Helgarpósturinn - 20.02.1986, Síða 33
LEIKUST
eftir Gunniaug Ástgeirsson
Skipt um minningar
Nemendaleikhúsiö, Lindarbœ:
Ó muna tíd
eftir Þórarin Eldjárn.
Leikstjóri: Kári Halldór.
Leikmynd og búningar: Jenný Guömunds-
dóttir.
Tónlist: Árni Haröarson.
Lýsing: Ágúst Pétursson.
Umsjón tœkniuinnu: Ólafur Örn Thorodd-
sen.
Leikendur: Guöbjörg Þórisdóttir, Valdimar
Flygenring, Eiríkur Guömundsson, Skúli
Gautason, Bryndís Petra Bragadóttir, Inga
Hildur Haraldsdóttir.
Sýningartími 2 klst. og 15 mín.
Nemendaleikhúsið hefur komið sér upp
skemmtilegri hefð, að frumsýna á hverjum
vetri nýtt sérpantað íslenskt leikrit. Gott fyrir
nemendurna að glíma við frumuppfærslu á
verki og gott fyrir leikritun í landinu að einn
höfundur a.m.k. fái að setja saman leikrit
pantað af leikhúsi.
Nemendaleikhúsið valdi að þessu sinni
Þórarin Eldjárn til þess að semja fyrir sig
leikverk. Þórarinn hefur ekki áður samið
leikrit einn og sér, en hann hefur átt hlut að
mörgum sýningum, bæði sem þýðandi,
söngtextahöfundur og meðhöfundur ann-
arra, hann er því hagvanur í leikhúsi enda
verður honum ekki skotaskuld úr því að
setja saman leikverk.
O muna tíð segir frá heldur óvenjulegu fyr-
irtæki í borginni sem heitir Minningaþjón-
ustan sf. Þar geta menn fengið nýjar minn-
ingar í staðinn fyrir þær gömlu, skipt um
minningar í heilu lagi eða skipt um einstaka
búta. Skötuhjúin sem reka fyrirtækið hafa
einhverstaðar náð prófessor á sitt vald sem
ræður yfir þessari tækni og nú notfæra þau
sér hana með aðferðum sem minna á vís-
indaskáldsögu. Sviðsbúnaðurinn er mjög vel
gerður með tilliti til þessa, minnir á gamal-
dags bíómynd um brjálaðan vísindamann.
Hugmynd Þórarins er ágætlega útfærð í
textanum og býður hún uppá margar
skemmtilegar og óvæntar uppákomur í sam-
skiptum þeirra sem reka þjónustuna og við-
skiptavinanna sem koma til þess að skipta
um minningar. Flest er þar með ólíkindabrag
en efnið gefur engu að síður tilefni til að
velta vöngum yfir hlut minninganna í tilver-
unni og þeim áhrifum sem þær hafa á Iíf
manna og líðan. Má kannski segja að verið
sé á svolítið absúrd hátt að sýna þá tilhneig-
ingu manna að muna fyrst og fremst það sem
er þægilegt og passar inn í þá mynd sem
menn vilja gera af sjálfum sér, sem yfirleitt er
fegurri en efni standa til.
Það er þó fyrst og fremst textinn sjálfur í
öllum sínum fjölbreytileik, með óvæntum til-
svörum og viðbrögðum sem gefur verkinu
gildi. Þar nýtur sérstæð kímnigáfa höfundar-
ins sín vel. Persónurnar sjálfar eru ekki mjög
djúpristar, en það helgast bæði af aðferð höf-
undar og efni verksins.
Það sem yfirleitt er einna skemmtilegast
við sýningar Nemendaleikhússins er hversu
gott tóm ieikendur og aðrir aðstandendur
sýninganna hafa gefið sér til þess að nostra
við smáatriði. Einstakar senur, einstök til-
svör og einstakar hreyfingar eru unnar af
meiri nákvæmni en maður á oft að venjast í
leiksýningum. Þetta gerir það að verkum að
áhorfandi nýtur mjög vel margra augnablika
í sýningunni jafnvel þótt heildarmynd verks-
ins verði ósamstæð. Þetta á við um þessa
sýningu. Mér finnst leikstjórinn ekki ná al-
veg nógu sterkri heild út úr verkinu, en það
kemur lítt að sök vegna vandvirkninnar sem
lögð er í einstök atvik.
Það er gaman að fylgjast með ungum leik-
urum og hvernig þeir taka á viðfangsefnum
sínum. Þrátt fyrir að persónur þessa verks
séu ekki verulega djúpristar tekst hverjum
leikanda fyrir sig að skapa sérstæða týpu og
innbyrðis eru þær mjög ólíkar og þeim tekst
einnig mjög vel að halda persónugerðinni út
alla sýninguna. Það er einnig svolítið gaman
að bera þær persónur sem þessi hópur skap-
ar nú saman við þær persónur sem þau
bjuggu til í síðustu sýningu sinni, Hvenær
kemurðu aftur rauðhærði riddari. Þá kemur
í ljós að flestir skapa persónur sem eru nán-
ast algjörar andstæður við hlutverkin þá og
að öllu leyti gjörólíkt. Ekki veit ég hvort þetta
er markvisst gert, trúlega þó, en þetta sýnir
ljóslega að góð leikaraefni eru í þessum hópi.
Umbúnaður sýningarinnar þjónar verkinu
vel. Sviðið er í miðjum sal og sitja áhorfend-
ur á tvær hliðar. Sviðið er óskipt, mest í
hvítu, og leikmunir ekki margir og gefur það
gott svigrúm til hreyfinga en undirstrikar um
leið absúrdhlið verksins. Tónlistin er ekki
áberandi en magnar upp andrúmsloftið,
einkum er á líður. Minningaskiptaútbúnað-
urinn er sniðugur og ekki má gleyma hug-
skotssjónunum, forkunnarþarflegu tæki til
að kanna hugsanir og minningar fólks.
Hér er á ferðinni enn ein bráðskemmtileg
sýning á vegum Nemendaleikhússins sem
vel er þess virði að spandera einni kvöld-
stund á. GÁst
Nú: 33328
París Aðun 43.158
48.700
62.056
Róm
48.673
62180
Annafargjald Amarflugs
- styttri og ódýrari ferðir
fyrir víðförla viðskiptamenn
ANIMAFARGJALD Arnarflugs
gerir farþegum kleift að fara í
stuttar ferðir til Qölmargra staða
í Evrópu og víðar á verulega
lægra verði en áður.
Arnarflug hefur aðalamboð
fyrir hollenska flugfélagið KLM
á íslandi og getur því selt far-
þegum framhaldsfarseðla út um
allan heim frá Amsterdam.
Með því að tengja slíka
farseðla ANNAFARGJALD-
INU er t.d. unnt að ferðast
Staður Nú Áður Sparnaður
Frankfurt 32.491 41.084 8.953 (26%)
Genf 38.908 45.800 6.892 (18%)
Vín 45.263 53.382 8.119 (18%)
Róm 48.673 62.180 13.507 (28%)
París 33.328 43.158 9.830 (29%)
Madrid 48.700 62.056 13.356 (27%)
Milano 42.442 54.408 11.966 (28%)
til neðangreindra staða í
miðri viku og spara veruleg-
ar fjárhæðir.
Þetta eru aðeins örfá dæmi af
Qölmörgum. Hafið samband við
söluskrifstofur Arnarflugs eða
ferðaskrifstofurnar og leitið nán-
ari upplýsinga.
Imarnarflug
Lágmúla 7, sími 84477
HELGARPÓSTURINN 33