Helgarpósturinn - 20.02.1986, Side 4

Helgarpósturinn - 20.02.1986, Side 4
eftir Guðmund Árna Stefánsson INNLEND YFiRSYN Eru samningar í farvatninu? Þegar þessar línur eru ritaðar (á miðvikudegi) var það álit flestra viðmælenda HP úr röðum aðila vinnumarkaðarins, að nýir kjarasamningar væru skammt undan. Sumir voru jafnvel svo bjartsýnir að fullyrða, að samningar myndu takast á næsta sólarhring, þ.e. að nýir samn- ingar hefðu verið undirritaðir, þegar þessar línur eru lesnar. En það er sem fyrr í kjarasamningum, að hagsmunir einstakra hópa í verkalýðshreyf- ingunni eru mjög mismunandi. Og þegar hugmyndir manna ganga út á það, að auka til muna kaupmátt þeirra sem lægst hafa launin, eins og raunar hefur verið stefnumið til margra ára, en að „millistéttin" í verka- lýðshreyfingunni fái í raun ekki neitt, þá má búast við að óánægja blossi upp hjá stórum hópum. Og það er ekki nýr sannleikur, að þótt megintími samningafunda hafi farið í að finna leiðir til að hífa upp þá launalægstu, þá hefur niðurstaðan jafnan verið sú, að launa- jöfnun hefur nánast engin orðið. Þeir sem skárri launin hafa ná yfirleitt því sama og jafnvel meiru en þeir launalægstu fengu. Að baki þessu er m.a. hið flókna launakerfi inn- an verkalýðshreyfingarinnar. Það þykir t.a.m. ekki ganga að almennur hafnarverka- maður hækki svo mikið, að hann fái jafnhá laun og kranamaðurinn. Þar þykir eðlilegt að ákveðið bil verði á milli. Því er það, að sér- stakar hækkanir til hinna lægst launuðu hafa gjarnan strandað á því, að ekki megi hrófla við mynstrinu í töxtum. En þetta er aðeins ein hlið málsins af mörg- um. Þær samningaviðræður sem í gangi hafa verið hafa þróast á dálítið sérkennilegan veg. A.m.k. töldu kunnugir það ekki á hverj- um degi, sem verkalýðshreyfingin gengur fram fyrir skjöldu í því að bera fram tillögur til sparnaðar og ráðdeildar í ríkisgeiranum, sem eigi að leiða til snarlækkaðrar verð- bólgu í einni svipan. Víst hefur verkalýðs- hreyfingin oftsinnis bent á leiðir til hag- kvæmari efnahagsstjórnar í landinu sem myndi stuðla að bættum kaupmætti og lækkaðri verðbólgu, en að ASÍ og síðan VSI í sameiningu leggi fram óskir og tillögur um ákveðnar ráðstafanir af hendi ríkisvaldsins, Vill verkalýdshreyfingin nota peninga launafólks í lífeyrissjóðunum til að borga niður verð- bólguna? Sögulegir samningar í farvatninu sem lækki verðbólgu um svo og svo mörg stig nú þegar, það er óvanalegt. Ef þetta gengur eftir, þá verður um sögulega samn- inga að ræða. Viðmælendur HP innan verkalýðshreyf- ingarinnar sögðu margir, að þótt það væri ekkert nýtt að ríkisvaldið væri beinn og óbeinn aðili að samningum atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar, þá sýndist allt benda til þess, að aldrei sem nú virtust at- vinnurekendur ætla að sleppa jafnbillega frá dæminu. „Verkalýðshreyfingin er í rauninni ekki að semja við VSI, heldur ríkisstjórnina," sagði einn viðmælenda og bætti við: „Vita- skuld eru atvinnurekendur hæstánægðir með að það verði hinir sameiginlegu sjóðir allra launamanna, t.d. lífeyrissjóðirnir, sem eigi að bæta kjörin, en alls ekki fjármagn úr rekstri fyrirtækjanna." Nú virðist allt stefna í það, að um einn og hálfur milljarður króna komi frá ríkisvaldinu inn í þennan samningapakka. 750 milljónir komi frá lífeyrissjóðunum og Þorsteinn Páls- son ætli með einhverjum hætti að ná öðrum 750 milljónum í dæmið. Þessa peninga á að nota til að niðurgreiða ýmiss konar þjónustu og lækka skatta. Innan verkalýðshreyfingar- innar hefur það staðið í mörgum að versla með lífeyrissjóðina með þessum hætti og sagt sem svo, að þarna sé um að ræða peninga launafólks, sem hafa verið dregnir af launum þess. Ennfremur er minnt á að framlag vinnuveitenda í þessa sjóði hafi til orðið á sínum tíma sem ígildi launa. En allar vangaveltur um launahækkanir og aðferðir í þeim efnum standa og falla með því, hvernig kaupmættinum reiðir af og þá um leið hvernig gengið verður frá því, að allar umsamdar kjarabætur fljúgi ekki út í veður og vind um leið og blekið er þornað á samningnum. Því hefur mikill tími farið í um- ræður um kauptryggingarákvæði. I samn- ingum ríkisins og BSRB hefur ríkið boðið, að ef verðlag fer upp fyrir 3,5% á tímabilinu febrúar til 1. júní, þá verði greiddar verð- bætur á næsta prósent þar fyrir ofan. Ef hins vegar verðlagshækkanir á þessu tímabili fara upp fyrir 4,5% þá eru samningar sjálf- krafa fallnir úr gildi. í viðræðum ASÍ og VSÍ hafa þeir fyrrnefndu einkanlega verið með hugmyndir af framangreindu tagi, sem sé um rauð strik. Vinnuveitendur hins vegar vilja ekki negla sig við slíkt fyrirkomulag og hafa lagt til að skipaður verði gerðardómur sem taki á málum, ef verðlagshækkanir fara fram yfir rauðu strikin. Almennt virðist áhugi launafólks á þessum samningamálum í lágmarki. Viðmælendur HP í félögum ASÍ úti á landsbyggðinni sögðu að áhugi hins almenna félagsmanns væri á núllpunkti. „Það er ekkert um þetta rætt,“ sagði forystumaður í félagi úti á landi. Og hann bætti við: „Þessar viðræður allar eru orðnar svo tæknilegar og hinn venjulegi launamaður á þess engan kost að setja sig inn í málin nema með mikilli vinnu." Það er líka deginum ljósara að bakvarða- sveitin í ASÍ, þ.e. hin 240 félög sem skipa Al- ERLEND YFIRSÝN Carina Dolcinc bekkjar- forseti stendur stjörf eft- ir að horfa á farkost kennslukonu sinnar verða að eldhnetti. NASA ridar vegna uppljóstrana eftir Challenger-slysid Aðstoðarforstjóri NASA, geimstofnunar Bandaríkjanna, William R. Graham, hefur vikið úr starfi, meðan fram fer rannsókn á slysinu yfir Canaveralhöfða 28. janúar, þeg- ar geimskutlan Challenger fórst með sjö manna áhöfn 73 sekúndum eftir að hún skildi við skotpall. Astæðan til að það er að- stoðarforstjórinn sem víkur en ekki aðalfor- stjórinn er síst til þess fallin að auka tiltrú á yfirstjórn NASA. James M. Beggs varð að biðja um ótímabundið leyfi frá forstjórastarf- inu til að svara til saka fyrir dómi. Beggs er gefið að sök að hafa farið óráðvandlega með stórar fúlgur af ríkisfé, þegar hann sá um framkvæmd samninga við landvarnaráðu- neytið af hálfu stærsta vopnaframleiðslufyr- irtækis Bandaríkjanna, General Dynamics Co. Graham aðstoðarforstjóri vék úr starfi, eft- ir að William P. Rogers, fyrrum utanríkisráð- herra í stjórn Nixons og nú formaður nefnd- arinnar sem Reagan forseti skipaði til að hafa yfirumsjón með rannsókn á Challenger- slysinu, lét svo ummælt, að fyrstu vísbend- ingar væru þess eðlis að ekki væri við hæfi að NASA fengi að rannsaka eigin gerðir. Enn er verið að slæða brak úr Challenger af sjávarbotni úti fyrir Flórídaströnd í leit að óyggjandi vitnisburði um hvað skeði, þegar geimferjan breyttist skyndilega í eldhnött og hrapaði í tætlum í hafið. Böndin berast æ sterkar að bilun í annarri burðareldflauginni. Því rækilegar sem farið er yfir ljósmyndir og kvikmyndir af geimskotinu, þeim mun fleiri finnast sem sýna óeðlilega reykmyndun út frá þeirri hlið hægri burðareldflaugar sem vissi að eldsneytisgeymi geimskutlunnar sjálfrar. Vinnutilgáta rannsóknarmanna er orðin sú, að eldur hafi brotist út um samskeyti á burðareldflauginni, brætt í sundur festingar svo eldflaugin slóst í eldsneytisgeyminn, þar sem fljótandi vetni og fljótandi súrefni náði við það að blandast saman og breyta skutlunni í eldkúlu. Bolur burðareldflauga geimskutlanna er settur saman úr fjórum hlutum. Málmhólk- arnir eru boltaðir saman, og í samskeytun- um er komið fyrir þéttihringjum. Inni í flaug- arhylkinu brennur fast eldsneyti við ofsahita. Eftir skutluskot hafa tæmd burðareldflauga- hylkin verið veidd upp úr sjónum og notuð á ný. Ekki var nema vika liðin frá Challenger- slysinu, þegar New York Times birti efni úr skýrslum, sem báru með sér að viðhaldi á tækjabúnaði geimskutlunnar hefur í ýmsu verið ábótavant á síðustu mánuðum. Eftir- litsmenn NASA höfðu gert alvarlegar at- hugasemdir við vinnubrögð starfsmanna Lockheed Space Operations Co„ en það fyr- irtæki hefur tekið að sér að sjá um eldsneyt- isáfyllingu á burðareldflaugarnar í Kennedy geimstöðinni á Canaveralhöfða. Enn alvarlegri uppljóstranir komu á eftir í sama blaði. Allt frá 1982 hafa verkfræðingar NASA, bæði í aðalskrifstofu stofnunarinnar í Washington og Marshall geimflugmiðstöð- inni í Huntsville í Alabama, varað yfirmenn sína við að þéttibúnaður í samskeytum á burðareldflaugunum væri ófullnægjandi og gæti valdið samskonar slysi og varð 28. janúar. Þá lá einnig fyrir, að myndir bentu til að loginn, sem allar líkur benda til að hafi valdið slysinu, stóð út úr eldflauginni á eða mjög nærri samskeytum. Næst kom upp úr kafinu tveggja ára gömul skýrsla til NASA frá einum af ráðunautum stofnunarinnar, R.K. Weatherwax að nafni. Hann hélt því fram, að líkurnar á slysi í geim- skutluflugi væru óhóflega miklar, eða 1 á móti 35. Það eru svipaðar slysalíkur og ríkja í reynsluflugi nýrra flugvélagerða, einhverri háskalegustu starfsemi sem fram fer. Weatherwax benti sérstaklega á hættuna sem stafaði af fasta eldsneytinu í burðareld- flaugunum. Fréttamaður New York Times komst að raun um, að yfirstjórn stofnunar- innar hafði ekki tekið til greina ráðleggingar hans um auknar varúðarráðstafanir. Þær snerust einkum um að viðhafðar væru ströngustu aðferðir við áhættugreiningu á öllum þáttum geimskutluskota. Þvert á móti lét Graham aðstoðarframkvæmdastjóri hafa eftir sér eftir að Challenger fórst, að burðar- eldflaugarnar gætu ekki brugðist. Ahættureikningur Weatherwax kemur heim við að Challenger fórst í 25. geim- skutluferðinni. Edward J. Markey, formaður- inn einnar af þeim nefndum Bandaríkja- þings sem fjalla um geimferðir, komst svo að orði eftir að hafa kynnt sér skýrsluna, að stórslys af völdum burðareldflauganna „var í rauninni víst .. . slys sem beið framundan". Vitneskjan sem þegar er komin í Ijós, um bilanahættu í geimskutluferðum, hefur orð- ið til þess að sú stefna NASA að notast ein- göngu við mönnuð geimför sætir á ný há- þýðusambandið, eru mörg hver æði veik og burðarlítil þrátt fyrir fjölda félagsmanna. Nú eru samningamálin alfarið á hendi foringj- anna í Reykjavík og enginn hefur í raun út á það að setja. Hin leiðin, þ.e. að félögin sjálf verði sjálfstæður samningsaðili, var reynd fyrir nokkrum misserum, en gekk ekki upp. Ekkert gerðist og samningsrétturinn fór aft- ur á höfuðbólið, á skrifstofu ASI. Allt stefnir íþad að það verði Alþýðusam- bandið og VSl sem leiði að þessu sinni, en BSRB og ríkið fylgi í kjölfarið. Aðilar innan BSRB sem HP talaði við sögðu t.a.m. að þess- ir eilífu fundir með ríkisvaldinu undanfarið væru meira til að sýnast. Var t.a.m. nefnt að síðastliðinn mánudag hefðu samninganefnd- irnar setið inni í Karphúsi í 16 klukkustundir án þess að ræðast við. Sáttasemjari hefði verið í því hlutverki að hella upp á kaffið fyr- ir fulltrúa aðila. Nákvæmlega ekkert hefði gerst að öðru leyti. innan BSRB er ákveðinn doði. Þótt menn segi það ekki berum orðum, þá hefur brott- hvarf kennara úr heildarsamtökunum haft mórölsk áhrif. Forystumenn BSRB finna óþyrmilega fyrir því að sá stóri massi sem lá í fjölmennum hópi kennan er ekki að baki eins og áður. Steingrímur Hermannsson lýsti því yfir í sjónvarpi, að ef ekki næðust skynsamlegir samningar að hans mati, þá væri það mjög til athugunar að efna til kosninga. Spurning- in er hins vegar hvort sjálfstæðismenn knýi ekki á kosningar fljótlega, ef samningar tak- ast á þeim nótum sem hér hafa verið raktar. Sjálfstæðismenn myndu þá segja sem svo: Það hefur tekist þjóðarsátt milli aðila vinnu- markaðarins og ábyrgrar ríkisstjórnar, sem leiðir bæði til lækkandi verðbólgu og kjara- bóta fyrir hina lægst launuðu. Nú er rétti tím- inn fyrir okkur að láta kjósendur kveða upp dóminn. En á það skal minnt að í kjarasamningum getur margt breyst á einni nóttu. Og þótt bjartsýni ríki í dag um nýja samninga, þá gæti staðan verið allt önnur á morgun. eftir Magnús Torfa Ólafsson; værri gagnrýni. Fréttamaður Washington Fpst skýrir frá að sjö af þrettán mönnum í Öryggisráðgjafarnefnd stofnunarinnar hafi komist að þeirri niðurtöðu, að taka beri upp á ný geimskot með gamla laginu, þar sem ómannaðar eldflaugar eru sendar á loft með farm, gervihnetti eða rannsóknartæki. Aform NASA var að fjölga geimskutluferð- um jafnt og þétt, og ætlunin var að þær yrðu 24 árið 1988, tvær á mánuði. Nýjasta uppljóstrun rannsóknarblaða- manna New York Times er sú, að fyrir tveim árum, 28. mars 1983, ákvað yfirstjórn NASA að víkja frá reglu um tvöfalt öryggiskerfi hvað varðar þéttihringana á samskeytum burðareldflauganna. Fráviksheimildin fól það í sér, að geimskutlan var send á loft með þéttikerfi í öryggisflokki „critically 1“, en það þýðir samkvæmt skilgreiningu, að verði bil- un á hlutnum sem öryggi veltur á, í þessu til- viki þéttihringnum, hefur það í för með sér „voveiflegan missi farsins og mannslífá'. Challenger-slysið dregur því dilk á eftir sér. Framtíð NASA er í hættu. Dregið er í efa að stofnunin geti náð sér aftur á strik, eftir að komið er í ljós að hún hefur búið við reikula forustu og stefnumótun verið handahófs- kennd. Annað verður það ekki kallað, að taka ákvörðun um að einskorða starfsemina við mannaðar geimferðir, og láta svo ör- yggissjónarmið víkja, þegar í ljós kom að þær voru ekki framkvæmanlegar með öðru móti, í þeim mæli sem flutningaþörf krafði, innan þess kostnaðarramma sem stofnun- inni var settur. Starfsandinn í NASA er í lágmarki. Hver deild reynir að læsa sig af. „Houston talar ekki við Huntsville og Huntsville talar ekki við Canaveralhöfða og engin þeirra talar við Washington," hefur Washington Post eftir manni kunnugum innviðum stofnunarinnar. Ekki verður annað séð en spillingin, sem veður uppi í bandarískum hergagnaiðnaði og birst hefur í hverju hneykslismáli á fætur öðru á undanförnum árum, hafi náð til NASA. Verktakar stofnunarinnar eru vopna- framleiðendur og starfslið flyst á milli. Brott- vikni aðalframkvæmdastjórinn Beggs kom til NASA úr óreiðunni í General Dynamics Co. 4 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.