Helgarpósturinn - 10.07.1986, Síða 3

Helgarpósturinn - 10.07.1986, Síða 3
FYRST OG FREMST GOÐUR gestur sótti okkur Islendinga heim á dögunum, en fékk því miður ekki þá athygli sem hann svo sannarlega verð- skuldaði. Sá heitir Michael J. Kami, Brasilíumaður búsettur i Bandaríkjunum, og hefur lifibrauð af því að ráðleggja stórfyrirtækj- um á borð við Kóka-kóla og IBM um rekstur. Annars ferðast Kami bara um heiminn, heldur fyrir- lestra og hefur það næs. Kami kom hingað á vegum Stjórnunar- félagsins og hlýddu 110 manns á fyrirlestur hans 13da júní. Inn- gangseyrir var sléttar 11.700 krónur, en það fylgir sögunni að þátttakendur hafi reitt það fé af hendi með glöðu geði, ekki síst fjölmargir starfsmenn hins opin- bera sem sóttu þessa samkomu, og þurftu vonandi ekki að borga sjálfir fyrir hin hollu ráð Kamis. Eða eins og einn þátttakandinn sagði við Morgunblaðið: „Ég er kominn hingað til að fá hug- myndir og lyfta mér upp úr rign- ingarsuddanum." Sá hefur tæpast orðið fyrir vonbrigðum, því hugmyndir Kamis eru vissulega nýstárlegar. Hann er til dæmis þeirrar skoðunar að ungi, settlegi viðskiptafræðingurinn með snyrti- lega bindishnútinn sé orðinn úreltur og einskis nýtur, en í stað- inn þurfi nútíma fyrirtæki á svo- kölluðum „górillum" að halda. Górillur eru ungir, hugmyndaríkir, atorkusamir og óhefðbundnir menn. Þeir láta ekki að stjórn, mæta seint til vinnu, eru í burtu tvo klukkutíma í hádeginu, gleyma að heilsa forstjóranum og ganga aldrei með bindi, sagði Nú þurfa stjórnendur íslenskra fyrir- tækja að fara á górilluveiðar — eða var Michael J. Kami bara að draga þá á asnaeyrunum... Kami. Því næst skimaði hann yfir hugfangna tilheyrendur sína og bætti við: „Vel á minnst, bindi. Ég sé að hér eru allir með einhvers- konar hálstau. Það er hlægilegt hvað þið stjórnendur eruð enn rótfastir í hefðum 19du aldar- innar." Það fylgir sögunni að þegar upp var staðið „virtust áheyrendur sælir og glaðir að hafa eytt dagstund með Michael J. Kami“ og varla sá nokkur eftir 11.700 krónum í hinn góða gest. En nú er sumsé spurningin hvar stjórnendur íslenskra fyrirtækja ætla að finna óhefðbundnar og bindislausar górillur. Varla í við- skiptadeild Háskólans, þar ganga víst allir með bindi, heilsa prófess- ornum og mæta á réttum tíma. ENN sem fyrr virðist Biblían vera vinsælasta bók á íslandi. í umræðunni sem spunnist hefur af Hafskipi og málum Alberts og Guðmundar jaka hefur rykfallinn biblíulærdómur rifjast upp fyrir mörgum manninum, ekki síst dæmisagan góða um miskunn- sama Samverjann, ákúrur Frelsar- ans um flísina í auga náungans og bjálkann í eigin auga og sú brýna fyrirspurn hans hver vilji eiginlega kasta fyrsta steininum. Þetta er auðvitað allt liður í því að færa umræðuna á hærra plan, eins og það heitir. Engum hefur þó tekist að gera hinn heimspekilega flöt þessa máls jafn auðskiljanlegan hverju mannsbarni og Richardt Ryel stórkaupmanni sem skrifar greinina „Glæpur og refsing" í Morgunblaðið á þriðjudaginn. Eins og Richardt Ryel bendir réttilega á getur okkur „e.t.v. verið hollt að rifja upp 2000 ára siðgæðisferil okkar þessa dagana". Richardt Ryel lætur ekki sitja við orðin tóm, og kemst að þeirri niður- stöðu að — „ætli okkur geti ekki öllum skrikað fótur á hálli sið- gæðisbrautinni?" og að virkt nútímaréttarfar verði að „byggja á mannlegu eðli, mannlegri náttúru og því sem flestum er fyrir bestu." En Richardt Ryel kemst ekki að þeirri niðurstöðu fyrr en hann hefur rakið sig gaumgæfilega í gegnum sögu mannsandans, og fer þar geyst á jakahlaupi yfir fjölda stórspekinga. Við getum nefnt: Sókrates, Immanúel Kant og skilyrðislausa skylduboðið hans, Heine, George Berkley biskup, heilagan Agústínus, Schopenhauer og alheimsviljann hans, David Hume, William James, John Dewey og loks heilaga ritningu. . . Og fer nú brátt að standa upp á Heimspekideild Háskólans að hún tjái sig um Hafskipsmálið. . . HÁTT í ÞÚSUND íslending- um var boðið í íbúð bandaríska sendiherrans 4. júlí sl. til að halda upp á rúmlega 200 ára afmœli Bandaríkjanna og til að berja augum Maureen, dóttur Reagans forseta og Jane Wyman, Falkon Crest-stjörnu. Margir boðsgestanna höfðu klætt sig í sitt besta skart og bjuggust við miklum trakteringum og herlegheitum. En þeir hinir sömu urðu fyrir nokkrum von- brigðum. Hópurinn var tekinn inn í þremur „hollum" og fékk hver hópur um sig að vera inni í íbúð- inni í klukkustund í senn, og beið í hvert sinn hópur manna i stiga- ganginum eftir að komast að. Þegar inn var komið og menn hugðust ætla að fara að gæða sér á dýrinds veitingum, fengu þeir lítið kort með mynd af frelsis- styttunni margrómuðu að gjöf og var síðan rétt í hendur plastglös með ekki merkari drykkjum en kóki og Budweiserbjór. Einhver rjómaterta var líka á boðstólum og fengu menn hana afhenta í servíettum og reyndist mörgum erfitt að koma henni upp í sig án þess að verða útataðir í rjóma og öðru gumsi. Einu ljósu punktarnir í þessu samkvæmi voru forseta- dóttirin, en það ku hafa verið mjög erfitt að komast nálægt henni vegna fólksmergðarinnar sem umkringdi hana, og síðan törkí eða kalkún sem borinn var fram ofan á brauð. Þótti mörgum, sem ætluðu sér í framhaldi af boðinu að stíga léttir í lundu á dansleik á einhverju hinna fínu danshúsa borgarinnar, þetta vera helstiþunnurþrettándi og fóru nokkuð beygðir út úr boði stórvinarins. . . HELGARPUSTURINN UMMÆLI VIKUNNAR HEILDSALA „Veit ekki til þess aö Sambandiö hafi Flott er hið fríkaða lið, fengið vinning í happdrœtti hjá stjórnmála- færandi varninginn heim. flokkunum.“ Svo tekur salan við - AXEL GISLASON, AÐSTOÐARFORSTJORI SiS, VIO DV 8. JÚLi á sexföldu verði frá þeim. EFTIR AÐ HAFA UPPLÝST BLAÐIÐ UM AÐ FVRIRTÆKIÐ STYRKTI „FLEIRI EN EINN OG FLEIRI EN TVO" FLOKKA MEÐ KAUPUM Á IMiðri HAFPUHÆI IISMIUUM. Er eitthvað að marka þig, drengur? fótboltamaður „Eitthvað að marka mig. Já, enn sem komið er, það held ég. Það er aftur á móti spurning hvort eitthvað verði að marka mig þegar fer að líða á. Ég held að það eigi alveg að vera að marka mig þegar að því kemur." — Nú ertu þegar búinn að gera ellefu mörk í 1. deild- inni, hvert þeirra finnst þér fallegast? , Ja, ég veit það ekki. Mér fannst fallegt markið á móti Skag- anum, eins markið á móti Vestmannaeyjum, eins á móti Val og á móti Þór. Mér finnst þetta allt hafa verið falleg mörk." — Þú getur ekki gert upp á milli þeirra? ,Jú, eiginlega finnst mér Skagamarkið fallegast." — Stefnirðu á markamet? „Ég vil nú hafa sem fæst orð um það. Ég stefni á næsta leik. Ég vil ekki segja annað en að það komi í Ijós. Ég ætla ekki að láta einhver met stíga mér til höfuðs. Metin eru ekki það sem skipta öllu máli. Aðalatriðið er að liðið vinni." — Þig vantar 8 mörk til að jafna met Péturs Péturs- sonar. ,Já, það er rétt, hann skoraði 19 mörk." — Ertu hræddur um að Fram missi flugið eins og átti sér stað í fyrra? „Ég held nú að við séum reynslunni ríkari í ár. Hinsvegar veit ég að baráttan verður ekki síður hörð í sumar en í fyrrasumar. En ég ætla að vona að þetta gangi í ár. Ég vona það innilega. Ég er að minnsta kosti staðráðinn í því að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að betur gangi heldur en í fyrra. Ég geri það ásamt mínum félögum. Víst er að það er kominn tími til þess að Fram hljóti titilinn." — Hefurðu eitthvað leikið með landsliðinu? ,Jú, jú, ég hef leikið þrjá leiki með landsliðinu. Ég spilaði minn fyrsta landsleik í fyrra á móti Færeyingum. Ég held alveg örugglega að það hafi verið stærsti sigur Islands fyrr og síðar. Við unnum Færeyinga 9-0. Ég lék einnig með þegar landsliðið fór í ferð til Arabíu. Við spiluðum tvo leiki við Bahrain. — I framhaldi af þessu, stefnirðu á atvinnumennsku í knattspyrnu? „Ég hef lítið hugsað út í atvinnumennsku. En það kemur vel til greina að fara útí atvinnumennsku, svo framalega sem mér býðst eitthvað viðunandi og freistandi." — Nú ertu knattspyrnumaður og þess utan í fullu starfi, hvað gerirðu í frístundum þínum, ef þú átt þá ein- hverjar? „Það má segja að það séu engar frístundir; eigi ég frístundir fara þær allar í fótbolta. Nei, annars, það eru nú ýkjur. Maður gerir ýmislegt í þeim frístundum sem maður á, hinsvegar er fót- boltinn það mikill hluti af lífinu að maður hefur mjög takmark- aðar frístundir utan hans. Ég er nánast daglega í fótbolta, ann- aðhvort á æfingu eða í keppni." — Þú varst einhvern tíma söngvari með Mezzoforte- strákunum, er það ekki rétt? „Jú, jú, einhvern tíma var það. Ætli það séu ekki orðin sex eða sjö ár síðan. Þetta var í upphafi ferils strákanna í Mezzoforte. Strákarnir voru með Mezzoforte sem sérhljómsveit en ég var með í öðrum hljómsveitum sem voru stofnaðar í kringum Mezzoforte. Ellen Kristjánsdóttir söng líka með. Ein þessara hljómsveita var Ljósin í bænum. Síðan stofnuðum við tvær aðr- ar hljómsveitir upp úr því." — Þú hefur ekki haldið áfram að syngja? „Nei, ekki þannig. Maður er nú alltaf eitthvað að raula án þess að ég ætli nokkuð að leggja það fyrir mig. Maður raular þetta fyrir sjálfan sig." — Að lokum Guðmundur, hver er galdurinn við að skora svona mörg mörk? „Já, galdurinn við það. Ég veit nú ekki hvað ég á að segja við því. Þetta er eitthvað sem bara kemur. Einnig verður maður að hafa heppnina svolítið með sér. Það kemur líka til að það er ekki það sama að leika i lélegu liði eða góðu liði. Það er alveg borðleggjandi að maður skorar miklu meira með góðu liði, eins og Fram, heldur en lélegu liði." Guðmundur Torfason hjá Fram hefur skorað hvert markið á fætur öðru í 1. deildinni (knattspyrnu (sumar. Hann er búinn að skora ellefu mörk nú þegar, hvert öðru fallegra. Hann gæti jafnvel slegið met Báturs F’ét- urssonar en hann skoraði 19 mörk eitt sumarið. ARNI BJARNASON HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.