Helgarpósturinn - 20.02.1986, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 20.02.1986, Blaðsíða 16
UNGUR MAÐUR BARINN í HOLLYWOOD: „DYRAVÖRÐURINN LOKAÐI MIG ALBLÓÐUGAN ÚTI" Lidlega tuítugur Reykvíkingur uarð fyrir heldur óskemmtilegri reynslu á skemmtistaönum Holly- wood sídastliðna helgi. Þegar hann reyndi að aðstoða útlending, sem átti í erfiöleikum með að fá af- greiðslu á barnum, var hann sleg- inn niður og skilinn eftir í blóði sínu á palli fyrir utan neyðarútgang. Síð- ar fékkst enginn til þess að viður- kenna að hafa orðið vitni aö atburð- inum, en pilturinn fór skorinn og bólginn upp á slysavarðstofu Borg- arspítalans. Pilturinn, sem heitir Sigurður Sverrisson var tekinn tali og spurð- ur um aðdraganda þess að hann var barinn svo hrottalega. „Þetta kom mér einmitt alveg á óvart, því aðdragandinn var alls enginn. Eg fór með vini mínum á skemmtistaðinn Hollywood seint á laugardagskvöldið, en við komumst ekki inn fyrr en um tvöleytið. Við vorum ekki búnir að vera lengi á staðnum, þegar ég tók eftir því að einhver útlendingur átti í erfiðleik- um með að koma einni bardömunni í skilning um það hvað hann vildi kaupa hjá henni. Mér fannst rétt að athuga hvort ég gæti ekki aðstoðað hann og blandaði mér því í málið. Eg túlkaði þarfir mannsins fyrir stúlkuna á barnum og hún afgreiddi hann þá strax. Síðan rétti hún skipti- myntina í áttina til mín og um leið og ég var að taka við peningunum, fékk ég mikið högg aftan á höfuðið." SÁEKKI HVERSLÓMIG — Hver var þar að verki? „Það hef ég ekki hugmynd um. Ég var sleginn aftanfrá og sá þvi ekki þann, sem það gerði. Við höggið lenti ég hins vegar á neyðarútgangshurð, sem þarna er, og fékk þá annað höfuðhögg. Það varð til þess að ég skali á hurðina með þeim hætti að hún opnaðist út á pall, sem þar er fyrir utan. Ég skall niður á pallinn og hef líklega misst meðvitund." — Var þér ekki rétt hjálparhönd? „Ekki nema síður sé. Þegar ég rankaði við mér, var búið að loka neyðarútgöngudyrunum og ég einn og alblóðugur á pallinum fyrir utan. Auðvitað barði ég á hurðina og kall- aði, í þeirri von að mér yrði hleypt inn, en það var ekki til neins. Ég sá að ég yrði að koma mér að aðalinnganginum til þess að fá að- stoð og þangað reikaði ég. A leið- inni mætti ég vini mínum, sem kom- ið hafði með mér á staðinn. Hann var þá að leita að mér, því hann hafði séð dyravörð loka hurðinni og mig liggjandi á pallinum." — Hvernig brugðust dyraverðirn- ir við, þegar þú komst blóðugur að aðaldyrum hússins? „Nú, þeir sögðust ekkert vita hver hefði slegið mig, en könnuðust strax við lýsinguna á útlendingnum, sem ég var að aðstoða þegar þetta skeði. Þeir sögðu að hann væri fastagestur þarna, ásamt öðrum útlendingi, en þeir eru báðir mjög dökkir á húð og hár. Þegar ég bað siðan dyraverðina um að aðstoða mig við að leita að þessum mönnum, sem vitnum í málinu, sögðu þeir mér að útlend- ingarnir væru einmitt nýfarnir af skemmtistaðnum. Ég reyndi þá sjálfur að bíða eftir þessum náung- um, en þeir komu hvergi." LÆKNIRINN TALDI MEIÐSLIN EKKI EFTIR HNEFA — Fórstu á barinn, þar sem þetta skedi? „Nei. Það gat ég ekki vegna ástands míns, en dyraverðirnir sögðust ætla að kanna málið. Þeir höfðu eftir barstúlkunni sem hafði afgreitt mig, að hún kannaðist ekk- ert við að hafa séð neinn iemja mig, þó það hefði gerst beint fyrir framan hana. Hins vegar var þarna statt fólk, sem sagðist hafa séð mig bar- inn, en vissi ekki hver þar hefði ver- ið að verki." — Kom lögreglan ekki á staðinn? „Dyravörðunum hafði ekki fund- ist ástæða til þess að kalla til lög- reglu, svo vinur minn gerði það fyr- ir mig. Hún kom síðan á vettvang og keyrði mig upp á slysavarðstofu, þar sem gert var að sárum mínum." — Hvernig lýsa meiðslin sér? „Ég er með skurð á bakvið eyrað, en þar varð að sauma fimm spor. Síðan er munnurinn á mér bólginn og marinn að innan og tennurnar helaumar. Læknirinn, sem gerði að sárum mínum, sagðist telja það ólík- legt að þessi meiðsl gætu verið eftir hnúa á manni — það hlyti að hafa verið eitthvað harðara um að ræða.“ — Hvernig stendur þetta mál núna? Ertu búinn að kœra? „Ég fór og athugaði þennan neyð- arútgangspall á sunnudaginn. Þar er gámur beint fyrir neðan, sem er útataður í blóðblettum, svo ég virð- ist hafa legið þar dágóða stund, án þess að starfsfólk hússins hafi haft af því nokkrar áhyggjur. Síðan fór ég til Rannsóknarlög- reglu ríkisins í Kópavogi og kærði, svo nú er málið til rannsóknar hjá þeim. Ef þeir finna þann seka, mun ég að sjálfsögðu kæra hann per- sónulega, en ég er einnig mjög ó- sáttur við framkomu starfsfólksins í Hollywood og þá sérstaklega dyra- varðanna." ÚTLENDINGAR VILDU MANNINN EKKI INN AFTUR Helgarpósturinn hafði samband við Baldur Brjánsson, sem er tals- maður eiganda Hollywood, en hann kannaðist þá aðeins lítillega við þetta umrædda mál. Eftir að hafa rætt við starfsfólk staðarins, hafði hann samband við blaðamann og tjáði sig um málsatvik með eftirfar- andi hætti: „Ég er búinn að tala við dyraverði og barstelpuna, sem segist hafa orð- ið vör við ryskingar um það leyti sem þetta skeði. Starfsfólkið kannast hins vegar ekki við neina dökkleita útlendinga, en það var þarna á staðnum hópur af Dönum. Það ber öllum saman um! Það sá þetta enginn glöggt, en tal- ið er að einhver maður hafi hrein- lega ráðist á þennan umrædda pilt, opnað dyrnar, látið hann út og lok- að dyrunum. Strákurinn lamdi nátt- úrulega allt að utan, en það bjóst enginn við að hann væri slasaður, vegna þess að hann lét svo illa. Sigurður var illa útleik- inn eftir „skemmtun" helgarinnar. Danirnir báðu starfsfólkið um að láta hann vera úti, því þeir vildu ekki fá hann inn aftur." — Var það einhver af þessum út- lendingum, sem lokaði piltinn úti? „Nei. Það veit enginn hver það var.“ — Það var samt örugglega gestur á staðnum? „Já, en það veit enginn hver. Dyravörðurinn kom á vettvang, þegar búið var að loka piltinn úti, og kíkti á hann. Þá var maðurinn orð- inn það illur, að erfitt hefði verið að fá hann aftur inn á milli gestanna, sem voru að skemmta sér.“ — Var þá bara lokað á hann aftur? „Ég er nú ekki alveg viss um hvað skeði þarna, en ég held að dyra- vörðurinn hafi staðið eitthvað við dyrnar og reynt að róa hann. Þessi dyravörður hringdi síðan heim í pilt- inn næsta dag til þess að athuga hvernig málin stæðu. Þá virtist þetta ekki hafa verið neitt stórkostlegt. Hann sagðist hafa verið saumaður fimm spor fyrir aftan annað eyrað.“ Sigurður segir hins vegar, að það hafi verið hann, sem hringdi í Holly- wood. í RANNSÓKN HJÁ RLR Þórir Oddsson hjá Rannsóknar- lögreglu ríkisins, sagðist vita til þess að þetta mál væri hjá þeim til rann- sóknar, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið á þessu stigi. Hann sagði þeirra hlutverk vera að kanna það hver þarna hefði ráðist á piltinn, eða hver væri orsök meiðsla hans, og hefði þegar farið fram vettvangs- könnun á skemmtistaðnum. eftir Jónínu Leósdóttur mynd Jim Smart 16 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.