Helgarpósturinn - 06.02.1986, Blaðsíða 17
•i búvörudeildar SÍS svarar ásökunum um útflutning á lambakjöti og slapplei
ar SÍS á útflutningi á lambakjöti, að
á síðastliðnu ári fékk umboðsfyrir-
tæki hér á landi eftirfarandi skeyti:
„Hæstvirtu herrar. Eg sný mér hér
með til ykkar vegna þess að ég hef
áður haft samband við SÍS-búvöru-
deild, en þeir herramenn létu ekki
svo lítið að svara. Þannig er mál
með vexti að við gætum selt þó
nokkuð af lambakjöti, bæði á Kan-
aríeyjum svo og á Iberia-skaganum,
en þar sem fyrrnefndir herramenn
svöruðu ekki fyrirspurnum okkar
leita ég hér með til ykkar vegna
þess að við vitum að ísmat hefur
upp á mjög góða framleiðslu að
bjóða.“ Skeyti þetta var frá
Almacenes Palestinos á Kanaríeyj-
um.
Búvörudeildin sleppti því einnig
að svara tilboði um samning frá inn-
kaupadeild bandarískra herstöðva í
Evrópu — sem eru ekki háðar kvót-
um Efnahagsbandalagsins. En þar
sem pöntunin og tilboðið voru ekki
fýsileg að mati búvörudeildar þótti
ekki ástæða til að gera neitt í málinu
— ekki einu sinni svara. Á sama
tíma búa landsmenn við landbún-
aðarkerfi, þar sem það kostar meira
að slátra hverju kílói kindakjöts en
fæst fyrir það og þar sem söluverðið
skiptir engu máli — því skattborgar-
ar greiða mismuninn í formi útflutn-
ingsbóta, sem SÍS tekur síðan sölu-
laun af!
i
4
LJA KJÖTIÐ HIB FYRSTA
ídi
mánaða þau frystihús sem við leigj-
um — óháð því hvort við tökum eitt-
hvað af kjötinu í millitíðinni. Þá er
ekki borgað á það geymslugjald frá
ríkissjóði og þegar það er komið út
úr afurðalánum erum við raunveru-
lega með geymslu á okkar hendi
sem við þurfum að greiða fyrir en
fáum ekkert á móti til að bera það
uppi. Þetta hefur skapað misvísun.
1983 var aðkeypt geymsla 1,63
krónur á hvert kíló á móti geymslu-
gjaldi frá ríkinu 1,24 kr/kg. Mis-
munurinn er því óhagstæður um 39
aura á kíló. Áðkeypt geymsla 1984
var síðan 2,02 kr/kg, en frá ríki 1,81
kr/kg og mismunurinn þvi óhag-
stæður um 21 aur á kíló. Þetta þýðir
einfaldlega að eftir því sem við losn-
um við kjötið fyrr, þeim mun betri
stöðu fáum við. Við viljum losna við
kjötið hið allra fyrsta."
— Hvaö segir þú um þann mikla
mun sem er á sláturkostnadi milli
einstakra sláturleyfishafa, allt ad
60% munur?
„Þarna vantar inn í ýmsa liði,
þetta yfirlit Framleiðsluráðs var
ekki fullunnið og að auki finnst mér
ekki nægilega sterkur grunnur að
baki því að bera saman Höfn á Sel-
fossi og einstök kaupfélög. Höfn er
að meginhluta svínasláturhús, starf-
ar árið um kring, með gamalt hús og
ekki miklar fjárfestingar. Flest önn-
ur hús starfa 4—6 vikur og eru því
ekki samanburðarhæf við slíkt hús.
Eðlilegra hefði verið t.d. að bera
saman sláturhúsin tvö á Sauðár-
króki, hús kaupfélagsins og húsið
sem Eyjólfur Konráð Jónsson er
gjarnan kenndur við. Eða Sláturfé-
lag Suðurlands, sem er með mjög
svipað mynstur og við.
Þetta eru verulega misvísandi töl-
ur og þá einnig niðurstöðutölurnar.
Hafi menn á tilfinningunni að það
hafi verið að fela þessar tölur fyrir
félagi sauðfjárbænda, þá skal tekið
fram að tölurnar voru ekki gefnar út
þannig að einstakir sláturleyfishafar
kæmu fram. Endurskoðandi Fram-
leiðsluráðs lítur enda á þetta sem
trúnaðarmál. Ekki vegna þess að
eitthvað væri í sjálfu sér að fela,
heldur vegna þess að það þarf sam-
ráð við einstaka aðila — annars væri
um trúnaðarbrot að ræðá'.
— Hvad segir þú um þetta „hent-
uga“ fyrirkomulag, þar sem SÍS fœr
sölulaun bœði frá bœndum og afút-
flutningsuppbótum?
,,Ég hef hikað við að fara frá nú-
verandi kerfi, en þó ekki staðið í
vegi fyrir því. Það má deila um
þetta. Það má tala um tvö kerfi sem
bæði hafa nokkuð til síns ágætis og
svo hnjóðs. Það kerfi sem nú er, það
er ekki nægjanlega verðhvetjandi,
nema menn geti fylgst með hvernig
unnið er og þau atriði séu ekki látin
hafa áhrif á sölumálin. Það hefur
verið tiltölulega auðvelt að fylgjast
með og þetta hefur því ekki orðið til
vansa. Það er síðan hægt að fara út
í prósentur af erlendu verði, en það
sem er neikvætt við það, er að við
erum sífellt að reyna að þróa okkur
út í að vera í pökkuðu og meira
unnu kjöti og þá kemur sú staða upp
að læri og hryggir eru mjög auðselj-
anleg vara og þá með litlu sölustarfi
hægt að selja dýrustu hluta skrokks-
ins. En þá er hitt eftir sem er ódýrara
og skilar minni sölulaunum en
krefst meira sölustarfs."
— Pú segir greinina í meginatrið-
um ranga. Hvernig skýrir þú það, að
fjölmargir bœndur um land allt
hafa haft samband við blaðið til að
þakka fyrir greinina og tekið undir
það sem í henni kemur fram?
,,Ég kann ekki að skýra það, en
mér dettur í hug að þarna sé raun-
verulega að koma fram að bændur
eru í ákaflega erfiðri stöðu, þeirra
tekjur hafa farið minnkandi og ekki
fengist lausnir í nýju búgreinunum
sem skyldi."
— Snúum okkar að útflutnings-
málunum — til Bandaríkjanna. Tel-
ur þú, frammi fyrir rýrum árangri,
að búvörudeild SÍS og samstarfsað-
ilar hafi gert sitt ýtrasta til að ýta
undir útflutning vestur?
„Ég vil segja það, að við vorum
með itarlegar tilraunir til þess að
finna kaupanda. Við áttum undir
högg að sækja þar eð við fengum
ekki viðurkenningu á pökkunarstöð
fyrr en nú í haust og áttum strangt
til tekið ekki að geta flutt út neitt
kjöt til Bandaríkjanna nema í heil-
um skrokkum. Okkur varð hins veg-
ar fljótt ljóst að það að flytja út kjöt
til Bandaríkjanna í heilum skrokk-
um var nánast óframkvæmanlegt.
Við hófum undirbúning til að fá
pökkunarstöðina í Borgarnesi við-
urkennda fyrir þennan markað og
vorum komnir nokkuð vel á veg
með það í haust. Hins vegar er þetta
innyflasalur sláturhússins í slátur-
tíðinni og ekki hægt að setja hann í
gagnið sem pökkunarstöð fyrr en
eftir sláturtíð. Það var ekki fyrr en
núna í nóvember-desember sem
hægt var að fara að gera þetta og
viðurkenning fékkst frá Bandaríkj-
unum.“
— Nú virðast þrengja þennan
möguleika ýmis skilyrði, um að lag-
erhald í Bandaríkjunum sé ekki
hugsanlegt.. .
„Það er hugsanlegt, en ekki
praktískt."
— Fyrir utan lagerhaldið eru skil-
yrði um verulega ábyrgð kaupenda
og greiöslutryggingar, jafnvel er
vitnað í stjórnarstefnu um samdrátt
í kindakjötsframleiðslu til að draga
fram mótrök gegn útflutningi til
Bandaríkjanna og til herstöðva í
Evrópu. Eru öll þessi atríði óum-
breytanleg?
„Það hefst ekkert af þessu nema
með mikilli vinnu. En það eru fyrst
og fremst stjórnvöld sem ákveða
það hvaða reglur eru settar og
bankakerfið er stór aðili í því með
afurðalán í vörunni og vill trygg-
ingu fyrir því að varan seljist og veð-
in innheimtist. Það var gerð tilraun
1984 og sauðfjárbændur gerðu aðra
tilraun með sömu aðila á sama
grundvelli í fyrra og báðar mistók-
ust. Ég held að báðir aðilar hafi met-
ið góðan vilja þessara aðila ytra um
of og síðan kom í ljós að þeir voru
einungis að tala um hluta viðskipt-
anna. Kaupandinn í þessu dæmi var
raunverulega of nálægt neytandan-
um; hann hefur ekki bolmagn til
að vera innflytjandi eða heildsali,
hann hangir í að ráða við að vera
dreifingaraðili eða smásali — og þá
á ég við Pride of Iceland. Gallinn við
tilraunirnar var einmitt þessi og á
þessu strandaði. Við seldum þó 4,5
tonn sem ekki komu á réttum tíma
þar sem bankaábyrgðir voru ekki
veittar tímanlega. Og þessir aðilar
voru síðan eftir allt saman ekki í
stakk búnir til viðskiptanna."
— Það fór út sending sem var ekki
fryst eins og beðið var um, bóg-
bundnir skrokkar. . .
„Það er atriði sem ég frétti af eftir
að þessi viðleitni átti sér stað. Þær
upplýsingar sem ég hafði af mark-
aðinum um að það þyrfti ekki að
bógbinda reyndust að minnsta kosti
hvað ákveðin svæði í Bandaríkjun-
um varðar vera rangar. Það eru
greinilega til tvær útgáfur af þessu
og má segja að báðir aðilar hafi
nokkuð til síns máls og þekkingar-
skortur að vita ekki af hvoru
tveggja."
— Fullyrt er að við bógbindingu
„hverfi" mikilvœgar sneiðar. ..
„Þær hverfa ekki, heldur koma
öðruvísi fram. Jú, þetta er sá þáttur
sem Bandaríkjamenn kalla eftir
einir þjóða og má segja að það geri
þetta eilítið slæmt að framleiða fyrir
Bandaríkin, nema það sem er nokk-
urn veginn víst að fari þangað, því ef
varan fer þangað ekki, þá kemst
hún ekki inn á neinn annan markað.
Og svo er það hluti af Bandaríkja-
markaði sem vill hafa þetta með
hefðbundnum hætti."
— Nú höfum við dœmi sem ekki
sýna beinlínis mikinn vilja búvöru-
deildarinnar til mögulegs útflutn-
ings. Annars vegar leituðu aðilar á
Kanaríeyjum til ísmats þar eð þið
létuð ógert að svara fyrirspurnum
þeirra og hins vegar lá fyrir samn-
ingstilboð um sölu til bandarískra
herstöðva í Evrópu — sem þið létuð
einnig ósvarað. Hver er skýringin?
„Þetta með Kanaríeyjar er atriði
sem ég get ekki svarað þar sem ég
kannast ekki við að hafa fengið
skeyti þar um, en varðandi her-
stöðvasöluna get ég sagt að við vor-
um að vinna að því að leita slíkra
samninga. Málið var kannað, en
þegar kaupaðilinn hafði samband
hingað vildi hann eingöngu fá bestu
hluta skrokksins, lærið og hrygginn.
Það hefði orðið til þess að við hefð-
um verið með hinn afskurðinn
óseldan og kannski vanda þar af.
Það var aldrei farið út í að skoða það
nákvæmlega, því þar að auki var
það verð sem boðið var fyrir neðan
nýsjálenskt verð og það höfum við
aldrei sætt okkur við. Þannig að ég
vildi ekki sinna því og lét ívar Guð-
mundsson í New York vita um það,
en hann hafði milligöngu í málinu."
— Miðað við það sem fram hefur
komið hér, Magnús, er nokkur von
til þess að ykkur takist að selja þessi
100 tonn sem landbúnaðarráðu-
neytið hefur beðið ykkur fyrir á
Bandaríkjamarkað?
„Það er erfitt að spá hvernig það
þróast, við höfum fyrirvara á þessu
í okkar áætlunum, en í lok febrúar
fer ég síðan til Bandaríkjanna og
vonin er sú að okkur takist að selja
þau 100 tonn sem til ráðstöfunar
eru. Innanlandssalan 1985 brást,
var 1200 tonnum minni en áætlað
var og við slíkt verður vaxandi þörf
fyrir útflutninginn. En ég vil að lok-
um nota þetta tækifæri til að hvetja
framleiðendur til að vera mjög með-
vitaðir um það, að smekkur neyt-
enda er stöðugt að breytast og
menn þurfa að aðlaga sig því.“
Ij
HELGARPÓSTURINN 17