Helgarpósturinn - 20.02.1986, Side 29

Helgarpósturinn - 20.02.1986, Side 29
s, menn í vaktavinnu eru skammlífari en aðrir lögreglumenn, hefur hlotið mikia umfjöllun að undanförnu — bæði í gamansömum og alvöru- þrungnum tón. Það hefur hins veg- ar ekki verið minnst á kjarna þessa máls, sem er sá, að þeir lögreglu- menn sem vinna vaktavinnu eru nær undantekningarlaust í annarri vinnu þegar þeir eru í ,,fríi“ frá lög- reglustörfunum. Þessi aukavinna, sem oft felst í ieigubíla- eða rútu- akstri, byggingarvinnu eða öðru slíku, skapar að sjálfsögðu tvöfalt álag á þessa menn. Það er einmitt þessi tvöfalda vinna, sem slítur vaktavinnulöggunum... c ^^Fíðustu daga hafa birst nokkr- ar auglýsingar frá Pan, fyrirtækinu sem verslar með hjálpartæki ástar- lífsins og við sögðum frá hér í blað- inu fyrir skömmu, en þeir eru nú að leita að sýningarfólki. Nú þegar hafa tugir manns gefið sig fram til þessara starfa og um næstu helgi stendur t.d. til að taka um 70 ein- stakiinga í „viðtal" í kjölfar auglýs- ingarinnar. Þeir Pan-menn eru sem sagt að stofna sýningarflokka, sem koma eftir pöntun á skemmtistaði og í heimahús og sýna ýmsan nær- og náttfatnað frá fyrirtækinu, en starf þetta mun verða afar vel launað í samanburði við önnur sýningar- störf. Margar pantanir hafa borist um að fá sýningarflokk í heimsókn og munu m.a. verða sýningar á ein- um af skemmtistöðum borgarinnar strax nú um helgina. Þar að auki munu sýningarflokkar ferðast um landið í sumar — eins konar „sum- arsýningagleði". Það er ljóst hvað tekur við af Jóni Páli sem vinsæl- asta uppákoman í saumaklúbbum ogskrifstofupartýumánæstunni... lÍSnn af hjálpartækjum ástarlífs- ins! Við höfum nefnilega fregnað að Barnaspítali Hringsins hafi feng- ið verulegan magnafslátt, þegar pöntun þaðan barst til sölumanna þessa varnings. Mun ætlunin vera sú, að nota svokallaða „víbratora" við meðhöndiun sjúkra barna, sem þarfnast nudds og örvunar. . . ■ rægt er orðið, þegar skóverk- smiðju SÍS á Akureyri var bjargað með því m.a. að nafni framleiðsl- unnar var breytt úr góða og gamla Iðunnarnafninu í útlenskuna Act. Þá fór varan að seljast. Nú trampa t.d. allir lögreglumenn á íslandi í Act-skóm með þykkum botnum og nú nýverið fengu fangaverðir það í gegn, að ríkið keypti á þá skó, en ágreiningur var um þetta mál vegna þess að fangaverðir fara aldrei út fyrir hússins dyr! Og nýjasta nýtt af Act-skónum er það, að skógerð á Akureyri hefur gert auglýsinga- samning við HSÍ um að handknatt- leiksliðið gangi um á Act-skóm. Fær hver leikmaður kuldaskó og svo spegilgljáandi lakkskó... Gabriel HÖGGDEYFAR I MIKLU ÚRVALI SKEIFUNNI 5A, SÍMI: 91-8 47 88 FREE STYLE FORMSKUM lOreal nrrr'ix r * i ^ •xJá~ lagningarskúmið SKÍJM í hánc) ? frá l'oréal UlWÁYl l IJUI IV, og hárgreiðslan verður leikur einn. Þu getur unnið 125.000 krónur í verðlaun fyrir gott nafh á stóra verslanahúsið I nýja miðbænum. I nýja miðbænum I Reykjavík er verið að reisa mikla byggingu, sem hýsa á fjölmargar verslanir, veitinga- og þjónustufyrirtæki. í raun og veru er húsið samfellt verslanaþorp með yfirbyggðum göngu- götum á tveim hæðum. Við þessar götur verða allt að 90 fyrirtæki, allt frá fatahreinsun til stórmarkaða. Góð verðlaun Hagkaup hf, efnir til verðlaunasamkeppni um nafn á nýja stórhýsið. Um samkeppnina gilda eftirfarandi reglur: 1. Tillaga að nafni póstleggist í lokuðu umslagi með eftirfarandi utanáskrift: Mafnakallar Pósthólf 1444 121 Reykjavík 2. Vinsamlega látið aðeins eina tillögu í hvert umslag, og gleymið ekki að merkja tillöguna greinilega með nafni og heimilisfangi höfundar. 3. Umslagið verður að vera póststimplað í síðasta lagi þann 14. mars 1986. 4. Fyrstu verðlaun eru 125.000 krónur, en dómnefnd getur veitt fleiri verðlaun, ef hún telur þess þörf. 5. Þátttaka í samkeppninni er öllum heimil. 6. Ef fleiri en einn leggja til það nafn, sem dómnefnd telur best, verður dregið um hver þeirra hljóti peningaverðlaunin. Dómnefnd Sérstök dómnefnd mun velja bestu nöfnin, en áskilur sér rétt til að hafna þeim öllum, ef hún telur engin þeirra nægilega góð. HAGKAUP HELGARPÓSTURINN 29

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.