Helgarpósturinn - 20.02.1986, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 20.02.1986, Blaðsíða 31
Á æfingu í kjallara Hlaðvarpans: Michael Scott leikstjóri, Viðar Eggertsson leikari og „Ellan" sjálf, Anna Kristín Þórarinsdóttir. Pútnahús opnad í Reykjavík Egg leikhúsið frumsýnir í Hlaðvarpanum í. ^ Jplj PiySwf! IvaI i , JwM ^ Egg leikhúsið, sem er að sjálf- sögðu Viðar Eggertsson, frumsýnir 3. mars leikritið Ellu eftir Herbert Acternbush. Sýningar uerða í Kjall- araleikhúsinu í Hlaðvarpanum að Vesturgötu 3, en þar voru Reykjavík- ursögur Ástu Sigurðardóttur sýndar. Við náðum í Viðar Eggertsson þarsem hann var að reyta fiðurfé á æfingu og átti von á einum sex lif- andi hænum, sem eiga að leika í sýningunni. Minnugir Bruna BB, gjörningasveitar, spurðum við hvort hænan væri lifandi. — Nei, svaraði Viðar og hló við. — Hún er stein- dauð. Og eftir að hafa reytt hana sýð ég hana á sviðinu, en þarf þó sem betur fer ekki að éta hana. — Leikstjórinn er íri og heitir Michael Scott. Ég kynntist honum þegar ég fór með Selfyssingana mína til Írlands að sýna Þið munið hann Jörund. Hann var leikhússtjóri og leikstjóri í Dublin og hafði m.a. sett upp Rauðhóla Ransý. Hann hef- ur verið stjórnandi leiklistarhátiðar- innar í Dublin þó ungur sé að árum — rétt 28 ára. Frábær leikstjóri, en hér getur hann aðeins verið fjórar vikur og við verðum að gera allt á þeim tíma. Kristín Anna Þórarinsdóttir leikur auk mín í þessari sýningu, en hún hefur ekki leikið mikið undanfarin ár. Hún leikur Ellu, sem er fullorðin kona er býr í hænsnastíu í kjallara hjá systur sinni. Sýningarstaðurinn hæfir því verkinu vel; kjallari í húsi sem konur eiga. Hluti kjallarans verður gerður að hænsnahúsi — þá er maður semsagt búinn að opna pútnahús í Reykjavík, segir Viðar og hlær. — Annars er hænsnahús í Laugardalnum, bætir hann við, og þar verða prímadonnurnar okkar geymdar milli sýninga. Leikritið fjallar um þessa konu, Ellu, sem lík- lega er ein niðurlægðasta persóna leikbókmenntanna. í hænsnahús- inu er ungur maður, að öllum líkind- um sonur hennar, hvort sem hann er nú lífs eða liðinn, í hugarheimi hennar eða raunverulegur. Hann tekur á sig gervi Ellu og segir sögu hennar í fyrstu persónu. Á meðan situr hún og horfir á sjónvarp og lífs- hlaupið rifjast upp. Þarna í hænsna- stíunni hefur hún það sem þarf til heimilishalds og sonurinn vinnur þau verk: eldar, þvær og straujar. Það er farið fram og aftur í tíman- um og textinn því mjög erfiður við- fangs. Þorgeir Þorgeirsson þýddi verkið og þetta er fantaþýðing hjá honum. Hann sagði við mig eftir að hafa lokið við þýðinguna: Yfirleitt kann ég kafla og kafla úr þýðingun- um mínum, en úr þessum texta kann ég ekki orð. Hvernig ætlarðu að fara að læra þetta? Sýningin tekur um tvo tíma og ungi maðurinn, sem ég leik, talar stanslaust. Móðirin situr og fylgist með sjónvarpinu og maður finnur sterklega fyrir nærveru hennar. Ef að vel tekst til ættu áhorfendur stundum að hætta að horfa á mig og horfa á hana og heyra textann því það er hún sem er að upplifa það líf- ið sem lýst er. Það á að myndast mikil spenna milli þeirra, því stund- um segir hann það sem hún vill ekki hugsa. Þetta verður mjög óhugnanleg sýning því þetta er mjög óhugnan- legt verk. Áheyrendur koma oft í leikhús til að hlæja að persónunum, en hér ættu þeir að hlæja að sjálfum sér. Maður nýtur þess ekki að vera smart og fínn þegar maður sér þetta leikrit heldur segir maður frekar: Guð minn almáttugur, hvað er ég að gera. Húsnæðið hæfir verkinu, eins og ég sagði áðan. Hefði ég sett þetta upp í fínu leikhúsi hefði þurft að smiða mikla sviðsmynd. Guðjón Ketilsson gerir þá leikmynd sem er innan vírnetsins, og Gerla gerir bún- ingana. Áhorfandinn á að fá það á tilfinn- inguna að þetta fólk búi þarna. Hann haf i bara villst niðrí kjallarann þeirra þar sem þessu hrikalega lífi hefur verið lifað. Rekist á þetta skúmaskot í Reykjavík, sem alltaf hefur verið til en hann bara ekki komið auga á. MYNDLIST List í nútíöarlok í iistverkum Birgis Andréssonar, á sýningu hans í Nýlistasafninu, kemur fram einn þátt- ur listar samtímans sem lifir sín nútímalok, og hann er viss dulhyggja sem er natúralismi eða vísindahyggja. En það var natúralisminn í sinni upphaflegu mynd. Undrageimur himinveldisins háa er hér ekki innblásinn logi, flúraður stjörnuhiminn, í stíl Van Goghs, eða hinn innri heimur færð- ur út í geiminn, í stíl Vilhjálms. Hér er flúrið fært að sínum ógnvekjandi hreina kjarna: Nokkrar hvítar slettur eru á svörtum fleti. Þetta er geimurinn á vetrarnótt. Hann er sjálfur líklega án ljóðs, en hann vekur ljóðið í þeim sem á horfir. Það er að segja, ef í áhþrfandanum felst þá nokkur ljóðræn taug. Á bak við myndina er ógurlegur hljómur. Hann er í efni því sem málað er á: málmplöt- unum sem geta dunið eins og þrumugnýr. I þeim leynist geimhljóðið málmkennt og skært. Með þessu móti tengir listamaðurinn efnið, innihaldið og dulhyggjuna: ómælið allt. Hinn hreini nútíðarlokastíll er í þessum anda. Hann er sprottinn upp úr smálistar- kenningum frá sjötta áratugnum og snauðu listinni, sem spratt af smálistarkenningunum og rann oft saman við smálistina. Báðar stefnurnar voru andóf gegn geometrísku list- inni. Óður Birgis Andréssonar til geimsins er til- einkaður stjörnufræðingnum Tycho Brahe, sem er koparstunginn á boðskortinu. Hinn koparstungni stjörnufræðingur á sér hlið- stæðu í „stjörnumerkjunum" sem eru fyrir ofan stjörnusvið myndanna, færð í efni: mótavír sem líkist loðnum strikum í teikn- ingu. Að sjá hið stóra í hinu smáa var galdur smámyndlistarinnar, en hér á sýningunni er þessu snúið við: Við sjáum hið smáa i vídd geimsins. Það sem við sjáum fyrir ofan „brot af geimnum" eru hins vegar að því er virðist splunkuný stjörnumerki. Þau sem Tycho Brahe dreymdi kannski um. Þetta eru stjörnumerki óskhyggjunnar, draumsins, list- arinnar; hið hlutkennda efni sem fæðist af andanum. Og það er hlutverk listarinnar að skapa eitthvað úr engu. Það sama er að segja um vísindin, þessa tvo auðugu eðlisþætti mannsins sem eiga kannski ekki lengur sam- leið, nema á dulrænan hátt. Sýning þessi, í sínu leikræna og lúmska eðli, nálgast það að ná því að vera ekkert. Litlar slettur á svörtum fleti, hvað er það? Sýning Birgis Andrés- sonar er óður til geimsins og tileink- uð stjörnufræðingn- um Tycho Brahe: „I leikrænu og lúmsku eðli sínu nálgast sýn- ing þessi það að vera ekkert," segir Guð- bergur Bergsson m.a. umfjöllun sinni. eftir Guðberg Bergsson kynni einhver að spyrja í löngun sinni til að fá svör við stærstu en um leið fáránlegustu spurningu lífsins. Hér er þessari spurningu ekki svarað með náttúrulegri eftirlíkingu af stjörnukorti, heldur eru stjörnulíkin, að hætti listarinnar, aðeins „tákn“ þeirrar myndar sem þau eru af. Ekki myndin sjálf. Vegna þess að það er ekki hægt að mála geiminn með öðrum hætti en þeim sem felst í „táknrænni eftirlíkingu af geimnum". Þetta á raunar við um alla list. Mynd af fjalli er aðeins táknræn líking þess, þótt við köllum málverkið Mynd af Baulu í Borgar- firði. Og sama gildir þótt myndin sé máluð í þeim stíl sem við kennum við háraunsæi. Að- eins hluturinn sjálfur er hann sjálfur og ekk- ert getur komið í staðinn fyrir hann sem „raunverulegur hlutur". Einmitt af þessum sökum er raunsæið svo máttvana og getu- laust í verkum sínum og nálgast oft hreina geðveiki og það sem er óraunsæjast af öllu. Birgi Andréssyni dettur því ekki í hug að mála „raunsæja mynd og eftirlíkingu geims- ins“. Þetta er ekki heldur heimurinn og him- ingeimurinn í sinni réttu mynd, heldur heim- ur og himingeimur Birgis Andréssonar. Því til sönnunar er það hvernig hann heng- ir upp verk sín. Ef hann væri í raun og veru að reyna að gera það sem er ógerlegt, en vildi nálgast geiminn í sinni „réttu rnynd" sem við þekkj- um ekki enn og munum aldrei þekkja, þá hefði hann einfaldlega hengt verk sín upp í loft sýningarsalarins en ekki á vegginn. Geimurinn er í geimnum en geimurinn í mér er annar, sagði dulhugsuðurinn. HELGARPÓSTURINN 31

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.