Helgarpósturinn - 10.07.1986, Blaðsíða 25
áhorfendum þegar sprelligosarnir
úr Madness-flokknum birtust á
skjánum um daginn og fóru á kostum í
viðtali við Jón Gústafsson. Þeir
sögðust hafa farið í partí til Davíðs
borgarstjóra Oddssonar, og báru
honum vel söguna, það hefði verið
nóg að drekka, þetta hefði sumsé
verið gott partí — enda hefur það að
líkindum verið haldið á nýja, fína
barnum í Höfða. Hinsvegar hnykkti
mörgum við þegar Madness-piltarn-
ir tjáðu þjóðinni að Davíð hefði
greitt þeim fyrir að koma í partíið,
50 pund hverjum fyrir sig, eða 3000
krónur íslenskar. Auðvitað voru
þeir bara að djóka — en það skyldi
þó aldrei vera...
A
Æ^^^hugamenn um astalif hafa
eflaust tekið eftir því að á tímabili
voru þrjú fyrirtæki í þeim bransa
farin að auglýsa í smáauglýsinga-
dálkunum. Fyrst verður auðvitað að
telja þetta gamla góða sem oftast er
kennt við guðinn Pan, síðan Hauk
„Uppi og Niðri“, en þriðja fyrir-
tækið nefndist Rómeó og Júlía og
mun hafa verið rekið af einhverju
áhugasömu pari, eftir því sem næst
verður komist. Nú er hins vegar
hinn eini, sanni Pan-umboðsmað-
ur aftur orðinn aleinn um hituna,
því Rómeó og Júlía eru horfin af
sviðinu og Haukur fær ekki að aug-
lýsa fyrr en hann hefur greitt skuld
sína við viðkomandi dagblað. . .
||
I lér kemur saga úr banka-
kerfinu. Sjómaður nokkur og sam-
býliskona hans skildu að skiptum.
Eitt af fyrstu verkum sjómannsins
var að taka nafn sambýliskonunnar
fyrrverandi útúr bankabókinni sinni
en bókin var geymd í bankanum
eins og alsiða er. Konan hafði að
mestu leyti séð um fjármálin meðan
maðurinn var úti á sjó. Til að vera
alveg öruggur um að hún kæmist
ekki í bókina bætti hann við sem
,,merki“ leyninúmeri sem ekki
hafði verið áður. En hann var ekki
lítið hissa nokkru seinna þegar
hann kom í Iand. Þá var nánast búið
að hreinsa út úr bókinni. Fyrst
höfðu verið teknar út 43.000,- krón-
ur, síðan voru laun sjómannsins
lögð inn á bókina en þau fóru sömu
leið og hinir peningarnir, 31.000,-
krónur út. Þetta gerðist þremur
mánuðum eftir að hjónaleysin
voru skilin að skiptum. Ekki var sjó-
maðurinn ánægður með að konan
skyldi geta tekið út úr bókinni, enda
taldi hann sig tryggðan. Við eftir-
grennslan í bankanum kom í ljós að
gleymst hafði að strika nafn kon-
unnar út. Og það sem verra var,
konan fékk uppgefið í bankanum
leyninúmerið. Sjómaðurinn fékk að
sjá úttektarmiðana og á þeim fyrri
var skrift starfsmanns í bankanum
og undirskrift konunnar. Starfsmað-
urinn hafði skrifað leyninúmerið
fyrir hana. Þannig að þegar búið var
að leggja laun sjómannsins inn á
bókina var hægur vandinn fyrir
konuna að taka þau út þar sem hún
kunni nú leyninúmerið. Konan
hafði þannig hvorki þurft að sýna að
hún kynni leyninúmerið né að fram-
vísa geymslukvittun bókarinnar.
Sjómaðurinn, sem hélt að hann
væri tvítryggður, fékk þau svör hjá
bankastjóranum að ekki hefði verið
um mistök af hálfu bankans að
ræða. Þetta væri alfarið hans mál og
sambýliskonu hans fyrrverandi. Sjó-
maðurinn kærði til Rannsóknarlög-
reglu ríkisins og þar hefur málið
verið í heilt ár. Þeir munu vera að
bíða eftir greinargerð frá bankan-
um...
fjj
V C/.*/
r
-m
C'kj
MEÐ HENRÍETTU 15. -22. JÚLÍ
VERÐAÐEINSKR. 26.940.-
í París ætlum við að:
• Fara í tyrkneskt kvennabað
• Skoða stærsta markað í París, þar sem konur
geta skoðað allar þærtuskur sem þær vilja
• Ganga settlega um skrautgarða Parísarþorgar
• Horfa á Eiffelturninn (það verður beðið eftir þeim
sem þora upp)
• Fara á flot á Signu
• Heimsækja Pompidou-safnið
• Fara á kvennakaffihús — og fullt af götukaffihús-
um
• Horfa á sæta stráka bera að ofan og í stuttbuxum
Fara í skoðunarferð um borgina
Þetta er bara brot af því sem hægt er að gera i Paris. En
fyrst og fremst ætlum við kellurnar að hlxgja saman,
kjafta saman, borða saman, og skoða og skemmta okkur
Innifalið: Flug til Parisar, gisting á 3ja stjörnu
hóteli ogfararstjórn Helgu Thorberg.
^mTerro
^ — ekki bara fyrir herra.
LAUGAVEGI 28,101 REYKJAVÍK, SÍMAR 29740, 621740.
SUMARSÆLA I NATTURUPARADIS
Hrífandi náttúrufegurð
Snæfellsness og Breiðafjarðar lætur engan
náttúruunnanda ósnortinn
Kynnið ykkur sumartiboðin frá Hótel Stykkishólmi
LÆGRA VERÐ I MIÐRl VIKIJ
VERTU VELKOMINN Á NESIÐ
Njótið sumars á vistlegu hóteli í paradís
íslenskrar náttúru
Möguleikar á siglingu um Breiðafjörð með Baldri
eða hraðskipinu Brimrúnu
:
M :l - .. n iii
HELGARPÓSTURINN 25