Helgarpósturinn - 10.07.1986, Síða 15
segja hvaða skoðanir maður hafði
um fermingu, það er held ég enn
langt í land með að menn fái að
kjósa á þeim aldri," sagði Þórarinn
V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri
Vinnuveitendasambands Islands,
og sagði sitt tilfelli lítt áhugavert.
En Þórarinn hefur áður rætt við
Helgarpóstinn. í viðtali við hann
fyrir hálfu ári kom einmitt fram að
Þórarinn hefði verið sendill fyrir
Þjóðviljann — málgagn sósíalisma
og verkalýðsbaráttu. I prentsmiðju
Þjóðviljans starfaði verkamaðurinn
Þórarinn Vigfússon, faðir Þórarins
framkvæmdastjóra VSÍ. Úr því að
Þórarinn vildi ekki tjá sig um sitt til-
felli nú, endurprentum við örstuttan
kafla úr þessu viðtali:
„Minn bakgrunnur er vissulega á
vinstri vængnum og fram yfir ferm-
ingu aðhylltist ég mína æskutrú. Ég
starfaði meðal annars á Þjóðviljan-
um. Þar var ég sendill í eitt eða tvö
ár.
Á árunum upp úr fermingu tók af-
staða mín til lífsins og tilverunnar
hins vegar breytingum og hefur
haldist óbreytt síðan.“
Afstaða Þórarins breyttist einkum
á menntaskólaárunum þegar hann
stofnaði fyrirtæki ásamt meðal ann-
ars Þorsteini Pálssyni, núverandi
fjármálaráðherra og formanni Sjálf-
stæðisflokksins.
Birgir Björn er sonur Sigurjóns Sig-
urðssonar, lögreglustjóra um fjögurra
áratuga skeið Sigurjón var ætíð talinn hlið-
hollur Sjálfstaeðisflokknum og Birgir var
fyrr á árunum hægra megin, en segist
hafa kynnst þvi hvernig úlfarnir borða litlu
mýsnar og dregið sinar ályktanir af þvi...
BIRGIR BJÖRN
SIGURJÓNSSON
HAGFRÆÐINGUR:
„REYNSLAN HEFUR
SANNFÆRT MIG"
,,Ég held nú að faðir minn hafi
ávallt lagt áherslu á að vera óháður
stjórnmálaflokkum og var ekki
starfandi í neinum þeirra, heldur leit
fyrst og fremst á sig sem embættis-
mann. Ég er nú mikill jafnræðis-
sinni, en var á sínum tíma sannfærð-
ur um ágæti markaðskerfisins, var
t.d. í Vöku á háskólaárunum. En
reynsla mín eftir það hefur sannfært
mig um að forsendur þessa kerfis
eigi ekki við rök að styðjast."
Það er Birgir Björn Sigurjónsson
hagfræðingur sem þannig lýsir
breyttum viðhorfum sínum í stjórn-
málum. Faðir Birgis er Sigurjón Sig-
urdsson, sem nýlega lét af störfum
sem lögreglustjóri í Reykjavík eftir
40 ár í embættinu. Birgir segir föður
sinn hafa verið óháðan stjórnmála-
flokkum, en hitt er almannarómur
að Sigurjón hafi ætíð verið á hægri
vængnum, þó einkum fyrr á árum.
Og samanber orð Birgis hér á undan
var sonurinn á hægri vængnum —
en söðlaði um.
„Þegar maður sér úlfana borða
Stefán Thors er af hinni nafntoguðu
Thorsætt, hann er sonur Björns Thors,
blaðamanns á Morgunblaðinu og Helgu
Valtýsdóttur. Afar hans voru Valtýr Stef-
ánsson, fv. ritstjóri Morgunblaðsins, og
Kjartan Thors, sem lengi var fram-
kvæmdastjóri Vinnuveitendasambands-
ins. Atvinnurekendur og sjálfstæðismenn
eru fjölmargir í ætt Stefáns.
litlu mýsnar dregur maður sínar
ályktanir — ég kynntist ójafnræð-
inu innan og á milli landa, fjölþjóða-
auðhringum á borð við ISAL. Ég hef
ekki fengið neinar patentlausnir og
er fyrst og fremst gagnrýninn á það
kerfi sem fyrir er. Ég er andsnúinn
öllu ofstæki og það er faðir minn
líka. Ég lít ekki svo á að ég sé af e.k.
hægri-heimili, slíkum hugmyndum
var alls ekki haldið að mér, frekar þá
almennum manngildissjónarmið-
um. Manneskjan er mér enda mikils
virði.“
Frá Vöku yfir á vinstri vænginn.
Þarf ekki nokkuð sterka lífsreynslu
til að skoðanir breytist svo mjög?
„Ég vil nú meina að Sjálfstæðis-
flokkurinn hafi siglt frá mér en ekki
öfugt. Ég lít svo á að hann hafi
horfið frá sínum prinsippum. En ég
hef svo ávallt verið á móti her-
setunni og barðist meðal annars
fyrir því innan Vöku að félagið tæki
upp frjálsa stefnu, óháða Sjálfstæð-
isflokknum, í þeim efnum. En það
gekk alls ekki og ég gafst upp á
Vöku. Þetta herstöðvamál er annars
almennt séð hneppt í mikið svart-
nætti.
En það er sem sagt fyrst og fremst
mín reynsla sem hefur mótað mínar
skoðanir, ég hef séð hvernig for-
sendur markaðskerfisins eru alls
ekki fyrir hendi; t.d. hvernig erlend
Árni Hjartarson er sonur Hjartar E. Þór-
arinssonar, sem um skeið var á þingi
fyrir Framsóknarflokkinn og er stjórnar-
formaður KEA. Mikið er um framsóknar-
menn í ætt Árna, en hann kaus að fara
aðrar leiðir...
stórfyrirtæki halda niðri íslenskum
iðnaði í nafni frjálsrar verslunar,
hvernig lágu launin í landinu gera
það að verkum að við missum okk-
ar besta fólk, en það er innlendum
korpóratisma fyrst og fremst að
kenna og almennt séð hef ég kynnst
því hvernig stóru risarnir éta litlu
peðin," segir Birgir Biörn.
STEFÁN THORS,
SKIPULAGSSTJÓRI
RÍKISINS:
„MINN RÉTTUR VAR
VIRTUR"
„Það að ég hafi hneigst til vinstri
í pólitíkinni hefur ekkert með for-
eldra mína eða ætt að gera. Það var
reyndar lítið rætt um pólitík á mínu
heimili og ég varð aldrei var við
þrýsting frá minni fjölskyldu eða
ætt um að tileinka mér ákveðnar
skoðanir í pólitík. Minn réttur til eig-
in skoðanamyndunar var virtur,"
sagði Stefán Thors, skipulagsstjóri
ríkisins, þegar Helgarpósturinn
innti hann eftir því hvers vegna í
ósköpunum Thorsari eins og hann
væri vinstri sinnaður!
Bakgrunnur Stefáns er slíkur, að
engan hefði undrað þótt hann veldi
sér hægri slagsíðu. Stefán er sonur
Björns Thors, blaðamanns Morgun-
bladsins og Helgu Valtýsdóttur rit-
stjóra Morgunblaðsins Stefánsson-
ar. Afi Stefáns var Kjartan Thors,
sem lengi var formaður Vinnuveit-
endasambands íslands, bróðir Ólafs
(Thors, forsætisráðherra og for-
manns Sjálfstæðisflokksins. 1 hinni
voldugu Thorsætt er að finna ótal
atvinnurekendur og sjálfstæðis-
menn og varla að glitti í fölbleikan
lit — nema hjá Stefáni og reyndar
bróður hans Kjartani.
„Það er rétt, ættin er nokkuð ein-
lit i pólitíkinni, en ég hef svo sem
ekki gert neina úttekt á þessu né
velt þessu mikið fyrir mér. Ég hef
myndað mér mínar skoðanir sjálf-
stætt og óháð ættinni. Það má segja
að á námsárum mínum í Kaup-
mannahöfn hafi ég farið að líta á
þjóðfélagið öðrum augum en ég
hafði gert — augu mín opnuðust
með öðrum orðum. Ég fór að setja
spurningarmerki við ýmislegt sem
ég hafði áður tekið sem gefið. Þann-
ig þróuðust hugmyndir mínar að ég
met meira samhjálp og samfélags-
eign en einkaframtak og einka-
eign,“ sagði Stefán.
Stefán viðurkennir sem sagt ekki
neinn pólitískan þrýsting frá fjöl-
skyldu sinni eða ætt. Á hinn bóginn
sagði hann aðspurður um viðbrögð
vinstri manna gagnvart honum sem
Thorsara:
„Ég get ekki sagt að ég hafi orðið
var við tortryggni út í mig vegna
fjölskyldu minnar og ættartengsla.
Þó verður maður alltaf af og til smá-
vegis var við slíkt, en ég er yfirleitt
tekinn fyrir það sem ég er, en ekki
fyrir það af hvaða fólki ég er kom-
inn,“ sagði Stefán Thors.
ÁRNI HJARTARSON
JARÐFRÆÐINGUR:
„MOTAÐIST AF HER-
STÖÐVAMÁ Ll N U "
„Það má vel vera að einhverjar
vonir hafi verið bundnar við það að
ég gengi í Framsóknarflokkinn, en
við deildum þó aldrei um pólitík.
Mín pólitíska afstaða mótaöist fyrst
og fremst af afstöðunni til her-
stöðvamálsins og ég ólst upp við
andstöðu við allt hernaðarbrölt. í
minni sveit fyrir norðan (Svarfaðar-
dalnum) voru flestir andvígir her-
stöðinni og það mótaði auðvitað
mínar pólitísku skoðanir. En ég
varð sem sagt ekki fyrir neinum
þrýstingi frá föður mínum eða fjöl-
skyldu."
Svo mælir Árni Hjartarson, jarð-
fræðingur hjá Orkustofnun. Hann
er vinstrisinnaður og var meðal
annars í Fylkingunni þegar hún var
og hét. Árni er sonur Hjartar E. Þór-
arinssonar, stjórnarformanns Kaup-
félags Eyjafjarðar — KEA. Þá var
Hjörtur um skeið varaþingmaður og
sat á Alþingi um hríð fyrir Fram-
sóknarflokkinn. Talsvert er af fram-
sóknarmönnum í fjölskyldu Árna
og ætt, en hvers vegna skyldi hann
þá ekki hafa orðið „grænn“?
„Skoðanir mínar mótuðust mjög
á skólaárunum, við Vietnam-andóf-
ið á mennta- og háskólaárunum og
sú þróun hjá mér er á engan hátt
sérstæð eða merkileg. Það er fyrst
og fremst réttlætiskenndin sem
ræður minni afstöðu, en ég hef
aldrei ætlað mér að vera flokkspóli-
tískur. Ég var vissulega í Fylking-
unni, en það mótaðist fyrst og
fremst af herstöðvamálinu, en þar
firrti ég mig þeim vonbrigðum sem
maður hafði orðið fyrir. Það urðu
t.d. margir fyrir miklum vonbrigð-
um með frammistöðu Alþýðu-
bandalagsins á þeim vettvangi,"
sagði Árni.
HELGARPÓSTURINN 15