Helgarpósturinn - 05.04.1986, Page 9
„SEGIÞÉR EKKERT"
Gylfi Sveinsson, forstjóri Reikni-
stofunnar hf, harðneitaði að taka á
móti blaðamanni Helgarpóstsins
,,Ég vil ekki rœða vid bladamenn. Ég veiti þér engar upplýsingar, það
er alveg af og frá ad ég fari ad hjálpa þér að búa til blaöagrein
Petta hafði Gylfi Sveinsson, forstjóri Reiknistofunnar hf. í Hafnar-
firði, að segja þegar blaðamaður Helgarpóstsins fór þess á leit við hann
að fá að heimsœkja fyrirtœkið og hafa við hann viðtal.
i þessu óhrjálega húsnæði rekur Reiknistofan hf. í Hafnarfirði starfsemi sína: Þarna
verður „svarti listinn" til með nöfnum yfir 10 þúsund einstaklinga, fyrirtækja og
félaga, sem teljast vafasamir aðilar í viðskiptum.
„Þetta er ekkert svakalega við-
kvæmt mál, þetta er bara mín
persónulega afstaða. Ég er búinn
að fá leið á þessari umræðu blaða-
manna sem kannski skilja ekki
það sem þeir eru að fjalla um,“
sagði Gylfi ennfremur. Pó honum
væri skýrt frá því að það væri ein-
mitt ætlun Helgarpóstsins að
fræðast um málið frá fyrstu hendi
til þess að geta veitt lesendum sín-
um sannreyndar upplýsingar, þá
gaf Gylfi ekkert eftir og neitaði al-
farið að verða við beiðninni um
viðtal.
Reiknistofan hf. starfar í nýju
húsnæði að Flatahrauni 29 í Hafn-
arfirði. í stjórn fyrirtækisins eru
ásamt Gylfa Valur Tryggvason 'og
Anna M. Sigurðardóttir, en aðrir
stofnendur eru Laufey Jóhanns-
dóttir, Skúli G. Böðvarsson og
Reiknistofan í Hafnarfirði hf. Það
var einmitt Reiknistofan í Hafnar-
firði hf. sem upphaflega fékk
starfsleyfið frá tölvunefnd, en á
síðastliðnu ári fór Gylfi úr því fyr-
irtæki og stofnaði Reiknistofuna
hf. Skúli og Laufey eiga sæti í
stjórn Reiknistofunnar í Hafnar-
firði hf. ásamt Magnúsi Gunnars-
syni.
um lágar upphæðir að ræða. Fáeinir
einstaklingar á listanum höfðu á
hinn bóginn aragrúa mála á sínum
herðum, t.d. var þarna að finna ein-
stakling með alls 57 mál á sinni
könnu.
Fjölmörg fyrirtæki og félög eru
svo og á „svarta listanum". Aður var
minnst á að Hagkaup færu strangt
eftir listanum og því ekki úr vegi að
nefna að sú verslun var einnig á skrá
með eitt mál! Að öðru leyti má
nefna að á listanum var að finna alls
14 kaupfélög um Iand allt, fjölmörg
sjávarútvegsfyrirtæki, ýmiss konar
málefnafélög og jafnvel nokkra
hreppa!
Aður hefur komið fram að það er
tölvunefnd sem veitt hefur fyrirtæk-
inu Reiknistofunni hf. leyfi til sinnar
starfsemi. Um síðustu áramót var
tölvunefnd endurskipuð og starfar
nú samkvæmt endurskoðuðum lög-
um sem Alþingi samþykkti á síðasta
ári. Formaður nefndarinnar er
Porgeir Örlygsson, dósent við laga-
deild Háskóla íslands. Meginverk-
efni hinnar nýju nefndar hefur að
undanförnu verið að endurskoða
starfsleyfi sem eldri nefndin gaf út.
Þorgeir sagði í samtali við Heljjar-
póstinn að það væri á dagskrá hinn-
ar nýju tölvunefndar að ræða hvort
ástæða þætti að endurskoða þær
reglur sem giltu um framkvæmd
skráningar á upplýsingum um fjár-
mál og lánstraust einstaklinga og
„lögpersóna". Þannig hefði t.d. kom-
ið fram það sjónarmið að e.t.v. væru
5 ár of langur tími áður en upplýs-
ingar teldust ónothæfar með öllu,
en Þorgeir sagði þetta óútkljáð mál
og í raun afar erfitt að draga mörkin
svo vel væri.
í tölvulögunum er að finna eftir-
farandi ákvæði: „Beita skal virkum
ráðstöfunum, er komi í veg fyrir að
upplýsingar séu misnotaðar eða
komist til óviðkomandi manna. Af-
má skal allar skráðar upplýsingar,
sem vegna aldurs eða af öðrum
ástæðum hafa glatað gildi sínu, mið-
að við það hlutverk, sem skrá er ætl-
að að gegna. Skrár sem sífellt eru í
notkun, skulu geyma upplýsingar,
sem á hverjum tima eru réttar, en
úreltar upplýsingar skal afmá.“
Takmarkað eftirlit með
skráningaraðilum
Aðspurður um „virkni" þessa eft-
irlits tölvunefndar sagði Þorgeir að
hún væri ekki nákvæmlega skil-
greind í lögunum og að vissulega
væri þar ýmislegt óskýrt. Hann
nefndi að víða erlendis hefðu slíkir
eftirlitsaðilar heimild til fyrirvara-
lausrar skoðunar hjá aðilum með
tölvuþjónustu og sagði að eldri
nefndin hefði nokkrum sinnum far-
ið í slíkar heimsóknir. Nefndi hann
sem nýmæli að núorðið væru alltaf
sett í einstök starfsleyfi ákvæði um
að skráningaraðilar tilkynntu tölvu-
nefnd um úrvinnslu gagna og um
eýðileggingu gagna.
Fráfarandi tölvunefnd lagði fyrir
Alþingi tillögur sínar um breytingar
á tölvulögum, sem síðan voru sam-
þykktar í fyrrasumar. En nefndin
lagði aðeins fyrir þær breytingatil-
lögur sem hún náði samstöðu um.
Meðal tillagna sem ekki náðist sam-
staða um og eru því ekki í núgild-
andi lögum, var einmitt ákvæði um
heimild tölvunefndar til slíkra fyrir-
varalausra „heimsókna" nefndar-
innar til skráningaraðila — án dóms-
úrskurðar.
Þá má nefna að við umfjöllun Al-
þingis á tölvulögunum lagði Guð-
mundur Einarsson, þingmaður BJ,
fram breytingatillögu þess efnis að
sérhver skráningaraðili hefði eigin
greiningarlykil vegna annarra upp-
lýsinga en teknar eru úr þjóðskrá og
að lykillinn væri trúnaðarmál. Til-
laga Guðmundar kom seint inn í
málið og dró hann hana til baka
með þeim orðum að hann myndi
leggja fram sérstakt þingmál um
þetta þá um haustið. Enn hefur það
þingmál reyndar ekki séð dagsins
ljós, en Guðmundur sagði við Helg-
arpóstinn að hann myndi hugsan-
lega leggja slíkt þingmál fram til
kynningar, enda um mikilsvert mál
að ræða.
Af ofantöldu má ráða að í raun er
ekki hægt að tala um „virkt eftirlit"
krisdAn siggeirsson
töivunefndar. Þannig verður ekki
séð að fylgst sé með því hvað
Reiknistofan hf. skráir umfram það
sem birtist á „svarta listanum". Frá-
farandi formaður tölvunefndar,
Benedikt Sigurjónsson, fyrrverandi
hæstaréttardómari, sagði einmitt í
samtali við eitt dagblaðanna síðast-
liðið haust, að tölvunefndin hefði
mjög takmarkaða möguleika til
þess að fylgjast með því að farið
væri eftir þeim reglum sem nefndin
setti, „einfaldlega vegna skorts á
mannafla".
„Verði ekki að skrifstofu-
bókni''
I ársskýrslum tölvunefndar má
aftur á móti lesa að tölvunefndin
hafi sett sér það markmið strax í
upphafi að „verða ekki að skrif-
stofubákni". Nefndin hefur aðstöðu
til fundarhalda í fundarherbergi
dómsmálaráðuneytisins í Arnar-
hvoli og hefur einnig til afnota her-
bergi að Laugavegi 116 til fámennra
funda og þar er og vinnuaðstaða
fyrir nefndarmenn. Árið 1984 nam
kostnaðurinn við nefndina í heild
rúmlega 516 þúsundum króna, sem
á núvirði gera um 840 þúsundir
króna. Nefndin kemur saman hálfs-
mánaðarlega. Auk Þorgeirs sitja í
nefndinni Bjarni P. Jónasson, fyrr-
verandi forstjóri, Bogi J. Bjarnason,
aðalvarðstjóri, Bjarni K. Bjarnason,
hæstaréttardómari, Gunnlaugur G.
Björnsson, skipulagsstjóri á Akra-
nesi og Benedikt Jónmundsson,
framkvæmdastjóri. Ritari nefndar-
innar er Jón Thors, deildarstjóri í
dómsmálaráðuneytinu. Á höndum
þessara manna hvílir sú ábyrgð að
sjá til þess að upplýsingar er varða
einkamálefni einstaklinga séu ekki
misnotaðar eða komist til óvið-
komandi manna. Og fylgjast með
skráningu fyrirtækja á borð við
Reiknistofuna hf. í Hafnarfirði á
fjármálum einstaklinga og annarra
„lögpersóna".
„Svarti listinn" er afurð upplýs-
ingabyltingar tölvualdarinnar. Gildi
hans í þjóðfélaginu er ótvírætt; þeg-
ar þú, lesandi góður, ákveður að slá
til og ferð í einhverja stórverslunina
eða bankann til að kaupa dýra vöru
með afborgunum eða fá lán, er nán-
ast bókað mál að áður en af við-
skiptum verður hefur afgreiðslu-
maðurinn eða bankastjórinn kann-
að hvort þér sé fjárhagslega treyst-
andi eða ekki. Hann veit á auga-
bragði hvort þú hefur lent í gjald-
þrotamáli, hvort eignir þínar hafi
ítrekað verið auglýstar á nauðung-
aruppboð eða hvort þú hafir fengið
dóm hjá einhverju fógetaembætt-
anna. Og hafir þú lent í einhverju
slíku máli, kannski vegna hand-
vammar annarrar manneskju og
hversu lítilvægt sem málið er í krón-
um talið, þá ferð þú á listann og mátt
búast við því að heyra „Nei, því mið-
ur, þér er ekki treystandi". Þá stend-
ur þú í sömu sporum og þúsundir
annarra einstaklinga, sem á undan-
förnum kreppuárum hafa átt æ erf-
iðara með að standa við skuldbind-
ingar sinar og hafa því hlotið stimpil
sem gildir í að minnsta kosti tvö ár:
Þú ert óalandi og óferjandi í við-
skiptum!
Tölvuborð
sem uppfylla
þínar þarfir.
Verð kr.
Vinsamlegast athugið breytt heimilisfang að Hest-
hálsi 2—4 og nýtt símanúmer 91-672110.
SPENNUM
BELTIN
£
sjálfra okkar
vegna!
Helgartilboð
A Stór nautavorrúlla, súrsæt sósa, kryddhrísgrjón og salat
aðeins kr. 180-
B Stór lambavorrúlla með karrýsósu kryddhrísgrjónum og salati
aðeins kr. 180,-
C Stór pissuvorrúlla með oreganosósu, kryddhrísgrjónum og salati
aðeins kr. 180.-
D Raekjubitar m/súrsætri sósu kryddhrísgrjónum og salati
aðeins kr. 185-
E Steikt ýsa m/sellerisósu, hrísgrjónum og salati
aðeins kr. 185.-
F Steiktur karfi m/sveppasósu, hrísgrjónum og salati
aðeins kr. 185-
G Svínakjöt sweet and sour m/hrísgrjónum og salati
aðeins kr. 285-
H Kjúklingabitar m/hrísgrjónum, salati og karrýsósu
aðeins kr. 290.-
Það þarf ekki að vera dýrt að
borða góðan mat.
Allt gos í flöskum á búðarverði.
Kipptu með þér Kínamat
Reynið viðskiptin
Sími 687.455
HELGARPÓSTURINN 9