Helgarpósturinn - 20.02.1986, Síða 32
*
Imynd skáldsins er
Skáldakvöld á Borginni
Það veröur margt um skáldirt á
Borginni í kvöld. Þar munu sautján
skáld lesa úr verkum sínum. Sum
eru gömul og þekkt: Ólafur Haukur,
Steinunn Sigurdar, Þórarinn Eld-
járn og Einar Már. Önnur ung og
óþekkt og hafa lítid birt. Eitt skáldid
er úr Borgarnesi og mörg úr Med-
úsahópnum meö Sjón í broddi fylk-
ingar. Þarna verdur Elísabet Þor-
geirsdóttir og þarna verður Hrafn
Jökulsson og skal upptalningu nú
hœtt. Sá er stendur fyrir Skálda-
kvöldinu heitir Guðjón G. Guð-
mundsson og hefur ort sjálfur og
staðið fyrir skáldakynningum þegar
hann var í fjölbraut í Ármúla.
— ímynd skáldsins er breytt, segir
Guðjón. — Hér á árum áður var
þetta þjóðaríþrótt og enginn þótti
maður með mönnum nema hann
gæti ort vísu og þeir bestu skrifað
ljóðabréf. Nú horfa allir á vídeó. Mér
finnst ijóðaáhugi meiri hjá yngri
kynslóðinni. Menn lesa gömlu
skáldin, Stein Steinarr og þá kalla.
Pæla meirað segja í Gunnarshólma
Jónasar. Fjölmargir innan við tví-
tugt eru að yrkja og ungu skáldin
þurfa að fá að koma fram. Þess-
vegna ákvað ég að efna til þessa
skáidakvölds og blanda saman
þeim gömlu og þeim ungu.
— Það þarf að virkja betur ungu
skáldin og það hefur aldrei verið
meiri þörf fyrir ljóðlist en nú, á tím-
um þessara öru þjóðfélagsbreyt-
inga.
En yrkir skipuleggjandinn?
breytt
— Ég hef lítillega verið að fást við
þetta sjálfur, en hef þó mest gaman
af ljóðum annarra skálda. Það hafa
allir tekið þessu vel sem ég hef haft
samband við og menn verið hjálp-
samir — hengt upp plaköt og þess
háttar.
Herlegheitin verða semsagt á
Borginni í kvöld. Barinn opinn og
kostar 380 krónur inn. Verði ágóði
rennur hann til skáldanna. Hug-
sjónamenn standa enn í stórræðum
og efla veg ljóðsins.
rp)
KVIKMYNDIR
Allt nema ástríöurnar.. .
eftir Ólaf Angantýsson og Sigmund Erni Rúnarsson
Tónabíó: í trylltum dansi (Dance with a
Strangerj: ★★★
Bresk, árgerð 1985.
Framleiðandi: Roger Randall-Cutler.
Leikstjóri: Mike Newell.
Handrit: Shelagh Delaney.
Tónlist: Richard Hartley.
Aðalleikarar: Miranda Richardson, Rubert
Everett, Ian Holm, Matthew Carroll, Tom
Chadbon, Jane Bertish.
Kvikmyndin í trylltum dansi vakti feiknar-
lega mikla athygli þegar hún var frumsýnd í
heimalandi sínu, Englandi, fyrir allnokkrum
mánuðum. Astæðan er mestmegnis sú að
myndin segir frá síðustu misserum í lífi kon-
unnar sem síðast var tekin af lífi fyrir morð
í landinu og þá hefur það heldur ekki dregið
úr aðsókn hennar að hún er mjög vel gerð í
alla staði. Hér fer reyndar ein sterkasta saga
í kvikmyndum síðasta árs að dómi undirrit-
aðs.
Ruth Ellis hét konan, kæruleysið uppmál-
að. Þann þátt í fari hennar hefur handritshöf-
undurinn lagt ríka áherslu á, svo mjög á köfl-
um að verulega dregur úr samúð áhorfand-
ans með þessari aðalsögupersónu. Hún kem-
ur iðulega fyrir sem nánast óþolandi léttúð-
ardrós sem vart er við bjargandi, en þó er
ástarlöngunin aldrei langt undan, óskin um
hlýju, öryggi. Þessar andstæður í persónunni
komast skilmerkilega til skila.
Myndin hefst þegar komið er fram á vorið
1954, en þá er Ruth búin að vinna fyrir sér
á nokkrum klúbbum í London, meðal annars
hjá Desmond Cussen, sem er mjög hrifinn af
henni, þótt hann láti lítt á því bera. Eitt
kvöldið kemur David nokkur Blakely í
klúbbinn og hann verður strax ástfanginn af
Ruth og hún ekki síður af honum. Hún hefur
átt erfitt upp á síðkastið, stendur í skilnaði
við tannlækni sem hún á tvö börn með,
Georgínu og Andrew.
Við skilnaðinn varð Georgína eftir hjá föð-
ur sínum, sem vildi ekki hafa Andrew, þar eð
hann kvað sig ekki eiga hann og þeirri stað-
reynd neitar Ruth ekki. Samband Ruth og
Davis verður líka stormasamt frá fyrsta degi.
Hún verður eins og viljalaust verkfæri í
höndum hans og gerir nánast allt til að þókn-
ast honum, kannski af því að hún vill ekki
trúa því að henni sé að mistakast aftur í til-
raun sinni til að eignast farsælt heimili.
Desmond horfir upp á það hvernig Davis
brýtur hvert loforðið af öðru sem hann heitir
Ruth og gremst mest að hún skuli sætta sig
við það. Hann þorir samt aldrei að kveða upp
úr um hve mikill ræfill og auðnuleysingi
Davis sé, af ótta við að það brjóti niður þessa
konu sem hann elskar innst inni. En loksins
fer það þó svo að Ruth gefst endanlega upp
á sífelldum lygum Davis og hvernig hann
nýtur annarra kvenna þrátt fyrir samband
þeirra.
Hún er ekkert að hika við hlutina, lætur
sér fátt um finnast afleiðingarnar eins og
fyrri daginn: ,,Það er augljóst. Ég ætlaði mér
að drepa hann þegar ég skaut hann,“ sagði
hún kæruleysislega fyrir kviðdóminum en
það tók hann ekki nema 23 mínútur að
kveða upp dóm sinn. Ruth Ellis var sem sagt
leiksoppur eigin aðstæðna. Hún fékk engu
ráðið örlögum sínum. Og þó svo mann langi
að öskra á hana í sumum atriðum myndar-
innar — svo trist verka þau á mann — situr
það eitt eftir að þarna fór kona sem var eigin-
lega sama um allt nema ástríðurnar. Og þar
sem þær lukkuðust ekki, var allt annað til
einskis.
Mike Newell hefur tekist að setja þetta
fram af næmni og trúverðugleika. Hann still-
ir öllu í hóf, fer ekki með æsingi, veit sem er
að sagan kraumar í eðli sínu, og fæst aldrei
sterkar fram en með hnitmiðuðum samtöl-
um og leik. Þar er áherslan. Og það tvennt er
einmitt aðal þessa verks. Samleikur Miranda
Richardson og Rubert Everett í hlutverkum
Ruth og Davis er magnaður. Þau eru ekki og
lítt reyndir kvikmyndaleikarar, sem hér
koma mjög á óvart. Hitt vissi maður að Ian
Holm var vandaður leikari. Hlutverk
Desmond Clussens verður mjög eftirminni-
legt í hans höndum.
-SER.
Karlmaður
gerir
konumynd
Regnboginn: The End of August (Ágústlok).
Bandarísk. Árgerð 1984.
Framleiðendur: Warren Jacobsen, Sally
Sharp.
Leikstjórn: Bob Graham.
Handrit: Eula Seaton, Leon Heller.
Tónlist: Shirley Walker.
Aðalhlutverk: Sally Sharp, Lilia Skala,
David Marshall Grant, Kathleen Widdoes,
Paul Roebling o.fl.
í kjölfar kvenfrelsisbaráttu síðari áratuga
hefur átt sér stað einkar athyglisverð um-
ræða í kvikmyndaheiminum um hlutverk
kvenþjóðarinnar í kvikmyndum, fyrr og síð-
ar, og þá einkum hvort konur beiti miðli
þessum fyrir sig á einhvern annan hátt en
karlfólkið. Hvað sem öðru líður, þá hafa á
þessu tímabili komið fram á sjónarsviðið
margir nýir leikstjórar af „veikara" kyninu,
sem vakið hafa verðskuldaða athygli fyrir
verk sín og nægir þar að nefna konur á borð
við Margarethe von Trotta, Agnés Varda og
Suzanne Osten.
Ég vil leyfa mér að fullyrða að vitaskuld sé
enginn verulegur munur á eðli þess mynd-
máls, sem karlar og konur nota í kvikmynd-
um sínum, þar sem þetta myndmál er í raun
okkur öllum áskapað, hvoru kyninu sem við
svo kunnum að tilheyra. Hitt er svo annað
mál að það er slíkur reginmunur á því hvern-
ig karlar og konur skynja og túlka þær þjóðfé-
lagslegu aðstæður, sem við búum við, að
slíkt hlýtur óhjákvæmilega að endurspeglast
í því hvernig kynin síðan túlka þennan raun-
veruleika í kvikmynd.
Þannig hafa konur frekar tilhneigingu til
að líta ekki á einkalíf sitt annars vegar og
hins vegar atvinnu sína, eða líf sitt útávið,
sem tvo aðskilda heima. I þess stað leitast
þær gjarnan við að skilgreina hvort tveggja
sem eina samverkandi heild, sem verður
þ.a.l. að gera jafn greinargóð skil í viðkom-
andi kvikmynd. Þessi tilhneiging ofan-
greindra kvenkynsleikstjóra, að s.a.s. lifa eða
vinna samtímis á tveimur eða fleiri sviðum,
hefur m.ö.o. skapað vissa þörf fyrir nýtt tíma-
skyn í kvikmyndum, sem vestrænir kvik-
myndahúsagestir hafa hins vegar oft á tíðum
átt erfitt með að sætta sig við. Þessir leik-
stjórar hafa kastað fyrir róða áður viður-
kenndum hefðum og venjum um notkun
myndmálsins, sem gera ráð fyrir að kvik-
mynd hafi nánar tiltekið upphaf, stígandi og
síðan endi, þar sem allir þræðir og flækjur at-
burðarásarinnar hafa verið leystir upp. .. í
þess stað er atburðarásinni einfaldlega gef-
inn sá tími er hún krefst: Viðkomandi at-
burðarás er m.ö.o. „innhverfari" en sú sem
einkennir kvikmyndir karlkynsleikstjóra,
þar sem atburðarásin að öllu jöfnu felur í sér
einhvers konar hvata, sem ætlað er að drífa
hana „áfram".
Ofangreint er ágætt að hafa í huga, þegar
um kvikmynd á borð við The End ofAugust
er að ræða, því þó svo að leikstjórinn sé karl-
kyns hefur myndin öll ofangreind sérein-
kenni til að bera, enda er annar aðalfram-
leiðandinn kona og konur áttu einnig hluta
að máli við gerð handritsins.
Kvikmyndin er þroskasaga undirokaðrar
eiginkonu af efri millistétt í byrjun aldarinn-
ar. Edna (Sally Sharp) er að því er virðist
„hamingjusamlega“ gift ágætis náunga
(Paul Roebling), sem samkvæmt hefðum og
siðvenjum þeirrar stéttar er búinn öllum
þeim mannkostum er prýða skulu fyrir-
myndareiginmanninn. Framangreint virðist
þó engan veginn nægja Ednu, því hún sættir
sig ekki við að vera einvörðungu „til ráðstöf-
unar“ fyrir eiginmanninn og sem slík aðeins
liður í áætlanagerð hans að uppbyggingu
eigin framabrautar.
„The End of August" er í alla staði ágæt-
lega vel unnin kvikmynd. Myndmál hennar
fellur einkar vel að efnismeðferðinni og leik-
ur er í flestum tilvikum með ágætum. Eini
verulegi gallinn á gerð myndarinnar er
hversu gloppótt og illa undirbyggð handrits-
gerðin er á köflum. Þannig er t.d. oft á tíðum
ekki gerð nægileg grein fyrir vissum sérein-
kennum í persónugerð Ednu, sem síðan
gætu varpað skýrara ljósi á þau atferlis-
munstur, sem stjórna gerðum hennar gagn-
vart eiginmanninum jafnt sem öðrum karl-
peningi er hún leggur lag sitt við í tímans rás.
Ó.A.
Atriöastuldur
Austurbœjarbíó, Námur Salómons
konungs: ★
Bandarísk, árgerð 1985.
Framleiðendur: Menahem Golan og Yoram
Globus.
Leikstjóri: J. Lee Thomson. Handrit: Gene
Quintano og James R. Silkes, eftir sögu H.
Rider Haggard. Tónlist: Jerry Goldsmith.
Aðalleikarar: Richard Chamberlain,
Sharon Stone, Herbert Lom, John Rhys-
Davies, Ken Gampu, June Buthelezi, Sam
Williams, Shai K. Ophir.
Jessie Huston hefur fengið kunnan veiði-
mann og fylgdarmann útlendinga í Afríku
sér til hjálpar. Þetta er Allan Quatermain.
Hún leitar að föður sínum, Huston prófessor,
þekktum fornleifafræðingi, sem hefur verið
týndur í nokkra mánuði, en hann er talinn
eini maðurinn, sem veit um hjnar týndu
námur Salómons konungs.
Ævintýri gerast sem sagt enn. Spílbergsk í
meira lagi. Þessi mynd fer grófum þjófshönd-
um um smiðjur Steven Spielbergs og hefur
þaðan allt það helsta sem prýddi jafn ágætar
skemmtimyndir og Indiana Jonesfilmurnar.
Fjölmörg atriði í Námum Salómons konungs
eru hreinar eftirlíkingar af þessu vinsæla
verki og ef þau væru bara ekki svona miklu
verr unnin sæist munurinn varla.
Richard Chamberlain fer hér í galla Harri-
son Ford og sýnir hreint hræðileg leiktilþrif
eins og fyrri daginn. Þau markast af einu
stöðluðu vandræðabrosi, tveimur hörku-
svipum og einni örvæntingarvipru. Sharon
Stone er öllu takmarkaðri í rullu skutlunnar
sem jafnan er fylgifiskur gæjanna í svona
ævintýrum, ef ekki af ættfræðilegri ástæðu,
þá bara af því að það þarf að sjást blautbols-
kroppur í þessum verkum. Sharon þessi sýn-
ir tvo svipi til skiptis út myndina.
Nei, það er ekki að spyrja að þeim félög-
um, Globus og Golan. Metnaðarleysið hefur
hingað til verið höfuðeinkenni þessara fram-
leiðenda og svo er að sjá sem það ágerist ef
eitthvað er. Sígildri ævintýrasögu H. Rider
Haggard um þetta heillandi efni, að manni
fannst að minnsta kosti sem unglingi, er lítill
greiði gerður með þessari handvömm sem
myndin er. Hér fer saman grátbrosleg leik-
mynd, ömurlegur leikur, stefnulaus fram-
setning og heildaryfirbragð sem er á allan
hátt svo ófrumlegt og notað, að maður labb-
ar álútur heim á eftir.
-SER
32 HELGARPÓSTURINN