Helgarpósturinn - 05.04.1986, Blaðsíða 17
Lára Júlíusdóttir,
lögfræðingur ASÍ
HP KYNNIR SÉR FÉLAGS-
DÓM, SEM ÚRSKURÐAR í
VIN N UMARKAÐSMÁLUM
OG Á „HVERGI" HEIMA
Félagsdóm felldur niður, þó það sé
ekki algild regla. Það þarf þó alltaf
að borga lögfræðingnum. Ég held
nú að langalgengast sé að verka-
lýðsfélag standi á bakvið málin. Það
er algjör undantekning að menn
séu að bauka í því sjálfir, en ef svo er,
verða þeir eflaust sjálfir að standa
straum af því."
— Er oft um þad að rœða að mál,
sem rekin eru fyrir Félagsdómi, eru
einfwers konar „prófmál"?
„Það gildir ekkert frekar um Fé-
lagsdóm en Hæstaréttardóma, en
það eru líkur til að farið verði eftir
dómunum í Félagsdómi í svipuðum
málum, þó réttarþróunin breytist
auðvitað smám saman. Þær breyt-
ingar eru samt óskaplega hægar."
Dómur ó flakki
— Hvar er Félagsdómur til húsa?
„Hann hefur ekkert fast húsnæði,
heldur hefur fylgt forseta réttarins.
Fyrsti forseti Félagsdóms og sá, sem
hefur verið það einna lengst, var
Hákon heitinn Guðmundsson,
hæstaréttarritari. Hann hafði dóm-
inn í sérstökum sal í húsnæði Hæsta-
réttar. Síðan var Guðmundur Jóns-
son, borgardómari, forseti réttarins
og þá hafði hann þetta uppi í bæjar-
þingi við Túngötu. Þorsteinn Thor-
arensen, borgarfógeti, hafði þetta
hjá sér við Skógarhlíð. Bjarni K.
Bjarnason borgardómari fór aftur
með dóminn upp á Túngötu, en nú
er Bjarni orðinn hæstaréttardómari
og búinn að losa sig út úr þessu.
með aðeins 20% útborgun
og afganginn á allt
að 12 mánuðum
Dæmi:
HTH 2400 Kr. 123.260,
við pöntun — 24.000,
við afhendingu —. 24.000,
eftirst. 75.260,
sem greiðist á 12 mánuðum.
Afborgun án vaxta á mánuði
kr. 6.771.-
240
•l L
o
0
Við erum einnig með í mil
úrvali: parket, innihurðii
eldhúsvaska og heimilista
innréttingahúsið
Háteigsvegi3 Verslun Slmi 27344
HTH eldhúsinnréHingar
Varamaður hans er núna forseti Fé-
lagsdóms, en sá er Olafur St. Sig-
urðsson."
— Ekki hefur hann farið með Fé-
lagsdóm í Sparisjóðinn í Kópavogi?
„Nei, en Olafur var lengi búinn að
vera hjá bæjarfógetaembætti Kópa-
vogs og núna hefur rétturinn sín
þing að Auðbrekku 10, hjá bæjar-
fógetanum í Kópavogi.
Það er ekki hægt að hafa Félags-
dóm hvar sem er, því salurinn verð-
ur að taka 5 dómara og slíkir salir
eru ekki á hverju strái. Sú aðstaða er
bara á þessum þremur stöðum, sem
ég nefndi. Ég veit ekki annað."
— Eru miklar annir hjá Félags-
dómi?
„Mér hefur fundist þetta ganga
svolítið í bylgjum, án þess að það
séu neinar sérstakar reglur um það.
í fyrra var t.d. ákaflega lítið, en mik-
ið árið 1984. Núna undanfarið hefur
líka verið dágóð rispa."
— Nú eruð þið allir í öðrum stöð-
um, dómararnir. Er ekki erfitt að
finna tíma til að sinna þessu?
„Jú, það getur verið það, en alltaf
tekst það nú einhvern veginn."
— Hvernig skiptast þau mál, sem
Félagsdómur fœr lil meðferðar?
„í upphafi voru þetta aðallega
mál milli verkalýðsfélaga, þ.e.a.s.
Alþýðusambandsins og Vinnuveit-
endasambandsins. Þannig var það
lengi framan af og er auðvitað stór
þáttur enn. Þegar ríkisstarfsmenn
fóru að fá meiri samningsrétt og
verkfallsrétt, komu BSRB og ríkis-
sjóður inn í dæmið. Núna eru þau
mál svona um það bil 40%, þó það
sé ekki nákvæm tala hjá mér. Verka-
lýðsfélögin og vinnuveitendur eru
samt enn í meirihluta hvað varðar
mál fyrir Félagsdómi."
Auk hínnar margrómuðu þjónustu, sem ásamt hlýlegu umhverfi og
fjölbreyttum matseðli hafa aflað veitingahúsinu svo mikilla vinsælda, eykur
AmarhóII enn við umsvif sín. Víð hinn almenna veitingarekstur hefur
berlega komið í Ijós að margir af viðskiptavinum Arnarhóls hafa brýna þörf
fyrir aðstöðu til lokaðra funda og samkvæma. Tíl þess að koma til móts
við þessar þarfir gesta sinna hafa aðstandendur Amarhóls ákveðið að veita
þessa þjónustu og eins og alltaf þegar ArnarhóII er annars vegar situr
fjölbreytnin í fyrirrúmi. Að aflokinni hagræðíngu á salarkynnum
veitingastaðarins getur AmarhóII nú boðið fjölbreyttum hópi viðskiptavina
sinna margvíslega þjónustu.
KLÚBBAR FÉLAGASAMTÖK FYRIRTÆKI ~
Amarhóll býður ykkur aðstöðu til fastra hádegisverðafunda jafnt sem
einstakra og einnig einkasamkvæma._________________________
ARNARHÓLL BÝÐUR AÐSTÖÐU FYRIR:
- — —————————--------------------------------------------
Smærri hópa (frá 10 manns) hádegí og kvöld alla virka daga(í koníakssal).
EINKASAMKVÆMI
Stórar veíslur jafnt sem smáar. Sama hvert tilefníð er, brúðkaup, afmæli,
fermingar, próflok, Arnarhóll annar öllu._________________
ARNARHÓLL BÝÐUR AÐSTÖÐU FYRIR:________________________
Stærri samkvæmi (allt að 100 manna matarveislur og 200 manna hanastél
til kl. 18.00) hádegi laugardaga og sunnudaga.
Gestir utan aflandi -Ópera-Leikhús____________________
AmarhóII tekur á móti hóppöntunum ópem- og leikhúsgesta utan af Iandi.
HELGARPÖSTURINN 17