Helgarpósturinn - 10.07.1986, Page 6
SEM TALAÐ ER UM
HEIMSMYND
er blað sem er virkt í þjóöfélagsumrœöunni.
Alþjóöamál, stjórnmál, tíska, tídarandi, listir og viötöl sem eiga sér
vart hlidstœðu!
HEIMSMYND
er blað sem vitnað er í og ekki að ástœðulausu.
Við gerum kröfur ykkar vegna!
ÁSKRIFTARSÍMI 622020/622021
HEIMSMYND ÓFEIGUFS HF. AÐALSTFSÆTI 4 101 FSEYKJAVÍK
að er ekki bara markaðs-
nefnd Félags hrossabænda og
búvörudeild Sambandsins sem
standa í hestaútflutningi. Einstakl-
ingar og einkafyrirtæki hafa í gegn-
um árin einnig flutt út hesta þótt í
minna mæli sé. Og ný fyrirtæki
spretta upp. Þannig munu Ingvar J.
Karlsson, læknir og mikill áhuga-
maður um hesta, og fleiri Islending-
ar hafa tekið sig saman við Banda-
ríkjamenn og á síðasta ári stofnað
hlutafélagið íslandssport sem
helgar sig útflutningi á hestum til
Bandaríkjanna. Islendingarnir eiga
60% í fyrirtækinu og skrifstofa þess
er á íslandi en einn bandarísku hlut-
hafanna á búgarð í heimalandi sínu
þar sem fyrirtækið geymir og sýnir
forvitnum Bandaríkjamönnum ís-
lenska hesta. Þannig munu Kanar
þegar hafa pantað um 10 reiðhesta
og bíða spenntir eftir að fá þá í
hendur síðar á þessu ári. Sam-
kvæmt heimildum HP hafa forsvars-
menn hlutafélagsins viljað fara
hægt af stað og ekki rasa um ráð
fram og einbeita sér að hestasölu í
New-Yorkríki en fyrirtækinu hefur
nú tekist að fá inni á einhverri
stærstu hestasýningu í heimi
„National Horseshow“ sem hald-
in er árlega í New York. Það mun
vera mjög erfitt að koma hrossum
inn á þá sýningu. Fyrir sýninguna
eru t.d. haldin ein 600 hestamanna-
mót í Bandaríkjunum og þeir hestar
sem þar komast í úrslit eru síðan
valdir á stóru sýninguna. 4—10 ís-
lenskir hestar munu þannig verða
til sýnis meðan á sýningunni stend-
ur og vænta forráðamenn Islands-
sports þess að áhrifin verði gífurleg,
þvi þúsundir manna alls staðar úr
hinum vestræna heimi sækja hana.
Bandaríkjamenn munu þegar hafa
mikinn áhuga á íslenska hestinum
og meðan fyrirtækið er að fóta sig á
markaðnum hefur verði hestanna
verið haldið nokkuð niðri, en vonir
eru bundnar við að fljótlega eftir
sýninguna muni reynast unnt að
sprengja það upp. Og þá er bara að
vita hvort draumur forráðamanna
íslensk-bandaríska fyrirtækisins um
að þeim takist að hafa lifibrauð sitt
af hrossaútflutningnum einum sam-
an kunni að rætast. . .
|U|
■ W Weð nýjum mönnum virð-
ast ameríkaníseraðir starfshættir
vera að ryðja sér til rúms á útvarp-
inu. Aukinheldur mun þróunin vera
í þá átt að vald einstakra deildar-
stjóra smáminnkar, en miðstýringin
verður meiri. Markús Örn
Antonsson útvarpsstjóri hefur
unnið ósleitilega að því að safna öll-
um þráðum í sínar hendur, og beitir
þar mjög fyrir sig Elfu Björk Gunn-
arsdóttur, framkvæmdastjóra
stofnunarinnar. Það er Elfa sem
einkum þykir hafa tileinkað sér
bandarísk vinnubrögð, sem meðal
annars felast í því að frá henni
ganga í gríð og erg tilskipanir á litl-
um bréfsneplum, sem gjarnan er
lætt undir hurðir — einsog kvað
vera háttur amerískra. Það fylgir
sögu að þessi nýi stjórnarmáti fari
svolítið illa í gamla starfsmenn sem
eru vanari því að stjórna yfir kaffi-
drykkju eða þegar þeir eiga leið um
ganga útvarpsins.. .
6 HELGARPÓSTURINN