Helgarpósturinn - 06.02.1986, Blaðsíða 7
BRUNAMÁLASTJÓRI SKARAR ELD AÐ EIGIN KÖKU
ALLT í BÁLI OG BRANDI HJÁ BRUNA^MÁLASTOFNUN RIKISINS
eftir Jónínu Leósdóttur myndir Jim Smart og Tíminn
Mikil óánœgja ríkir nú medal
þeirra manna, sem tengjast bruna-
málum og eldvörnum hér á landi.
Átelja menn brunamálastjóra í því
sambandi í besta falli fyrir adgerða-
leysi, en í versta falli fyrir vanrœkslu
í starfi og fyrir ad notfœra sér ad-
stöðu sína í kerfinu til þess að skara
eld að eigin köku. Svo vill nefnilega
til, að Pórir Hilmarsson brunamála-
stjórí er innsti koppur í búri fyrir-
tœkis sem verslar með og gefur ráð
um allt er lýtur að eldvörnum. Þar
að auki kennir hann nokkra tíma á
degi hverjum í vinnutíma sínum hjá
hinu opinbera.
I lögum um brunavarnir og bruna-
mál er verksvið Brunamálastofn-
unar skilgreint, en brunamálastjóri
veitir stofnuninni forstöðu. Þar er
tekið fram, að Brunamálastofnun
eigi að leiðbeina um val, uppsetn-
ingu og notkun á slökkvibúnaði og
aðvörunarkerfum. Einnig er það
innan verksviðs stofnunarinnar að
hafa samvinnu við samsvarandi
stofnanir erlendis og fylgjast með
framförum og nýjungum á sviði
brunavarna í nágrannalöndunum.
Það er því ekki að undra, að upp
hafi komið óánægja með að Þórir
Hilmarsson reki fyrirtækið Skanis
h/fNorrœn viðskipti, sem býður alla
þá þjónustu sem brunamálastjóri á
að sjá til að forráðamenn fyrirtækja
í landinu kaupi.
Brunamálastjóri og
starfsmaður nans með
eigið fyrirtæki
Skanis h/f er mjög haganlega
staðsett — fyrir brunamáiastjóra.
Það er til húsa að Laugavegi 59,
Kjörgarði, en þar er Brunamála-
stofnun ríkisins einmitt einnig tii
_____________________íun ríkisins og fyrirtæki Þóris
Hilmarssonar eru til húsa í Kjörgarði. Póstkassar þess-
ara aðila eru samfastir í anddyrinu.
húsa og eru póstkassar þessara
tveggja aðila nánast samfastir á •
vegg í anddyri hússins. Vel að
merkja, þá er Þórir Hilmarsson ekki
sjálfur skráður fyrir fyrirtækinu
núna, þó hann hafi til skamms tíma
verið prókúruhafi þess eða sá aðiii
sem leyfi hefur til að skrifa út ávís-
anir í nafni Skanis h/f. Stjórn fyrir- •
tækisins er skipuð börnum Þóris,
sem eru Helga, Kolbrún, Katrín og
Stefán Þórisbörn. Núverandi stjórn-
arformaður er Katrín, en Stefán er
skráður framkvæmdastjóri og pró- •
kúruhafi. Varamaður í stjórninni er
eitt Þórisbarnið enn, sem nefnist
Halla.
Þórir Hilmarsson er hins vegar
ekki eini maðurinn innan Bruna-
málastofnunar ríkisins, sem rekur
eigið fyrirtæki á sviði brunavarna. •
Hjá Þóri starfar maður að nafni
Trausti Þorláksson, en hann mun
eiga fyrirtækið Vélverk h/f ásamt
öðrum aðila, Jóni Þorbergssyni.
Þetta fyrirtæki er m.a. þekkt fyrir #
innflutning á svokölluðum „Bed-
fordum“, en það eru notaðir gamlir
breskir slökkviliðsbílar, sem
slökkviliðsmenn í dreifbýlinu hafa
ekki verið ýkja hrifnir af sem far-
skjótum á íslenskum malarvegum.
Trausti á að annast eftirlit með bygg- •
ingum fyrir hönd Brunamálastofn-
unar, en fyrir utan það að reka Vél-
verk h/f mun hann einnig oft vera
einkabílstjóri Stefáns Valgeirssonar
framsóknarþingmanns. Stefán er •
reyndar föðurbróðir Þóris bruna-
málastjóra!
Enginn mun væna brunamála-
stjóra um að sinna ekki þeirri skyldu _
sinni að fylgjast með nýjungum á ®
sviði brunavarna erlendis, því hann
fer oft til útlanda í þeim erindum,
bæði á kostnað ríkisins og í boði
ýmissa einkaaðila. Mönnum þykir
hins vegar nokkuð gróft að ný um-
boð skuli skjóta upp kollinum hjá
Skanis h/f eftir slíkar ferðir, en nýj-
asta dæmið um þetta er úr ferð
Deilt á brunamálastjóra fyrir
fyrirtækisrekstur og kennslustörf
í vinnutíma
Þórir Hilmarsson sagði upp í
kjölfar viðtals við HP
Félagsmálaráðherra í
vandræðum með flokksbráður
sinn
Bréf til ríkissaksáknara um
opinbera rannsókn afturkallað
Brunamálastjóri með stórorðar
yfirlýsingar i Tímanum undir
nafnleynd
Brunabátafélag íslands
tryggir brunagildrur
Lagaákvæðum aldrei beitt, þrátt
fyrir hótanir
Nældi sér í umboð í utanlands-
ferðum á vegum stofnunarinnar