Helgarpósturinn - 10.07.1986, Page 26

Helgarpósturinn - 10.07.1986, Page 26
SUMUM FINNST ÉG VERA SPJALLAÐ VIÐ ALTMÚLIGMANNINN KETIL LARSEN UM FIMMTÍU ÁRIN i LÍFIHANS: LEIKLIST, MYNDLIST, ÆSKULÝÐSSTÖRF, FERÐALÖG, JURTIR OG JÓLASVEINASTAND eftir Bjarka Bjarnason mynd Árni Bjarnason Thor Jensen reisti upp úr alda- mótunum fallegt hús við Fríkirkju- veg 11 og þótti það eitt veglegasta húsið í höfuðborginni. Thor bjó þar ásamt fjölskyldu sinni til ársins 1939 — ,,en andi hans er hér enn þá í hús- inu", segir sá sem núna dvelur í þessu húsi, Ketill Larsen, sem titlað- ur er ungdomsleder þegar hann er í Danmörku en hefur enn ekki fengið starfstitil á íslensku, þótt orðinn sé 51 árs. „En þetta er allt í lagi" segir hann hógvœr. Ketill býður mér sœti í borðstofu Thors Jensen. Hann þekkir húsa- kynnin á Fríkirkjuveginum, bjó hér aleinn í sex ár og er enn með vinnustofu uppi á lofti og hefur haldið margar málverkasýningar undir þessu þaki. „Viltu öl," spyr hann. „Já takk." Sjálfur fœr Ketill sér kaffibland. Hann er búinn að taka ofan axla- töskuna sína og fer fram í eldhús. Ég man aldrei eftir að hafa séð Ketil öðruvísi en með tösku um öxl, hvort sem hann hefur veriö á labbi um stræti og torg Reykjavíkur eða að ferðast á puttanum upp að Tjarnar- engi við Vesturlandsveg þar sem hann býr núna ásamt konu sinni Ólöfu Benediktsdóttur, og börnun- um þeirra þremur. — Hvað ertu með í töskunni, Ketill? „Það er nú ýmislegt," svarar hann og sýpur á kaffiblandinu sínu. „Þú vilt kannski taka viðtal við tösk- una," bœtti hann við spaugsamur. 26 HELGARPÓSTURINN „Ég get látið töskuna tala — ég þarf bara að gera smábrellu." En fyrst þetta um puttamennsk- una... „Ég hef alltaf ferðast mikið á putt- anum. Ég tók reyndar bílpróf fyrir þremur árum og keypti mér bíl. Byrjaði á því að aka heiman frá mér og niður á Artúnshöfða. Þar tók ég strætó því ég treysti mér ekki til að aka í borgarumferðinni. Þetta hefur nú breyst og núna ek ég um allar götur. Arið 1958 fór ég á puttanum til Seyðisfjarðar og til baka. Seinasta spölinn komst ég með bíl sem var að flytja tómar síldartunnur. Ég hjáip- aði mönnunum að losa bílinn og fékk kakó og brauðsneiðar í stað- inn.“ — Þetta hefur þá ekki verið dýr ferð hjá þér? „Nei, það er langt því frá. Ég svaf aðaliega í útihúsum. Ég man eftir því að í Skagafirðinum stansaði bíll fyrir mér og ég var spurður að því hvert ég væri að fara. Ég sagðist vera að leita að hlöðu þar sem ég gæti hallað mér. Hlöðuna fann ég á góðum stað en þar var svo mikið af flugum að ég flutti mig yfir í fjárhús- ið. Þar sofnaði ég vært í jötunni eins og frelsarinn forðum." — Er það rétt að einu útgjöldin hjá þér í þessari ferð hafi verið fyrir molakaffi á Blönduósi sem kostaði sex krónur? „Nei, það er ekki alveg rétt. Kaffið á Blönduósi kostaði sjö krónur í þá daga," svarar Ketill Larsen lágum rómi. — Hvers vegna ertu Larsen, Ketill? „Það er nú saga að segja frá því.“ Frændi Napóleons „Faðir minn hét Axel Larsen og var danskur. Reyndar átti hann rætur að rekja til Frakklands því for- faðir hans hét Jósef Bónaparte og var kóngur á Spáni. Hann var elsti bróðir Napóleons Bónaparte. En mig hefur samt aldrei lapgað til að vera keisari eða kóngur," segir Ketill kíminn. „Foreldrar mínir kynntust úti í Danmörku. Þau giftu sig þar og fluttust til íslands. Fyrst bjuggu þau í Reykjavík og síðan í Hafnarfirði og þar lést faðir minn af slysförum. Þá gat mamma ekki hugsað sér að búa þar lengur og fluttist aftur til Reykja- víkur. Seinna flutti hún upp að Éngi, sem er steinsnar frá höfuðborginni og skammt frá Vesturlandsvegin- um. Engi er reyndar innan borgar- marka Reykjavíkur. Ég var orðinn átján ára þegar við fluttum þangað og þar bjó mamma lengi með sín hænsni, hesta og kindur. Flestir þekkja hana undir nafninu Helga á Engi.“ — Hvenœr byrjaðir þú að fást við leiklistina? „Það byrjaði eiginlega með því að ég fór að leika jólasveina. Þetta var á þeim árum þegar mjög fáliðað var í jólasveinastéttinni og erfitt að fá búninga og skegg. En þeim fjölgaði fljótlega með árunum eins og fólk hefur orðið vart við!“ — Er það satt að þú hafir stofnað stéttarfélag jólasveina á þessum ár- um? „Nei, það eru nú bara einhverjir jólasveinar sem halda það. Eftir því sem ég best veit hefur aldrei verið stofnað jólasveinafélag íslands." Ætlaði í heimsreisu með Davíð Oddssyni „Það æxlaðist þannig að ég fór í Bændaskólann á Hvanneyri. Þar ætlaði ég að læra að temja hesta og stofna Ævintýrafélag hestamanna. En lítið varð úr tamningunum því ég var með allan hugann við leiklist- ina. Ég fór síðan beint í Leiklistar- skóla Ævars Kvaran. Það fannst mér vera mjög góður skóli. Davíð Odds- son, sem núna er borgarstjóri í Reykjavík, var í skólanum um leið og ég. Hann var mikill leikari og við lögðum einu sinni drög að dagskrá í sameiningu. Meiningin var að fara með þessa dagskrá í heimsreisu til að sjá hvort hægt væri að leika á ís- lensku fyrir framandi þjóðir. Davíð var reyndar yngsti nemandinn í skólanum og ég sá elsti!“ — Fóruö þið Davíð í þessa ferð? „Það varð nú reyndar ekkert úr því. Ég fór hins vegar hringinn í kringum hnöttinn seinna og lék og skemmti útlendingum sem ég hitti á leiðinni. Það var mjög skemmtilegt ferðalag nema þegar ég fékk matar- eitrun á Indlandi. Eftir það lék ég ekki neitt í þeirri ferð.“ — En skóli Ævars; veitti hann fólki full leikararéttindi? „Nei, reyndar ekki. En ef þú vilt endilega hafa mig með réttindi þá fór ég í Leiklistarskóla Þjóðleikhúss- ins þegar ég var búinn að vera hjá Ævari. Þar var ég í þrjú ár með mörgu skemmtilegu fólki, til dæmis Jóni S. Gunnarssyni, Sigurði Skúla- syni, Margréti Helgu Jóhannsdóttur, Hákoni Waage, Sigrúnu Björnsdótt- ur, Auði Guðmundsdóttur, Önnu Guðmundsdóttur og Guðrúnu Guð- laugsdóttur." — Hefurðu leikið mikið á sviði um ævina? „Mér hefur fundist nóg að leika svona eitt hlutverk á ári. Núna síð- ast lék ég nafna minn skrækan á fjöl- um Þjóðleikhússins. En stærsta hlut- verkið sem ég hef fengist við var þegar ég lék Inúk í leikritinu Inúk hérna um árið.“ Inúk „Þetta var leikrit sem unnið var algjörlega í hópvinnu af leikurunum sjálfum en í samvinnu við Harald Ólafsson mannfræðing sem núna er þingmaður fyrir Framsóknarflokk- inn. Við byrjuðum á því að fara saman til Grænlands og kynna okk- ur það þjóðfélag og menningu sem við ætluðum að lýsa í leikritinu. Það var stórkostlegt ferðalag, en ég hafði reyndar komið áður til Græn- lands. I þessu leikriti reyndum við að lýsa lífi eskimóa fyrr og nú. Brynja Benediktsdóttir var leik- stjóri og lék líka. En að auki léku þarna Helga Jónsdóttir, Þórhallur Sigurðsson, Kristbjörg Kjeld og ég. Það er skemmst frá því að segja að þetta leikrit gekk mjög vel, ekki bara á íslandi, því við sýndum það um víða veröld, samtals í 19 þjóð- löndum, og alltaf á íslensku. En áhorfendur skildu það samt. Aðeins tvisvar sinnum lékum við ekki á móðurmáli okkar og það var í Reykjavík. Þá lékum við á esper- antó í tilefni af esperantóþingi sem haldið var hér í borg árið 1977.“ — Þú ert talsvert eskimóalegur í útliti, Ketill. Helduröu að það sé þess vegna sem þú fékkst hlutverk í Inúk? „Ég hélt það sjálfur í fyrstu. En svo sagði Brynja leikstjóri mér að ég hefði verið valinn vegna þess að ég kynni að líkja eftir alls konar dýra- og náttúruhljóðum og þau notuðum við mikið í verkinu." — Viltu segja mér frá því þegar þú pantaðir þér morgunmat á hóteli í Brasilíu klukkan níu að kvöld- lagi? „Þú virðist hafa frétt af því. Flýgur fiskisagan. Þannig var málið vaxið að Inúkhópurinn var staddur í Rio de Janeiro í Brasilíu. Við áttum að leika daginn eftir svo ég fór mjög snemma í háttinn og stillti vekjara- klukkuna á hálfníu. Nú, ég vaknaði eins og lög gera ráð fyrir við klukknahringinguna og fór á fætur. Ég fór niður í borðsalinn þarna á hótelinu og pantaði mér morgun- mat. Ég fékk dræmar undirtektir hjá þjónunum og þeir vildu bara alls ekki afgreiða mig. Ég leit betur á klukkuna mína og sá að enn var sá tími sem morgunmaturinn átti að vera á boðstólum. Ég margbað þjónana um morgunmatinn en þeir hristu bara hausinn. Kunningjar mínir sem voru þarna staddir komu vitinu fyrir mig. Vekjaraklukkan hafði sem sagt vakið mig klukkan hálfníu en ég hafði farið heldur snemma í háttinn því ég hafði verið vakinn klukkan hálfníu um kvöldið! Það var mikið hlegið að þessu atviki þarna á hótelinu og ég hafði sjálfur manna mest gaman af. Svo fór ég bara upp á loft aftur og lagði mig — og svaf til morguns." Fríkirkjuvegur 11 — Nú ertu ekki síður þekktur fyrir œskulýðsstörf þín hérna á Fríkirkju- veginum. Hefurðu alltaf jafngaman af því að vera með krökkunum? „Já, mikil ósköp. Ég verð aldrei leiður á því. Þetta er svo mikið fjör. Ég hef mest verið að stjórna alls konar klúbbastarfsemi og þessir klúbbar hafa heitið ýmsum nöfnum, eins og til dæmis Leikklúbbur unga fólksins, Klúbbur ’71 og Leynifélag- ið. Og svo hef ég unnið í Saltvík á Kjalarnesi á vegum íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkurborgar." — Hvað gerið þið í Saltvík? „Við byrjum á því að keyra þang-

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.