Helgarpósturinn - 10.07.1986, Page 8
EIGIÐ FÉ ÚTVEGSBANKANS ER TÆPUR FIMMTUNGUR ÞESS SEM í LÖGUM UM VIÐSKIPTA-
BANKA ERTALIÐ LÁGMARKTIL ÞESS AÐ BANKI GETI STARFAÐ. VEÐ BANKANS FYRIR 800MILLJ-
ÓNA KRÓNA LÁNUM TIL HAFSKIPS REYNDUST VERA 300 MILLJÓNA VIRÐI. SÖLUVERÐ
HAFSKIPS LÆKKAÐI EFTIR AÐ UPP KOMST AÐ GÁMAR, ER SKRIFAÐIR VORU EIGN FYRIRTÆKIS-
INS, REYNDUST VERA LEIGÐIR.
Þrotabú Hafskips hefur gengið frá
söluuerði eigna skipafélagsins til
Eimskips og lœkkaði þad um 15
milljónir frá undirskrift samnings-
irts, úr 315 milljónum í300 milljónir.
Astœdan er sú að gámar, sem skrif-
aðir höfðu verið sem eign Hafskips,
reyndust hafa verið í leigu og sá
þrotabúið sér ekki hag í því að
kaupa þá til þess að selja þá aftur.
Útvegsbankanum hefur verið af-
hent kaupverðið sem veötrygging-
ar fyrir þeim 800 milljónum kr. er
bankinn lánaði Hafskipi og taldi sig
hafa tryggingar fyrir. Þœr 500 millj-
ónir sem eftir eru verða teknar til
meðferðar hjá skiptaráðendum sem
almennar kröfur og munu hljóta
afgreiðslu ásamt öðrum slíkum.
Ljóst er að megnið af þessum hálfa
milljarði kr. er bankanum glatað
því almennar kröfur, sem liljóða
upp á tœpan milljarð kr., munu
skipta á milli sín rúmum 100 millj-
ónum kr. er búið á í lausafé.
Stenst ekki fyrir
lögum
Það er því ljóst að Útvegsbankinn
hefur glatað nær öllu eigin fé sínu á
viðskiptum sínum við Hafskip. Sam-
kvæmt lögum um viðskiptabanka,
er tóku gildi um áramótin síðustu,
má eigið fé viðskiptabanka á hverj-
um tíma ekki vera lægra en sem
svarar 5% af niðurstöðutölum efna-
hagsreiknings bankans. Nýlega var
gengið frá ársskýrslu Útvegsbank-
ans fyrir árið 1985 en hún hefur
ekki enn verið gefin út þar sem ekki
hefur verið gengið frá greinargerð
um viðskiptin við Hafskip sem ætl-
unin er að láta fljóta með. Lárus
Jónsson bankastjóri upplýsti HP þó
um það að eigið fé bankans næmi
þar innan við 1% af niðurstöðutöl-
um efnahagsreikningsins. Það er
því Ijóst að bankann skortir hundr-
uð milljóna kr. í eigið fé ef hann á að
geta starfað áfram samkvæmt þessu
ákvæði viðskipabankalaganna.
Þetta hefur bankastjórn Útvegs-
bankans, Seðlabankanum og við-
skiptaráðherra reyndar verið ljóst
síðan í október á síðasta ári er
bankaeftirlitið sendi þessum aðilum
skýrslu um stöðu Útvegsbankans. í
henni kom fram að eiginfjárstaða
bankans var aðeins um 0,7% af nið-
urstöðutölum efnahagsreiknings
miðað við 31. ágúst 1985. Síðan þá
hefur fátt brugðið til betri vegar fyr-
ir Útvegsbankann. Fátt virðist
benda til að tap bankans verði
minna en bankaeftirlitið gerði ráð
fyrir síðastliðið haust og rekstur
bankans frá þeim tíma hefur verið
afskaplega óhagkvæmur vegna lé-
legrar eiginfjárstöðu. Þar sem nær
allt eigið fé hans er glatað og ekkert
nýtt fé hefur komið í stað þess hefur
bankinn verið rekinn á dýru láns-
fjármagni.
Gamalt vandamál
skýtur upp
kollinum
Ríkissjóður hefur gengist í ábyrgð
fyrir skuldbindingum bankans
gagnvart viðskiptamönnum sínum.
Útvegsbankinn er því kominn í
sömu aðstöðu og hann var fyrir árið
1980 er ríkissjóður og Seðlabankinn
lögðu mikið nýtt fé til bankans til að
bæta eiginfjárstöðu hans. Þá hafði
bankaeftirlitið reglulega gert at-
hugasemdir við rekstur bankans í
áratug. Helstu athugasemdirnar,
fyrir utan slæma eiginfjárstöðu,
voru léleg stjórn á útlánaviðskipt-
um. Útvegsbankinn hefur átt sín
aðalviðskipti við fyrirtæki í sjávar-
útvegi og erfiðleikar í þeirri at-
vinnugrein hafa oft komið hart nið-
ur á rekstri bankans. Bankaeftirlitið
hefur þó margsinnis tekið fram í
skýrslum sínum að bankinn hafi
engum beinum skyldum að gegna
við þessa atvinnugrein og komist
hefði verið hjá miklum erfiðleikum
í rekstri ef bankaleg sjónarmið
hefðu verið höfð að leiðarljósi.
Skortur á bankalegum sjónarmið-
um gengur eins og rauður þráður í
gegnum allar greinargerðir banka-
eftirlitsins um Útvegsbankann allt
frá árinu 1973. íþessum skýrslum er
bent á að eftirlit með stærstu við-
skiptaaðilunum skorti og ekki sé
nægilega gengið úr skugga um að
tryggt veð sé fyrir útlánum bankans
til þeirra. Þegar ríkissjóður og
Seðlabankinn lögðu fram fé til að
auka eiginfjárstöðu bankans árið
1980 var bankanum gert að taka út-
lánamál bankans til gagngers end-
urmats og móta skýra stefnu í með-
ferð allra útlána er máli skiptu. En
þessar lífgunartilraunir virðast hafa
verið unnar fyrir gýg, því eftir gjald-
þrot Hafskips er staða bankans síst
betri en fyrir árið 1980.
Ársfriður til að
bæta eiginfjár-
stöðuna að renna út
I áðurnefndum lögum um við-
skiptabanka eru ákvæði um við-
brögð bankaeftirlits og viðskipta-
ráðherra er eigið fé viðskiptabanka
reynist lægra en 5% af niðurstöðu-
tölum efnahagsreiknings hans í
reikningsuppgjöri. Bankaeftirlitinu
er gert að láta viðskiptaráðherra
þegar í té upplýsingar um slíkt
ásamt greinargerð sinni. Ef um rík-
isviðskiptabanka er að ræða er ráð-
herra skylt að leggja fyrir Alþingi til-
lögu um ráðstafanir er grípa skuli til
af þessu tilefni. Þá er ráðherra heim-
ilt að veita bankanum, eða eigend-
um hans, sem í tilfelli Útvegsbank-
ans er ríkissjóður, sex mánaða frest
til að bæta eiginfjárstöðu sína svo
hún verði sem lögin gera ráð fyrir.
Ráðherra er síðan heimilt að fram-
lengja þennan frest um sex mánuði,
svo og stytta hann ef honum sýnist
að bankinn sýni ekki næga við-
leitni.
En ástæðan fyrir því að Matthías
Bjarnason viðskiptaráðherra hefur
ekki beitt þessari málsmeðferð er sú
að í sömu lögum er tilgreint að við-
skiptabankar, sem stofnaðir voru
fyrir gildistöku laganna hafi 5 ára
frest til að koma eiginfjárstöðu sinni
í það horf er lögin krefjast. Margir
aðilar innan bankakerfisins, þ.m.t.
bankaeftirlitið, telja hinsvegar að
ástand Útvegsbankans sé það alvar-
legt að þessi fimm ára frestur eigi
ekki við í því tilviki. 5 ára fresturinn
hafi verið gefinn viðskiptabönkun-
um til að aðlaga sig breyttum lögum
og það réttlæti ekki að banki sem
tapar nær öllu sínu eigin fé sé rekinn
um langan tíma á reikning ríkis-
sjóðs.
Bankakerfið í póli-
tískri flækju
íslenska bankakerfið hefur verið
að velkjast fyrir stjórnmálamönn-
um í meira en tvo áratugi og ýmsar
hugmyndir um endurbætur hafa
komið upp á þeim tíma. Oftast hefur
verið talað um sameiningu Útvegs-
bankans og Búnaðarbankans en
einnig hafa verið athugaðar hug-
myndir um sameiningu Útvegs-
bankans og einhvers eða einhverra
af hlutafjárbönkunum, og þá eink-
um Iðnaðarbankans og Verslunar-
bankans. Þótt allir stjórnmálaflokk-
arnir hafi lýst vilja sínum til að ein-
falda bankakerfið með því að hafa
færri en stærri banka, hefur mál
þetta á löngum umræðutíma orðið
flókið og erfitt pólitískt mál.
Það er því ekki að undra þótt
Matthías Bjarnason telji í hæsta lagi
eitt ár vera of skamman tíma til að
leiða það til lykta. Sameining banka
tekur langan tíma, því gera þarf
hlutaðeigandi banka upp svo hægt
sé að meta framlag hvers og eins til
sameiningarinnar. Og áður en að
sameiningunni kemur þarf að
mynda öflugan pólitískan vilja fyrir
endanlegri samsetningu og valda-
hlutföllum innan hins nýja banka.
Og það eru fleiri möguleikar í dæm-
inu en sameining íslensku bank-
anna því viðskiptaráðuneytið hefur
átt í viðræðum við erlenda banka
um hugsanlega þátttöku í nýjum
hlutafjárbanka með þátttöku ríkis-
sjóðs. Ef af slíku yrði þyrfti annað
hvort að breyta hinum nýjum lögum
um viðskiptabankana, þar sem seg-
ir að hluthafar í slíkum bönkum
skuli allir vera íslenskir, eða fara í
kringum lögin með því að íslenskir
aðilar stofnuðu fyrirtæki í meiri-
hlutaeign sinni, ásamt erlendum
fjármagnseigendum, og síðan gerð-
ist þetta fyrirtæki hluthafi í nýjum
banka.
Dýr biðtími
Samkvæmt heimildum HP telja
yfirmenn bankamála þessa leið um
margt betri en aðrar sem nefndar
hafa verið, þar sem ekki árar vel í ís-
lensku efnahagslífi og fjármagn er
af skornum skammti til jafnviða-
mikilla hluta og stofnunar öflugs
hlutafjárbanka. Þátttaka ri'kissjóðs í
nýjum banka myndi síðan tryggja
það að erlendir bankar myndu eftir
sem áður líta á íslenska bankakerfið
sem ríkisbankakerfi, en það tryggir
hagstæðari lánakjör erlendis, þar
sem ríkisábyrgð þýðir minni áhættu
sem aftur þýðir lægri vexti.
En það mun sjálfsagt líða langur
tími áður en endanleg niðurstaða
fæst um það hvernig eigi að leysa
vandamál íslenska bankakerfisins.
Þangað til bíða hin alvarlegu vanda-
mál Útvegsbankans, hvort sem
hann verður rekinn við núverandi
skilyrði eða ríkissjóður réttir hann
við á sama hátt og árið 1980. Þar til
það verður gert mun rekstraraf-
koma hans enn halda áfram að
versna, og því lengri tími sem líður
áður en hjálpin berst, því stærri þarí
hún að vera.
eftir Gunnar Smára Egilsson
8 HELGARPÓSTURINN
myndir Árni Bjarna