Helgarpósturinn - 20.02.1986, Side 40

Helgarpósturinn - 20.02.1986, Side 40
V ið höfum það eftir áreiðan- legum heimildum, að ástæða þess að Sigurgeir Jónsson aðstoðar- seðlabankastjóri flutti sig upp í sæti ráðuneytisstjóra fjármálaráöuneyt- isins hafi m.a. verið fyrir þrýsting frá Alþjóðabankanum í Washington DC. Ráðning Sigurgeirs kom mörg- um á óvart og var m.a. gengið fram- hjá mönnum í ráðuneytinu, sem vegna starfsaldurs þar og starfs- reynslu þóttu líklegri eins og Sig- urður Þórdarson. Sigurgeir hefur haft með höndum í Seðlabankanum erlendar lántökur og hefur því átt samskipti við Alþjóðabankann m.a. Vestra munu menn hafa verið orðn- ir eitthvað þreyttir á Höskuldi Jónssyni fv. ráðuneytisstjóra, sem að líkindum hefur ekki verið nein þæg dúkka fyrir þá. Ef þessi saga er rétt, og svo er fullyrt í okkar eyru, þá hefur Alþjóðabankanum tekist að hafa áhrif á mannaráðningar uppi á íslandi. Hingað til hefur bankinn ,,bara“ reynt að hafa áhrif á efnahagsstefnu ríkisstjórna. . . s,_ < _ efna til lokaðs prófkjörs núna um helgina, þar sem flokksmenn raða bæjarfulltrúaefnum eftir smekk. Sá smekkur getur verið æði misjafn og ekki víst, að hann fari saman við smekk mannsins eða konunnar, sem sendi íslendingi, málgagni sjálfstæðismanna fyrir norðan, aug- lýsingu til birtingar. Auglýsandinn vildi ekki láta nafns síns getið, en í bréfi sem fylgdi var þess einvörð- ungu óskað, að auglýsingin yrði birt gegn sex þúsund króna greiðslu og fylgdi upphæðin í reiðufé. Auglýsingin var á þá leið, að þeirri áskorun var beint til sjálfstæðis- manna á Akureyri að kjósa eftirfar- andi lista við prófkjör flokksins: 1. Björn Jósef Árnviðarson, 2. Jón Kr. Sólnes, 3. Bárður Halldórs- son, 4. Sturla Kristjánsson, 5. Bergljót Rafnar, 6. Tómas Gunn- arsson, 7. Siguröur J. Sigurðs- son og 8. Gunnar Ragnars. Undir auglýsingahandritinu stóð: „Áhuga- menn um öflugt framboð sjálfstæð- ismanna". Fyrir sjálfstæðismenn fyr- ir norðan er augljóst að hverjum spjótunum-er beint. Það eru bæjar- fulltrúarnir Gunnar Ragnars og Sig- urður J. og samúð auglýsandans liggur hjá nýju mönnunum Birni Jósef, Jóni Kr. og Bárði. En svo gerðist það merkilega. 40 HELGARPÖSTURINN Blaðstjórn íslendings ákvað og að öllum líkindum með aðstoð og til- styrk annarra flokkseigenda að auglýsingin skyldi ekki birt. Þetta er virðingin fyrir tjáningarfrelsinu! Og Islendingur heldur eftir sex þúsund krónum fyrir ekki neitt. . . starfsmenn Sjallans á Akureyri, þeir Sigurður Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins og Guð- mundur Sigurbjörnsson hand- teknir og látnir gista fangageymslur lögreglunnar á Akureyri. I kjölfarið voru þeir dæmdir í u.þ.b. 60 þúsund króna sekt hvor vegna Sinygimáls. í frarnhaldi af þessu hefur farið fram rannsókn á málinu hjá lögreglunni og nú er málið komið inn á borð skattrannsóknarstjóra. Talið er, að hér sé á ferðinni stórfellt fjársvika- mál og söluskattssvik vegna sölu á smygluðu víni og mat á veitinga- staðnum. Þá hefur HP heyrt, að fleiri veitingastaðir séu blandaðir í málið. Ekki er vitað hvort salan á smyglinu fór fram með vitund stjórnar Sjallans, en þó mun rann- sóknin beinast í þá átt. Meðal ann- ars er HP kunnugt um að annar mannanna tveggja sem hlutu dóm hafi kannað hvort fyrirtækið myndi ekki greiða sektina fyrir hann, en hann fengið þvert nei við. Þá hljóp kergja í málið. . . || ■ Hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins er nú til rannsóknar mál vegna gruns um fölsunar á erfða- skrá, þar sem þrír menn koma við sögu. Einn þeirra er hæstaréttarlög- maður í Hafnarfirði og annar er rit- ari í stjórn félagsskaparins Lög- verndar, sem hefur það á stefnuskrá sinni að vinna að réttlæti í íslensku samfélagi. . . eir eru nokkuð klókir ráða- menn Handknattleikssambands Islands. 1 vetur hefur íslenska handboltalandsliðið leikið allmarga landsleiki hér heima og því hefur þurft að fá erlenda dómara til þess að dæma leikina. í vetur hefur það vakið athygli manna, að erlendu dómararnir hafa ekki verið skand- inavískir fyrir utan eitt norskt dóm- arapar. Allt er þetta úthugsað. Hing- að hefur verið boðið þeim dómur- um, sem yfirgnæfandi líkur eru tald- ar á, að dæmi einhverja af leikjum íslands á HM. Með' þessu lærir ís- lenska liðið á dómarana og hefur myndbönd til þess að stúdera. Þar að auki munu móttökur hafa verið í sérflokki og satt að segja hlaðið undir þessa dómara. Þannig má bú- ast við velvilja þessara manna, þeg- ar á hólminn er komið. Og svo mega menn velta fyrir sér hvort hugtakið mútur á við urr. þetta eður ei... lEins og fram hefur komið í fréttum ætlar Arnarflug að bjóða handboltalandsliðinu og fararstjór- um ókeypis far til Sviss. Þetta hefur valdið mikilli reiði hjá Flugleiðum, sem gerðu auglýsingasamning við HSÍ og greiða hann með því að láta landsliðið og föruneyti fá ókeypis sæti í vélum félagsins. Talið er, að þetta boð Arnarflugs sé liður í stríði þessara tveggja flugfélaga. . . l gær var haldinn stjórnarfundur hjá Sambandinu. Þar bar margt merkra mála á góma, eins og t.d. forstjóramálið svokallaða. Innan Sambandsins þykir staða mála vegna forstjóraskiptanna nokkuð neyðarleg vegna þess umþóttunar- tíma, sem Erlendi Einarssyni var gefinn. Nýi forstjórinn Guðjón Olafsson á samkvæmt áætluninni ekki að taka við fyrr en um næstu áramói, en eftir ákærurnar í kaffi- baunamálinu gerast þær raddir há- værari, sem telja eðlilegast að Er- lendur hætti sem fyrst. Meðal starfs- manna eru þau rök færð fyrir for- stjóraskiptum hið fyrsta, að for- stjóri, sem búið sé að ákveða að hætti um áramót og ákvörðunin sé nokkuð gömul, hljóti að koma sér hjá því að taka óvinsælar ákvarðan- ir og þannig hrannast erfið mál upp hjá Erlendi nú. Og menn segja jafn- framt, að það sé ekki nema eðlilegt, að maður í stöðu Erlends láti málin dankast... imW HOFUM! SKELLTU 1 ÞIG KÓKÓMJÓLK OG HALTU SELUJNUM GANGANDI Úr kókómjólk færðu m.a. A- og B-vítamín, prófein, kalk og jám Allt nauðsynleg efni viljirðu viðhalda skýrri hugsun og þreki allan daginn. NÖTAÐU HÖFUÐIÐ OG KA.UPTU HOLLA KÓKÓMJÓLK í KASSAVÍS ALÆGRAVERÐI - - . ■

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.