Helgarpósturinn - 10.07.1986, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 10.07.1986, Blaðsíða 21
arhópsins. Hugsunin á bak við hópinn er að eldra fólk fái mjúka lendingu þegar það kemst á eftirlaunaaldurinn. Því það er eiginlega heldur seint að byrja 67 ára. Þess vegna miðum við við 50 ár. En hver meðlimur má taka með sér gest sem má vera á hvaða aldri sem er. Þannig að á fundum, samkomum og ferðalögum Hana-nús eru allir aldurshópar. Sérstaklega er þó oft mikið af barnabörnum. Þessi hópur er gífurlega spennandi og hann er vinsæll og við skemmtum okkur vel saman. Það er vandamál í dag hvað fólk má lítið vera að því að vera með öðru fólki. í Hana-nú er fólk saman og það skemmtir sér saman. En svona stór hópur fyrirfinnst einungis í Kópavogi, hvergi annars staðar á íslandi, og þótt víðar væri leitað. Útlendingar sem koma hingað í heimsókn hafa hrifist af Hana-nú.“ Það er til fátækt á íslandi Ásdís er starfsmaður frístundahópsins frá því 1983 og hún gæti talað fram á rauða nótt um frí- stundahópinn en við tökum bœði í taumana. „Starfið hjá Félagsmálastofnun getur tekið ákaflega á mann tilfinningalega. Ég hef í starf- inu kynnst hlutum sem ég hafði áður haldið að fyrirfyndust aðeins í útlöndum. Það er til fátækt á íslandi, mikil fátækt oft á tíðum. Þeir sem halda því fram að ekki sé til fátækt á íslandi og telja það lygimál, þeir þekkja ekki sitt eigið land. Það er nóg að taka einfalt dæmi um konu sem ekki á íbúð og hefur lægstu laun, tuttugu þúsund á mánuði. Hún borgar kannski 12—17 þúsund í leigu á mánuði. Ef hún er tveggja barna móðir, þá er mánaðarkaupið farið í leigu og barnapöss- un. Síðan á þessi kona að lifa af meðlagi og mæðralaunum. Það dugir ekki fyrir mat, hvað þá ef vantar t.d. pollagalla eða bara hvað sem er. Meðlagið dugir skammt. Nú, vilji konan að börn- in sín fari í t.d. ballett eða í tónlistarskóla, þá er það algerlega vonlaust. Til þess þarf hún að eiga bíl og hún þarf að eiga fyrir ballettdóti eða hljóð- færum. Slíkir sérskólar eru ekki fyrir hina lægst launuðu, það sér hver maður. Og hvað getur : þessi kona gert? Það er raunverulega bara eitt: Hún verður aö ná sér í karlmann!!" Það á að banna láglaunastefnuna Og nú er Ásdís orðin verulega œstyfir slœmu ástandi þjóðfélagsmála. „En kvenfólk verður að læra, þær verða að mennta sig og gera sig út á lífið með það fyrir augum að verða sjálfstæðir einstaklingar. Það þýðir ekkert að ganga út í lífið með það viðhorf að til þess að lifa þurfi eitt stykki karlmann. Og það er ekki einu sinni tryggt að manni haldist á þessum karlmanni allt sitt líf. Þá komum við nú inn á skilnaðina. Ég vona að holskeflan núna sé aðeins tímabundin. Konurn- ar fá oftast börnin og vinna allan liðlangan dag- inn og margar á kvöldin líka, fyrir nú utan heim- ilisstörfin. Og að hugsa sér þessi blessuðu börn. Það á að banna þessa láglaunastefnu með lög- um. Það á að banna hana. Þetta er barnavernd- armál. Auðvitað fara karlar líka ilia út úr lág- launastefnunni en það er bara betra að taka kon- ur sem dæmi, þar er svo auðsætt misréttið í þjóðfélaginu. Svo eru líka þessi börn sem eru ein að þvælast allan daginn. Alveg frá því þau eru of gömul til að vera á leikskóla, sex ára. Þá er þetta bara þvælingur. Þetta er ekkert mannlíf. Fólk má hreinlega ekki vera að því að vera til. Það er mikið búið að tala illa um menningar- byltinguna í Kína — þeir gera það nú sjálfir þessa dagana — en ég hefði nú haldið að ýmsir þeir sem stjórna þessu landi hefðu gott af því að vera, þó ekki væri nema mánuð, í sporum þeirra sem minnst bera úr býtum og lægst eru launaðir. Þá myndu þeir ekki hika við að svara með jái, væru þeir spurðir hvort til væri fátækt á íslandi. Svo er líka þessi menningarfátækt. Þetta er ekki spurning um peninga heldur líka hvort fólk hafi tíma til að njóta þess sem nútíma þjóðfélag og nútíma menning býður upp á. í vinnuþrælk- uninni hafa margir ekki tíma til þess. Það er klárt mál að það búa tvær þjóðir í þessu landi. Það eru til nógir peningar í þessu landi og það eru einhverjir með þá sem ekki hafa unnið fyrir þeim." Allt um kring í sálinni og í líkamanum Óréttlœti láglaunastefnunnar er auðheyrilega mikið hitamál hjá Ásdísi og hún gœti líka talað um það jafnlengi og um Hana-nú. Ásdís á tvö börn, strák og stelpu, en það sem er sérstakt við þau er að það eru 16 ár á milli þeirra. Strákurinn er eins árs og því spyr ég Ásdísi hvort hún hafi ekki verið búin að gleyma því hvernig var að skipta á ungabarni? „Það er sniðugt að þú skulir spyrja að þessu. Jú, ég var eiginlega alveg búin að gleyma hvern- ig þetta var. Ég hafði alltaf þóst hafa skilning á þessum margumtalaða reynsluheimi kvenna en það var ekki fyrr en ég átti strákinn að ég skildi það mál til fulls. Það er konan sem gengur með börnin, hún nærir börnin af líkama sínum og hún er í þvílíkri nánd við barnið sem hún gengur með að ég held að enginn geti skilið það nema sá sem hefur upplifað það sjálfur. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr karlmönnum, það er allt annar handleggur. Meðgangan er lífsreynsla sem vart er hægt að skilja nema með því að upplifa hana. Síðan kemur fæðingin en barnið hverfur ekki frá manni hvorki líkamlega né andlega við það. Barnið er í manni og með manni og allt um kring í sálinni og í líkamanum í marga, marga mánuði eftir að maður er búinn að fæða það frá sér. Ég upplifði þetta svo skýrt eftir að ég átti hann Skúla. Það var eins og ég sæi hann í mér og fyrir framan mig en eftir því sem dagarnir og mánuðirnir liðu færðist hann fjær mér. Hann varð að persónu fyrir utan mig, en ekki hluti af mér. Þessi ferill, að hann breyttist í persónu fyrir utan mig frá því að vera andlegur og líkamlegur hluti af mér tók svolítið langan tíma. Ég upplifði þetta eins og á mynd. Væri ég skáld hefði ég ort um þetta. Þegar ég fór að vinna á fullu þremur mánuð- um eftir að ég átti Skúla var hann í mér og með mér allan tímann. Ég fór í vinnuna á morgnana og ég vissi að hann væri í góðum höndum heima. En hann var í mér, hann hvarf aldrei úr hugsun minni, sama hvað ég var að vinna. Þetta var mjög þreytandi, því maður er alltaf með tvennt í huganum. Maður er að vinna að ein- hverju og þá er barnið þarna, það er ekki farið frá manni. Líkaminn er ekki búinn að aðlaga sig þremur mánuðum eftir fæðingu. En það er viss léttir að hann vaxi frá mér þó að það sé sárt líka. Fæðingarorlof á að vera eitt ár Og í framhaldi af þessu: Það er fáránlegt að konur skuli ekki fá lengra fæðingarorlof en þrjá mánuði. Og það er skammarlegt fyrir þetta þjóðfélag okkar, sem segist í orði meta móður- hlutverkið — og sem segir að móðurástin sé það helgasta sem til er — skuli bjóða konum upp á einungis þriggja mánaða fæðingarorlof. Á með- an segja læknar að konur eigi að hafa börnin á brjósti í sex mánuði minnst; hvernig eigum við að fara að þessu? Þetta er lýsandi dæmi um tví- skinnunginn í íslensku þjóðfélagi. Þær glápa á mann t.d. sænskar vinkonur manns: þrír mán- uðir? Þær trúa þessu varla; sjálfar fá þær nánast ársleyfi á fullu kaupi og auðvitað á það líka að vera þannig hér. Þetta er ekki bara að ganga með barn, fæða það og svo far vei Frans. Þetta er mikiu merkilegra en það. Þótt ég tali um þessi djúpu tengsl móður og barns þá þýðir það ekki að ég sé að gera lítið úr föðurtilfinningum karlmanna. Þær eru sprottn- ar af annarri uppsprettu en það gerir þær tilfinn- ingar engu ómerkari. Faðirinn er á engan hátt minna virði fyrir barnið, alls ekki. Þetta að ala af sér barn er nú svona einn hluti af reynsluheimi kvenna og hann er náttúruleg- ur, upprunalegur. En stærsti hluti af reynslu- heiminum á sér félagslegar ytri forsendur og teygist og togast út eftir allskyns kvöðum og skyldum sem á okkur eru lagðar af því við erum konur. Það er stundum dálítið erfitt að vera kvenmaður í nútímasamfélagi. En það er gott og skemmtilegt hlutskipti — því ekki vildi ég vera karlmaður! Það hefði orðið of einfalt mál fyrir mig. Einnig þetta er hægt að tala um við Ásdísi fram á rauða nótt.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.