Helgarpósturinn - 10.07.1986, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 10.07.1986, Blaðsíða 19
KONA 29 — 34 ÁRA Andlit Konur á vinnumarkaðnum eiga að vera málaðar í framan en hóflega mjög. Mjúkir tónar og látlausar lín- ur prýða konur sem vita að starfs- fólk er andlit fyrirtækisins. Mikil málning ber vott um persónugalla og þörf fyrir að láta taka eftir sér fyr- ir annað en kemur starfinu beint Gleraugu Gleraugu eru tilkynning um að kon- ætlist til þess að gerðar séu sömu kröfur til hennar og hún eigi að fá sömu möguleika og karlinn. Afskaplega traust. En þess verður gæta að þau séu smekkleg. eiga að tala skýrt og hafa símarödd. Konur eiga ekki aö reyna að vera fyndnar eöa segja brandara, en þeim á að líka kímni- gáfa karlanna. Hláturinn á að vera mildur en má vera dillandi. Konur verða að gæta þess sérstaklega vel vera með á nótunum og helst vita meira en viðmælandinn því um leið og konan strandar á einhverju vaknar upp grunur um að hún eigi betur heima innan um börn og buru en íhörðum heimi karlanna. Konan verður einnig að hrista af sér alla til- finningasemi, þó án þess að verða of karlaleg í ummælum. Tennur Varalitur á framtönnum er háska- og býður af sér slæman Tyggigúmí er í raun umsókn um verksmiðjustarf. Hendur Um handtak kvenna gildir það og um handtak karla. Negl- urnar eiga að vera vel lagaðar, ekki langar og ekki heldur of rauðar. skal þess að sami litur sé á nöglum og vörum. Giftingarhring- ur er allt að því nauðsynlegur. Búkur Fita utan á starfsfólki er afskaplega illa séð og kannski enn frekar á kvenkyns starfsfólki. Fita ber vott um óheilbrigt líferni og ákveðið hirðuleysi gagnvart sjálfum sér og jafnframt viljaleysi að hafa ekki los- að sig við hana. Feitt fólk hefur líka á sér orð fyrir að vera glaðlynt og kjaftaglatt og getur því valdið trufl- un á vinnustað. Glaðlyndi þess er líka sagt vera komið af minnimátt- arkennd og það orð er bannað í við- skiptaheiminum. Dragt Konur sem tilbúnar eru að etja kappi við karla gefa það til kynna með því að klæðast líkt og þeir. Þó verða þær jafnframt að gæta kven- legs yndisþokka. Hin klassíska dragt gerir þetta hvorttveggja og hentar því þessum konum afskap- lega vel. Um litaval gildir það sama og um föt karlanna; litvana sam- ræmi. Grátónar eru áhættuminnstir og ágætur útgangspunktur fyrir þá sem eru að þreifa sig áfram. Blússa Blússan má vera skrautleg en þó ekki æpandi. Hún verður að vera eins og aðrar flíkur í litlitlu sam- ræmi við heildarútlitið. Skór Skórnir mega ekki vera of háhælaö- ir, kvenlegir en ekki svo að þeir mis- þyrmi fótunum. Skórnir eru óend- anlega mikilvægir og annar hver starfsmannastjóri lítur fyrst á þá er umsækjandi kemur í viðtal. Því ber að vanda mjög til vals á þeim og hirða vel um þá. Fótleggir Sokkarnir eiga að vera húölitir. Allt annaö er óðs manns æði. Og lykkjufall er að sjálfsögðu við- skiptalegt sjálfsmorð. Úr Úrið á helst að vera af Cartier-gerð. Fallegt og úr gulli. Slaufa Settleg slaufa hæfir konum á vinnumarkaðnum vel og kallast á við bindi karlanna á fundum. Best er aö hún sé í sama litartón og blússan. Limaburður Það er afskaplega vandasamt fyrir konur á vinnumarkaðnum að sitja, ganga og bera sig rétt. Þær verða að brúa bilið á milli tískusýn- ingardömunnar og ábyrgs við- skiptarefs og í þeirri brú má ekkert vera of eða van. Þær mega ekki sitja of pempíulega og ekki of groddalega heldur. Það sem er þokkalegt göngulag hjá karli getur verið eins og slugs á konu o.s.frv. /erður að eiga mann og börn sem comin eru af dagheimilisaldri og )úin að fá flesta barnasjúkdóma. Dgiftar konur og barnlausar eru lík- egar til að ætla sér lengra en nokk- jr kærir sig um. Nýfráskilið fólk er illtaf dálítið vafasamt, krambúlerað j sálinni og eyðir stundum of mikilli )rku í að koma sér aftur í hjóna- ?and. Imvatnslyktin má ekki vera of ^berandi. Estée Lauder lýsir góðum »mekk og Chanel 5 er alltaf klass- ’skt. Konur sem ætla sér langt á vinnu- markaðnum ættu ekki að flíka skoðunum sem hugsanlega er hægt að tengja kvennabaráttu. Starfsferillinn verður að hafa stíg- andi, þótt hún megi vera hægari en hjá karlmönnum þar sem konur verða oft að sjá á eftir karlpeningn- um á uppleiðinni. Þó ber að hafa það í huga að konur fá yfirleitt hóg- værari starfstitla en karlar og svip- uð ábyrgð getur legið á bakvið skrifstofustjórastarf hjá konu og deildarstjórastarf hjá karli. Allt að tíu ár starf með sama titil þarf ekki að lýsa dugleysi hjá konum, heldur miklu fremur þolinmæði og vissri viðurkenningu á reglum viðskipta- lífsins. Hár Uppsett hár, og helst í hnút, er ákaf- lega traustvekjandi. Þó eru undan- tekningar þolaðar þar sem konan verður að bjóða af sér kvenlegan yndisþokka í einhverjum mæli. En yndisþokkinn má aldrei verða gálu- legur heldur hógvær; þótt konur komist alltaf eitthvað áfram á gálu- hætti verða þær að sýna eitthvað annað ef þær ætla að ná virkilega langt. Um menntun kvenna gildir flest það sama og karla. Og eins og þeir verða þær að sýna að þær hafi menntað sig fyrir starfsferilinn. Strax að námi loknu verður fólk að þurrka af sér allt námsmannaútlit sem oft á tímum lyktar af námslán- um, kjallaraíbúðum og hálfgerðu basli. Sá sem Iftur út eins og náms- maður þegar hann kemur út á vinnumarkaðinn er í raun aö gefa út yfirlýsingu þess efnis að ábyrgðar- laust skólalíf eigi í raun best við hann og hann sé ekki enn hæfur til að takast á við harðan heim við- skiptanna. Þannig hafa með tímanum orðið til venjur og síðan hafa reglur verið dregnar eftir útlínum þeirra. Þá hef- ur verið fundið upp kerfi út frá regl- unum og þar sem þeir sem allir eiga allt undir nota sér þetta kerfi hefur það orðið að reglum þeirra sem á eftir koma. Og þar sem þeir verða að lifa í einu og öllu eftir þessum reglum hafa þær orðið þeim sem venjur. En þar sem enginn er heill, slæð- ast alltaf einhverjir ósiðir með góðu siðunum. Því er nauðsynlegt fyrir þá sem ætla sér langt að skilja hism- ið frá kjarnanum. Þótt aðferð Páls postula; að reyna allt og halda því sem gott er, sé góðra gjalda verð, er hún langtum of tímafrek fyrir þá sem lifa nú á dögum. Því hafa menn í ríkari mæli treyst á reynslu annarra og drukkið af henni, bæði af vörum holiráðra og eins af rituðu máli. Fyrir þó nokkrum árum kom nokkur afturkippur í útgáfu góðra bóka sem leiðbeindu fólki er var að leggja af stað í lífsbaráttuna á ung- um og óstyrkum fótum. Þetta var á þeim tímum er sjálfsbjargarviðleitn- in þótti ekki lengur hreyfiafl góðra hluta heldur einhverskonar óhrein- indi er menn áttu helst að þrífa af sér hið fyrsta. En þessi bylgja stóð stutt yfir í rússibanaferð tímans og brátt þótti speki hennar hin versta ólyfjan og enn þjást margir af timb- urmönnum vegna inntöku hennar. Síðan hafa leiðbeinandi bækur fyrir fólk í leit að virðingu aftur öðl- ast sinn fyrri sess meðal þjóða. Þó að Islendingar séu á meiri hraðferð en aðrar þjóðir og þarfnist slíkra leiðarvísa kannski mest allra, virðist þeim þó ætla að skola hér á land bæði seint og illa. Því reikar marg- ur íslendingurinn um frum- skóg viðskiptanna leiðsagnarlaus og lærir af engu öðru en trjánum sem hann rekst á. Sökum þessa hefur Helgarpóstur- inn ákveðið að draga saman stuttar leiðbeiningar og birta þær, ef það kynni að verða einhverjum til hjálp- ar. Þær eru dregnar saman úr upp- lýsingum sem þeir hafa góðfúslega veitt blaðinu er hafa sérhæft sig í því að velja hentuga starfsmenn fyrir þá sem þurfa. Og þar sem Helgarpóst- urinn reynir að fylgjast með hring- iðu tímans var leiðarvísirinn settur upp sem einföld skýringarmynd og bæði talmálið og myndmálið nýtt til hins ýtrasta. Megi einhver hafa gagn af. BÍLEIGENDUR BODDÍHLUTIR! Framleiðum trefjaplastbretti á eftirtaldar bifreiðar: Lada 1600, 1500, 1200 og Lada Sport, Subaru '77, '79, Mazda 323 '77, '80, Mazda 929 '76-'78, Mazda pickup '11-82, Daihatsu Charmant '78, '79. Brettaútvikkanir á Lödu Sport. BÍLPLAST . Vagnhöfða 19, simi 688233. | Tökum að okkur trefjaplastvinnu Póstsendum. I Veljið islenskt. Höfum opnað teiknistofu í Kópavogi ad Álfhólsvegi 79. Viðtalstími mán,—-föst. milli kl. 14—16. Sími 641099 Fyrir hönd Arkitektaþjónustunnar s/f Guðmundur Gunnarsson arkitekt F.A.Í. FREE STYLE FOmSKUM LfOREAL * Já — nýja lagningarskúmið frá L'ORÉAL! og hárgreiðslan verður leikur einn. Passamyndir Ljósmyndastofa Reykjavíkur er á horni Hverfisgötu og Snorrabrautar. Handstækkum litmyndir eftir þínum eigin litnegatífum. Verið velkomin. Hverfisgötu 105, 2. hæð. Sími 621166 HELGARPOSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.