Helgarpósturinn - 05.04.1986, Blaðsíða 10
*
HP
HELGARPÓSTURINN
Ritstjórar:
Ingólfur Margeirsson og
Halldór Halldórsson
Blaðamenn: Friðrik Þór
Guðmundsson, Jóhanna
Sveinsdóttir, Jónína Leósdóttir
og Sigmundur Ernir Rúnarsson
Útlit: Jón Óskar Hafsteinsson
Ljósmyndir: Jim Smart
Handrit og prófarkir:
Magnea J. Matthíasdóttir
Útgefandi: Goðgá h/f
Framkvæmdastjóri:
Hákon Hákonarson
Auglýsingar:
Steinþór Ólafsson
Dreifing:
Garðar Jensson
(heimasími: 74471)
Afgreiðsla:
Berglind Björk Jónasdóttir
Ritstjórn og auglýsingar eru
að Ármúla 36, Reykjavík, simi
68-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa
eru að Ármúla 36.
Sími 68-15-11
Setning og umbrot:
Leturval s/f
Prentun: Blaðaprent h/f
Sækist ríkið
eftir meðaljónum?
Á undanförnum árum hefur sú
þróun átt sér stað, að sífellt fleiri
opinberir starfsmenn hverfa úr
störfum hjá ríki eða sveitarfélög-
um út á frjálsan vinnumarkað.
Ástæðan er ákaflega einföld. Rík-
ið t.d. er ekki samkeppnisfært.
Það hefur haldið uppi launa-
stefnu, sem beinlínis fælir fólk úr
störfum hjá því.
Nú hafa löggæslumenn um allt
land sagt upp störfum og mun
lunginn af þeim, sem ætla að
hætta vera þeir, sem kallaðir eru á
besta aldri. Eftir situr svo lög-
gæslan í landinu með „unglinga"
og nánast „gamalmenni", eins
og Einar Bjarnason varaformaður
Landssambands lögreglumanna
hefur sagt.
Áður fékk þjóðin að finna fyrir
verkfalli rafeindavirkja hjá Ríkis-
útvarpinu og Pósti og síma.
Hin alvarlega staðreynd er sú,
að ríkið er alls ekki samkeppnis-
fært við hinn almenna markað.
Raunar gegnir það furðu, að ríkis-
starfsmenn, sem ekki sitja í yfir-
mannastöðum, skuli yfirleitt geta
lifað af laununum sínum.
önnur alvarleg staðreynd er
sú, að ríkið getur ekki laðað til sín
hæfustu starfskraftana. Þetta
kemur slæmu orði á opinberar
stofnanir. Fólk fær það á tilfinn-
inguna, að þangað sækist ein-
göngu og fáist eingöngu ein-
hverjir meðaljónar, sem ekki fái
vinnu á frjálsa markaðnum. Þetta
er að vísu ekki rétt, en þó er það
sannleikskorn í þessu, að meðal
yngra fólks er það ekki lengur
keppikefli að leita starfa hjá rík-
inu.
Hjá stjórnvöldum og stjórn-
endum opinberra stofnana á það
að vera keppikefli að laun starfs-
mannanna séu sambærileg við
laun á almennum markaði. Opin-
berar stofnanir hafa gríðarlega
miklu og mikilvægu hlutverki að
gegna. En af launastefnu stjórn-
valda verður ekki séð, að forráða-
menn þjóöfélagsins teljí svo vera.
Má vera, að frjálshyggja sitjandi
ríkisstjórnar og einhliða áróður
gegn ríkisafskiptum ráði ein-
hverju þar um.
Síðustu árin hafa Japanir verið
það ríki í heiminum, sem hefur
náð bestum árangri á efnahags-
sviðinu. Ef frjálshyggjumenn
kynntu sér afstöðu ríkisvaldsins
til viðskipta- og atvinnulífsins í
Japan, þá má víst telja, að þeir
myndu læra margt. Þar í landi
vinna hinn frjálsi markaður og rík-
ið saman að sameiginlegu mark-
miði og einhver eftirsóttustu og
best launuðu störfin í Japan eru
einmitt hjá ríkinu.
Sumir ganga raunar svo langt
að segja, að lykillinn að efna-
hagslegri velgengni Japana
byggist á þessu samspili ríkis og
atvinnurekenda. Og eftirsóttustu
störfin, og þau sem mestrar virð-
ingar njóta, eru einmitt störf í
þágu ríkisins.
Það er skoðun Helgarpóstsins
að engum, hvorki ríki né öðrum,
sé sæmandi að greiða laun undir
fátæktarmörkum.
BRÉF TIL RITSTJÓRNAR
Athugasemd
Um langt skeið hafa birst reglu-
lega í Helgarpóstinum „fréttir" þess
efnis, að rekstur útgáfufyrirtækisins
Frjáls framtaks h/f gangi illa og nú
síðast, að undirritaður aðaleigandi
og stjórnarformaður fyrirtækisins
hafi reynt að selja það af þeim sök-
um — en ekki tekist. Til viðbótar
þessu er þess svo getið í síðasta tölu-
blaði Helgarpóstsins, að undirritað-
ur ætlaði sér að setjast í stól fram-
kvæmdastjóra Arnarflugs eftir sölu
á Frjálsu framtaki h/f. Um þennan
„fréttaflutning" Helgarpóstsins hef
ég þetta að segja:
1. Rekstur Frjáls framtaks h/f hefur
gengið vel undanfarin ár og það'
skilað arði.
2. Frjálst framtak h/f gefur út 12
tímarit reglulega auk nokkurra
bóka árlega. Er það langstærsta
tímaritafyrirtæki á landinu og
þriðja stærsta fjölmiðlafyrirtækið.
— Á þremur árum, frá 1982 til 1985,
hefur Frjálst framtak þrefaldað út-
breiðslu tímarita sinna.
3. Frjálst framtak h/f er ekki til sölu.
4. Undirritaður hefur ekki haft í
hyggju að setjast í stól fram-
kvæmdastjóra Arnarfiugs. En hon-
um hafa eins og mörgum úr við-
skiptalífinu verið boðin hlutabréf tii
kaups í hlutafjáraukningu þess, sem
nú stendur til að verði.
Ég vona, að ef Helgarpósturinn
sér til þess ástæðu að fjalla eitthvað
um málefni Frjáls framtaks h/f í
framtíðinni, að hann afli sér heim-
ilda um þau, ef hann vill skrifa um
þau af þeirri nákvæmni, sanngirni
og metnaði, sem allir blaðamenn
ættu að hafa.
Með þökk fyrir birtinguna,
Magnús Hreggviðsson
stjórnarformaður
I smáfréttum HP hefur stöku
sinnum veriö vikið að „lang-
stærsta tímaritafyrirtæki á land-
inu“ og „þriðja stærsta fjöl-
midlafyrirtækinu“. í athuga-
semd sinni breytir Magnús
Hreggviösson vangaveltum í
smáfréttum okkar í staðreyndir.
Fyrir lesanda var þaö og gat
ekki verið neinum vafa undir-
orpið, að um vangaveltur var að
ræða. Þar að auki leggur stjórn-
arformaður Frjáls framtaks okk-
ur orð í munn. Við höfum t.d.
aldrei staðhæft, að Magnús hafi
haft í hyggju að setjast í stól
framkvæmdastjóra Arnarflugs,
heldur sögðum við, að það kæmi
til álita. Vanur fjölmiðlamaður
eins og Magnús á að vita að smá-
fréttir HP eru oft blandaðar
vangaveltum innanum gallharð-
ar staðreyndir.
Ritstj.
Flokki mannsins. Júlíus Valdi-
marsson sem verið hefur formað-
ur, mun láta af störfum og helga sig
kosningabaráttunni sem framund-
an er. 1 hans stað mun koma Pétur
Guðjónsson, sem veriö hefur með-
limur í flokknum frá upphafi ög
reyndar einn aðalstofnandi Flokks
mannsins...
fM
■ ú rennur senn út frestur til
að skila smásögum í smásagna-
keppni þá sem haldin er vegna 200
ára afmælishátíðar Reykjavíkur-
borgar. Um 70 smásögur hafa þegar
borist og býst dómnefndin við mik-
illi gusu síðustu dagana en frestur-
inn rennur út. þ. 10. apríl. Vegleg
LAUSNÁ
SKÁKÞRAUT
57. Það þarf dálítið ímyndunarafl
til þess að sjá fyrir sér mát eftir 3
leiki, jafn opin og staðan er. Þó er
leiðin til máts einföld og mátið
snoturt og samhverft.
1. Rf5 Kg6 2. Hg8+ Kxh5
3. g4 mát
2. - Kxf5 3. g4 mát
2. - Kh7 3. Rf6 mát
2. - Kf7 3. Rh6 mát
58. 1. Kh2 og síðan 2. g3 mát
strandar á Dc7+ eða Db8+. En
þessa vörn er hægt að koma í veg
fyrir með 1. Dd6 Hxd6 2. Kh2 og
3. g3 mát.
Reyni svartur 1.-Dc7 (eða De7
eða Df6), valdar hvíta drottningin
g3 og hvítur getur leikið 2. g3+og
Bfl mát.
ENDURSKINS-
MERKI ERU
NAUÐSYNLEG
FYRIR ALLA
ER.GO-DATA
stóllinn frá DRABEFCT
heklur þér í góðu skapi
allandaginn.
Sá sem er undir álagi viö
vinnu ætti aö eiga kost á
góðum stól.
Spenna minnkar afköst.
Veittu þérog starfsfólki þínu
þægindi, sem gera ykkur
óþvinguö og auka vellíöan:
Ergo-Data stóllinnfrá
Drabert með Relaxof lex
bakstuöningi virkar
afslappandi á allan
líkamann í hvaða stellingu
sem er.
í Drabert
siturðu rétt.
Eitt lítið símtal getur þýtt
betri vinnuaðstöðu. Síminn
hiáokkurer83211.Hrinadu
og við sendumþér
□ Ergo-Style bæklinginn
□ Ergo-Data bæklinginn
o Drabert
heildarbæklinginn
HALLARMÚLA 2, 105 REYKJAVÍK
10 HELGARPÓSTURINN