Helgarpósturinn - 10.07.1986, Page 9
Hverjir segja satt um 117 þúsund krónurnar til Alberts?
VORU NOTAÐAR í
HANASTÉLSBOÐ
— segja Björgólfur og Páll Bragi — Afsláttargreiðsla segir Albert
Við yfirheyrslur hjá Rannsóknar-
lögreglu ríkisins hafa bæði Björgólf-
ur Guðmundsson og Páll Bragi Krist-
jónsson borið að ávísun, að fjárhæð
117 þúsund krónur, sem Albert Guð-
mundsson fékk af einum af leyni-
reikningum Hafskipsmanna hafi
verið ætluð til kaupa á áfengi vegna
mörg hundruð manna afmælis-
veizlu, sem þáverandi fjármálaráð-
herra efndi til að Hótel Sögu 5. októ-
ber 1983, á afmælisdaginn sinn.
í viðtali við Helgarpóstinn þann
12. júní sl. kannast Albert Guð-
mundsson við þessa ávísun, en segir
að um hafi verið að ræða afsláttar-
greiðslu vegna viðskipta heildverzl-
unar Alberts Guðmundssonar við
Hafskip og ekkert sé óeðlilegt við
þessa greiðslu.
Víst er, að 5. október þetta ár varð
Albert sextugur og er mörgum enn
í fersku minni sá höfðingsbragur
sem var á veizlu Alberts á Hótel
Sögu, þar sem á milli 500 og 1000
manns mættu og samglöddust með
nýbökuðum fjármálaráðherra nú-
verandi ríkisstjórnar.
Fram hefur komið, að við rann-
sókn á Guðmundaranga Hafskips-
málsins hafi einnig verið sérstak-
lega kannaðar þrjár greiðslur til
Alberts Guðmundssonar, þ.e. ferða-
styrkur Guðmundar J. til Flórída,
sem Albert hafði milligöngu um fyr-
ir Ragnar Kjartansson, Björgólf
Guðmundsson og Hörð Sigurgests-
son, forstjóra Eimskips, tvíborgaða
ferðin til Nizza 1984 og svo þessi 117
þúsund króna greiðsla, sem Albert
heldur fram að sé afsláttur vegna
viðskipta.
Allar eru þessar greiðslur ættaðar
af leynireikningum og allar fara þær
um hendur Alberts Guðmundsson-
ar eftir að hann hætti stjórnarfor-
mennsku hjá Hafskipi. Raunar er
Helgarpóstinum kunnugt um fleiri
leynireikningsgreiðslur til Alberts
Guðmundssonar, sem ekki verða
skýrðar sem afsláttargreiðslur, m.a.
hefur RLR eina ávísun upp á um 20
þúsund krónur og aðra, sem nálgast
80 þúsund krónur.
Þessu til viðbótar má nefna, að
kannaðar hafa verið sérstaklega
tvær aðrar ferðir í nafni Alberts, þ.e.
ferð eiginkonu hans til Nizza 1983,
þegar Albert komst ekki vegna
stjórnarmyndunar, og önnur Frakk-
landsferð árið 1985.
Alls mun Albert hafa þegið
greiðslur hjá Hafskipi, sem vitað er
um, er nema fjárhæð á bilinu 500
þúsund til einnar milljónarkróna.
Fæst af þessu eru afsláttargreiðslur,
eða geta flokkazt sem slíkar, og hafa
sakborningar raunar vitnað um að
svo sé ekki. Algengara mun, að hér
hafi verið um að ræða gjaldeyris- og
ferðagreiðslur.
Þá er vert að undirstrika að hér er
verið að tala um greiðslur, sem Al-
bert Guðmundsson fékk eftir að
Sextugsafmæli Alberts Guðmunds-
sonar 1983 viröist hafa reynst fjárfrekt;
samanlagðan kostnað við veisluhald
og afmælisferð til Nizza má áætla á
milli 300—400 þúsund krónur.
hann var orðinn ráðherra og form-
lega skilinn að skiptum við Hafskip.
Sem einstaklingur virðist hann hafa
þegið fé þaðan oftar en aðrir.
Jafnframt er rétt að benda á, að
afsláttargreiðslur til Heildverzlunar
Alberts Guðmundssonar voru ekki
tíðari en til annarra viðskiptavina
Hafskips. Albert var hins vegar tíð-
ari viðtakandi fjár frá Hafskipi en
flestir viðskiptavina Hafskips.
Helgarpósturinn hlýtur að vekja
athygli á því, að í fyrrnefndu viðtali
við Helgarpóstinn 12. júní kannast
hann strax við ávísun upp á ná-
kvæmlega 117 þúsund krónur og
skýrir tilkomu hennar hikstalaust
sem afsláttargreiðslu.
Hins vegar kemur í ljós í svari við
spurningu HP, að hann virðist ekki
vera vel að sér um afsláttargreiðslur
til Heildverzlunar Alberts Guð-
mundssonar. Albert var spurður:
Þú hefur fengið þessa afslætti eftir
að þú hættir stjórnarformennsk-
unni hjá Hafskipi?
„Það kemur málinu ekkert við, en
ég reikna satt að segja með því.
Þetta er nú svo lítið fyrirtæki að ég
veit ekki hversu mikla frakt það
skaffaði."
Hér er rétt að fram komi, að sam-
kvæmt heimildum Helgarpóstsins
mun það allajafna hafa verið sonur
Alberts, sem gekk eftir afsláttar-
greiðslum til fyrirtækis föður síns,
en það er hann sem rekur fyrirtæk-
ið.
Albert Guðmundsson skipti sér
ekki af og vissi lítið um afsláttar-
greiðslur til fyrirtækis síns nema
þessa tilteknu 117 þúsund króna
greiðslu haustið 1983, sem skrifuð
var út af leynireikningi Páls Braga
Kristjónssonar til brennivínskaupa
vegna þessa einkar fjárfreka sex-
tugsafmælis, sem samkvæmt ófull-
komnum fréttum fjölmiðla hefur
þegar kostað ríkið tæpar 132 þús-
und krónur í fargjald og dvöl í Nizza,
Hafskip eitthvað annað eins og svo
sama fyrirtæki 117 þúsund í veizlu-
kostnað. Bara þetta gerir 300—400
þúsund krónur.
Svo enn sé vitnað í fyrrgreint við-
tal HP við Albert segir hann þar, að
sextugsafmælisgjöf Hafskips til sín
hafi verið ferðin til Nizza. Ef fram-
burður tveggja sakborninganna í
Hafskipsmálinu er réttur hefur gjöf-
in verið mun veglegri.
Pólitískt hugrekki eða hræðsla:
MARGIR HUNDAR GRAFNIR
Eins og fram hefur komiö í frétt-
um hefur Albert Guömundsson ver-
iö yfirheyröur hjá Rannsóknarlög-
reglu ríkisins sem grunaður maöur
en ekki sem vitni og beinist rann-
sóknin aö því hvort ráðherrann hafi
meö aögeröum eöa aögeröaleysi
gerzt brotlegur í Hafskipsmálinu.
Meö þessu er átt viö þaö hvort
Albert hafi gerzt brotlegur meö at-
höfnum sínum eða meö aögeröa-
leysi, eins og t.d. meö því að hafa lát-
iö saknœmt brot viögangast án þess
aö aöhafast. Þetta á bœöi viö um
þœr greiðslur, sem Albert hefur
fengið greiddar af leynireikningun-
um svokölluöu, milligöngu Alberts
um greiöslu skipafélaganna til Guö-
mundar J. Guðmundssonar, við-
skipti Hafskips og Útvegsbankans
og meintar blekkingar fyrirtœkisins
viö skýrslugerö og gerö ársreikn-
inga. r
Á hinum pólitíska vettvangi velta
menn því lalvarlega fyrir sér hvað
muni gerast næst í Hafskipsmálinu.
Svo virðist sem þeir Steingrímur
Hermannsson forsætisráðherra og
Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra
og formaður Sjálfstæðisflokksins
hafi gefið frá sér að taka af skarið
um pólitíska framtíð Alberts Guð-
mundssonar.
Þetta kemur mörgum manninum
spánskt fyrir sjónir, ef höfð eru í
huga ýms orð, sem þessir leiðtogar
stjórnarflokkanna og þeirra nán-
ustu samverkamenn létu falla fyrir
2—3 vikum. Þá virtist ljóst, að Stein-
grímur vildi láta til skarar skríða og
HP er kunnugt um, að í Sjálfstæðis-
flokknum var sterkur vilji til þess að
hreinsa flokkinn af þessu óþægilega
máli og lausnin var fólgin í því að
Albert Guðmundsson iðnaðarráð-
herra yrði látinn segja af sér ráð-
herraembætti.
Það sem gaf þessum vangaveltum
byr undir báða vængi voru upplýs-
ingar um að Albert Guðmundsson
hefði óhreint mél í pokahorninu.
Helgarpóstinum er t.d. kunnugt
um að ýmsir stjórnarliðar settu
■■eftir Halldór Halldórsson*
mörkin um athafnir eða athafna-
leysi við það hvort iðnaðarráðherra
yrði kallaður fyrir hjá Rannsóknar-
lögreglu ríkisins sem vitni eða grun-
aður maður.
Ef hann yrði yfirheyrður sem
grunaður maður hlyti t.d. þingflokk-
ur Sjálfstæðisflokksins að grípa til
sinna ráða.
í millitíðinni gaf rannsóknarlög-
reglustjóri þáverandi út eitthvað í
líkingu við sýknuyfirlýsingu og þá
drógu stjórnmálamennirnir að sér
höndina.
Hins vegar hefur Helgarpósturinn
það eftir öðrum heimildum, að í
þessu máli liggi margir hundar
grafnir, hótanir gangi á víxl um
hefndir og það sé hin raunverulega
ástæða fyrir því, að forystumenn
stjórnarflokkanna ætli að láta ráð-
herra í ríkisstjórn landsins liggja
undir grun um saknæmt athæfi þar
til réttvísin hafi haft sinn gang. Nú
snúist spurningin um hreina skildi
annarra en Alberts og þeim tromp-
um hafi enn ekki verið spilað út.
2ja-5 manna hústjöld
Verð frá kr. 22.000. -
Tjaldteppi. Göngutjöld, 3ja-4ra manna
tjöld með framlengdum himni, kr. 12.000.
Tjaldbúðir, Geithálsi, sími 44392
GEISLI
ERFLUTrUR AÐ FUNAHÖFÐA 8 rvk
alhliða bílamálun
vönduð vinna
unnin af fagmönnum
tilboðin hjá
stanaa
O
685930
HELGARPÖSTURINN 9