Helgarpósturinn - 05.04.1986, Page 28

Helgarpósturinn - 05.04.1986, Page 28
Það er ekkerl grín að vera með ofnœmi. Það vita þúsundir Islendinga af eigin raun. Þeir, sem eru svo lánsamir að hafa engin kynni af þessu hvimleiða ástandi, gera sér hins vegar oft litla grein fyrir þvt hve víðtœk áhrif ofnœmi getur haft á líf viðkomandi ein- staklings og jafnvel á alla fjölskyldu hans. Margir ofnœmissjúklingar þurfa að sœtta sig við hömlur og takmarkanir, sem okkur hinum þœttu líkari fangelsisvist en eðtilegum lífsmáta. Sumir geta aðeins neytt ákveðinna fœðutegunda, aðrir geta ekki sótt dansleiki, farið í leikhús eða í kvikmyndahús, geta ekki stundað útilíf, átt húsdýr eða ferðast til arm- arra landa. Svona mœtti lengi telja. Það eru jafnvel dœmi þess að bæði börn og unglingar hrekist hreinlega að heiman, vegna þess að hitt fólkið á heimilinu tekur köttinn eða hund- inn fram yfir fjölskyldumeðliminn. Davíð Gíslason sérfræðingur á Vífilsstaða- spítala var fyrsti íslenski læknirinn sem sér- hæfði sig í ofnæmisfræðum, en ofnæmissjúkl- ingar sneru sér áður til húðsjúkdómalækna. Þegar Davíð kom heim frá námi í Svíþjoð, tók hann upp ofnæmisgreiningu, sem framkvæmd er með því að koma efnisupplausnum inn í húðina á handlegg sjúklingsins. Þessi húðpróf kallast prick-próf og eru mun nákvæmari en ofnæmispróf á baki. Þar sem Davíð Gíslason fær á ári hverju til sín mikinn fjölda sjúklinga, sem telja sig þjást af ofnæmi, fengum við hann til að segja frá því hve mikill fjöldi íslendinga hefur ofnæmi og hvernig sjúkdómsmeðferðinni er háttað. Fyrsta spurningin var um það hvort meirihluti þeirra, sem til hans væri vísað, reyndist raunverulega vera með ofnæmi. „Nei. Það er ekki nema tæplega helmingur sjúklinganna, sem reynist vera með ofnæmi. Hinn helmingurinn er þá með einhver ein- kenni, sem einungis líkjast ofnæmisein- kennum. Það er þá t.d. viðkvæmni í slímhúð- inni, en ég gæti trúað því að um 20% íslend- inga hafi óþægindi í nefi — a.m.k. einhvern tíma ævinnar. Þá á ég við langvarandi óþæg- indi, sem nægja til þess að viðkomandi leitar til læknis. Um 9% fólks eru með ofnæmi, en 11% hafa einkenni af öðrum orsökum." Ofnæmi fyrir grasi, köttum, hestum og hundum — Er þetta fólk þá mikið með ofnœmi fyrir sömu efnunum? „Já, sennilega hafa tveir þriðju hlutar þessa fólks ofnæmi fyrir grasi. Næst á eftir grasi koma síðan væntanlega kettir. Um 6—7% íslendinga hafa ofnæmi fyrir grasi, en um 4% ofnæmi fyrir köttum. Svo eru ansi margir með ofnæmi fyrir rykmaurum. Það er trúlega svipaður fjöldi og hefur kattaofnæmi. Síðan koma líklega hestar.“ — Ekki hundar? „Þeir koma næstir á eftir hestum sem of- næmisvaldar. Hundaofnæmi er ekki næstum því eins algengt og katta- og hestaofnæmi." — Er þá grundvallarmunur á hárunum á þessum dýrum? Davíð Gfslason ofnæmislæknir á Vffilsstaðaspftala. OFNÆMISJÚKDÓMURINN SEM ÞÚSUNDIR ÍSLENDINGA ÞJÁST AF EN ER í RAUN EKKIALMENNT VIÐURKENNDUR HP-ÚTTEKT Á ÓGNVÆNLEGUM SJÚKDÓMI SEM GETUR HAFT ÓTRÚLEGUSTU AFLEIÐINGAR „Já, það virðist vera. Það eru t.d. til margar tegundir af hundum, en það er þó ekki alltaf þannig að menn hafi ofnæmi fyrir öllum þess- um hundategundum. Hins vegar virðast menn oftast hafa ofnæmi fyrir öllum kattateg- undum, hafi þeir á annað borð ofnæmi fyrir köttum. Hundar valda ekki jafnsterku ofnæmi. og kettir og ennþá síður en hestar, sem valda mjög sterku ofnæmi." — Þarf dýrið sjálft að vera til staðar til þess að ofnœmið komi fram, eða nœgja hár, sem eftir verða í andrúmsloftinu? „Ef köttur hefur verið á heimili og síðan flyst fjölskyldan út með hann, þá verður samt mikið af ofnæmisvöldum — svokölluðum all- ergenum — eftir. Það getur auðveldlega nægt til þess að ofnæmisveikur fjölskyldumeðlimur sem inn flytur fær ofnæmi eða astma. Þetta fer þó mikið eftir húsnæðinu. Ef þar er mikið um teppi, er þetta erfiðara viðfangs og þetta getur loðað lengi við. Það leitar oft til okkar fólk, sem heldur því fram að því hafi stórversnað við að flytja í nýtt húsnæði. Þá er hægt að rannsaka þetta, ef þörf er talin á því. Ef húsnæðið er splunku- . nýtt, er ýmislegt sem getur valdið ert- ingu og sjaldnast er þá um ofnæmi að ræða. Þarna getur t.d. verið einhver viður eða lakk, sem ertir slímhúðina. Þegar um eldra hús- næði er að ræða, er hins vegar oft hægt að rekja ofnæmið til þess að húsdýr hafi verið þar áður." — Þú segir að 6—7% íslendinga þjáist af grasofnœmi. Hvernig lýsir það sér? „Þetta kemur langmest fram í nefi og aug- um, aðallega kláði í augum. Kláði er oftast ofnæmiseinkenni. Ef sól og þurrkur hefur verið í allt að tvær vikur í einu og ofnæmið verið mikið, getur þetta gengið yfir í astma. Slíkur astmi lagast hins vegar aftur þegar frjókornum fækkar í andrúmsloftinu. Hann er aldrei langvarandi, heldur stendur kannski í einn til tvo mánuði og kemur aðal- lega fram við áreynslu." Vandinn fer vaxandi — Er ofnœmi arfgengt? „Ofnæmissjúkdómar eru arfgengir — já.“ — Fer þessi vandi þá vaxandi? „Það er erfitt að segja til um það, en það verður að teljast sennilegt. Þó er engin algild skýring á því að ofnæmi virðist vera að aukast. Það eru til rannsóknir frá því fyrir stríð, t.d. frá Þýskalandi, sem benda eindregið til þess að það sé veruleg aukning á ofnæmissjúk- dómum. Hins vegar er alltaf varasamt að bera saman svona tölur, vegna þess að rannsókn- irnar eru mismunandi og tæknin við að greina ofnæmi hefur breyst mikið. Ef maður gengur út frá því að ofnæmi sé að aukast, eru áreiðanlega margar orsakir fyrir því. Ein skýringin er sú, að þeir sem voru með svæsna ofnæmissjúkdóma áður fyrr, dóu sennilega margir í æsku. Nú komast ofnæmis- sjúklingar allir á legg og eignast börn. Þess vegna verður arfgengnin meira áberandi. Aðra skýringu má eflaust finna í breyttum þjóðfélagsháttum, en talið er að hindra megi ofnæmi að einhverju leyti með því að konur hafi börn á brjósti eins lengi og mögulegt er. Það er nokkuð sem að minnsta kosti um tíma var ekki í tísku. ReyRingar eru þar að auki taldar hafa áhrif í þá átt að auka tíðni ofnæmis. Skýringin er óbein, en börnum sem eru innan um reyk- ingafólk er hættara við ýmsum sýkingum. Sýkingarnar gera það síðan að verkum að börnunum er hættara við ofnæmi." — Deyr fólk þá ekki lengur úr ofnæmi? „Nei, það er hrein undantekning ef það skeður." Astmi er alvarlegur sjúkdómur — Flokkast þetta þá bara undir leiðinleg óþœgindi? „Alls ekki! Ofnæmi getur haft mikil áhrif á líf fólks og dregið úr þrótti þess. Astmi er alvarlegur sjúkdómur, þó fólk deyi ekki úr honum núorðið ef það leitar til læknis í tíma. Þar að auki er afskaplega þreytandi að vera með mikil einkenni frá nefi. Síðan eru ýmsir ofnæmissjúkdómar, eins og húðsjúkdómar, sem geta leikið fólk grátt — sérstaklega börn og unglinga. Þetta dregur t.d. úr getu í skóla, með því að draga úr einbeitni við nám.“ — Er algengt að fólk sé með ofnœmi fyrir fœöutegundum? „Það er algengt hjá ungum börnum, en fæðuofnæmi hefur tilhneigingu til að hverfa tiltölulega snemma á lífsleiðinni. Þó getur það ofnæmi, sem er sterkast, haldist fram eftir öllum aldri og jafnvel alla ævi. Dæmi um . þetta er fiskofnæmi, sem er geysilega sterkt. Það er ekki mjög algengt, en þó algengara hér en í flestum öörum löndum vegna mik- •illar fiskneyslu íslendinga." — Hvaða fœðutegundir aðrar eru miklir of- næmisvaldar? „Hjá ungbörnum eru það egg og þar á eftir kemur að öllum líkindum mjólk.“ — Lýsir þessi tegund ofnœmis sér aðallega í útbrotum? „Já, það er algengast að um útbrot sé að ræða og þá ofsakláða eða ofnæmisexem. Þetta getur hins vegar komið fram með öðrum einkennum, t.d. meltingaróþægindum og jafnvel líka astma og nefrennsli. Einnig er til ofsabjúgur, sem oft fylgir ofsakláða, en orsakir þessa eru ekki alltaf ofnæmi. Orsakirnar finnur maður hjá um það bil helmingi þeirra, sem þjást af þessum kláða. Stundum fær fólk þetta bara einu sinni. Stund- um er þetta að koma og fara í nokkrar vikur, en hverfur síðan fyrir fullt og allt. Það er mikill fjöldi fólks, sem fær svona lagað ein- hvern tímann á ævinni. Svokallað lyfjaofnæmi er oft af þessari gerð, t.d. ofnæmi fyrir penisillíni. Það, sem kannski veldur oftar ofnæmi en nokkuð annað er asperín eða magnýl, sem leynir á sér að þessu leyti." — Fœr fólk asperín- og magnýlofnœmi bara upp úr þurru? „Já, og þegar það kemur svona allt í einu, helst það oftast mánuðum saman og hugsan- lega ævina út. Það er talið að tæplega 1% af fólki þoli ekki þessi lyf. Um 5% af astmasjúkl- ingum þola þau ekki og upp undir 20% af þeim, sem hafa langvarandi ofsakláða. Ég hef því séð fólk með magnýlofnæmi svo hundr- uðum skiptir. Þar að auki þola margir þeirra, sem ofnæmi hafa fyrir asperíni, ekki heldur önnur gigtar- lyf. Stór hluti þessa fólks þolir heldur ekki ýmis aukaefni í mat og slík tilfelli sjáum við býsna oft. Þetta eru fyrst og fremst rotvarnar- efni og litarefni, sem sum hver er búið að banna víðast hvar á Norðurlöndum og stendur til að banna hér með nýrri reglugerð, sem er í smíðum. Ofnæmi þetta lýsir sér bæði með útbrotum og astma og það er alls ekki sjaldgæft." Sjúklingurinn hrökklast að heiman — Hvernig gengur að lœkna fólk af ofnœmi? Hafa orðið miklar framfarir í þeim efnum? „Það er þrennt, sem kemur til greina. í fyrsta lagi að forðast það, sem veldur ofnæminu. Það er auðvitað sjálfsagt, eða œtti að vera það. Þó er það ekki jafnsjálfsagt og manni virðist málið vera. Oft er það nefnilega sjúklingurinn, sem er látinn víkja — t.d. fyrir hundi sem er vinsæll á heimilinu. Ef sjúkling- urinn er orðinn fimmtán, sextán ára, eða jafnvel eldri, þá hrökklast hann stundum að heiman." — Hefur það virkilega komið fyrir? „Sannast að segja er það talsvert algengt! Maður varð hissa svona fyrst, en síðan hætti maður að verða hissa. Það er ekki jafnmikið um þetta meðal yngri barna en 12 ára. Þó kemur það fyrir. Þá eru börnin oft látin þrauka, en fara kannski ekki beint af heimilinu. Það er hins vegar oft hægt að forðast of- næmisvaldinn, þó stundum þurfi töluverða umhugsun og fyrirhyggju til þess. Það þarf t.d. að gæta að mörgu, ef einn heimilismanna er með ofnæmi fyrir hestum og fjölskyldan er mikið hestafólk. Þá mega ekki berast óhrein- indi af hestinum inn á heimilið úr reiðfötun- um og þá ekki heldur í fjölskyldubílinn. Þá getur sjúklingurinn ekki verið þar.“ — En ef ómögulegt er að forðast ofnœmis- valdinn, svo sem gras? „Þá kemur lyfjameðferð til greina og þar hefur orðið mikil framför. Fyrir um það bil 20 árum voru ekki til mörg lyf við ofnæmi, fyrir utan það sem við köllum ofnæmistöflur, eða antíhistamín. Þessar töflur valda syfju og sljó- leika og gera börnum því erfitt að læra og einbeita sér. Hvað þessar töflur varðar, hafa ekki orðið miklar framfarir ennþá, en það eru væntanlegar ofnæmistöflur fljótlega, sem eiga ekki að valda svefndrunga. Við munum byrja að prófa þær í sumar á hópi sjúklinga með gróðurofnæmi." Við framkvæmd húðprófs eru dropar af ofnæmis- valdandi efnum settir á handlegg sjúklingsins í ákveðinni röð. Síðan er húðin rispuð örlítið, svo efnið komist undir hana og framkalli ertingu, ef ofnæmi er á ferðinni. Húðpróf á handlegg sjúklings, sem hefur m.a. sterkt ofnæmi fyrir hundum og köttum. 28 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.