Helgarpósturinn - 20.02.1986, Side 36
Þórunn Gestsdóttir:
„Mér finnst það mjög
ónotaleg tilhugsun að
peningar stjórnuðu
manni..."
Dóra Einarsdóttir:
„Það eru mjög fáir
sem kunna að fara
með peninga á
skemmtilegan hátt..
Kristinn Finnbogason:
„Menn fá ekki að
existera auralausir í
þessu þjóðfélagi...
Thor Vilhjálmsson:
„Hef ekki áhuga á
öðrum peningum en
þeim sem ég hef not
fyrir. .
Baldur Hermannsson:
„Ég fyrirlít það fólk
sem hefur gróða að
keppikefli..."
HP SPYR ÞJOÐÞEKKTA ISLENDINGA A LÆVISAN
H A T T:
HVAÐA MALI
SKIPTA ÞEIR I
L I F I Þ I N U?
Eg á pening. Já, já. Ég á hreint
ansi skemmtilegan pening of-
an í skúffu hjá mér, einhver-
staðar. Mér þykir vænt um hann. Ég
vann hann, að mig minnir, fyrir sig-
ur í 100 metra hlaupi, sennilega um
fermingaraldur. Já, já. Ég var
drengjameistari."
Svona kemst Thor Vilhjálmsson
rithöfundur að orði þegar hann er
inntur eftir því hvaða máli peningar
hafi skipt hann í lífinu. Þegar hon-
um er hinsvegar gerð grein fyrir því
hverslags peningar hér verði til um-
ræðu á eftir, hristir hann höfuðið og
fussar stuttlega .. .
,,Þú meinar þá, já. Nei, ég sé þá
aldrei...“
Og síðan eftir nokkra umhugs-
un . . .
„Það er ekki ætlast til þess að
' listamenn sjái svoleiðis. Hriflu-Jón-
as hafði uppi þá kenningu að það
fengist mest út úr þeim listamönn-
um sem hefðu úr minnstu að moða.
Það eimir mikið eftir af þessari
skoðun hans. Hún er seig.“
— Hefurdu áhuga á aö eignast
pemnga, Thor?
„Ég hef akkúrat engan áhuga á
peningum ...“
í — Er það mögulegt?
„Ja, ég skal orða þetta aðeins
öðruvísi. ..“
— Hvernig þá?
„Ég hef ekki áhuga á öðrum pen-
ingum en þeim sem ég hef not fyrir.
Ég met þá peninga sem ég þarf til
matarkaupa og húshitunar. Og svo
þarf ég vitaskuld að eiga fyrir skött-
unum mínum. En ég hef ekki intr-
essu fyrir öðru fjármagni. Það skipt-
ir mig ekki máli."
1 — Þú hugsar þá lítiö um peninga?
I „Já. Og þeir fá mig heldur ekki til
[ þess að hugsa. Peningar eru ekkert
í sjálfu sér. Þeir hafa ekkert gildi í
rauninni."
! ;
Skoðanir Kristins Finnboga-
sonar fjársýslumanns í þessu
efni fara ekki saman við það
sem hingað til hefur verið sagt um
peninga í þessari grein. Hann er
með þetta á hreinu: „Fjármagn er
afl,“ og hann kveður fast að effinu í
upphafi máls síns, „afl þeirra hluta
sem þarf að framkvæma. Án þess
geta menn svo sem spekúlerað
lengi og hugsað út alla skapaða
hluti, en það fer þá aldrei út fyrir
höfuðskelina...“
Kristinn hugsar sig aðeins um, en
segir svo, allt að því mæðulega: „Ég
furða mig oft á því, en það er stund-
um eins og menn geti ekki sætt sig
við það að allt kostar sitt. Peningar
stjórna þessu þjóðfélagi sem við lif-
um í. Þeir eru það sem allt snýst um.
Ég snýst um peninga og svo er um
alla aðra íslendinga. Menn eru bara
mishræddir við að viðurkenna það.“
Hann er ekki frá því að hérlendis
sé það ríkjandi hugarfar að líta á
peninga fremur fjandsamlegum
augum. Þeir séu af hinu vonda,
komi illu til leiðar, eyðileggi
menn ... „fyrir nú utan það sem er
alverst: Það er svo voðalega ljótt að
græða á íslandi. Svoleiðis gera að-
eins vondir menn. í besta falli að
eitthvað sé athugavert við þá.“ Og
Kristni er illa við þetta viðhorf:
„Það er mjög mikilvægt fyrir svona
litla þjóð eins og íslendinga að
hugsa vel um peninga, láta þá vinna
fyrir sig. Og það verður ekki öðru-
vísi gert en með réttum hug til þessa
afls sem ég nefndi fjármagnið í upp-
hafi.“
Annars segist hann hafa
kynnst mörgum apaköttum
í þessu efni á ævinni, sem
hafi orðið það af aurum og þá gjarn-
an ekki þolað það álag sem fylgir
því að hafa mikla peninga milli
handanna. Þetta sé voðalega ein-
staklingsbundið. Sumpart líkt vín-
neyslu: Sumir þoli mikla peninga án
þess að það finnist á þeim, aðrir
ekki. Enn aðrir verði háðir þeim og
fari jafnvel illa út úr því og loks séu
þeir sem þola það að vera háðir pen-
ingum.
Hvort hann tilheyri síðasttalda
hópnum? Hann segist ekkert vilja
segja um það, en þó þetta: „Ég þoli
mjög vel að umgangast mikla pen-
inga. Það er vegna þess að ég finn
að ég hef unnið til þeirra og eins
vegna þess að ég skynja það vald
sem þeir hafa. Ég átta mig fyllilega
á þeim sterka krafti sem er fólginn í
fjármagni. Ég neita því ekki að oft
getur þetta vald orðið svo mikið að
maður skynji það sem ógnarvald.
Og það getur verið hættulegt."
Kristni leiðist aldrei eitt augnablik
sem hann ver í hugleiðingar um
peninga og fjársýslumál. Hann hef-
ur gaman af peningum, gaman af að
hugsa um þá og hugsa út í þá. „Pen-
ingar örva mig, þeir hvetja mig,“
segir þessi maður sem af mörgum er
talinn vera með eitthvert mesta pen-
ingavitið á íslandi, altént í saman-
lögðum Framsóknarflokknum. Og
hvort sú viska sé meðfædd eða á-
unnin? „Ég held að mönnum haldist
aðeins vel á peningum sakir með-
fæddrar visku í þessum efnum. Hún
ásamt heppni gerir mönnum svo
kleift að græða."
Thor Vilhjálmsson segir aftur á
móti: „Það sem menn þurfa til þess
að eignast peninga er skortur á
sjálfsvirðingu fyrst og fremst.
Ómanneskjulegheit fylgja gjarn-
an...“ Og skáldið heldur áfram á
þessari braut: „Ég fæ alltaf svolítið
fyrir brjóstið þegar menn eru að
reyna að koma að þeirri skoðun
sinni að það felist einhverskonar
yfirburðir í því að eiga peninga.
Þetta er vitleysa. Margt ómerkileg-
asta fólk mannkynssögunnar hefur
annaðhvort átt eða stjórnað miklum
fjármunum nema hvorttveggja sé.“
Svo gerast menn pólitískir: „Ég hef
mikla andstyggð á viðhorfum þess-
ara kramarakjassara eins og Fried-
mans sem vilja verðmerkja allt og
alla. Ég held að menn hafi aldrei
hugsað það til enda hvað það getur
orðið hættulegt ef tekið verður upp
á því að meta alla skapaða hluti til
fjár."
Fólk væri fegið þyrfti það ekki
að hugsa mikið um peninga.
Og þeim mun meira virðist
það hugsa um þá sem það á minna
af þeim. Þetta var viðkvæði flestra
sem við var talað í sambandi við
skrifin í þessum dálkum. Það kom
hinsvegar glögglega fram að menn
hafa peninga misjafnlega sterkt á
heilanum eftir aldri. Undir fertugu
virðast menn vera uppfullir af frös-
um sem fást um fé og fyrirhöfn varð-
andi það, en annað er upp á ten-
ingnum hjá þeim sem eru farnir að
nálgast fimmtugt og þaðan af hærri
aldur. í þeim hópi hugsa menn ann-
aðhvort lítið um peninga eða vel til
þeirra. Gísli B. Björnsson auglýs-
ingastjóri segir til dæmis að viðhorf
sitt til peninga hafi mikið breyst eft-
ir að hann var búinn að koma upp
sínu fyrirtæki og fjölskyldu. „Núna
reynir maður að búa betur að því
sem maður hefur, heldur í horfinu
fremur en að bæta við sig. Ég hef
það helst til siðs að eiga aldrei pen-
inga. Ég eyði frekar en að safna,
enda er það svo að ég finn hvað ég
fer miklu betur með fjármagn þegar
það er takmarkað. Ég verð svo fjári
skynsamur peningamaður þegar ég
er févana, en annars ekki og þess-
vegna leita ég auðvitað uppi þær
aðstæður þar sem ég kemst af með
sem minnst."
Örn Árnason er hinsvegar á aldri
sem getur ekki tekið þetta eins ró-
lega. Hugsanir hans um peninga eru
miklu hörkulegri en Gísla, en Örn
segir: „Miðað við mínar aðstæður í
dag, væri ég barasta ekki neitt neitt
án peninga. Ég er skuldum vafinn
húsbyggjandi og væri einfaldlega
gerður upp ef ég nyti ekki þess tak-
markaða fjár sem ég á möguleika á
að afla mér. Og mikið skelfilega
hræðist ég þá tilhugsun, ég meina,
að vera gerður upp.“ Hann segist
ekki geta hugsað sér að vera blank-
ur lengur en þær dagstundir þegar
ekki er einu sinni hægt að skrapa
saman fyrir sígarettum. „Mér finnst
það hreint alveg hræðileg tilhugsun
að hafa ekki eitthvað af peningum
milli handanna dag frá degi. Ég býst
við að ég myndi finna til mikillar
vanmáttarkenndar án þeirra." Gísla
B. Björnssyni finnst það líka alveg
óbærileg tilhugsun að vera auralaus
í meira en einn dag, og svo er um
enn fleiri: „Það er svolítið skrítið til
þess að hugsa að allslaus, án eigna
og peninga, fær maður ekki tekið
þátt í þessu þjóðfélagi. Það er ekkert
val. Éf þú þolir ekki peninga ein-
hverra hluta vegna, ert hugsjóna-
maður og stendur fast á því að vilja
ekki eignast neitt, er ekki um neitt
annað að ræða en að vera utan-
veltu," sagði einn viðmælandinn.
Og hér komst Kristinn Finnbogason
svo að orði: „Það er mjög erfitt að
vera blankur á íslandi. Ef menn hafa
hvorki vinnu né peninga, grípur
samhjálpin þegar í stað inn í líf
þeirra. Menn fá ekki að existera
auralausir í þessu þjóðfélagi, þó þeir
kannski fegnir vildu!“
órunn Gestsdóttir blaða-
maður segir að peningar
hafi aldrei stjórnað sér og
henni finnst það mjög ónotaleg til-
hugsun að þeir gerðu það. „Mér
finnst að menn ættu að leggja allt
kapp á að innri hvatir og speki
stjórni þeim í stað ytri hluta á borð
við peninga." Og kynsystir Þórunn-
ar, Dóra Einarsdóttir búningahönn-
uður, bætir við þetta: „Peningar eru
það leiðinlegasta sem ég umgengst
í lífinu af því að mér finnst þeir vera
svo mótandi. Þeir marka fólk alltof
mikið, hafa leiðinleg áhrif. Fólk sem
hefur ekki átt mikla peninga, en
eignast þá allt í einu, breytist yfir-
leitt til hins verra. Það eru mjög fáir
sem kunna að fara með peninga á
skemmtilegan hátt.“ Þórunn Gests-
dóttir segir: „Ég hef kynnst því að
þurfa ekki að hugsa um peninga,
rýna í hverja krónu. Og ég segi
alveg eins og er að mér fannst tilver-
an ekki verða neitt sælli fyrir bragð-
ið. Ég held það hafi töluvert mikla
hættu í för með sér þegar menn
þurfa ekki lengur að huga að krón-
unum sinum. Þegar svo er komið er
oft tilhneiging í þá átt að menn
gleymi sér alveg. Ég hef kynnst fólki
sem er alveg hroðalega illa leikið
eftir of rúm fjárráð."
Þarna segir Baldur Hermannsson
eðlisfræðingur Þórunni hitta nagl-
ann á höfuðið. Baldur er klár á því
að peningar séu undirrót hins illa og
dragi menn í svaðið. „Ég fyrirlít pen-
inga. Ég fyrirlít líka fólk sem hefur
það að keppikefli að græða pen-
inga. Á hinn bóginn verð ég að
segja að peningar hafa töluvert mik-
il áhrif á mig, mestmegnis óþægileg
og stundum illkvittnisleg: Ég á til
dæmis mjög erfitt með að láta pen-
ing af hendi rakna. Mér finnst
óþægilegt að eyða peningum og sál-
rænt til dæmis mjög erfitt að eyða
peningum annarra, svo sem hins
opinbera. Ég fer næstum því hjá
mér ef ég rata í þær kringumstæður
að greiða eitthvað úr öðrum vasa en
mínum eigin."
Baldur heldur síðan áfram þar
sem Thor endaði tal sitt um sam-
band fjár og skáldskapar. Hann
heldur þvi fram að andleg sköpun
og fjármál fari alls ekki saman, ann-
aðhvort séu menn peningamenn
eða andans menn, þetta séu ósætt-
anlegar andstæður. Hann rökstyður
þetta svona: „Þegar maður kemst
upp á lagið með það að vinna sér
inn peninga og eygir ágóðavon læt-
ur maður það hafa algjöran forgang
í lífinu og gleymir öllu öðru. Gróða-
tilfinningin verður strax ljúfari en
allt annað, ég nefni sæmilegt mann-
orð, eða löngun í listir. Menn krækj-
ast í þetta eins og eiturlyf." Og svo
segir Baldur: „Ég held að andans
jöfrum sé það mjög nauðsynlegt að
hafa hreina sál, hún sé ekki bundin
af allskonar hjómi og hégóma eins
og peningum og fasteignum . . .“
Bundin af peningaáhyggjum
í staðinn? „Auðvitað er það
draumur allra listamanna að
þurfa ekki að hugsa um annað en
það sem þeir eru að fást við hverju
sinni, í stað þess að þurfa að skreppa
út í miðri sköpun sinni og borga
víxla,“ segir Örn Árnason leikari.
Hann tekur undir orð Þórunnar
Gestsdóttur hér að framan þar sem
hún sagði að sér fyndist það ónota-
leg tilfinning að stjórnast af pening-
um. En hvað sem því liði, yrðu
menn á hans aldri samt að sætta sig
við það ríkjandi ástand mála.
Peningar í hugum þessa aldurshóps
væru númer eitt, tvö og þrjú. „Ég
viðurkenni það fúslega að ég stjórn-
ast mikið af peningum. Ég stend
mig oft að því um þessar mundir að
láta ýmislegt sitja á hakanum sem
ekkert gefur af sér fjárhagslega. Ég
á þar til dæmis við samvistir við
konu mína og son. Maður fórnar
jafnvel nóttum í skiptum fyrir skuld.
Og auðvitað mótast tilfinning
manns fyrir peningum af þessum
veruleika," segir húsbyggjandinn
Örn Árnason.
Menn eru yfirleitt samþykkir því
að þeir snúist að einhverju leyti í
kringum peninga, misjafnlega hratt
eins og gengur. Fæstir þeirra sem til-
heyra öðrum aldurshópum en hús-
byggjendur eru hinsvegar fúsir til
þess að viðurkenna að þeir stjórnist
af peningum. En það er líka athygl-
isvert hvað þessi hópur er opinn fyr-
ir því að ræða fjárhagsvandræði sín.
Peningar eru vissulega feimnismál í
hugum stórs hóps Islendinga enn
þann dag í dag, en sá hópur minnk-
ar stöðugt, um leið og hinum fjölgar
sem uppvægir eru að úttala sig um
þessi mál. Peningaumræðan er að
opnast, verða einlægari og fólk
virðist meira vera farið að hugsa
huglægt um peninga en barasta út
frá hagkvæmnissjónarmiðinu.
eftir Sigmund Erni Rúnarsson
myndir Jim Smartl
36 HELGARPÓSTURINN
HELGARPÓSTURINN 37