Helgarpósturinn - 10.07.1986, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 10.07.1986, Blaðsíða 27
að í rútu á morgnana og ég segi krökkunum framhaldssögu á leið- inni. Annars er þetta fyrst og fremst reiðskóli þarna í Saltvík og krakk- arnir læra að umgangast hestana og ríða þeim. En ég er ekkert í hesta- mennskunni, heldur er ég „kallinn í rútunni“.“ — Finnst þér ekkert lýjandi ad vera innan um krakka allan lidlang- an daginn? „Nei, nei, þetta eru svo fínir krakkar. Og þeir lofa mér stundum að leggja mig smástund. Ég fer nefnilega mjög snemma á fætur á sumrin — aldrei seinna en hálfsjö á morgnana — og eftir hádegið er ég orðinn svolítið syfjaður. Þá segi ég stundum við krakkana: „Nú skuluð þið taka tímann; ég ætla að fá að leggja mig í eina mínútu. Þau hafa svo gaman af þessu að þau stein- þegja á meðan. Ég sit kannski í stól og þau horfa á úrin sín. Eftir eina eða tvær mínútur vekja krakkarnir mig og ég er endurnærður og eld- hress. — Og á leiðinni heim með rút- unni held ég áfram með framhalds- söguna." — Hefurdu gefid út einhverja sögu eftir þig? „Nei, ekki ennþá en vonandi hef ég einhvern tímann efni á því.“ — Finnst þér hafa ordid miklar breytingar á íslensku œskufólki á þessum 25 árum sem þú hefur sinnt œskulýdsstörfum? Ketill er fljótur til svars: „Nei, í raun og veru ekki. Krakkar eru allt- af krakkar. En á seinustu árum hefur reyndar mikill vágestur komið til sögunnar. Það eru vímuefnin. Þau eru vágestur sem allt æskufólk þarf að vísa á dyr.“ Myndir frá öðrum heimi — Eg hef fyrir satt ad þá hafir aldrei sett deigan dropa af áfengi inn fyrir þínar varir. Er það rétt? „Já, það er rétt og það þykir þér fréttnæmt! Ég held að þetta ævi- langa bindindi mitt sé áhrif frá upp- eldinu. Einu sinni sagði mamma mín við mig þegar ég var lítill dreng- ur: Ef þú verður bindindismaður þá skaltu erfa þennan ættargrip. Hún var þá að meina gullhring sem frændi minn hafði átt. Ég strengdi þess heit að bragða aldrei áfengi, hef staðið við það og núna á ég þennan gullhring!" — Finnst þér sjálfum þú hafa adra lífsstefnu en flestir samferdamenn þínir? „Já, að mörgu leyti. Mér finnst margir fara allt of geyst í sakirnar. í og upp úr síðasta heimsstriði rann einhvers konar gullæði á íslendinga og þetta æði er ekki runnið af þeim enn þá. Mér finnst fólk gera allt of lítið af því að staldra við og skoða blómin sem vaxa við fætur manns." — Þú minnist á blóm. Þú málar mikið af blómum ekki satt? „Jú, ég hef alltaf málað blóm mikið. Og myndirnar kalla ég Mynd- ir frá öðrum heimi!" — Öðrum heimi segirdu — hvaða heimur er það? „Ja, það er þessi ævintýraheimur sem við getum öll leitað til. Það er bara spurning um að láta það eftir sér og þora að leita þangað.“ — Hefurðu aldrei fengið það á til- finninguna að fólki finnist þú vera skringilegur? „Það er nú líkast til,“ svarar Ketill góðlátlega. „Sumum finnst ég skrít- BILALEICA REYKJAVÍK: 91-31815/686915 AKURHYRI: 96-21715/23515 BORGARNES: 93-7618 VÍDIGERÐI V-HÚN : 95-1591 BLÖNDUÓS: 95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR: 95-5884/5969 SlGl.UFJÖRÐUR: 96-71498 HÚSAVÍK: 96-41940/41594 EGILSTADIR: 97-1550 VOPNAFJORDUR: 97-3145/3121 SEYDISIJÖRDUR: 97-2312/2204 FÁSKRÚDSFJÖRDUR: 97-5366/5166 HÖFN HORNAI IRDI: 97-8303 interRent inn. En ég hef aldrei orðið fyrir barðinu á fólki og það skiptir mig ansi litlu máli hvað fólk heldur og hugsar um mig. Ef maður væri alltaf að spekúlera í því þá mundu manni ekki endast þessir 24 tímar sem eru í sólarhringnum." Ilmur augnabliksins — Svo ég víki nú að öðru, Ketill. Er það rétt að þú stundir grasalœkn- ingar? „Nei, það er af og frá. Þótt margt megi segja um mig þá hef ég nú aldrei stundað grasalækningar. Hins vegar hef ég oft leitað til konu hér í bæ sem heitir Ásta Erlingsdóttir og kölluð er Ásta grasakona. Hún býr til alls konar seyði og smyrsl og not- ar eingöngu íslenskar jurtir til þess. Ég hef margoft leitað til hennar, bæði vegna mín, móður minnar og barnanna minna. Einu sinni var ívar sonur minn með slæmar innantökur og ég fór til Ástu. Hún var ekki lengi að búa til seyði handa honum og hann varð albata á stuttum tíma. Það er nefnilega alltaf verið að gefa krökkum meðul sem eru ekki bein- línis holl fyrir magann. En meðulin sem hún Ásta býr til virka eins og matur og eru ekkert slæm fyrir meltinguna. Ég hef aðeins verið að leika mér að nærast á íslenskum jurtum, til dæmis finnst mér fjarskalega gott að fá mér fjallagrasate á síðkvöld- um. Sérstaklega með hunangi. —• Og svo er njólinn líka ágætur, og miklu hollari en rabarbarinn. Og ekki má gleyma arfanum. Hann er ágætur í salat." — Viltu koma einhverjum boð- skap á framfæri að lokum — öðrum en þeim að það sé hollt að borða njóla og arfa? Nú verður hann alvarlegur á svipinn og heimspekilegur. „Jú, ég vil hvetja alla til að staldra við og anda að sér ilmi augnabliksins og láta ævintýri dagsins lifa!“ — Og Ketill Larsen lygnir aftur augunum og raular frumsamið lag og ljóð: Svanirnir kvaka kvöldljóðin sín. Blœrinn hann ber mig, ber mig til þín. Ég er hún Litbrá með lykilinn sinn. Leyfðu mér mamma að koma hér inn. Ég verð hjá afa uns komið er kveld. Er kvöldklukkur hringja til baka ég held. NÝJUNG! Nýtt álkerfi. Fallegt útlit! Sníðum eftir pöntunum innréttingar í uerslanir, hillur, skápa, sýningarskápa, afgreiösluborð. Smíðum einnig eftir máli sturtuklefa. Akrýlplast í plötum, sníðum eftir pöntunum, sagað eftir máli. Vönduð uinna, fljót og góð afgreiðsla. AL OG PLASThf Ármúla 22 - Pósthólf 8832 Sími 688866 - 128 Reykjavík LANDSRANKASYNING 100ÁRA AFMÆLl LANDSBANKA ÍSLANDS OG ÍSLENSKRAR SEÐLAÚTGAFU / / / r r 28.JUNI—20.JULI I SEÐLABANKAHUSINU iMitlSWÍSW lSlAStlS-SWMI'ASJKtl rr Itilefni 100 ára afmælis Landsbankans og íslenskrar seðlaútgáfu hefur verið sett upp vegleg sýning í nýja Seðlabankahúsinu við Kalkofnsveg. Þarerm.a. rakin saga gjaldmiðils á Islandi allt frá landnámsöld, fyrsta afgrelðsla bankans endurbyggð, skyggnst inn í framtíðarbankann, sýndar gamlar gullfallegar vélar og fylgst með hvernig peningaseðill verður til. rr sýningunni verða seldir sérstaklr minnispeningar og frímerki, þarer vegleg verðlaunagetraun og léttur útibúaleikur og daglega eru sýndar kvikmyndir um Landsbankann og sögu íslenskrar seðla- og myntútgáfu. Þá eru einnig sýnd saman opinberlega í fyrsta sinn malverk I eigu bankans eftir marga bestu listmálara þjóðarinnar. Veitingasala er á sýningunni og leiksvæði fyrir börn. ýningin er opin virka daga frá kl. 16.00-22.00 og frá 14.00-22.00 um helgar. Við hvetjum alla til þess að sjá þessa stórskemmtilegu sýningu. Aðgangur er ókeypis. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna 1100 ár HELGARPÓSTURINN 27

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.