Helgarpósturinn - 06.02.1986, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 06.02.1986, Blaðsíða 32
POPP Stansað, dansað og öskrað á morgun eftir Ásgeir Tómasson STANSAÐ, DANSAb, ÓSKRAD — Grafík. Útgefandi: Mjöt. Stansad, dansad, öskrad er plata sem kem- ur ekki á neinn hátt á óvart. Sumpart vegna þess að nokkur laga hennar eru orðin gamal- kunnug. Hafa verið lengi á tónleikapró- grammi Grafíkur. Einnig er tónlistin of keim- lík því sem gaf að heyra á plötunni Get ég tek- id cjens? til að brúnir fari að lyftast. Er það svo kostur eða löstur að tónlist hljómsveitar hljómi líkt á tveimur plötum í röð? Tja, David Bowie, Dire Straits, Simple Mínds og fleiri góðir breytast ekki mikið frá plötu til plötu. Þó leynir það sér ekki að þeir tónlistarmenn sem voru nefndir til dæmis þróast stöðugt. Þeir eiga sína eigin formúlu og vinna stöðugt við að bæta hana og þróa. Grafík hefur einnig komið sér upp sinni eigin formúlu. En miðað við tvær síðustu plöturn- ar stendur hún föst í henni. Samt held ég ekki að Grafík sé stöðnuð hljómsveit. Liðsmenn hennar gefa sér bara ekki nægan tíma til að þróa tónlistina eðli- lega. Önnur verkefni kalla. Það er dýrt spaug að vera atvinnupoppari á Islandi og menn verða að dreifa kröftunum. Jæja, niður á jörðina aftur. Stansað, dans- að, öskrað hefst á léttu lagi sem nefnist Já, ég get það. Áheyrilegt, létt og einfalt með skemmtilegum trompetleik Ásgeirs H. Stein- grímssonar. Blástur Ásgeirs og Einars Braga saxófónleikara nýtur sín vel í lögum Grafík- ur. Mætti vera meira af slíku. Síðan koma Kvenmannsfötin og Himnalag. Bæði áheyri- leg, — ekta Grafík. Hins vegar er mér ó- mögulegt að festa mér í minni fjórða lagið, Stansaðu. Hlið tvö hefst á Tangó, einu þriggja bestu laga plötunnar. Það hefur náð nokkrum vin- sældum á rás tvö sem og Himnalagið. Þá kemur Smelltu kossi sem ég hef á tilfinning- unni að hefði mátt vinna miklu betur. Það er einhver prufuupptökukeimur af því. Tvö síð- ustu lög plötunnar Stansað, dansað, öskrað eru álíka lítt eftirminnileg og Stansaðu sem áður var nefnt. Þótt þessi umfjöllun um Stansað, dansað, öskrað sé ekki sérlega jákvæð er það samt skoðun mín að Grafík sé ein besta og áheyri- legasta hljómsveitin hér á landi um þessar mundir. Liðsmenn hennar, þeir Helgi Björns- son, Rúnar Þórisson og Rafn Jónsson taka sig alvarlega, semja yfirleitt skemmtileg lög og textar Helga eru öðruvísi en gengur og ger- ist. Á plötunni eru þeir með einvala lið auka- manna sem allir standa sig eins og best verð- ur á kosið. Platan er hins vegar hljóðrituð á löngum tíma. Það kann að hafa sitt að segja um útkomuna, sem auk þess sem að framan er greint er ekki nægilega heilsteypt. Burtséð frá þessu öllu er Stansað, dansað, öskrað í hópi betri platna ársins 1985. Maður gerir bara meiri kröfur til Grafíkur en flestra annarra. Á MORGUN - Kristín Á. Ólafs- dóttir. Útgefandi: Vísur. Það er dálitið broslegt að platan Á morgun hefst á laginu Með hverjum ég berst. IBros- legt í ljósi pólitískra átaka Kristínar Ólafs- dóttur við samherja sína í Alþýðubandalag- inu. Textinn er hins vegar því miður ekki pólitísk úttekt Kristínar á þeim sem glíma hvað harðast við hana heldur bráðskemmti- lega ortur bálkur um nútímastúlkuna og hversdagslegt basl hennar gegnum lífið. Höfuðprýði plötunnar er einmitt textarnir. Auk þjóðskálda koma þeir þarna talsvert við sögu Jón Hjartarson og Hjörtur Pálsson. Þór- arinn Eldjárn á eina þýðingu,^ Þórarinn Hjartarson aðra og Karl Ágúst Úlfsson þá þriðju. Frumtextana þekki ég ekki en þýð- ingarnar eru áferðarfallegar. Ánnað sem sérstaklega er vert að hrósa er söngur Kristínar. Miðað við það sem hún hef- ur áður látið frá sér fara á plötum er Á morg- un stórt stökk fram á við. Rödd Kristínar er mun þýðari og fallegri sem söngvara en út- varpsþular(l) og hún virðist ekkert þurfa að hafa fyrir söngnum lengur, miðað við Komu engin skip í dag, sællar minningar. Flestum er sjálfsagt kunnugt um að Kristín Á. Ólafsdóttir er virkur baráttumaður vinstra megin við miðju í íslenskri pólitík. Það ætti þó ekki að fæla fjendur hennar frá því að hlusta á og njóta plötunnar Á morgun. Boðskapur plötunnar tengist fyrst og fremst friði, mannrækt og ást. I plötuflóðinu mikla í nóvember og desem- ber fór furðu lítið fyrir plötunni Á morgun. Það stafar sjálfsagt fyrst og fremst af því að vísnatónlist á mjög undir högg að sækja þrátt fyrir gott starf Vísnavina. Kristín var einnig ofur kurteis við að koma sjálfri sér á framfæri. Vonandi verður hún ekki jafn kurteis og lítillát á pólitíska vígvellinum næstu vikur og mánuði. Kannski kemur nýr texti út úr þeirri baráttu: Mót hverjum ég berst. KVIKMYNDIR Blóðidrifinn hryllingur Regnboginn: Mausoleum. ★ Bandarísk. Framleiðendur/handrit: Robert Barich og Robert Madero. Leikstjórn: Michael Dugan. Tónlist: Jaime Mendoza-Nava. Adalhlutverk: Bobbie Bresee, Marjoe Gortner, Norman Burton, La Wanda Page, Maurice Shorbanee o.fl. Það sem einkum vekur athygli manns við greiningu á síðari tíma hrollvekjum, er það hversu miklu ástfóstri höfundar þessara mynda hafa tekið við það að tengja saman ofbeldishneigð og hinn undirmeðvitaða ótta mannskepnunnar (einkum kvenþjóðarinn- ar) við eigið kynferði. Kannski er það AIDS- draugurinn, sem spilað er á, því stóri ógn- valdurinn í hrollvekjum síðari ára er ekki lengur sú „mikla hætta" er stafar af heims- valdastefnu kommúnista og þaðan af síður ógn sú er stafar af kjarnorkuvopnakapp- hlaupi stórveldanna. Hrollvekjan hefur í gegnum kvikmynda- söguna löngum verið býsna næm á þau straumhvörf sem verða á eðli ofangreindra ógnvalda í tímans rás: í dag hefur AIDS- veiran m.ö.o. rutt vígbúnaðarkapphlaupinu til hliðar. íbúum hinnar vestrænu menning- arheildar stendur meiri ógn af eigin kynferð- ishneigð, en af vígbúnaðarkapphlaupinu. Þetta nýtir hrollvekjan sér og er hún því aftur (líkt og í frumbernsku sinni) farin að fást við manneskjuna sjálfa og þær freudísku hvatir, sem stjórna gerðum hennar. Jafnframt því sem þessar kvikmyndir spila með hinn ómeðvitaða freudíska ótta okkar við eigin kynferðishneigð, þá er að auki í þessum myndum lögð mikil rækt við stór- felldar móralpredíkanir af ýmsu tagi. Þar er aðaláherslan lögð á mikilvægi þess, að „frið- helgi" kjarnafjölskyldunnar sé í hávegum höfð og jafnframt óvægið deilt út harðvít- ugustu refsingum til þeirra, sem með fram- hjáhöldum og öðrum ámóta ólifnaði voga sér að brjóta ofangreindar siðareglur. Mausoleum fjallar um kvenkindina Susan, sem er nokkurskonar gangandi afsteypa, eða lifandi eftirmynd Venusar frá Mílos, þannig að það eitt að berja hana augum nægir til að steypa hverjum eðlilega skyni- gæddum karlmanni í glötun. Líkt og mý á mykjuskán sækist sem sagt karlpeningurinn eftir ástum þessarar konu, en þar sem hún er ágætlega gift prýðis náunga með fallega stresstösku og sem gengst upp í öllum þeim siðareglum, hefðum og venjum, er þjóðfé- lagið leggur honum á herðar, þá er það skylda handritshöfundar að halda uppi vörn- um fyrir friðhelgi hjónabandsins. Það mál leysir hann á þann hátt, að það er ekki ein- vörðungu kynferðið, sem konuræfillinn ber utanklæða, heldur er hún að auki búin þeim kostum, að hún hefur hamskipti, þá þegar ómeðvitaðar kynhvatir hins freudíska sjálfs hennar fara að segja til sín. Þessi ham- skiptaskepna (sem er myndgervingur hinna duldu afla, sem leynast í undirmeðvitund konuræfilsins) nærist síðan á kynferðislosta karlpeningsins, sem sækist eftir ástum kon- unnar, á meðan eiginmaðurinn er að heim- an. Svo mörg voru þau orð um efni þeirrar myndar, því það þarf varla að geta þess hér, að hjónabandsspellvirkjarnir hljóta allir með tölu hin hroðalegustu örlög, ef þeir á annað borð komast í tæri við kvenómyndina. Þó svo að margur hrollvekjuunnandinn geti haft gaman af að ráða í merkingu alls þess fjölda af torræðum myndtáknum, sem að jafnaði er ausið yfir áhorfendur í kvik- myndum af þessari gerð, þá er handritið að Mausoleum svo flausturslega unnið, að þeir brestir sem á þann hátt verða á heildaráhrif- um myndarinnar koma að mestu leyti í veg fyrir að hins annars svo ágæta myndmáls kvikmyndarinnar verði notið til fullnustu. Ruglingsleg bylting Háskólabíó: Revolution (Byltingin). ★★ Ensk/bandarísk. Árgerð 1985. Framleiðandi: Irwin Winkler. Leikstjórn: Hugh Hudson. Handrit: Robert Dillon. Kvikmyndun: Bernard Lutic. Tónlist: David Crozier. Aðalhlutverk: Al Pacino, Nastassja Kinski, Donald Sutherland, Sid Owen, Dexter Fletcher, Dave Ling o.fl. Það voru miklar vonir bundnar við leik- stjórann Hugh Hudson, eftir tilkomu fyrstu kvikmyndar hans (Chariots of Fire) enda rættust þær að nokkru, því næsta mynd hans (Greystoke) um Tarzan apabróður var ekki af lakara taginu. Síðan fregnaðist að Hudson ætlaði að fara út í gerð stórmyndar um frels- isstríðið í Bandaríkjunum, og með hliðsjón af fyrrgreindum sigrum hans, biðu menn eftir frumsýningu þeirrar myndar með töluverðri eftirvæntingu. Myndin fjallar um Tom Dobb (A1 Pacino) og ungan son hans (Sid Owen / Dexter Flet- cher), og lýsir hún þeim breytingum, sem verða á högum þeirra eftir að stríðið skellur á, jafnframt því sem við verðum vitni að því hvernig þeir vakna smám saman hvor á sinn hátt til meðvitundar um þjóðfélagslega að- stöðu sína. Inn í söguna fléttast síðan kynni Dobbs af ungri yfirstéttarkonu (Nastassja Kinski), sem sagt hefur skilið við fortíð sína og gerst byltingarsinni. Menn eru ekki á eitt sáttir um ágæti þeirr- ar hugmyndar Hudsons að nota myndatöku- tækni heimildarkvikmyndarinnar við gerð myndarinnar, enda vafasamt hvort hefðir myndmálsins geri ráð fyrir, að slíkt komi heim og saman, þegar fjallað er (eins og í þessu tilviki), um atburði í mannkynssög- unni sem gerast áður en sú tækni verður í raun til. Það er því e.t.v. þetta atriði sem (meðvitað eða ómeðvitað) angrar okkur áhorfendur hvað mest, þegar við berjum hið mjög svo „hreyfanlega" og skrykkjótta myndmál kvikmyndarinnar augum. Að öðru leyti er tæknivinnsla myndarinn- ar með ágætum, þó svo að handritsgerðin sé á köflum býsna gloppótt og geri þannig ráð fyrir fullmörgum tilviljunum í samskiptum þeirra Pacinos og Kinski. Leikur þeirra beggja er þó engu að síður með ágætum og á það vafalaust sinn þátt í því að gagnrýn- endur urðu ekki harðorðari í garð myndar- innar en raun varð á við frumsýningu hennar. Ó.A. The Big Chill junior Stjörnubíó, St. Elmo’s Fire: irkir Bandarísk, árgerð 1985. Framleiðandi: Lauren Schuler. Leikstjóri: Joel Schumacher. Handrit: Joel Schumacher og Carl Kurlander. Kvikmynd- un: Stephan H. Burum. Tónlist: David Foster. Aðalleikarar: Emilio Estevez, Rob Lowe, Andrew McCarthy, Demy Moore, Judd Nelson, Ally Sheedy, Mare Winning- ham. Lawrence Kazdan gerði The Big Chill fyrir fáum misserum. Þar fór einstaklega geðþekk mynd sem sumpart fjallaði um uppgjör ’68 kynslóðarinnar við gömlu hugsjónirnar, en sagan gerist þegar gamla klíkan hittist eftir meira en áratug við útför eins úr hópnum. Leikstjórn Kazdans var einstaklega sterk í þessari mynd, leikurinn umfram allt skemmtilegur, sagan snjöll og þá sérstaklega samtölin. Þetta verður líka sagt um nýjustu mynd Joel Schumachers, St. Elmo’s Fire. Hún er nokkurskonar The Big Chill junior eins og þeir sem séð hafa báðar þessar myndir geta einir gert sér í hugarlund. St. Elmo’s Fire tekur á sambandsslitum krakka sem hafa verið í sömu klíkunni allt frá byrjun unglings- áranna fram á þann dag þegar það liggur fyrir þeim að takast á við lífið. Styrkur henn- ar er nákvæmlega sá sami og The Big Chill: Sterk leikstjórn, skemmtilegur leikur, snjöll saga og smellin samtöl. I þessari mynd koma saman þrjú þeirra ungmenna, sem hvað eftirminnilegast léku í The Breakfast Club eftir John Hughes, þau Ally Sheedy, Judd Nelson og Emilio Estevez. Morgunverðarklúbburinn var ein örfárra vitsrnunalegra unglingamynda sem sýnd var hérlendis í fyrra og enn verður sama saga sögð um St. Elmo’s Fire. Hún er stælótt á yfir- borðinu eins og vissulega mátti vænta, en undir niðri bulla djúpar tilfinningar og áleitn- ar hugsanir, en þær eru settar fram af fullri einlægni í myndinni, fullri virðingu fyrir þessu aldursskeiði. St. Elmo’s Fire er góð unglingamynd. Joel Schumacher hefur augsýnilega sett metnað sinn í þetta verk. Auðvitað má finna að nokkrum atriðum þess, sem annaðhvort voru óþörf eða á skjön við það sem í kring- um kom. Mestu varðar vitaskuld, að heildar- yfirbragð þessarar myndar er skemmtilegt, vinalegt og vitsmunalegt. Það er ekki hlegið tómum hlátri að þessari mynd, heldur geym- ir hann líka fjölmörg augnablik sem þarfnast umhugsunar. SER. 32 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.