Helgarpósturinn - 05.04.1986, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 05.04.1986, Blaðsíða 13
|L| ■ ú er verið að trimma Gleði- bankann á fullu til að gera hann sem gjaldgengastan í sönglagakeppni sjónvarpsstöðva í Bergen í vor. Þessa dagana eru þau Pálmi Gunnarsson, Helga Möller og Eiríkur Hauksson í London við upptöku lagsins þar sem endanleg útsetning verður ákveðin. Gleði- bankinn er búinn að fara í gegnum nokkuð óvenjulegan útsetningar- feril. í upphafi var laginu skilað inn í Sönglagakeppni íslenska sjón- varpsins í útsetningu höfundarins, Magnúsar Eiríkssonar og mun sú upptaka vera notuð á hinni nýju plötu hans og Pálma Gunnarssonar sem væntanleg er á markaðinn inn- an skamms. Þá tók Þórir Baldurs- son við og útsetti lagið fyrir keppn- ina sjálfa, þar sem lagið hlaut sigur. Nú mun hins vegar höfundur ekki hafa fengiö að útsetja lag sitt fyrir Eurovision-keppnina í Bergen, held- ur var Gunnar Þórðarson fenginn til verksins. Síðustu fréttir af Gleði- bankanum eru þær, að þetta fjöruga rokklag er komið í diskótakt, en enn er óvíst hver endanleg útkoma verður ... Vissir þú að nú hefur Goða-vörunum verið gefið nýtt og spennandi bragð - og ekki bara það: Á undanförnum mánuðum hefur verið unnið að róttækum breytingum á framleiðsluvörum Goða undir kjörorðinu „breyttir tímar - betra bragð“, enda var tilgangurinn sá að koma til móts við nútímakröfur neytenda um gæði og bragð. ^Eins ogHP greindi ítarlega frá fyrir skemmstu, er þingveislan svo- kallaða nýafstaðin. Þrátt fyrir til- raunir til þess að halda matseðli, nöfnum veislugesta og öðrum atrið- um varðandi þessa „árshátíð" þing- manna leyndum, birti blaðið allar þessar upplýsingar. Kollegar okkar á DV ætluðu greinilega að bæta um betur og sendu ljósmyndara á vett- vang, þegar veislugesti bar að garði á Hótel Sögu. Dyraverðir staðarins voru hins vegar vel á verði og mein- uðu blaðaljósmyndaranum að taka eina einustu mynd af aðvífandi þingmönnum og mökum þeirra. Karvel Pálmason varð vitni að samskiptum dyravarðanna og ljós- myndarans og sá aumur á hinum vinnandi manni. Bauðst hann til þess að sitja fyrir á mynd, en ljós- myndarinn mun hafa afþakkað gott boð... SPENNUM BELTIN sjálfra okkar vegna! Meiri gæði • nákvæmari flokkun hráefnis tryggir að frávik frá innihaldslýsingu einstakra vörutegunda séu í lágmarki • ríýjar og vandaðar pakkningar varðveita bragðið alla leið á matborðið Betra bragð • valinkunnir sælkerar hafa gefið einstökum vöruteg- undum nýtt og spennandi bragð með notkun ferskra kryddjurta Nýjar vörutegundir • nýjar og spennandi vörutegundir hafa litið dagsins ljós, svo sem sérrí-skinka, graflamb og raftaskinku- paté • hafin er framleiðsla á fitusnauðu áleggi, m.a. hangi- áleggi með minna en 5% fituinnihald. • • • • • • ’ • * • • • • • • • • • • • • * • • • Og nýja bragðið - það svíkur engan! Opið til kl. 4 laugardag Ver.«» . úrv0!lfL„irit>e8t U 09 C‘rV°kför?r' b°st' Engmn korta- kostnaöur u- uúi Z Ú3 I uviOCMJijt Jón Loftsson hf. 1 ltrfti am Hringbraut 121 Simi 10600 HELGARPÓSTURINN 13

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.