Helgarpósturinn - 05.04.1986, Qupperneq 2
ÚRJÓNSBÓK
A fermingartíd
eftir Jón Örn Mprinósson
Enda þótt við hjónin höfum gert með okkur þegj-
andi samkomulag um að sjá hvorugt aldursmerki á
hinu, hef ég að undanförnu gert mér Ijósa grein fyrir
að ég eldist. Ég hafði þó aldrei hugleitt fyrr en í janúar
í vetur að til þess kæmi að ég yrði að láta ferma. Þá
var mértilkynnt ofur nærfærnislega að ívor yrði ferm-
ingarveisla heima hjá mér og ég látinn vita jafnframt
að ég ætti að bera kostnað af þessari veislu. Svona
var ég þá gamall orðinn.
Ég horfði grafalvarlegum augum á unglinginn
minn og innti eftir hvort hann skynjaði hversu mikil-
vægt skref væri stigið frammi fyrir altarinu í þá átt að
setja viðkvæma feður með sístækkandi kollvik á
hausinn. Svarið man ég ekki orðrétt, en megininntak
þess var að ég hefði sjálfur látið fermast og fengið
segulbandstæki. Þrátt fyrir lífsreynslu og þroska hafði
ég ekki rökþrótt í frekari umræðu um grundvallartil-
gang fermingarinnar. Ég sat þögull og horfðist í augu
við konuna og þáttaskilin í lífi mínu.
Og nú er upp runnin fermingartíð. Ég er búinn að
flísaleggja baðið, setja nýjan kork á eldhúsgólfið,
sparsla og mála í stofunnj, láta skipta um krana í
gestasalerninu og svíða af mér vörtu á gagnauganu.
Unglingurinn minn þvertók fyrir að faðir hans birtist
í kirkjunni með þetta persónulega auðkenni í andlit-
inu. „Hverju máli skiptir það!" andæfði ég en konan
sagði að þetta væri dagur unglingsins okkar og ég
ætti að gera sisona smáræði fyrir hann. Læknirinn rak
upp stór augu þegar ég sagði að þetta væri nokkurs
konar fermingargjöf.
Unglingurinn okkar rétti mér um daginn óskalista
yfir fermingargjafir. Á honum var að finna öll tæki sem
mig hefur dreymt um að eignast síðan ég giftist. Jafn-
framt var okkur hjónum tjáð að Dabbi á tuttugu og
þrjú hefði fengið hljómtækjasamstæðu með tvöföldu
kasettuborði, vídeó-myndavél, skrifborð, svefnsóffa
og allt nýtt í herbergið. Ég sagðist halda að fólk væri
gengið af vitinu en konan sagðist þekkja mig og vera
fullviss um að pabbi, það er að segja ég, gerði allt
sem í mínu valdi stæði til þess að gleðja unglinginn
okkar. Síðan hefur andlit unglingsins okkar, þrungið
eftirvæntingu, fylgt mér á nóttu sem degi. Ég hef orð-
ið mér til skammar margoft á mannfundum með því
að spyrja vinnufélaga og kunningja hvort ekki sé al-
gengt að gefa svefnpoka eða lítið kasettutæki. Mér
skilst að það séu einvörðungu al-fjarskyldustu frænk-
ur sem sleppa með svefnpoka.
Ég hafði það í gegn að unglingurinn okkar verður
fermdur fyrsta sunnudag á nýju greiðslukortatímabili.
Ég hafði hálfpartinn gert mér vonir um að einhver
annar í fjölskyldunni væri líka að ferma þennan dag
og við gætum þannig skipt á milli okkar frænkunum
og frændunum, en svo er ekki. Ég fæ allar frænkurnar
og frændana. Ég er á kafi í ættartölum þessa dagana
að leggja nöfnin á minníð.
Þetta verður eftirminnilegur dagur og veislan von-
andi góð, unglingurinn okkar ánægður og fjölskyldan
í sjöunda himni yfir að fá að kynnast sjálfri sér. Én ég
er kvíðinn samt. Hvers vegna ætti ég að sleppa betur
en nágranni minn?
Hann fermdi á sunnudaginn var, blessaður maður-
inn. Klukkan sjö að morgni var hann kominn framúr
að berja í sundur hjónarúmið. Höggin heyrðust langt
út á götu því að þetta var traust rúm og gróið saman
í samskeytum sem höfðu ekki verið losuð í þrettán ár.
Nú átti að fjarlægja rúmið og bera fram veislumat í
svefnherbergi hjóna. Ég vaknaði við sárt ópið í mann-
inum þegar hann af slysni missti höfðagaflinn niður
á fótinn á sér. Klukkan var þá tuttugu mínútur yfir sjö
og það tók tvo tíma á slysadeild að búa þannig um
tábrotið að nágranni minn gæti staðið uppréttur fyrir
veislunni sem eiginkonan, nær lömuð af taugaáfalli,
hélt um hríð að hún yrði að aflýsa. Unglingurinn
þeirra tók þessu af mikilli stillingu enda vissi hann af
hljómtækjasamstæðu frammi í geymslu. Veislan fór
reyndar hið besta fram, sagði nágranni minn þegar ég
skaust yfir til hans seint um kvöldið að setja saman
hjónarúmið fyrir hann. Fjölskyldan hefði öll hlegið sig
máttlausa og þrátt fyrir kvalirnar hefði sér tekist með
hjálp deyfilyfja að vera að öllu leyti eins og hann væri
vanur í fermingarveislum. Einungis ein gráhærð kona
hefði haft við orð að hann væri ekki líkur sjálfum sér
enda hefði komið í Ijós að konan var frænka sem átti
að fara í fermingarveislu í húsinu á móti.
Ekki er að efa að þetta verður eftirminnilegur dagur.
Þegar ég verð búinn að taka í sundur hjónarúmið og
bogra með það í hlutum og dýnurnar út á svalir (niður
í þvottahús ef rignir), þá reyni ég að snurfusa mig eitt-
hvað til, kem að mér sparibuxunum vonandi, skil ekk-
ert í hvar ég lét skyrtuhnappana síðast, þ.e. á brúð-
kaupsnóttina, og um leið og ég virði fyrir mér kollvik-
in, krónuskallann og yfirdrættina kringum augun á
föðurnum reyni ég að fullvissa unglinginn minn um
að enginn taki eftir fílapenslunum og vangabólunum
í kirkjunni. Síðan gerir öll fjölskyldan dauðaleit að
sálmabókum í skrifborðum og skápum og tíminn líð-
ur; konan sannfærð um að sálmabókin, sem hún var
með á fermingarmyndinni sem hún reif eftir að hún
fríkkaði, hljóti að vera einhvers staðar. Fjölskyldan
gengur að því búnu tígulegum skrefum út að bílnum
sem uppgötvast allt íeinu að hefur gleymst að þvo og
bóna. En nú er allt um seinan. Unglingurinn okkar
svitnar í aftursætinu með dauðans áhyggjur út af því
að verða fullorðinn, konan vingsar höndum til þess
að þurrka nýlakkaðar neglur og hefur áhyggjur af
matnum og faðirinn hefur áhyggjur af að sé of lítið loft
í hægra framdekkinu. Síðan leggjum við bílnum hjá
kirkjunni. Unglingurinn okkar hverfur inn um fremri
dyr hjá kórnum, en við hjónin göngum fram kirkju-
gólfið í leit að sæti. Svona er ég þá gamall orðinn.
Presturinn, sem bograr framan við altarið, lánaði mér
einu sinni nafnskírteinið sitt svo að ég gæti svindlað
mér inn í Glaumbæ.
Við hjónin horfumst í augu. Guði sé lof. Konan mín
er hvorki vitundar ögn yngri né vitundar ögn eldri en
ég sjálfur. Þó að við eigum ungling uppi við altarið er
hún núna eins og þá jafngömul og ég sjálfur.
HAUKURIHORNI
T T
/L
MJÍÍítflll
rrrrr W|
mMn fjlí í | “ p 1 ' i 1
lilll HÍIlfi
m i l|
1
HVALVEIÐAR f
VÍSINDASKYNI
„Þaö var sætt af
grænfriðungum
að senda okkur
rugguhest í
vísindaskyni."
2 HELGARPÓSTURINN