Helgarpósturinn - 10.07.1986, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 10.07.1986, Blaðsíða 17
svipta Reiknistofuna hf. leyfinu þeg- ar mistökin voru ljós og þeir vissu að þau voru ekki ný af nálinni? „Við sáum ekki ástæðu til að svipta þá starfsleyfi, þótt sá möguleiki væri ræddur," sagði Þorgeir Örlygsson, formaöur tölvunefndar og borgar- dómari, í samtali við HR „Mistök þessi eru mjög alvarleg en við höfð- um ekki ástæðu til að ætla að þau væru gerð af ásetningi, en við tók- um hins vegar fram í bréfi sem við sendum þeim að ef nefndin yrði vör við frekari misfellur í starfsemi þeirra gæti það varðað sviptingu starfsleyfis." Þorgeir sagði að kvört- un Auglýsingastofunnar GBB, aug- lýsingaþjónustunnar væri eina formlega kvörtunin sem tölvunefnd hefði borist vegna starfsemi Reikni- stofunnar hf. og svo skjótt hefði ver- ið brugðist við þeim að þau hefðu verið leiðrétt 5 dögum eftir að þau urðu ljós. Skiljanlega væru þeir sem orðið hefðu fyrir barðinu á þessum mistökum ekki hressir og ef Reikni- stofan hf. fengi á sig skaðabótamál yrði hún auðvitað bara að bregðast við með eðlilegum hætti. „ÖNNUR MISTÖK GETA VERIÐ VERRT' „Jú, Gylfi Sveinsson viðurkenndi á fundi með okkur að mistök þessi væru ekki ný. Þau hafa hins vegar ekki komið í ljós fyrr, því sjaldnast hefur reynt á þau. Látnir menn eiga auðvitað ekki í neinum viðskiptum og sama gildir um fyrirtæki og hlutafélög sem hafa verið lögð nið- ur,“ sagði Jón Thors, ritari tölvu- nefndar. Jón sagði að eldri skrár Reiknistofunnar hf. væru ekki leng- ur í gildi og því ættu eldri mál af þessu tæi ekki að valda neinum óþægindum lengur fyrir þá sem lent hefðu í þeim. Önnur mistök skrán- ingaraðila á borð við Reiknistofuna hf. gætu og valdið meiri óþægind- um. Þannig gæti Jón Guðmundsson t.d. lent í því að vera skráður sem vanskilaaðili í stað alnafna síns vegna þess að skráningaraðilar hefðu farið línuvillt í þjóðskránni og fært inn rangt nafnnúmer. „Öllum geta orðið á mistök, það er bara hið eilífa vandamál í mannlegri nátt- úru." „MEGUM EKKI KAF- FÆRAOKKUR í EFTIR- LITSMÖNNUM" En hvað ef fyrrnefnt auglýsinga- fyrirtæki hefði ekki lagt inn kvörtun vegna þessarar röngu skráningar? Hefðu tölvunefndarmenn uppgötv- að mistökin að fyrra bragði eða hefðu þeir fyrst uppgötvað þau þeg- ar næsti aðili, sem orðið hefði fyrir barðinu á þeim hefði kvartað til nefndarinnar? „Það er erfitt að segja nokkuð um það vegna þess hve lítið hefur reynt á þessi mistök," sagði Jón. Hann taldi það líka vera matsatriði hvort setja ætti inn í tölvulögin ákvæði um aukið og hert eftirlit tölvunefndar með skráning- araðilum. „Að mínu mati eru þessi ákvæði um eftirlit nægileg. Við verðum að varast að kaffæra okkur í eintómum eftirlitsmönnum. Tölvulögin voru endurnýjuð á síðasta ári til fjögurra ára og nýr formaður skipaður fyrir nefndinni. Viss endurskoðun á stefnunni fer nú fram, en það var stefna fyrri nefndar að forðast alla skriffinnsku og allt kerfisbákn. Það er auðvelt að búa til bákn, en hvort það er nauðsynlegt eða æskilegt er svo aftur annað mál.“ ENGAR KRÖFUR UM HÆFNI EÐA MENNTUN Jón sagði að ekki hefði verið sett reglugerð með tölvulögunum en tölvunefnd setti ákveðin skilyrði fyrir starfsleyfi og þau væru breyti- leg eftir því hvers eðlis þjónusta skráningarfyrirtækisins væri. Þann- ig væri t.d. kveðið á um í starfsleyfi Reiknistofunnar hf. að ef fyrirtækið léti annað fyrirtæki vinna fyrir sig yrði hið síðara einnig að hafa starfs- leyfi tölvunefndar, og að tölvunefnd og starfsmenn hennar mættu hve- nær sem væri skoða starfsemi Reiknistofunnar hf., tækjabúnað og vinnubrögð. En hvorki í tölvulögum né í starfsleyfum væri krafist ákveð- innar hæfni eða menntunar þeirra sem rækju slíka skráningarþjón- ustu. „Gylfi Sveinsson er hins vegar viðskiptafræðingur að mennt og það væri varla hægt að fara miklu hærra í kröfum um hæfni eða menntun, ef þær væru gerðar," sagði Jón að lokum. LÁTIÐ OKKUR TAKA BETRI MYND TRÖNUHRAUNI 8 HAFNARFIRÐI SÍMI 54207 BJARNI JÓNSSON LJÓSMYNDARI Rúmgódir og vinalegir rádstefnu- og veislusalir vid öll tækifæri Leigjum út sali fyrir stærri og smærri hópa tilvalið fyrir ráðstefnur, fundi, stórar og smáar veislur. Við sjáum um fjölbreytta þjónustu í mat og drykk. Allar nánari upplýsingar veitir veitingastjórinn í síma 82200. ‘MI0TIÍIL‘& iBaiB FLUGLEIDA HOTEL

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.