Helgarpósturinn - 10.07.1986, Page 10

Helgarpósturinn - 10.07.1986, Page 10
BRÉF TIL RITSTJÓRNAR HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson og Halldór Halldórsson Ritstjórnarfulltrúi: Sigmundur Ernir Rúnarsson. Blaðamenn: Egill Helgason, Friðrik Þór Guðmundsson, Jóhanna Sveinsdóttir, Jónína Leósdóttirog G. Pétur Matthíasson. Útlit: Jón Oskar Hafsteinsson. Ljósmyndir: Jim Smart. Útgefandi: Goðgá h/f. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson. Skrifstofustjóri: Garðar Jensson. Auglýsingastjóri: Steinþór Ölafsson. Auglýsingar: Hinrik Gunnar Hilmarsson Sigurður Baldursson. Dreifing: Garðar Jensson (heimasimi: 74471). Berglind Björk Jónasdóttir. Afgreiðsla: Ólöf K. Sigurðardóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 68-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36. Sími 68-15-11. Setning og umbrot: Leturval s/f. Prentun: Blaðaprent h/f. Ólánsbanki j Helgarpóstinum í dag er m.a. fjallað um hörmulegt ástand Útvegsbankans eftir gjaldþrot Hafskips. Bankinn hefur það slæma eiginfjárstöðu að samkvæmt lögum um við- skiptabanka ætti ríkissjóður sem eigandi bankans að leggja til hans um hálfan milljarð til að forða honum frá gjaldþrota- meðferð. En viðskiptaráðherra hefur, þvert ofan í lagatúlkun banka- manna, keypt sér frest með því að beita fyrir sig 5 ára aðlögun- artíma er viðskiptabönkum var gefinn í lögunum til að koma eiginfjárstöðu sinni í það horf er lögin segjatil um. Það þarftölu- vert hugrekki til þess að líta svo á að banki sem tapar nær öllu eigin fé sínu sé að aðlaga sig að hertum kröfum um eiginfjár- stöðu. Uppstokkun íslenska banka- kerfisins hefur velkst fyrir stjórnmálamönnum það lengi að það mál er orðið að pólitísk- um gídeonshnút. Og ef við- skiptaráðherra ætlar að komast hjá því að taka þá óvinsælu ákvörðun að borga hálfan mill- jarð úr ríkissjóði sem gjald fyrir Hafskipsmartröðina, veitir hon-, um sjálsagt ekkert af 5 árum til að leysa hnútinn í íslenskum bankamálum. Hrun Útvegsbankans nú ætti ekki að koma neinum á óvart. Allan síðasta áratug var hann rekinn með mismiklu tapi vegna lélegrar stjórnar á útláns- viðskiptum. Hið pólitíska bankaráð gat ekki markað stefnu í útlánsviðskiptum eftir bankalegum sjónarmiðum. Þess í stað var bankinn svín- beygður undir þarfir atvinnu- veganna og misjafnlega vel rekin fyrirtæki gátu gengið að lánsfjármagni án þess að sýna fram á nægilegar tryggingar fyrir lánunum. Þannig hefur Útvegsbank- inn, eins og flestar lánastofnan- ir á íslandi, verið látinn þjóna spilltu velferðarríki fyrirtækj- anna þvert á eðlilega bankavið- skiptahætti, undir vökulu eftir- liti pólitísks bankaráðs. Blaðamennska eða þjónustu- starf? — og þá þjónusta við hvern; útgefendur eða lesendur? Minn ágæti vin frá Noregsárun- um, Atli Rúnar Halldórsson, hefur nú komið af stað þarfri umræðu um siðferði í blaðamennsku (Blaðamað- urinn og Þjóðviljinn). Mig langar að blanda mér inn í þessar umræður, en sleppa þó umræðum um auglýs- ingatexta, því að þar hefur Atli Rún- ar svo augljóslega rétt fyrir sér að ekki er við bætandi. Það sem mig lan gar til að vekja at- hygli á er starfssvið íslenskra blaða- manna og vinnubrögð þeirra. Það fer ekki á milli mála að fólk ber al- mennt virðingu fyrir starfsheitinu - bladamaður, og tekur eftir því þeg- ar blaðamenn gera vel. Og fóik hneykslast þegar það les grein eða frétt sem er illa orðuð eða þoku- kennd í framsetningu og hugsun. En fólk gerir kannski meiri kröfur til blaðamanna en útgefendurnir sjálfir í flestum tilfellum. Ég skal rökstyðja þetta nánar. Ég hef sjaldan heyrt útgefanda eða leiðandi ritstjóra hafa minnstu LAUSNIR Á SKÁK- ÞRAUTUM 1. Lausnarleikurinn er 1. Rd8. 2. Hér er um leikþröng að ræða: 1. Rg6 g3 2. Hf2 gf2 3. g4 mát. Ari Guðmundsson var einn af snjöllustu skákmönnum íslensk- um á þriðja tug aldarinnar og um leið forseti Skáksambands íslands. Hann samdi einnig nokkur skák- dæmi. áhyggjur af menntunarskorti í blaðamennskufaginu. Folk veltist inn og út af fjölmiðlunum meira og minna tilviljunarkennt, vinnur þar kannski í eitt, tvö ár og leitar sér síð- an að einhverju framtíðarstarfi. Síð- ar telur það dvöl sína á fjölmiðlinum hafa verið skemmtilega og gagn- lega — heilmikla lífsreynslu. Ég ef- ast ekki um að það segir satt. Eftir sem áður er fastur kjarni á öllum fjölmiðlum, fólk sem gerir þetta að ævistarfi sínu. Þetta er fólk með mikla reynslu og þekkingu á starfinu, en í flestum tilfellum er þetta ekki baráttufólk fyrir neinum málstað, og enn síður hefur það hugsað sér að stunda rannsóknar- blaðamennsku eða leggja vinnu í að kanna ákveðna málaflokka. Þetta er fyrst og fremst duglegt og hæft fagfólk, sem kann og vill gefa út vel frágengin blöð, kemur vel fyrir á skjánum, skrifar skýran texta o.s.frv. Að þessu leyti eru vanir, íslenskir blaðamenn (á þá um leið við út- varps- og sjónvarpsmenn) engir eft- irbátar starfsbræðra sinna í nálæg- um löndum. Ég hef fylgst náið með íslenskum blaðamönnum allar götur frá 1958 og verið þátttakandi í ýmsum hrær- ingum í blaðaútgáfu. Það hlálega er að mér finnst vera stöðnun, og að sumu leyti afturför, ef ég miða við tímabilið milli 1960 og 1970. Það er augljós framför hjá Ríkisútvarpinu/ sjónvarpi, það er jöfn og hæg fram- för hjá Morgunblaðinu, en þó er ég ekki viss um að innlendar fréttir Morgunblaðsins séu „betri" nú en þær voru t.d. á árunum 1960—1970. Mér finnst allt vera staðlaðra nú en áður og frétta- og greinaskrif ekki eins persónuleg. Morgunblaðið hef- ur kannski fyrst og fremst batnað við að opna blaðið fyrir almennri umræðu. Blaðið sjálft sem „vara“ er að innihaldi og útliti í gæðaflokki. Þjóðviljinn hefur batnað að sumu leyti og versnað að öðru leyti fyrir minn smekk. Og þannig mætti halda áfram. En þróunin hjá blaðamönnunum sjálfum er ekki í takt við miklar tæknibreytingar á öðrum sviðum blaðamennsku. Blaðamenn eru nú langflestir aðeins milliliðir og vinna úr því sem berst inn á skrifborð þeirra eða gegnum síma. Ég kalla þennan hóp skrifstofublaðamenn, og slíkt starf er ágætt fyrir reglu- samt og samviskusamt fólk og ekki hótinu merkilegra en afgreiðslu- störf. Þessi hópur innan stéttarinnar er að sjálfsögðu öruggasta og besta vinnuaflið og á fullan rétt á sér, lykil- fólk við framleiðsluna. Ég hélt í einfeldni minni að með betri tækni og aukinni útbreiðslu myndi gefast ráðrúm til að gefa nokkrum blaðamönnum tækifæri á að stunda blaðamennsku en ekki skrifstofustörf. Til að stunda blaða- mennsku í besta skilningi þess orðs þarf að mínu viti mjög hæft fólk og gagnmenntað. Slíkt fólk kannar, kryfur og skrifar síðan af mikilli þekkingu um viðkomandi málefni. Það tekur afstöðu af því að það vinnur fyrir málstað, „góðan" eða „slæman", eftir því hvernig á það er litið. Málstaðurinn er að upplýsa fólk um þjóðfélagið og helstu hrær- ingar innan þess, aðvara það, og segja því hvaða rétt það hefur. Ef eitthvað er að fara úr skorðum í þjóðfélaginu kanna blaðamenn or- sök og afleiðingu, sama hver í hlut á. Rannsóknarblaðamennska í besta skilningi þess orðs er nauðsynlegur þáttur í lýðræðisríki. Okkur sár- vantar fólk með þá þekkingu og það skap, sem góður blaðamaður þarf að hafa. Til að útskýra þetta nánar skal ég taka þrjú dæmi og sundurgreina þau. Hafskipsmálið er dæmigert verk- efni fyrir góða rannsóknarblaða- menn. Halldór Halldórsson, ritstjóri Helgarpóstsins, hefur einmitt beitt réttum aðferðum í þessu máli — fag- legum vinnubrögðum, sem standast að mestu alla gagnrýni. Fjölmiðill, sem annaðhvort lætur sér nægja að birta aðeins fréttatilkynningar frá hinum ýmsu aðilum málsins, eða birtir slúðurfréttir af málinu í bland, er auðvitað ekki að sinna neinu hlutverki. Slík vinnubrögð eru óvirk og falla ekki undir blaðamennsku heldur skrifstofustörf, eða þjónustu- störf. Það sem ruglar almenning oft í ríminu er að fólk á erfitt með að skilja í sundur persónulegan harm- leik og stjórnunarlegan, þjóðfélags- legan harmleik. Hafskipsmálið er svo stórt í sniðum að það má á eng- an hátt persónugera það. Stóru spurningarnar í málinu varða stjórnkerfi og rekstrarkerfi í land- inu. T.d. hin mikla spurning: voru hluthafar vísvitandi blekktir með aðstoð ríkisbanka og stjórnmála- manna? Voru reikningar og reikn- ingsniðurstöður falsaðar? Þetta eru miklu stærri spurningar en þær hvort viðkomandi ráðamenn félags- ins hafi flestir stutt og verið framá- menn í ákveðnum stjórnmálaflokki. Rannsóknarblaðamaður lætur stjórnmálafræðingum eða sálfræð- ingum eftir að kanna þá hlið máls- ins, því að stóra spurningin, sem kemur öllum við, er sú hvort verið sé að stela opinberum fjármunum með beinni aðstoð opinberra emb- ættismanna. Slíkt er auðvitað hafið yfir allan flokkadrátt. Segjum sem svo að við ættum framsækinn fjölmiðil á borð við Morgunblaðið að áhrifum, sem hugsaði fyrst og fremst um að verja almenning fyrir svikum af ýmsu tagi. Slíkur fjölmiðill (ef við eign- umst nokkurn tíma slíkan fjölmiðil) myndu hafa kallað til starfa í þessu máli a.m.k. þrjá blaðamenn eða sér- fróða menn. Einn með staðgóða lögfræðilega þekkingu, einn með afburða bókhaldsþekkingu of þann þriðja með góða þekkingu í heims- viðskiptum (markaðsmálum, bankamálum). Þeir myndi síðan kryfja þetta mál til mergjar eftir því sem kostur væri á, bera saman bæk- ur sínar, og skrifa síðan greinaflokk, þar sem helstu atriðum málsins væru gerð góð skil. Hafskipsmálið er nú í höndum réttvísinnar, og þar hefur málið sinn gang, burtséð frá hvað blöðin eru að skrifa, nema auðvitað að blöðin komi fram með óyggjandi upplýsingar, sem réttvísin hefur ekki í sínum höndum. Aðeins þannig eiga fjölmiðlar að geta haft áhrif á gang mála hjá réttvísinni. Þegar svo búið er að dæma í Haf- skipsmálinu, þá þarf málinu alls ekki að vera lokið, því að ef dómur- inn kynni að þykja of vægur, þá NÚ Á ÍSLAIMDI! SAGE mmm .* m......* ■f*1*** söiípP 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.