Helgarpósturinn - 20.02.1986, Qupperneq 8

Helgarpósturinn - 20.02.1986, Qupperneq 8
Það sem vakið hefur athygli við félagsstofnun þessa er að meðal stofnenda eru 4 tæknimenntaðir opinberir starfsmenn Rannsóknar- stofnunar byggingariðnaðarins (Rb). Þetta eru þeir Björn Marteins- son, sem er stjórnarformaður fyrir- tækisins, verkfræðingur hjá Rb, Óli Hilmar Jónsson, varamaður stjórn- ar Verkvangs og arkitekt hjá Rb, Jón Sigurjónsson, yfirverkfræðingur Rb og Þórarinn Magnússon, verkfræð- ingur hjá Rb, sem jafnframt er skráður framkvæmdastjóri og pró- kúruhafi Verkvangs. Að auki er stærsti einstaki hluthafinn í Verk- vangi dr. Guöni Jóhannesson verk- fræðingur, sem er fyrrverandi starfsmaður Rb. „Löglegt en siðlaust'' Starfsemi Verkvangs hefur mælst illa fyrir innan verkfræðingastéttar- innar. í gær, miðvikudag, kom stjórn Félags ráðgjafarverkfræðinga (FRV) saman til fundar þar sem Verkvangur kom til umræðu og möguleg viðbrögð stjórnarinnar. Til álita þykir koma að vísa málinu til iðnaðarráðherra en engar ákvarð- anir voru teknar á fundinum. En hvað er það sem fer fyrir brjóstið á FRV-mönnum? Sigurbjörn Gudmundsson, fram- kvæmdastjóri FRV, sagði að reyndar væru litlar iíkur á því að um lögbrot væri að ræða, en sér segðist svo hugur að flokka mætti mál þetta sem „löglegt en siðlaust". Hví? „Þarna eru starfsmenn hins opin- bera, að minnsta kosti heimingur hiuthafa frá ákveðinni stofnun. Vandamálið er þegar þeir komast í þá aðstöðu að þurfa að vera um- sagnaraðiii innan Rb um eigin verk hjá Verkvangi. Sem er nánast sið- laust. Eðlilegt væri að fá upplýst um ákveðin atriði í starfsemi Verk- vangs, t.d. hvaða aðstöðu þeir hafa sjálfir til rannsókna. Eru þeir að koma upp tvöfaldri aðstöðu eða eru þeir að auglýsa rannsóknaraðstöðu stofnunarinnar sjálfrar?" sagði Sig- urbjörn. Annar verkfræðingur var öllu harðari í afstöðu sinni. Hann sagði: „Það liggur í augum uppi að Rb á að vera óháð ríkisstofnun, sem meðal annars miðlar ráðum og þekkingu til aðila byggingariðnaðarins. Til þess að starfsmönnum stofnunar- innar sé treystandi til þess að gegna þessu hlutverki mega þeir að sjálf- sögðu ekki vera í neinum hags- munatengslum, sem dregið gæti hlutieysi þeirra í efa. Það er baga- legt og raunar óþolandi fyrir sjálf- stæða ráðgjafa í byggingarmálum, að standa frammi fyrir því að þessir opinberu starfsmenn skuli allt í einu vera orðnir keppinautar um sömu verkefni og þeir fást við á hinum al- menna markaði." Sami maður var ekki í nokkrum vafa um að þessir opinberu starfs- menn ætluðu að misnota afstöðu sína hjá stofnuninni til að skara eld að eigin köku og efna til óheiðar- legrar samkeppni við þá starfsbræð- ur sína „sem afla sér viðurværis sem óháðir aðilar á hinum almenna markaði". Þórarinn Magnússon verkfræðingur hjá Rb er um leið framkvæmdastjóri og prókúruhafi Verkvangs h/f. Dómarar í eigin sök Annar viðmælandi Helgarpósts- ins var ekki síður harðorður og taldi að þessir opinberu starfsmenn væru slegnir siðblindu. „Auk þess er það mál ýmissa að þátttaka þessara manna brjóti í Hákon Ólafsson, forstjóri Rb: Veit lltið um fyrirtækið Verkvang — skiptir sér ekki af þvl hvað starfsmenn gera eftir kl. 5. Jón Sigurjónsson yfirverkfræðingur hjá Rb: Með vitund og vilja forstjórans. Björn Marteinsson er stjórnarformaður Verkvangs um leið og hann starfar sem verkfræðingur hjá Rb. —.............-......'..- ..............•..................................................-..— Verkvangur h/f er um þessar mundir að flytja úr húsnæðinu við Laugarnesveg og hyggst setjast að (þessu húsi I Síðumúla 4 bága við lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Það er rétt- arfarsleg nauðsyn að þessi stofnun sé óumdeilanlega hlutlaus um- sagnaraðili þegar byggja þarf dóma á faglegu mati hennar. Ef deilur rísa í byggingariðnaði hefur hún í fjöl- mörgum tilvikum ein tæknilega burði til að framkvæma slíkt mat. Því blasir við að þessir starfsmenn Rb gætu orðið einu tiltæku dómar- arnir í eigin sök.“ í 34. grein laga númer 38 frá 1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins segir að ef opinber starfs- maður stofnar til atvinnurekstrar eða hyggst taka við starfi í þjónustu annars aðila en ríkisins gegn varan- legu kaupi eða ganga í stjórn at- vinnufyrirtækis, beri honum að skýra því stjórnvaldi er veitti stöð- una frá því. „Innan tveggja vikna skal starfsmanni skýrt frá því ef áð- urnefnd starfsemi telst ósamrýman- leg stöðu hans og honum bannað að hafa hana með höndum. Bera má slíkt bann undir ráðherra." Síðar segir: „Rétt er ad banna slíka starfsemi sem í annarri máls- grein segir, ef það er síðar leitt í ljós að hún megi ekki saman fara starfi hans í þjónustu ríkisins.“ Félag ráðgjafarverkfræðinga lítur væntanlega einkum til síðustu setn- ingar þessara lagaákvæða, enda nokkuð ljóst að þessir starfsmenn Rb hafa fengið leyfi frá sínum yfir- mönnum. Þó þekkti Hákon Olafs- son, forstjóri Rb, lítið til þessa fyrir- tækis starfsmanna sinna. „Ég veit að nokkrir starfsmenn hér hafa verið með fyrirtæki, en það er engin slík vinna unnin á venju- legum vinnutíma hér. Það eru hrein- ar línur að ég skipti mér ekki af því hvað mennirnir gera eftir kl. 5. A venjulegum vinnutíma hér kemst ekkert að nema stofnunin." „Fer ekki alls kostar saman" Hákon sagði að stofnunin gerði mælingar ef það passaði að beina máium til hennar, en annars væru dómkvaddir matsmenn. „Ef mál kemur upp þar sem starfs- menn hér eru viðriðnir þá náttúru- lega væri sjálfsagt að dómkveða matsmenn og yfirleitt er það reglan hjá okkur að benda á þá leið. Við gerum hins vegar oft prófanir fyrir slíka matsmenn. En ég er með það strangt aðhald hér og fylgist alveg sérstaklega með því að ef menn geta ekki starfað hér á deginum, þá verða þeir að starfa einhvers staðar annars staðar. Ég geri mér grein fyrir því að þetta fer ekki alls kostar saman, en ég get ekki bannað mönnum að gera eitthvað utan vinnutíma sem þeir vilja gera. Mitt hlutverk er að tryggja áð stofnunin geti unnið á hlutlausum grundvelli og veitt þá þjónustu sem óskað er eft- ir. Ef eitthvað kemur upp sem hindr- ar það þá verða menn að sjálfsögðu að velja á milli," sagði Hákon. Starfsemi Rb er vissulega viða- mikil. Stofnunin hefur umtalsverða eigin tekjur af þjónusturannsóknurr, og prófunum, umsömdum rann- sóknarverkefnum í samvinnu við aðra aðila og af sölu rita og bækl- inga. Á síðasta ári urðu eigin tekjur Rb milli 19—20 milljónir króna. Af 43 starfsmönnum stofnunarinnar eru 15 tæknimenntaðir menn, auk þess sem Haraldur Ásgeirsson, fyrr- verandi forstjóri stofnunarinnar, vinnur enn að sérstökum rannsókn- arstörfum. Helgarpósturinn bar þetta mál undir stjórnarformann stofnunar- innar, Edgar Guðmundsson verk- fræðing, en með honum í stjórninni eru þeir Gunnar S. Björnsson, húsa- smíðameistari og Halldór Jónsson, framkvæmdastjóri. Edgar kvaðst aðspurður vilja meina að Rb væri umsagnar- og matsaðili þegar deilur koma upp um gæði og fleira, þar sem byggt væri á mælingum og skoðunum. Varðandi þetta tiltekna mál treysti Edgar sér ekki til að skera úr um lögmætið. Stjórnin hefur ekkert um mólið fjallað „En ég held að það sé grundvall- aratriði ævinlega í öllum málum að maður geti ekki verið dómári um eigin verk, það er alveg ljóst. Ég þekki þetta mál ekki nógu vel til að sjá í fljótu bragði hvort þessir aðilar sem þú nefnir séu í þeirri hættu að geta þurft að vera umsagnaraðilar um verk sem þeir hafa kannski sjálf- ir verið með.“ Edgar sagði að stjórn Rb hefði ekki fjallað um Verkvang, en það yrði að sjálfsögðu gert ef svo ber undir, t.d. ef kæra kæmi til. „Ég get vel skilið að mönnum finnist þessir starfsmenn vera að dæma um eigin verk og það sam- ræmist að ég tel ekki siðareglum minnar stéttar. En það er alltaf hætta á því í fámennu þjóðfélagi að hagsmunir geti skarast. Mjög hreinar linur í þessu ganga sjaldnast upp þó æskilegt sé.“ Hlutafélagið Verkvangur var sem fyrr segir stofnað fyrir sjö mánuð- um eða í júlí 1985. Þetta er því ungt fyrirtæki og varla komið á skrið, er nú fyrst að flytja í eigið húsnæði í Síðumúla 4. Fyrirtækið hefur tekið að sér nokkur verkefni og má t.d. nefna „viðhald samkvæmt vérk- áætlun" við Heilsuverndarstöðina í desember síðastliðnum. Fyrir það viðhald greiddi borgin um 465 þús- und krónur. I áðurnefndum bæklingi fyrir- tækisins segir að víða erlendis tíðk- ist það fyrirkomulag hjá fyrirtækj- um í byggingariðnaði sem nefna mætti heildarumsjón (totalen- treprenad). „Sú spurning hlýtur að vakna hvort ekki sé grundvöllur fyr- ir rekstri fyrirtækis hér á landi, sem starfi með þessu sniði. Margt bendir til þess að svo sé.“ Með heildarum- sjón byggingarframkvæmda er átt við að „fyrirtæki geti tekið að sér alla þætti byggingarframkvæmda, sé þess óskað, þ.e. frá því að hug- mynd verður til og ákvörðun er tek- in um framkvæmd og þar til verki er endanlega lokið með tilheyrandi frágangi og faglegri og fjárhagslegri úttekt". Gjöful framtíð — Ný iðngrein Sem fyrr segir er Björn Marteins- son verkfræðingur og arkitekt stjórnarformaður Verkvangs, Þór- arinn Magnússon framkvæmda- stjóri og prókúruhafi, Óli Hilmar Jónsson stjórnarformaður og Jón Sigurjónsson varamaður stjórnar, en allir starfa þeir hjá Rb. Stærsti hluthafinn er dr. Guöni Jóhannes- son verkfræðingur (hlutafé hans er 60 þúsund krónur en hlutafé ann- arra 20 þúsund), en aðrir stofnendur eru Bragi Friðfinnsson, rafverktaki, Páll Gudmundsson, málarameistari, Ragnar Hardarson, pípulagninga- meistari, Höskuldur Haraldsson, húsasmíðameistari, Njáll H. Kjart- ansson múrarameistari, ViðarBene- diktsson, rafvirki og Haraldur Lár- usson, húsasmíðameistari. Margt bendir til þess að fyrirtæki á borð við Verkvang geti átt talsvert gjöfula framtíð fyrir sér. í því sam- bandi er athyglisvert að rifja upp ummæli Hákons Ólafssonar í Iðnað- arblaðinu um vorið 1985,2—3 mán- uðum áður en Verkvangur var stofnað. í blaðinu var fjallað um við- 8 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.