Helgarpósturinn - 05.04.1986, Qupperneq 8
Tvisuar á ári gefur einkafyrirtæk-
id Reiknistofan hf. út skrá yfir ein-
staklinga, fyrirtœki og adrar „lög-
persónur" sem teljast vanskilaadil-
ar og því vafasamir í lánavidskipt-
um. Þetta er hinn svokalladi „svarti
listi", sem lengist eftir þvt sem efna-
hagslegar þrengingar aukast. A ný-
legum lista er þannig ad finna um
500 bladsíöna málaskrá yfir rúm-
lega 22 þúsund mál, þar sem viö
sögu koma yfir 10 þúsund einstakl-
ingar, fyrirtœki, félög og aörar „lög-
persónur".
Einkafyrirtœkiö Reiknistofan hef-
ur leyfi tölvunefndar til aö safna
upplýsingum á „svarta listann".
Listinn er skrá yfir auglýsingar um
gjaldþrot og gjaldþrotameðferð, þar
sem heimildin er Lögbirtingablaöiö,
um uppboðsbeiðnir, þar sem heim-
ildin er Morgunblaöiö eöa Dag-
blaöiö—Vísir og dóma uppkveöna í
Bœjarþingi Reykjavíkur eöa öörum
fógetaembættum. Uppboösbeiönir
þœr sem auglýstar eru í fyrrgreind-
um blööum hafa áöur fariö sinn
vanalega rúnt í Lögbirtingablaöinu,
án árangurs, og teljast viökomandi
mál vera komin á alvarlegt stig þeg-
ar þau komast þannig í blööin. Þá
fer nafn viökomandi skuldara á
„svarta listann" þó svo honum lak-
ist á endanum aö gera upp sitt mál
áöur en einhver eigna hans fer und-
ir hamarinn.
Sem fyrr segir er „svarti listinn"
ærið viðamikill. Á þeim lista, sem
Helgarpósturinn hefur undir hönd-
um og er ekki sá allra nýjasti, er
þannig að finna rúmlega 22 þúsund
mál. Mjög er misjafnt hversu mörg
mál eru á bak við hvert nafn. í um
það bil 60% tilvika er þannig aðeins
eitt mál á bak við hvern „vanskila-
aðila“. í um það bil 10% tilvika eru
málin hins vegar 5 eða fleiri. Að
meðaltali eru rúmlega tvö mál á
hvern aðiia, sem um leið þýðir að
um það bil 10 þúsund einstakiingar,
fyrirtæki og félög eru á lista þessum.
bá er einnig afar mismunandi
hversu háar upphæðir eru á bak við
hvern tíundaðan vanskilaaðila. í
fjölmörgum tilfellum er engin upp-
hæð tíunduð. í um það bil 5% tilfella
er tíunduð upphæð undir 2000
krónum. Af lauslegri yfirferð má
ráða að á listanum séu nokkur
hundruð aðilar á skrá vegna van-
skila sem ekki náðu 1000 krónum!
Birt án ábyrgðar á villum
í inngangi „svarta listans" segir:
„Upplýsingar í skrá þessari eru sam-
kvæmt bestu gögnum þegar hún
var gefin út. Skrár sem þessar úreld-
ast mjög fljótt og ber að gæta þess
við notkun skránna. Þegar liðin eru
5 ár frá útgáfudegi ber að líta á skrá
þessa sem algjörlega úrelta og upp-
Íýsingar hennar ónothæfar. Er þá
rétt að eyðileggja skrána.
Handhafa skrár þessarar er
óheimilt að gefa öðrum aðilum upp-
lýsingar úr henni nema að fengnu
starfsleyfi frá tölvunefnd.“
Þar segir og að hvers konar eftir-
prentun eða endurritun sé bönnuð
og einnig er þarna að finna mikil-
væga setningu: „Birt án ábyrgðar á
villum.“
„Svarti listinn" er gefinn út af
Reiknistofunni hf. í nokkur hundruð
eintökum ogselur fyrirtækið listann
til fjölmargra viðskiptaaðila. Kostar
listinn yfir 3000 krónur. Kaupendur
eru einkum viðskiptabankarnir og
stærri fyrirtæki sem stunda lána-
starfsemi í viðskiptum sínum — þ.e.
nota víxla, skuldabréf eða aðrar
leiðir þegar keypt er á afborgunar-
kjörum.
Einkafyrirtækið Reiknistofan hf.
hefur starfsleyfi frá tölvunefnd til
að safna upplýsingum í skrá þessa.
Byggir starfsleyfið á 5. grein tölvu-
laga þar sem segir:
„Söfnun og skráning upplýsinga
er varða fjárhag manna og lögpers-
óna eða lánstraust, er óheimil án
starfsleyfis er tölvunefnd veitir,
enda sé ætlunin að veita öðrum
fræðslu um þau efni.
Eigi er heimilt að færa í skrá sam-
kvæmt 1. málsgrein aðrar upplýs-
ingar en nafn manns eða fyrirtækis,
heimilisfang, nafnnúmer eða fyrir-
tækjanúmer, stöðu, atvinnu og upp-
lýsingar, sem tiltækilegar eru á op-
inberum skrám, án þess að skýra
viðkomandi frá.“
Einnig segir: „Upplýsingar um
fjarhag og atriði, er varða mat á
lánstrausti, má aðeins láta öðrum í
té bréflega. Þegar fastir viðskipta-
menn eiga í hlut, má þó veita upp-
lýsingar munnlega, en nafn og
heimilisfang fyrirspyrjanda skal þá
skráð og gögn um það varðveitt í
a.m.k. 6 mánuði.“
Samkvæmt tölvulögunum hafa
skráðir aðilar rétt á því að vita hvað
um þá er skráð, en ekki þó rétt til
þess að vita hvaðan upplýsingarnar
koma.
Alfarið neitað um
viðskipti
Nærri má geta að um 5% fjárráða
einstaklinga og „lögpersóna" séu á
„svarta listanum". Af viðtölum Helg-
arpóstsins við aðila í viðskiptalífinu
virðist einnig borðleggjandi, að listi
þessi getur ráðið úrslitum í fjármál-
um þúsunda manna — þeirra sem á
listanum lenda. Fjölmörg fyrirtæki
hafa í vaxandi mæli notað „svarta
listann" til að bregðast við sívaxandi
vanskilum í þjóðfélaginu og hrein-
lega neita alfarið að eiga viðskipti
við þá sem á listanum eru.
Þannig sagði t.d. Gestur Hjalta-
son, forstöðumaður IKEA-deildar
Hagkaupa hf. að þeir sem væru á
þessum lista fengju ekki að gera hjá
sér skuldabréfaviðskipti. Sagði
hann undantekningarnar sárafáar,
neitun kæmi í 97—98% tilvika.
Hann sagði að slíkar neitanir væru
algengar, „oftar en einu sinni á dag
að meðaltali" og taldi hann að laus-
lega mætti áætla að einn af hverjum
10 sem leitaði til deildarinnar fengi
þannig neitun! Aðspurður um bvort
hann myndi neita t.d. þingmönnum
um slík lánaviðskipti ef þeir væru á
listanum sagði Gestur: „Já, ég verð
að gera það.“ Þó sagði Gestur að
gerðar væru fáeinar undantekning-
ar ef upphæðir væru verulega lágar
og ef einhver kunnugur ábyrgðist
viðkomandi.
Gestur sagði að þessi vinnubrögð
kæmu hreinlega til vegna gífurlegra
vanskila. „Við fáum tilkynningar
um hver mánaðamót um hundruð
afborgana sem ekki hafa verið
greiddar á tilsettum tíma.“
Hjá Ebeneser Asgeirssyni í Vöru- f
markaðnum var svipaðar upplýs-
ingar að fá, en ekki sagðist Ebenes-
er þó fara stíft eftir listanum. „Við
höfum listann við höndina og kíkj-
um á hann. Við horfum framhjá
smámálunum yfirleitt og í raun neit-
um við ekki mörgum, en af þeim
ÞiSSIR ÞINGMENN HAFA VER-
W A SVARTA LISTANUM
Flestallir landsmenn þekkja mennina á þessum myndum. Þetta eru 8 þingmenn auk aðstoðarmanns sjávar-
útvegsráðherra. Þeir hafa allir verið á hinum svokallaða „svarta lista", sem inniheldur nöfn um 10 þúsund
einstaklinga, fyrirtækja, félaga og annarra „lögpersóna". Myndir þú, sem verslunar- eða fjármálastjóri, hika
við að eiga viðskipti við ofantalda menn?
Þú mátt eiga von á því að þér verði neitað um viðskipti ef þú gerist svo óheppinn að
lenda á vanskilaskrá þeirri sem nefnist „svarti listinn". Nokkur hundruð fyrirtaeki í versl-
un og viðskiptum hafa listann við hendina og fletta upp í honum áður en viðskipti fara
fram. Flest horfa sjálfsagt framhjá smámálunum, en það gera t.d. ekki þeir í IKEA-deild
Hagkaupa: Þar er svarið nær undantekningarlaust „Nei, því miður" ef nafn þitt er að
finna á listanum (myndin er ekki þaðan).
Skúli Alexandersson, X-G.
með hverju ári og jafnvel hverjum
mánuði að lenda í því að vera á
„svarta listanum". Fyrirtækin telja
sig þannig knúin til að „kortleggja"
þá aðila í þjóðfélaginu sem teljast
vafasamir í viðskiptum. Samkvæmt
„svarta listanum" telst þannig
fimmtándi til tuttugasti hver ein-
staklingur vera vafasamur og fyllsta
ástæða til að segja: „Nei, þvi miður,
þér er ekki treystandi."
Átta háttvirtir þingmenn
á skrá
sem við neitum verða óneitanlega
sumir ansi hvumsa. En það er nú
bara orðið svona, að það er nauð-
synlegt að vita við hvern maður er
að eiga viðskipti."
Fleiri viðskiptamenn höfðu svip-
aða sögu að segja og virðist mjög
misjafnt hvað þeir fara strangt í list-
ann. Flestir tóku þó fram að eitt-
hvað yrði að gera til að bregðast við
hinum gífurlegu vanskilum í þjóð-
félaginu. En af samtölum Helgar-
póstsins við þessa aðila má ráða að
„svarti iistinn" verður æ þyngri á
metunum í öllum rekstri og lána-
starfsemi. Það verður því alvarlegra
En hverjum er þá ekki treystandi?
Hverjir eru á „svarta listanum"? Eru
þessar þúsundir allt „krimmar" og
braskfyrirtæki? ítarleg yfirferð list-
ans leiðir í ljós að á honum er vissu-
lega að finna einstaklinga sem
þekktir eru fyrir vafasöm viðskipti.
En þarna er einnig að finna „venju-
legt" fólk með 1—2 mál upp á örfáar
þúsundir króna og einnig er þarna
að finna „virðulegt" fólk sem fáum
dettur í hug að telja vafasamt í við-
skiptum.
Á þessum ársgamla lista var þann-
ig að finna alls 8 þingmenn! Með fyr-
irvara um fyrningu mála skulu þeir
hér tíundaðir: Árni Johnsen, Eyjólf-
ur Konráö Jónsson, Halldór Blön-
dal og Pétur Sigurösson úr Sjálf-
stæðisflokki, Guömundur J. Guö-
mundsson og Skúli Alexandersson
úr Alþýðubandalagi, Kjartan Jó-
hannsson úr Alþýðuflokki og Stefán
Benediktsson úr Bandalagi jafnað-
armanna. Til að gæta jafnræðis milli
flokka má síðan nefna Finn Ingólfs-
son, gjaldkera Framsóknarflokksins
og aðstoðarmann sjávarútvegsráð-
herra og svo fyrrum þingmann
flokksins Guömund G. Þórarinsson.
Á hinn bóginn tókst okkur ekki að
finna „fulltrúa" fyrir Kvennalistann,
enda hagsýnar húsmæður þar á
ferð!
Ofantöldum mönnum til málsbóta
skal strax tekið fram að allir hafa að-
eins 1 eða 2 mál á skrá og yfirleitt er
Eyjólfur K. Jónsson, X-Dt
Guðmundur J. Guðmundsson, X-G.
Stefán Benediktsson, X-C.
Árni Johnsen, X-D.
Halldór Blöndal, X-D
Kjartan Jóhannsson, X-A.
Bátur Sigurðsson, X-D.
8 HELGARPÖSTURINN