Helgarpósturinn - 20.02.1986, Page 9

Helgarpósturinn - 20.02.1986, Page 9
i við hliðina á Þjóðviljanum. hald, viðgerðir, ráðgjöf og rann- sóknir. Þá sagði Hákon: ,,Á síðustu 25 árum heftir verið byggt óhemju mikið hér á landi og margt af því á kostnað gæðanna. Það þarf að koma hér upp ráðgjafar- þjónustu tæknimenntaðra manna, leggja meiri áherslu á fyrirbyggj- andi aðgerðir, trausta hönnun og nákvæma útfærslu. Þetta er aðeins að byrja hérna hjá okkur, en þyrfti að koma í mun meira mæli.“ Sagði Hákon enn fremur að sárafáir aðilar byggju yfir þekkingu til að vinna viðgerðir svo vel væri. Áðurnefndir samstarfsmenn Há- kons við stofnunina hafa tekið þessi ummæli grafalvarlega og stofnað ásamt öðrum Verkvang. Þeir hafa komist að sömu niðurstöðu og Iðn- aðarblaðið, sem taldi nýja iðngrein vera þarna í uppsiglingu: ,,Það er ljóst að verkefni við viðgerðir og viðhald húsa verða ærin á næstu árum og raunar má búast við að þau taki að verulegu marki við af ný- smíðinni sem allar líkur eru á að dragi úr.“ Með vitund og vilja forstjórans En hvað segja þeir starfsmenn Rb sem eru meðal stofnenda þessa fyr- irtækis? Jón Sigurjónsson yfirverk- fræðingur Rb varð fyrir svörum. „Við hljótum að mega vinna okk- ar aukavinnu eins og okkur hentar best, eftir vinnu okkar hjá Rb. Eg hef lesið viðkomandi grein í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfs- manna og það er túlkunaratriði sem þar stendur. Það er sjálfsagt hægt að banna okkur þessa starfsemi, en það yrði þá að vera forstjóri stofn- unarinnar sem gerði það. Með vit- und og vilja hans sjáum við hins vegar ekki annað en að þetta sé leyfilegt." Jón nefndi að þeir hjá Rb störfuðu ýmislegt annað en sem ríkisstarfs- menn frá kl. 9—5. T.d. kennslu þeg- ar slíks væri krafist af þeim og kæmu engar athugasemdir við þau störf. Verkfræðimenntun væri þannig að menn gætu unnið ýmis störf utan síns eiginlega vinnutíma. „Alltaf þegar mál fara fyrir dóm eru dómkvaddir matsmenn, við erum aldrei settir í neitt dómara- sæti. Við gerum hins vegar að því er við teljum mjög hlutlausar skýrslur um mál. Ef upp kæmi mál með Verkvang h/f yrði slíku vísað til gerðardóms verkfræðingafélagsins eða annars slíks aðila. Við getum að sjálfsögðu ekki fjallað um okkar eig- ið mál ef upp kæmi.“ Jón sagði að ef tilmæli kæmu frá ráðherra yrði að taka afstöðu til þeirra og bregðast við á viðeigandi hátt, en þangað til væru Rb-menn innan Verkvangs í fullum rétti. „Við vitum öll hver er undirrótin að allri þessari aukavinnu lands- manna. Menn verða að geta iifað. Það gerir það enginn að gamni sínu að vinna helgar og kvöld stóran hluta úr árinu. Maður getur ekki unnið frá 9—5 hjá ríkinu og séð almennilega fyrir fjölskyldunni." Jón sagði að Verkvangur væri ekki með eigin rannsóknaraðstöðu, heldur gæti keypt rannsóknir af Rb, væntanlega eins og aðrir í landinu. „Ef við höfum verið beðnir um rannsóknir þá höfum við vísað á rannsóknarstofnunina. Við reynum að fara eins eðlilega í þetta og hægt er til að forðast árekstra." Beðið eftir mistökum? Nokkuð virðist ljóst að á sínum tíma hafi þessir starfsmenn Rb þurft að fá leyfi iðnaðarráðherra fyrir þátttöku í fyrirtækinu. Þá var Sverr- ir Hermannsson iðnaðarráðherra, en hann er einmitt tengdafaðir áð- urnefnds Guðna Jóhannessonar, stærsta hluthafans. Til að fá endan- lega úr málinu skorið virðist þurfa ákveðið tilvik um hagsmunaárekst- ur inn á borð núverandi iðnaðarráð- herra, Alberts Gudmundssonar. Með öðrum orðum að beðið sé eftir því að skjóta þurfi máii er tengist Verk- vangi h/f til umsagnar og mælinga hjá Rb. Kerti * Islendingum hefur tekist að framleiða gæðakerti. Þau jafnast á við það sem best gerist á Norðurlöndunum. Kertin eru framleidd úr bestu fáanlegu hrá- efnum undir ströngu eftirliti færustu meistara. Látum hin hreina loga Heimaeyjar- kertanna veita birtu og yl. HEIMAEY KERTAVERKSMIÐJA Faxastíg 46, 900 Vestmannaeyjum. Sími 98-2905. HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.