Helgarpósturinn - 10.07.1986, Side 2

Helgarpósturinn - 10.07.1986, Side 2
UNDIR SOLINNI Hlutafélagið Góðir drengir góðan daginn! eftir Sigmund Erni Rúnarsson Það eru allir svo góðir í kringum mann þessa dagana. Maður bíður bara eftir að rata á númer sem svarar svipað fyrirsögninni. Menn eru eitthvað meira en lítið trúaðir. Heitt og allt í einu. Það skrifar ekki svo maður í Moggann og minni blöð að hann taki ekki tuttugu dálk- sentimetra af tilvitnunum upp úr Spámann- inum, þaðan af meira af bundnum Hallgrími, en sýnu mest af Biblíunni og slengi því sam- an við eigin góðmennsku til að sýna lesend- um svart á hvítu hvað það er mikið á hreinu að menn er fæddir góðir og dánir góðir. Iss, þótt menn misstígi sig öðruhvoru — bara mannlegt — og prump þótt þeir séu eitt- hvað að stelast — bara almennt — og hana- nú. Því, eins og segir í Biblíunni: Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum. Eða: Allt sem þú vilt að aðrir menn gjöri yður, skuluð þér og þeim gjöra. Þetta eru aldeilis flottar meiningar sem menn stráfalla fyrir. Og herma upp á náung- ann hver öðrum betur. Svona setningar er „inn“ í dag. Tískan. Ég veit ekki hvort kirkjusóknin hefur eitt- hvað aukist, en tel það samt líkiegt — og hitt þó líklegra að sala Biblíunnar hafi tekið kipp á þessum aðfaranóttum hundadaga. Það líklegasta í þessu efni er aftur á móti gefið: Ég á við að úrklippufyrirtækið Miðlun — og nú geri ég mér grein fyrir því hvað ég er allt í einu orðinn jarðbundinn — þurfi óforvarendis að gefa út sérstakan trúar- pakka í hópi allra þeirra efnisþátta sem þeir senda frá sér mánaðarlega af hinum og þess- um niður- og tilklipptum Hafskipsmálum samfélagsins. Ég sé fyrir mér nafngiftina á samantektinni: Blaðaúrklippur Miðlunar — júlí 1986 TRÚARSKRIF OG ÝMSAR BIBLÍUTILVITNANIR Verst að geta ekki sýnt svona útlitslega hvað pakkinn verður væntanlega bústinn og pattaralegur. Þarna mun maður auðvitað fletta upp á Ellerti, sem heldur að við séum öll svona inn- réttuð hvort eð er, Magga Bjarnfreðs, sem hvetur syndlausa liðið til að fara að gjóa aug- um eftir kastanlegum steini, Halla Blöndal segja dæmisögur af Samverjunum í sínum vinahópi og víðar, að maður skemmti sér nú ekki líka við tilvitnanalestur allra minni spámanna þessa lands, svo sem þess, sem ný- lega hafði það af að vitna í ekki færri en ell- efu heim-, iífs- og guðspekinga á kvartsíðu í grein sem á íslandsmet í fjölda gæsalappa pr. dálksentimetra. Já, guð býr í garðslöngunni, amma. Talandi um þennan þarna ofan við okkur, langar mig að fara út í þá sálma sem segja af fundum mínum við félaga minn að norðan sem var að Ijúka embættisprófi í guðfræð- inni hérna í Reykjavík. Við áttum síðast spjall saman fyrir utan Víði í Austurstrætinu — sem er Ijótari göngugata landsins, svona svo maður geri ráð fyrir að gatnamálastjóri reki augun inn í þessa grein — én við sem sagt röbbuðum þetta; aðallega um sólina, vorið og land mitt og þjóð. En af því að hausinn á okkur var hvort eð var í þetta gleiðum vinkli frá búknum, bætt- um við Honum við, svona upplitnir en al- vörugefnir strákar. Urðum sammála um að Hann væri ekki tengdur Hafskipsmálinu. Já, hann var sem sagt að klára, skildist að eitthvað um tíu brauð væru laus fyrir norðan sem hann ætlaði að fara að pæla í á næst- unni. Að vísu mestmegnis hrökkbrauð og meira að segja eitt flatbrauð, það er að segja brauð án fjalla næstu kílómetrana, sem kæmi náttúrulega ekki til greina hjá jafn sjúkum klifrara og hann væri, fjallamaður- inn. Guðsfjallamaðurinn. Þetta væri sem sagt dáldið próblem. En það væri alltaf lausn að finna, kvaðst hann ætla og gerði sig svo líklegan til að byrja dálkaskrif þarna á staðnum, nánast tónaði: Því segir ekki; leitið og þér munið... En ég bað hann í guðanna bænum að hlífa mér, svona í miðbænum að minnsta kosti. Sem hann og gerði, en kom þá með lausnina sem hann taldi vera á sínu próblemi, ef það þá reyndist próblem að fullreyndum brauð- rannsóknum nyrðra. Ég var að aka Skeifuna um daginn, sagði hann. Og hvað heldurðu að ég hafi séð? Segðu, sagði ég á innsoginu, æstur... Hvað nema fyrirtæki að nafni Brauð hf! Nú, hann kvaðst bara hafa droppað inn og ráðið sig til sumarafleysinga til að byrja með og skeytti því aftan við þær upplýsingar að það væri vel mögulegt að hann yrði þarna eitthvað áfram. En það er sem sagt að bresta á með hunda- dögum. Trúarhitinn helst væntanlega langt ofan lofthita næstu vikurnar, að minnsta kosti jafn lengi og hægt verður að finna nýjar tilvitnanir í guðsbækur og leggja út af þeim í angurværum drengskapartón. Og þótt menn brenni sig kannski eitthvað lítillega á þessu öllu saman, er ekkert að ótt- ast... Því eins og Megas segir: Guð býr í garð- slöngunni, amma. HAUKUR í HORNI NÝJU VEIÐI- LEYFIN FRÁ MARKAÐS- NEFND: „Ja, þeir ætla aldeilis að sýna fjallalömbun- um tvo í heimana" 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.