Helgarpósturinn - 20.02.1986, Síða 21
svo þú gætir skorið úr um þetta sjálf! Ég ber það
kannski ekki með mér, en ég er matmaður og
mesti sælkeri. Ef ég get komið því við, elda ég
mér sem oftast heita máltíð á kvöldin. Mér er
engan veginn sama hvað er á borðum, þó ég
geti vel lifað á trosi, því annars hefði ég tæpast
haldið út vistina sem námsmaður í Austur-
Þýskaiandi eftir stríð.“
— Hjörleifur — þegar viö vorum saman í New
York á þingi Sameinudu þjódanna, var ekki lib-
inn einn dagur frá komunni þangab, þegar þú
varst búinn ab innrita þig í heilsurœktarstöb.
Æfirbu daglega?
,,Ég hef alltaf verið fyrir útilíf og finnst það
vera nauðsynlegur þáttur, þó ég hafi vanrækt
þetta meira en skyldi um skeið á námsárunum.
Ég hef stundað margs konar líkamsrækt, bara
fyrir sjálfan mig. Keppnisíþróttum hef ég lítinn
áhuga á, þó ég sé síður en svo á móti slíku. Það
örvar marga til þátttöku.
Líkamsrækt endurnærir mann, engu síður en
svefninn. Þegar ég er heima í Neskaupstað, fer
ég t.d. á skíði, syndi og stunda fjallgöngur, en
hér í höfuðborginni fer ég m.a. í sund og tek mér
sprett í Laugardalnum. Svo geri ég líkamsæfing-
ar til þess að stæla mig og styrkja."
— Ferbu þá og lyftir lóbum?
,,Já, ég gríp í það líka. Mér finnst það ágætt -
meb öðru. Ég hef raunar prófað býsna margt í
þessum efnum og reyni að halda tíma fyrir slíkt,
því mér finnst það borga sig.“
— Mér skilst ab þú vinnir afar langan vinnu-
dag. Þarftu lítinn svefn?
,,Það er rétt. Ég get komist af með lítinn svefn,
eða gat það að minnsta kosti. Ég er aðeins að
bæta við mig í þeim efnum. Það má vera að það
stafi af því að mér finnist ég ekki hafa eins knýj-
andi verkefni og á meðan ég gegndi ráðherra-
starfi.
Hins vegar er ég lotumaður til vinnu og á það
enn til að komast af með fjögurra tíma svefn á
sólarhring nokkra daga í röð, eða jafnvel þaðan
af minna ef þörf krefur. Ég næ því þó oft að sofa,
fimm, sex tíma!“
— Þú reykir vœntanlega ekki ofaní þetta
heilsusamlega líferni?
„Nei, ég reyki ekki lengur, en gerði það hins
vegar þar til fyrir sautján eða átján árum. Reykti
þá alltof mikið! En frá því að ég tók þá ákvörðun
að hætta, hefur mig aldrei langað í reyk. Það
eina sem ég sé eftir um dagana, varðandi lífsstíl,
er að hafa reykt í þetta langan tíma. Ég hugsa oft
iðrunarfullur til þeirra aðstæðna, sem konu
minni voru búnar í þröngri ibúð í reykjarkófi.
Það eina, sem ég bannaði mönnum á skrifstofu
minni þegar ég var ráðherra, var að reykja. Það
voru mjög sjaldan gerðar undantekningar."
MEÐ AÐGERÐALEYSI ER
MAÐUR LÍKA GERANDI
— Gœtirbu hugsab þér ab vera í pólitík þab
sem eftir er starfsœvinnar?
,,Ég hef alls ekki hugsað mér að gera pólitík
að lífsstarfi. Ég kom óvænt inn á þennan vett-
vang, þótt aðdragandinn hafi auðvitað á vissan
hátt verið drjúgur. Mér þykir ekki ólíklegt að ég
hverfi með jafn skjótum hætti aftur út af þessum
vettvangi. Ný verkefni blasa alls staðar við og
minn vandi hefur aldrei verið sá að finna áhuga-
verð viðfangsefni."
— Hvab finnst þér annars um stjórnmál al-
mennt?
„Stjórnmál eru það sem mótar samfélagið og
um leið aðstæður hvers einstaklings. Þau eru
ekki eitthvert einangrað viðfangsefni, heldur
hafa þau áhrif á allt líf manna og eru þannig
ákveðinn bakgrunnur — hvort sem mönnum er
það ljóst eða ekki. Það er fjarstæðukennt að
halda að með því að vera „ópólitískur“ beri
maður ekki lengur ábyrgð og sé laus allra mála.
Maður getur að vísu reynt að loka sig af og
ímyndað sér að maður sé ekki þátttakandi í
stjórnmálum, en með afskiptaleysi af þjóðmál-
um er maður í raun gerandi engu síður en sá,
sem er virkur á þessum vettvangi."
— Ertu vanafastur og kröfuharbur um lifs-
þœgindi og abbúnab?
„Eg get fellt mig við mjög misjafnt umhverfi
og aðstæður. Ég hygg að ég sé mikið sveigjan-
legri en margir halda. Hitt er út af fyrir sig rétt,
að ég vil helst vita svona nokkurn veginn hvar
hlutirnir eru. Ég er hins vegar hvergi sælli en á
göngu með allt á bakinu, sem ég þarf á að halda.
Dögum saman! Ég finn sjaldan eins mikla frelsis-
kennd eins og gangandi í auðninni, með bak-
poka, nesti til nokkurra daga og tjald. Það er
dásamleg tilfinning að skríða inn í pokann sinn
í litlu tjaldi og draga allt inn fyrir skörina, ef illa
viðrar. Það er unaðslegt að vera svo óháður!"
LEYFI MÉR SJALDAN AÐ
REIÐAST
— Skvettirbu aldrei úr klaufunum, Hjörleifur?
„Það er erfitt að dæma svona um sjálfan sig,
en vissulega hef ég gaman af að gleðjast í góðra
vina hópi. Slíkar stundir eru alltof fáar, og auð-
vitað er það mér sjálfum að kenna.
Almennt finnst mér þó betra að það sé visst
„system i galskapnum", svo slett sé útlensku, en
ég hef átt afskaplega gleðilegar stundir þegar
ekki er alltaf verið að telja mínúturnar. Það
mætti mikið segja frá slíkum dögum og nóttum
t.d. á námsárunum, ef út í þá sálma væri farið.“
— Hvernig manngerb er á bakvib þennan fág-
aba, snyrtilega mann?
„Um það verða aðrir að dæma."
— Ertu hamingjusamur?
„Já, ég tel mig vera það. Ég hef verið mikill
Hjörleifur
Guttormsson, líf-
fræðingur, sælkeri
og fyrrum iðnað-
arráðherra í HP-
viðtali.
hamingjumaður alla mína tíð og mér hefur fram
að þessu hlotnast miklu meira en ég á skilið eða
gat reiknað með. Réttlæti er ekki það sem heim-
urinn er ríkastur af og flestir búa við óréttlæti.
Mér hefur fundist ég búa við mjög áhugaverðar
og oft skemmtilegar aðstæður á iífsleiðinni."
— Tilfinninganœmur?
„Já, ég held það. Ég er ekki geðofsamaður —
ekki heldur innra með mér. Eg reiðist sjaldan
skjótt, funa sjaldan upp. Leyfi mér það ekki. Þó
kemur fyrir að ég tel mér það henta, en þá hlið
þekkja fáir.“
— Feiminn?
„Já, ég held ég sé það. Eins og sveitamanni
ber að vera, sem vogar sér út í hinn stóra heim.
Það hefur hins vegar ekki verið allra mat, að
slíkt háði mér.“
ALGJÖR „IMBI" ÍTÓNLIST
— Ab lokum langar mig ab vita hvab þú gerir
þér til afþreyingar?
„Áhugamál mín varðandi tómstundir hafa
spannað mjög breitt svið um dagana, en ég hef
þó skammtað mér svolítið smátt í þeim efnum,
eins og kannski hefur komið fram í þessu spjalli
okkar.
Bókalestur hefur fylgt mér alla tíð og þar er ég
nánast alæta. Á menntaskólaárunum hafði ég
áhuga á spilum. Ég spilaði bridge nóttum saman
og var í keppnissveit skólans. Einnig greip ég í
skák á þessum árum, en þetta lagði ég hvort
tveggja á hilluna eftir stúdentspróf og hef ekki
borið það við síðan, svo freistandi sem mér þótti
það. Spil eru einhver mesti tímaþjófur, sem ég
hef kynnst um dagana, og ég held að það geti
verið gott að handleika þau í hófi.
í Þýskalandi kynntist ég tónlistarlifi, en heima
á Hallormsstað hafði mér verið sagt, eflaust
með réttu, að ég væri laglaus. Algjör ,,imbi“ í
þeim efnum, eins og unga fólkið segði eflaust í
dag! Engu að síður tók ég að sækja klassíska tón-
leika í Leipzig og lærði smám saman að hiusta
á tónlist og njóta hennar. Nú hef ég mjög mikla
ánægju bæði af klassiskri tónlist og jass, þótt ég
taki mér ekki tíma til þess eins og vera skyldi.
Á kvikmyndum hef ég haft áhuga frá því að ég
var í menntaskóla, en í sveitinni sá maður ekki
kvikmyndir. Ein sú besta afslöppun sem ég fæ,
er að fara að sjá góða kvikmynd. Á mennta-
skólaárunum hvarflaði það aðeins að mér að
leggja kvikmyndagerðarlist fyrir mig, en það
var auðvitað fjarstætt á þeim tíma. Þó las ég
mikið um kvikmyndir og var sæmilega að mér
á þeim árum varðandi leikstjóra og meginverk
á þessu sviði. Einu sinni eignaðist ég 8mm vél og
tók svolítið á hana, þar til ég seldi hana til þess
að ná mér i eitthvað annað. Það varð ekki meira
úr því.
Sjónvarp horfi ég á í algjöru lágmarki — ein-
göngu fréttir og einstaka viðtalsþátt, sem mér
finnst að ég aetti að hafa horft á. Mér hefur ekki
enn tekist að horfa á Dallas og nú er það víst um
seinan í bili. Mér finnst það heldur ekki skila
miklu að horfa á kvikmyndir í sjónvarpi, jafnvei
ekki í góðu litasjónvarpi. Sjálfur er ég bara með
gamalt svart/hvítt sjónvarp."
— Áttu þér einhvern uppáhaldsleikara, kven-
k)'ns eba karlkyns?
„Það hafa margir góðir leikarar liðið hjá á
tjaldinu frá því ég fór að fá á þessu áhuga. Af
þeim, sem menn kannast við núna, nefni ég t.d.
Meryl Streep. Hver myndi ekki gera það? Ég læt
tæpast mynd framhjá mér fara þar sem hún leik-
ur. Einna best finnst mér hún hafa verið í -
Sophie’s Choice, þó hún hafi einnig leikið mjög
vel í Falling in love.
Margra spurninga var enn óspurt og án nokk-
urs efa hefði verið hægt að sitja lengur og með-
taka heilmörg Hjöll til viðbótar, en þar sem
stærð Helgarpóstsins er ekki jafnsveigjanleg og
stærð Alþingistíðinda, var ekki um annað að
ræða en þakka fyrir sig og kveðja líffræðinginn
frá Leipzig, Hjörleif frá Hallormsstað.