Helgarpósturinn - 05.04.1986, Page 20

Helgarpósturinn - 05.04.1986, Page 20
Það oar dálítill taugatitringur í íslenskum djassgeggjurum um það leyti sem uon var á tríói Eddie Harris til íslands. Hann átti að halda tón- leika á fjórum stöðum: Akureyri, Reykjauík, Vestmannaeyjum og Höfn í Hornafirði — en hvað með ueðrið? Þeir guðir er þuí réðu höfðu ráð okkar í hendi sér. Þegar Luxemburgarþotan lenti á Keflavíkur- flugvelli var sól í lofti, klukkan rúmlega fjögur og hinn sextándi mars. Til Akureyrar var þotu- flug frá Keflavík og því tími að fá sér að snæða milli flugferða. Undirritaður og sjö ára sonur hans tóku á móti Eddie og félögum og innan tíð- ar sátum við í góðri veislu á hinum ágætasta matsöiustað: Glóðinni í Keflavík. Við Eddie snæddum lambastrúganoff en trommarinn Sherman Fergusson og hinn ungi Linnet snæddu bandarískan þjóðarrétt af áfergju: ham- borgarann heimsfræga. Undraðist Sherman þó að ekki skyldi vera hægt að kaupa McDonalds borgara hérlendis. „Er þetta ekki siðmenntað land?“ Mitt svar var að benda á Tomma ham- borgara — heimsfræga á íslandi, en trommarinn hristi krullað höfuðið og skildi hvorki upp né niður í hamborgaramenningu mörlandans. Bassaleikarinn Ralph Armstrong drakk kók og kaffi, enda syfjaðri en lög leyfa. Hvernig á líka annað að vera í lok tveggja mánaða tónleika- reisu um gjörvalla Evrópu þarsem leikið er í nýrri borg á hverju kvöldi og uppí flugvél, lest eða rútu á hverjum morgni. Keflavík er menn- ingarsetur mikið og þó poppið hafi prýtt þann bæ öðru fremur dreif fljótt að eldhúslið Glóðar- innar með munnþurrkur til handa Eddie Harris og félögum — eiginhandaráritanir takk fyrir. Sonur minn söng saddur uppáhaldslagið sitt eft- ir Eddie: I need some money, og Eddie karlinn brosti breitt og sagði það orð að sönnu og upp- hóf svo mikinn fyrirlestur um græðgi skattayfir- valda í Kaliforníu, en hann býr í lúxusvillu með sundlaug og öllu tilheyrandi í Hollywood. Karl- inn skrifa ég. Hann er þó ekki nema 52 ára og lítur Ijómandi vel út. En hann er skipstjóri á skút- unni, það fer ekki á milli mála. Ég vík að fjármál- um. „Ræðum þau ekki í áheyrn drengjanna," segir hann. Eddie Harris drekkur aðeins ávaxta- safa og þegar talinu víkur að Jazzhus Mont- martre undrast hann hversu Jazz-Kai forstjóri þar á bæ, getur drukkið af bjór. „Þetta rennur í kassavís í gegnum hann á hverjum degi. Enda er hann farinn að láta á sjá," segir Eddie. „Hann er jafn gamall mér en lítur út fyrir að vera tuttugu árum eldri.“ Talið berst að djassþjóninum Har- vey. „Alveg ótrúlegt hvað sá maður getur drukk- ið,“ segir Eddie. Það eru víst orð að sönnu. Síð- ustu fréttir af Harvey á djassklúbbi: Kenny Drew var að spila á píanóið meðan Harvey hellti bjór yfir skallann á honum og strauk blítt. Höfuðborgarblús Akureyrarþotan beið og tónleikar um kvöldið í Svartfugli. Þar var fullt útúr dyrum og mikil stemmning. Akureyringarnir kunnu svo sannar- lega að meta Eddie Harris og félaga, ekki síst rafbassasnillinginn Ralph Armstrong. Jazz + tækni + grín + glaðir hlustendur og ánægðir. Þegar Eddie kom aftur til Reykjavíkur með drengi sína var enn blíða þó spáin lofaði ekki góðu. Fokkerinn hafði svifið mjúklega um loftin blá og Hótel Borg beið uns hljóðprufan yrði á Broadway. Þar var sjónvarpið mætt og síðasta spurningin sem Óiína fréttamaður spurði var eitthvað á þessa leið: Hversvegna heimsækir þú, stórfrægur maðurinn, svo lítið land sem ísland? Eddie Harris brosir breitt og svarar: „Til að ná mér í eins margar krónur og hægt er.“ Ffann var því ekkert ánægður daginn eftir þegar ófært var til Eyja: „Ég er alltaf að tapa aurum — bölvaður snjórinn". Astæða þess að Eddie dvaldi tveimur dögum lengur á íslandi en áætlað hafði verið var sú, að svo mikið hafði snjóað í Minneapolis að djassklúbbur borgarinnar varð næstum gjaldþrota og aflýsti tónleikum Eddie og fleiri góðra manna. Art Blakey, Paquito D'Rivera og sveitir þeirra höfðu leikið þar meðan snjóar voru mestir og fáir komist í klúbbinn. Þar sem að þessir menn leika ekki ókeypis varð tapið mikið. Jazzvakning mátti hrósa happi yfir að sleppa með skrekkinn mánudagskvöldið sem Eddie lék á Broadway. Það var að vísu byrjað að snjóa og lögregla farin að vara fólk við færðinni, en ófært varð ekki fyrren daginn eftir, bæði um götur höfuðborgarinnar og til Eyja sem fyrr get- ur. Eddie eyddi deginum á hótelinu og æfði sig en Armstrong bassaleikari sýndi kollega sínum Tómasi hvernig strengi skyldi slá og voru það mikil tilþrif, enda maðurinn jafnvígur á rafbass- ann og kontrann. Afturá móti skildi hann ekkert í því hvernig Tómas þorði að hafa dóttur sína kornunga í vagni útá svölum í þessu veðri. Þegar það mál bar á góma seinna hafði Sherman Fer- gusson svarið á reiðum höndum: „Það er hreina loftið maður. Það eru ekki eiturgufurnar hérna einsog í Detriot. Ég hef aldrei andað að mér jafn fersku lofti.“ Og svo fór hann að ræða um jarð- sögu íslands, enda eytt deginum við lestur fs- landsbókar Hjálmars siglingamálastjóra. Já Eddie Harris, ekki komstu til Éyja og þér var nær að flytja einræðuna í Bad luck is all I have, þarsem þú spáðir því að enginn myndi finna bílinn sinn eftir tónleikana í Broadway. Þeir væru allir fenntir í kaf, en ef svo ólíklega vildi til að mannskapurinn álpaðist uppí þá væri það svosem til einskis — hver myndi keyra á annan og ekki komast spönn frá rassi. Það var gaman á Broadway, en þú hefðir mátt blása meira í saxafóninn. Sæmundur húð og hitt fékk Sweet Georgia Brown, en ég hefði gjarnan vilja heyra þig trylla Freedom Jazz Dance einsog í Montmartre forðum, en kannski hefur diskótek- ið haft áhrif á efnisskrána. Til Hafnar Nítjándi mars og ferðinni heitið til Hafnar í Hornafirði. Cesnavél frá Sverri Þóroddssyni ferðbúin og við félagar búnir að spenna beltin. Veðrið fagurt og frítt og fönn hvert sem augað eygði. Við hlið flugmannsins sat nemi hans. Sá hafði verið veðurtepptur á Hornafirði og komið þaðan í morgun. „Hvað hefur hann marga flug- tíma?" spurði Eddie Harris, þegar við svifum yf- ir borginni. „Sjöhundruð", var svarað og gamli flugkappinn brosti hvítasta brosi í heimi og hall- aði sér fljótlega í sætinu með húfuna yfir andlit- inu. Fergusson spurði í þaula um landið og Arm- strong reyndi að fylgjast með þó honum væri um og ó að fljúga í þessari rellu. „Mér finnst best að vera í þotum," sagði hann en Fergusson svar- aði: „Það er ekkert að óttast meðan þeir við stýrið eru rólegir." Þá höfðum við lent í hríðarbyl er lamdi skrokk vélarinnar hraustlega. Ekki sást útúr augum og vélin dansaði djitterbúgg af hjartans lyst. Svo birti og Vatnajökull blasti við og innan stundar vorum við lentir og farnir að borða svín, lamb og fisk á Hótel Höfn. „Það er einsog hún mamma hefði eldað þetta,“ sagði bassaleikarinn Armstrong og smjattaði á ham- borgarhryggnum. Honum var ekkert um lambakjötið gefið, sérí lagi ekki eftir að Fergus- son hafði jarmað hálfa máltíðina á Broadway þarsem lambakjöt var á borðum. Eddie snæddi lambakótilettur. Pabbi hans hafði verið slátrari í Chicago. Hann var Kúbani. „Ég grét lengi þegar ég sá hann slátra fyrst. Ég get lesið spænsku en tala hana ekki.“ Og talið berst að tónlist og Eddie Harris segir: „Ég er fyrst og fremst saxafónleik- ari. Þar hef ég skapað sérstakan stíl, sem greinir mig frá öllum öðrum. Þegar ég blæs í saxafón- inn er ég að skapa mína tónlist, sem enginn ann- ar getur leikið. Ég er auðvitað ágætur píanisti, en það geta ýmsir leikið á píanó einsog ég. Ég kenndi Ramsey Lewis fyrstu fönkhljómana. Annars leik ég einsog salurinn vill. Ég veit alveg hvað ég er að gera og það er mörgum fjármála- manninum illa við. Þeir leika ekki á mig. Ég fæ það sem mér ber.“ Svo var leikið fyrir á annað hundrað Hornfirð- inga á öllum aldri og mikil stemmning. Sumir vildu heyra Danny Boy og Eddie blés írska söng- inn léttilega. Heimferðin gekk vel og daginn eft- ir yfirgáfu þeir félagar landið. „Ég ætla að koma hingað í sumar þegar dagurinn ríkir einn,“ sagði Ralph Armstrong — bassasnillingurinn ungi. Trommarinn Fergusson, sem gjarnan sagðist vera af ætt Massey Fergusons í sveitum landsins, vildi helst vera hér í desember. „Þá þarf ég aldrei að fara á fætur." Eddie Harris sagðist hata snjó. Hann vildi heist fara til Puerto Rico. „Ann- ars væri gaman að vera hér á Jónsmessunótt þegar fólkið veltir sér nakið í grasinu. Mikil dýrðarnótt fyrir allar ljótu kerlingarnar að nauðga sætu strákunum." Svo hló hann einsog Eddie Harris getur einn hlegið og hvarf á vit Flugleiða. Svartur á brún og brá og svartklædd- ur að auki. Heima beið sólin í Kaliforníu. Shit. 20 HELGARPÓSTURINN texti og myndir: Vernharð Linnet

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.