Helgarpósturinn - 10.07.1986, Blaðsíða 35

Helgarpósturinn - 10.07.1986, Blaðsíða 35
■ ýr bæjarstjóri hefur verið ráðinn á Selfossi. Sá heitir Karl Björnsson og er sonur Björns verkalýðsforkólfs Þórhallssonar og er víst góður og gegn sjálfstæð- ismaður eins og pabbinn. Karl starfaði áður hjá Byggða- stofnun og hugsa Selfyssingar sér gott til glóðarinnar að hafa innan- búðarmann úr þeirri stofnun við stjórnvölinn. Uppbygging atvinnu- lífsins er eitt af þeim málum er nýi bæjarstjórinn þarf að fást við og þar ættu tengsl við gamla vinnustaðinn að nýtast eitthvað. Fyrrverandi bæjarstjóri, Stefán Ómar Jónsson, hefur látið af störf- um og bíður fyrrverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar nú með öndina í hálsinum eftir því hvort hann ætli að flytja úr bænum eða sitja um kyrrt. Þannig er í pott- inn búið að þegar Stefán sem er framsóknarmaður, réðst til bæjarins fyrir 4 árum gekk illa að útvega honum leiguhúsnæði. Þá bauðst Stefán til þess að selja húseign sína í Mosfellssveit og kaupa sér aðra á Selfossi, gegn því að meirihlutinn keypti húsið af honum aftur ef hann yrði ekki endurráðinn. Þetta sam- þykkti meirihlutinn og var gerður samningur sem kvað á um fulla verðtryggingu á kaupverðinu og gilti hann til 8 ára. Síðan þá hefur fasteignaverð á Selfossi nær staðið í stað og því fengi Stefán verð sem er langt yfir markaðsverði, ef hann seldi meirihlutanum húsið. En meirihlutinn sem var er ekki meiri- hluti lengur og þar sem hann bar þennan samning aldrei undir þáver- andi minnihluta ætlar núverandi meirihluti nýrra manna úr Sjálf- stæðisflokki, A-flokkanna og Kvennaframboðs, ekki að sam- þykkja þennan samning. Því er ekki ólíklegt, ef Stefán hugsar sér til hreyfings, að fyrrverandi meðlimir meirihlutans verði að greiða honum verðtryggt kaupverð hússins úr eig- in vasa. Það gæti þýtt að hver bæjar- stjórnarmaður tapaði hátt í 400 þús. kr. á 4 ára bæjarstjóratíð Stefáns þegar þeir síðan seldu húsið aftur. . . v insælt umræðuefni — út- varpið: Nú er komið á daginn að inn á þessa stofnun allra landsmanna hefur laumast úlfur í sauðargæru. Hann heitir Guðmundur Sæ- mundsson, norrænufræðingur, vinstrimaður og fyrrum öskukarl á Akureyri, og sér nú um þáttinn Daglegt mál í útvarpinu. Þetta er vinsælt útvarpsefni og ávallt um- deilt, og varla líkur á að það breytist í umsjónarmannstíð Guðmundar. Nú munu þeir hafa komist að þeirri niðurstöðu að viðhorf Guðmundar til íslenskrar tungu gangi í berhögg við opinbera málstefnu Ríkisút- varpsins, sem Arni Böðvarsson málfarsráðunautur hefur verið sett- ur til að framfylgja. Eftir því sem Helgarpósturinn hefur komist næst af stopulli hlustun á þætti Guð- mundar er það skoðun hans að best og frjóast íslenskt mál sé talað af unglingunum í Efra-Breiðholti. Þar sé aldeilis ekki stöðnuninni fyrir að fara — sem er náttúrlega ekki verri skoðun en hver önnur. . . Einstakur safngripur — einstakt tœkifœri! í dag veröa seld í Gramminu 100 einfök af „Blús fyrir Rikka“ sérpressuö ó bláan vinyl. Þau veröa árituö og tölusett og þeim fylgir sérprentað litplakat 31cm x 63cm. Þetta er einstakt safntœkifœri sem gefst ekki aftur! Loksins sendir Bubbi frá sér ekta trúbador- plötu þar sem hann kemur einn fram meö kassagítarinn og munnhörpuna. „Blús fyrir Rikka“ er tvöföld 24 laga plata hljöörituö á tónleikum og í stúdíói. Megas er gestur í tveimur lögum þar sem þeir félagar fara á kostum. Á „Blús fyrir Rikka“ tekst Bubba enn einusinni aökomaáóvartmeö einstaklega nœmum söng og blœbrigöaríkum flutn- ingi. THESMITHS 1'hrXþtern h Drot! THE QUEEN IS DEAD Biöin er liðin! Nýja Smiths platan er komin! The Queen Is Dead veröur vafalítiö fyrir mörg- um plata þessa árs líkt og síðasta plata Smiths í fyrra. alla vega viröist svo œtla aö veröa hjá bresku músíkpress- unni, sem keppist við aö lofa plöt- una, enda er hér á ferðinni ein fremsta poppsveit undan- farinna ára. „Stórkostleg tónlist, eitthvad sem er dýr- mœtt og blómstrar Melody Maker „Besta hljómsveit Breta heldur sér vid þad sem hún gerir best, ad vera einfald lega The Smiths." m ANNETTE PEACOCK - I Have No Feelings ■ BJARNI TRYGGVA - Mitt líf, bauðst eitthvað betra? ■ CABARET VOLTAIRE - Drain Train 12” ■ CRIME & THE SITYLUTION - On The Kenturky Click 12” ■ EINSTURZENDE NEÚBAUTEN - Drawings of E.T. ■ GENESIS — Invesible Touch ■ GO BETWEENS - Liberty Belle ■ HIPSWAY - Hipsway ■ LLOYD COLE & THE COMMOTION - Easy Pieces ■ MEGAS - Allur ■ MICRODISNEY - The Clock Comes Down The Stairs ■ NICK CAVE - The Folk Singer 12" ■ PREFAB SPROUT - Devol Have All The Best Tubes” ■ PETER GABRIEL - So ■ RAMONES — Animal Boy ■ RICHARD LLOYD - Feeld of Fire ■ ROBERT WYATT w/SWAPO SINGERS - Wind of Change ■ SIMPLE MINDS - Allar Lp ■ SIMPLY RED - Picture Books ■ SMITHS - Bigmouth Strikes Again 12” ■ - Hatful of Hollow ■ — How Soon is Now? 12” ■ - Smiths ■ SWANS - Greed ■ YOUSSOU N'DOUR - Nelson Mandela EASTERH' Fyrsta breiöskífa einnar umtöiuöustu hljóm- sveitar Breta í dag. Kraftmiklu rokki og text- um Easterhouse hefur einna helst veriö líkt viö U2 og Joy Division. Kynnist hljómsveitinni, sem BBC bannaði. EIGUM FYRIRLIGGJANDI STÓRKOSTLEGT ÚRVAL AF Blús. Jazz. Rokk'n’Roll. Sogl o.fl. aramm Laugavegi 17 101Reykjavík NÝJA OG VINSÆLAR PLÖTUR: GÆÐATÓNLIST Á GÓÐUM STAÐ Sendum í póstkröfu sami dægurs HFI ^ARPÓSTURINN 3R

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.