Helgarpósturinn - 20.02.1986, Síða 20
ENMARGIR HALDA
eftir Jónínu Leósdóttur mynd Jim Smart
Hjörleifur Guttormsson er dœmigerdur maður sem allir þekkja en fáir
vita hvern mann hefur að geyma. Hann er þingmaður Alþýðubandalagsins
á Austurlandi, fyrrum iðnaðarráðherra, líffrœðingur, menntaður austan
járntjalds, orðmargur í rœðustól Alþingis og einstaklega snyrtilega og vel
klœddur. Þetta vita flestir.
Hitt vita fáir, að Hjörleifur Guttormsson gekk 12 ára í Framsóknarflokk-
inn, ánetjaðist Æskulýðsfylkingunni og bridge-spilamennsku í mennta-
skóla, gekk ungur í atvinnuleit á fund Erlends íSIS, er mikill matmaður og
sœlkeri, stundar líkamsrœkt af krafti, œtlaði sér eitt sinn að gerast kvik-
myndagerðarmaður og telur sig vera feiminn.
Því liggur leiðin þessa vikuna til aðseturs hins vöövastœlta kvikmynda-
unnanda hér í höfuðborginni, en það er á áttundu hæð í blokk inn undir
Elliðaám.
Hjörleifur kemur brosandi og „höfflegur" á
móti mér, tekur af mér kápuna meö snörum en
liðlegum handtökum og vísar mér til stofu. Þetta
gengur þó ekki það hratt fyrir sig að ég reki ekki
augun í að því er virðist óteljandi skó í fataheng-
inu, sem hver um sig er spenntur upp með skó-
tré. En „hjörleifskt"! verður mér hugsað.
Þegar við höfum komið okkur fyrir í undur-
mjúku, svörtu sófasetti og Hjörleifur hefur borið
á borð fyrir mig ost og ávexti, hefst viðtalið.
FLAKK UM EVRÓPU
— Huernig stóö á því aö þú fórst til náms í
Austur-Þýskalandi?
„Nú, ég varð stúdent frá Menntaskólanum á
Akureyri árið 1955 og þá hafði ég fyrir löngu
ákveðið að fara í náttúrufræðinám, en á þessum
tíma var þess ekki kostur að nema þau fræði hér
heima. Sumarið eftir stúdentspróf fór ég alveg
óvænt í flakk um Evrópu, og þá fyrst og fremst
um Austur-Evrópu. Fyrst var mér boðið á
Heimsmót æskunnar í Varsjá, sem var mjög líf-
legt, og þar fékk ég alveg óvænt boð um að fara
í alþjóðlegar stúdentabúðir í Rúmeniu, sem ég
auðvitað þáði. Við vorum lengst af uppi í Karp-
atafjöllum — stúdentar frá 14 þjóðiöndum."
— Hvernig manstu þetta nú, „frá 14 þjóölönd-
um“ eftir þrjátíu og eitt ár?
„Það veit ég ekki, Jónína! Ég er bara einhvern
veginn með þetta í huganum.
Eg kom heim aftur í september, enda var þá
skotsilfur allt á þrotum, og var ákveðinn í að
vera á Islandi þennan vetur og reyna að gera
eitthvað til undirbúnings utanferð og náttúru-
fræðinámi.
Síðan þróuðust hugmyndir mínar um að fara
til náms í Austur-Þýskalandi upp í að verða
ákvörðun. Ég hafði alla tíð haft gaman af þýsku
og hafði þurft að nota hana töluvert þarna um
sumarið, þannig að ég treysti mér vel í þetta."
ÆTLAÐI í EFNAFRÆÐI,
ENDAÐI HJÁ SÍS
— Hvernig vannstu fyrir þér fram til þess ad
þú fórst út til Þýskalands?
„Ég innritaði mig í læknadeild Háskóla ís-
lands strax um haustið, með þeim ásetningi að
taka þar einungis efnafræðina. Læknisfræði var,
vel að merkja, hvergi á dagskrá hjá mér.
Hugmyndin var sú að ég ynni fyrir mér með
stundakennslu og í þeim tilgangi auglýsti ég —
meðal annars í Morgunblaðinu. Markaðurinn
var eitthvað þröngur, held ég, því það voru að-
eins tveir sem gáfu sig fram, og það var ómögu-
legt að féfletta þá þannig að það nægði mér til
uppihalds og námsdvalar! Þess vegna varð ég
fljótlega að gefa námið upp á bátinn og leita að
fastri vinnu.“
— Hvert snerir þú þér?
„Þetta voru erfiðir tímar hvað atvinnu snerti,
en ég barði upp á hjá Erlendi Einarssyni, for-
stjóra SÍS, sem ég kannaðist aðeins við. Það var
ekki liðinn dagurinn, þegar haft var samband
við mig og mér boðin vinna við afgreiðslustörf
í kjörbúð, sem til stóð að opna í Austurstræti.
Þetta var fyrsta kjörbúðin á Islandi, fyrsta sjálfs-
afgreiðsluverslunin með matvæli.
Eg byrjaði þarna áður en opnað var, við lager-
störf og að fylla í hillur, en var síðan við það í
jólaösinni að reyna að kenna Reykvíkingum að
taka körfur til þess að kaupa inn. Þeir voru
nokkuð tregir til þess. Auk þess átti ég að hafa
auga með viðskiptavinunum eftir föngum,
þannig að ekki tæmdist búðin án þess að eitt-
hvað kæmi í kassann!
Þetta var auðvitað ábyrgðarmikið starf og
vinna fram á rauðakvöld niðri á lager. Mér
fannst þetta nú ekki aðlaðandi vinna, þó hún
væri vissulega góð tilbreyting, og tók því þess
vegna feginshendi þegar mér bauðst annað
starf frá áramótum. Kunningi minn kom og frels-
aði mig úr kjörbúðinni með því að bjóða mér
starf á Raforkumálaskrifstofunni. Ég tók því
með þökkum, enda kjörin mun betri en hjá SÍS,
þar sem sitt hvað var óljóst um launataxta á
þeim árum.
Ég hafði þarna mikla og vel launaða vinnu,
bæði á skrifstofunni og „úti í mörkinni", eins og
við kölluðum það, mestan part uppi á öræfum.
Þegar haldið var til náms, var ég því rífandi vel
stæður, miðað við það sem ég hafði áður þekkt."
SÍA-BÓFAFLOKKURINN
— Tengdist þaö pólitískum viöhorfum þínum
aö leiöin lá til Leipzig?
„Já, vissulega. Mig langaði að kynnast að-
stæðum austantjalds af eigin raun. Það tengdist
ákveðinni gyllingu, sem höfð var í frammi og
var ofarlega í hugum róttækra á þessum árum
varðandi möguleika í þjóðfélagsþróun þar
eystra.
Hitt kom líka til, að þarna bauðst námsmönn-
um ákveðinn námsstyrkur, ef þeim var á annað
borð hleypt inn í háskóla í þessum löndum.
Þetta gat nægt fyrir brýnustu nauðþurftum —
eins konar námslaunakerfi, sem er við lýði
þarna enn í dag að því er ég best veit. I þessu var
fólgið mikið öryggi fyrir námsmann, sem ekki
hafði í aðra sjóði að leita en sína eigin."
— Vissu íslenskir námsmenn í Austur-Þýska-
landi vel afhver öörum og höföu reglulegt sam-
band á þessum tíma?
„Já, mikil ósköp. Það varð landsfleygt um það
leyti sem ég var að ljúka námi, þegar félagsskap-
ur okkar varð aðalefnið í kosningabaráttu Sjálf-
stæðisflokksins í sveitarstjórnakosningunum
1962. Við áttum þá forsíður Morgunblaðsins í
allnokkurn tíma og innsíður líka, hið fræga SÍA-
lið. Þarna voru iðulega birtar teiknimyndir af
okkur og mig minnir að ég hafi þar sést með dig-
urt belti og byssu í festingum. Þetta var gert til
þess að gera mönnum ljóst hvers konar bófa-
flokkur var þarna á ferðinni." Viprur við munn-
vikin gefa til kynna að Hjörleifi er skemmt við
þessa upprifjun á meintum glæpsamlegum
áformum sínum gegn lýðræðinu í landinu.
— En þessi ár í Þýskalandi skiptu einnig sköp-
um fyrir þig persónulega, ekki satt?
„Jú, jú. Þarna hitti ég eiginkonu mína, Krist-
ínu, og við eignuðumst einkason okkar á meðan
við vorum bæði enn í námi. Síðan lá leiðin heim
til íslands, því það hafði aldrei staðið annað til.
Kristín vissi frá upphafi að hverju hún gekk með
það. Hún kom hingað í heimsókn með mér eitt
sumar og það komu oft íslendingar á heimili
okkar ytra, svo hún hafði hugmynd um á hverju
hún ætti von.“
— Hvernig var búiö aö námsmönnum meö
fjölskyldur á þessum árum í Austur-Þýskalandi?
„Þeir urðu að bjarga sér með leiguhúsnæði.
Við fengum pláss fyrir son okkar á dagheimili,
þar sem hans var gætt alla virka daga, en við
höfðum hann síðan um helgar. Það var auðvitað
mikið um bleyjuþvott, eins og gengur, en með
því að hafa þessa gæslu fyrir hann, gat konan
mín lokið læknisnámi og ég lauk mínu líffræði-
námi.“
GEKK UNGUR í FRAM-
SÓKNARFLOKKINN
— Þú segir pólitík hafa ráöið einhverju um
þaö aö þú leitaöir til náms austur fyrir járntjald.
Haföiröu alla tíö veriö róttœkur?
„Ég var tólf ára, þegar ég sótti um inngöngu
í Félag ungra framsóknarmanna fyrir austan, en
þá var lágmarksaldur fjórtán ár. Það mun hafa
verið gerð stjórnarsamþykkt um það að hleypa
mér í félagið svona ungum, en ég leit síðan á
mig sem framsóknarmann fram í byrjun
menntaskóla, árið 1951.
Þetta breyttist þegar Bandaríkjaher kom hing-
að til lands í byrjun maí það ár. Ég hafði tekið
trúanleg rök Eysteins og fleiri úr forystu Fram-
sóknarflokksins varðandi inngöngu í Nató, og
þá svardaga sem hafðir voru uppi um að hér
$kyldi aldrei vera her á friðartímum. Ég reiknaði
með að þeir meintu það sem þeir sögðu, menn-
irnir.
Skyndileg koma hersins vorið 1951 varð til
þess að algjör trúnaðarbrestur varð á milli mín
og framsóknarforystunnar. Ég hugsaði síðan ráð
mitt í pólitíkinni misserin á eftir og næsta skóla-
vetur var ég algjörlega utan flokka. Þá ræddi ég
við marga og má eiginlega segja að ég hafi not-
að tækifærið og æft mig í mælskulist — var yfir-
leitt á móti öllum og hélt fram þeim skoðunum,
sem mér hentaði hverju sinni."
— Hvaö varö til þess aö þú geröist sósíalisti,
Hjörleifur?
„Mér var boðin þátttaka í starfi Æskulýðsfylk-
ingarinnar á Akureyri haustið 1952, leshring og
fleiru þess háttar. Það varð úr að ég sló til, þó ég
gengi ekki formlega til liðs við þennan félags-
skap fyrr en eftir nokkrar vikur, sem ég tók mér
til þess að kynnast þessu. Ég sótti fræðslufundi
á sunnudögum — eins konar sunnudagaskóla!
Þennan vetur festust smám saman í sessi sósíal-
ísk viðhorf, sem ég hef raunar aldrei kvatt síðan.
Vissulega hafði ég þó kynnt mér þessi efni áður,
svo þetta var engan veginn nein opinberun."
í SKUGGA JÓNASAR
ÁRNASONAR
— Var ekki svolítiö erfitt aö vera sósíalisti á
þessum tíma?
„Jú, það var engan veginn sjálfgert eða ein-
falt. Átökin voru hörð, bæði innan skólans og
utan. Skólastjórnin var mjög á móti þessari starf-
semi okkar og hafði með einum eða öðrum
hætti afskipti af stjórnmálaþátttöku nemenda,
einkum í Æskulýðsfylkingunni. Þórarinn
Björnsson, skólameistari og velunnari minn,
kallaði mig til sín um jólaleytið 1952 og talaði
lengi við mig um þau ósköp sem væru að gerast
með því að ég væri að ánetjast þessum hópi.
Hann taldi sér skylt að ræða þetta við mig af
fyllstu alvöru og reyna að leiða mig frá villu
míns vegar.“
— Þú hefur sem sagt fljótlega oröiö mjög
„aktívur" eins og þaö er kallaö?
„Það má segja það, já, og í maí 1953 steig ég
skref sem er eftirminnilegt fyrir sveitamann.
Það var að ganga til liðs við 1. maí kröfugöngu
í fyrsta sinn. Þarna gekk ég út á götuna með
hópi, sem ekki var alltof fjölmennur á þessum
tíma, og góðborgararnir voru miklu fleiri en við
á gangstéttunum. Þeir kölluðu á okkur göngu-
menn, en það hjálpaði mér að slást í hópinn að
sjá þar háan og spengilegan mann, sem þá þeg-
ar var orðinn nokkuð þekktur. Það var Jónas
Árnason, rithöfundur, sem þá var staddur á
Akureyri, og ég held ég hafi labbað í skugga
hans þennan spöl.“
EITT HJÖLL ER SAUTJÁN OG
HÁLF MÍNÚTA
— Nú hefur þú þaö orö á þér aö tala gjarnan
mjög lengi úr rœöustól Alþingis. Er þaö rétt aö
fundin hafi veriö upp lengdareiningin „Hjöll" á
þessum vettvangi og skírö í höfuöiö á þér?
„Jú, það hefur ekki farið framhjá mér að
blaðamenn með kímnigáfu komu sér upp þess-
ari einingu einhvern tíma þegar ég gegndi ráð-
herrastarfi, en vel kann nú að vera að einhver
hafi hjálpað þeim við það. Ég hef hins vegar ekki
sjálfur komið mér upp neinum stöðlum í ræðu-
mennsku, hvorki á Hjöllum eða öðrum mæliein-
ingum, og tala langt eða stutt mál eftir efni og
ástæðum. Einhvers staðar las ég að eitt Hjöll
væri sautján og hálf mínúta, en ég hef ekki enn
séð þetta í Almanaki Þjóðvinafélagsins sem
fasta stærð!“
— Áttu met í ræöulengd á þingi?
Hjörleifur hugsaði sig um, áður en svarið
kom. Ekki vottaði fyrir monti eða sjálfumgleði:
„Ég hygg að ég hafi haldið eina lengstu ræðu,
sem haldin hefur verið á Alþingi síðustu áratugi.
Það eru kannski áhöld um það hvort Sverrir
Hermannsson talaði lengur um zetuna vorið
1974. Þetta var ræða mín um álmálið í þinglok
1983, þegar fyrir lá eins konar vantrauststillaga
á mig sem ráðherra vegna málsmeðferðar í ál-
málinu. Þessi ræða tók held ég um fimm tíma í
flutningi, en var að vísu ekki flutt alveg í einni
lotu, því að forseti gerði tvívegis hlé að því er
mig minnir."
— Efþú heföir á sínum tíma mátt velja úr öll-
um ráöherraembættunum, heföiröu þá kosiö
annaö ráöuneyti en þaö sem fór meö iönaöar-
og orkumál?
„Ekki á þeim tíma. Ég fékk það ráðuneyti,
sem ég hefði helst kosið, þó það sé auðvitað erf-
itt að segja til um þetta eftir á. Alþýðubandalag-
inu var aðeins úthlutað ákveðnum ráðuneytum.
Mér stóð menntamálaráðuneytið iíka til boða,
því það var lítil eftirspurn eftir því. Um iðnað
vissi ég sáralítið áður en ég gekk inn í ráðuneyt-
ið, en taldi mig vel bænabókarfæran í orkumál-
um."
— Fannst þér erfitt aö vera oröinn ,,kjafta-
söguefni" — kominn í sviösljósiö?
„Nei, það hafði sáralítil áhrif á mig. Ég er sjálf-
ur ekki forvitinn um álit annarra eða hvað menn
eru að skrafa um — hvað menn halda um mig.
Það skiptir mig afar litlu máli. Þá sjaldan að ein-
hverjar slíkar sögur berast til mín, hef ég bara
gaman af því. Þetta er skemmtiefni og ekkert
fram yfir það.“
MATMAÐUR OG SÆLKERI
— Nú er konan þín í fastri vinnu viö súkrahús-
iö í Neskaupstaö. Hvernig spjarar þú þig í eld-
húsinu hér syöra?
Það lyftist verulega brúnin á viðmælanda
mínum við þessa spurningu og hann svarar að
bragði:
„Eg sé nú eftir að hafa ekki boðið þér í mat,