — sem liggur ekki fyrir — verður hann á herðum Sambandsins." — Vaxta- og geymslugjaldið, Magnús. Hvetur það ekki SIS og kaupfélögin til að halda fremur í kjötið en að selja það? „Að við höldum í kjötið fremur en að fara út í söluátak, það er nokkur ásökun og erfitt að taka henni. Þið segið að „við" borgum vaxta- og geymslugjöldin. Ég er hérna með tölur sem sýna hvernig staðan er í þessum efnum. Það skal tekið fram að það þarf að byrja að borga leigu fyrir geymsluna í september og rík- isvaldið tekur ekki þátt í geymslu- gjaldinu þann mánuðinn. Að auki þurfum við að leigja yfirleitt til 5—6 eftir Friðrik Þór Guðmundsson mynd: Jim Smart 16 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.