Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 10.07.1986, Qupperneq 31

Helgarpósturinn - 10.07.1986, Qupperneq 31
IISTAPi „Komum sjálfum okkur á óvart við sólarupprás...“ segir Ásgeir Sigurvaldason sem fyrstur íslendinga stundar leiklistar- og leikstjórnarnám hjá hinum þekkta leikhúsmanni, Jerzey Grotovski „Eitt af því sem Grotovski er mjög hugleikið er Iffsorka mannsins og því kemur fyrir að leiksýningar hans taka kannski hálfan daginn og alla nóttina. Því er þessi reynsla t.d. líkari því að fara ódrukkinn á Þjóðhátfðina f Eyjum en að vera áhorfandi f leikhúsi," segir Ásgeir Sigurvaldason. Stundum getur borgað sig fyrir unga menn að vera með opinn kjaft- inn sé til lengri tíma litið. Alltént finnst mér það eiga vel við Asgeir Sigurvaldason, sem undanfarin ár hefur stundað leiklistarnám í Bandaríkjunum, fyrst við New York University og síðan við University of California Ervine þar sem hann hef- ur m.a. starfað með einhverjum þekktasta leikhúsmanni þessarar aldar, Pálverjanum Jerzey Grot- ovski. Ásgeir lauk BA prófi frá Ervine í vor og með haustinu hefur hann þriggja ára master-nám í leik- stjórn við þennan sama háskóla sem er einhver albesti fylkisháskóli í Bandaríkjunum, og vinnan með Grotovski heldur áfram. Þetta er jafnframt í frásögur færandi sökum þess að aðeins tíu háskólar í Banda- ríkjunum kenna leikstjórn, sem er óhemju dýrt fyrirtœki, og hver skóli tekur aðeins við tveimur nýjum nemendum á ári. Því þarf engan að undra að Asgeiri er gjarnt að dansa sig inn í sólarupprisuna á björtum íslenskum sumarnóttum. En hvað fyrrnefndri kjaftfor viðvíkur þá stundaði Asgeir nám við Leiklistar- skóla íslands á árunum 1979—81 og fór að lokum svo í taugarnar á ein- um kennaranum að honum var vin- samlega gefinn kostur á að segja sig úr skólanum. „Það var mikið áfall fyrir mig, ég brotnaði alveg saman en sór þess dýra eiða að halda áfram,“ sagði Ásgeir í samtali við HP. „Næstu tvö árin vann ég við ýmislegt sem tengdist leiklist og leitaði jafnframt fyrir mér um skóla og endaði svo í þessum ágætu skólum í Bandaríkj- unum. Ég hef verið mjög ánægður með námið fram að þessu, m.a. vegna þess að í Bandaríkjunum eru listabrautirnar ekki aðskildar eins og hér en það finnst mér algjör synd. Myndlistarskólinn og Leiklist- arskólinn ættu t.d. að vera undir sama þaki. Það er eina vitræna framtíðin. Ég hef haft tækifæri til að blanda ýmsum listgreinum saman, hef vaiið mér töluvert af kúrsum í kvikmyndafræði, myndiist og „post-modern-dansi svokölluðum sem er mjög skyldur því sem bræð- urnir Haukur og Hörður kalla hreyfilist. Auk þess er skylda að leggja stund á leikmyndagerð og lýsingu." — Hefur það alla tið vakað fyrir þér að fara síðan í leikstjórn? „Já, ég held ég hafi alltaf stefnt að því undir niðri, a.m.k. eftir að ég hætti í L! og átti þetta tveggja ára umþóttunartímabil sem ég tel að hafi verið mér mjög hollt. Og nú er þessi draumur að rætast og það við afar ákjósanlegar aðstæður. Þeir taka einungis inn u.þ.b. tuttugu manns á ári í leikstjórn í öllum Bandaríkjunum vegna þess að að- stæður verða að vera svo góðar, leikstjórn verður aldrei kennd nema á praktískan hátt. í Ervine eru fimm leikhús, öll mjög vel útbúin tækni- lega. Prófessorar og allir aðrir fagmenn eru mjög framarlega á sínu sviði. Þeir sækjast eftir því að komast að við skólaleikhúsin vegna þess að þar fá þeir frelsti til að gera hvers kyns tilraunir sem þeir hafa ekki á hinum venjulega vinnumarkaði. Segja má að allir helstu leikstjórar og leikritaskáld vestra vinni um tíma í háskólakerfinu, bæði sem gestaprófessorar og fastráðnir. Þess vegna er leikhúslífið innan háskól- anna mjög blómlegt." — Hversu lengi hefur Grotovski starfað við háskólann í Ervine? „í fimm ár. Hann hröklaðist frá Póllandi vegna þess að hann naut ekki lengur ferðafrelsis sem er hon- um lífsnauðsyn þar sem vinna hans byggist svo mikið á alþjóðlegum samskiptum. I Póllandi hafði hann haft heila stofnun til umráða frá 1960 en hún var lögð niður eftir að hann fluttist úr landi. Hann hefur mjög góða aðstöðu í Ervine, hefur til urnráða nokkra hektara lands.“ — I hverju felast leikhúsnýjungar Grotovskis? „Strax um 1970 þótti hann hafa sett upp byltingarkenndar sýningar. Hann lítur svo á að leikarinn sé grunneining leikhússins og hann eigi að þjálfa gegndarlaust þannig að hann þurfi ekki á umgjörð leik- hússins, eins og leikmynd og ljósum, að halda nema í algjöru lágmarki. Þetta telur hann eðlilega þróun vegna þess að kvikmyndin hafi tek- ið yfir natúralisma í leiklist. Hann hefur byggt upp mjög stílíserað leik- hús með afskaplega vel þjálfuðum leikurum — út frá austrænum hug- myndum, einkum kínversku Pek- ingóperunni og No-leikhúsinu í Japan. Kvikmyndagerðarmaðurinn Sergej Eisenstein byggði einmitt kenningar sínar um „montage" á þessum sama austræna grunni. Kjarninn í leikhópi Grotovskis er fólk sem á það sameiginlegt að hafa lært leiklist sem gengur í arf og tengist helgisiðum, því upphaflega þróast leikhúsið út frá helgisiðum og trúarbrögðum. Fyrsti kaflinn í leiklistarsögunni, sem þarna er kennd, hefst einmitt á þessum atrið- um en ekki á gríska leikhúsinu eins og víðast hvar. Það er sögufölsun að halda því fram að leikhúsmenningin eigi upphaf sitt meðai forn-Grikkja. Grotovski er mikið til menntaður í Sovétríkjunum og hlýtur að hafa verið afburða námsmaður. Hann getur t.d. lesið forntexta þessara vestrænu þjóða og hefur mjög djúp- stæðan skilning á austrænni heim- speki. Þar fyrir utan vitnar hann jöfnum höndum í vestræna þekk- ingu, t.d. á sviði iæknisfræði og taugaiíffræði, en sálfræðihugmynd- ir sínar byggir hann fremur á Jung en Freud. Þegar ég var að vinna fyrir hann verkefni í vor lýsti hann nákvæm- lega fyrir mér textanum sem ég átti að byggja á, sem síðar reyndist vera Rúnatal Hávamála. Hann vissi miklu meira á þessu sviði en ég, ís- lendingurinn. Hann vildi að ég reyndi að nálgast minn eigin upp- runa í gegnum þetta verkefni. Þarna byggir hann á ákveðnum hugmyndum í erfðafræði sem gera ráð fyrir að mögulegt sé fyrir nú- tímamanninn að enduruppgötva það sem hann er búinn að týna; að visst minni, sem sé hluti af forfeðrum okkar, gangi í erfðir." — Og hvað uppgötvaðir þú? „Þessi texti í Hávarpálum greinir frá því þegar Óðni áskotnaðist skáldgáfan. Hann byggir á goðsögu- legum grunni og á sér margar hlið- stæður í ljóðabrotum ólíkra menn- ingarsamfélaga. Þegar ég kafaði niður í þennan texta uppgötvaði ég í honum meiningar sem mér finnst vera nátengdar ýmsu því sem mað- ur uppgötvar í gegnum nútimaljóð, auk þess sem ýmsilegt er áþekkt með formi og hrynjandi. Mörg Eddukvæðanna eru draumkennd í eðli sínu, eins og þau komi úr iðrum mannsins, þau eru nánast súrreal- ísk. Þau sýna manni hvernig hring- rásin verður: okkar elsta ljóðagerð er skyldust mörgu því nýjasta sem hefur verið skrifað. Grotovski gaf mér algjört frelsi með textann og ég viðurkenni að í upphafi fannst mér hann algjört torf. Síðan uppgötvaði ég að ómögulegt væri að nálgast textann nema að vinna fyrir því og að lokum varð hann fyrir mér einfalt mál og augljóst. Seiðurinn og galdurinn voru mest heillandi. Eitt af því sem skýrðist mjög fyrir mér með þessu verkefni var tilgangur þess að gera hluti óaðgengilega, setja þá t.d. fram í ijóði, orða þá stöðugt á nýjan hátt. Það er nauðsynlegt vegna þess að orð eru ófullkomin í sjálfum sér og staðna, verða að klisjum. Forn- bókmenntirnar gefa okkur þessa vídd, þær eru margræðar og aldrei hægt að taka þær bókstaflega. Það hefur áreiðanlega verið tilgangur- inn með samningu þeirra. Því skipt- ir máli fyrir listamenn — og raunar alla — að lesa þær.“ — En hvert er viöhorf Grotovskis til áhorfenda? „Leikhús hans gerir ekki ráð fyrir því að áhorfandinn sé þolandi held- ur að hann fari í gegnum ákveðna reynslu með því að taka þátt í sýn- ingunni að vissu marki, eftir því sem hann hefur vilja og getu til. Og þar sem leikhús Grotovskis byggir mikið á helgisiðum má segja að það að fara á leiksýningu hjá honum sé eins og að heimsækja það sem menn vilja kalla „frumstæðan" menning- arheim. Við fáum að vera með en ekki einungis sitja og horfa á, því það sem fram fer er ekki hægt að skilja á hlutlægan hátt. Þetta er samt sem áður áþreifanleg reynsla sem þó er ill- eða ómögulegt að skilja á vitrænan hátt. Eitt af því sem Grotovski er mjög hugleikið er lífsorka mannsins og því kemur fyrir að leiksýningar hans taka kannski hálfan daginn og alla nóttina. Því er þessi reynsla t.d. líkari því að fara ódrukkinn á Þjóð- hátíðina í Eyjum en að vera áhorf- andi í leikhúsi. Og þá komum við að þeim vænt- ingum sem bæði leikarar og áhorf- endur hafa yfirleitt í sambandi við leikhús; flestir leikarar hafa t.d. ákveðnar patentlausnir á því hvern- ig þeir eigi að nálgast efnið. Fólk á Vesturlöndum er svo vel uppalið sem „vitsmunaverur" að það líkist oft vel þjálfuðum fílum í sirkus. Þess- ar „gáfumannastellingar" koma svo oft í veg fyrir að við getum verið skapandi þar sem við skynjum allt eftir fyrirfram ákveðnum hugmynd- um. En svo gerist það kannski klukkan fjögur eða fimm á morgn- ana að vélin sofnar og þá förum við að koma sjálfum okkur á óvart. Ég tala nú ekki um ef við erum stödd úti í náttúrunni við sólarupprás — því hún er allt önnur en sólsetrið" segir Árni Sigurvaldason og brosir tvíræðu brosi.. . -JS BÓKMENNTIR Frábœr afrakstur þolinmœdi og þrautseigju eftir Moraréti Jónsdóttur Fuglar Islands eftir Hjálmar R. Bárðarson. Hjálmar R. Bárðarson er löngu landskunn- ur fyrir ljósmyndir sínar af íslenskri náttúru. Fyrstu bækur hans, sem voru ísland farsælda frón og Island, eru nú uppseldar, síðar komu ís og eldur og ísland, svipur lands og þjóðar. Hjálmar er reyndar meira en landskunnur því að bækur hans hafa komið út á ýmsum tungumálum. Nýjasta bók Hjálmars er helg- uð íslenskum fuglum og í lokaorðum hennar segir að fyrsta skilyrði fyrir því að geta náð góðum myndum af fuglum sé að kynnast lifnaðarháttum þeirra og því umhverfi sem þeir velja sér. Þessari reglu hefur Hjálmar fylgt dyggilega eins og bæði myndir og texti bera vott um. Hann hefur lesið sér til, aflað sér þekkingar hjá „fuglafróðum samferða- mönnum“ og það sem er fyrir mestu, hann hefur stundað eigin athuganir og sparað hvorki tíma né fyrirhöfn. Bókin öll ber það með sér að hún er afrakstur ótrúlegrar þolin- mæði og þrautseigju. Hjálmar hefur ekki tal- ið það eftir sér að rogast með þungar byrðar langar leiðir, sitja tímunum saman í felu- tjaldi, leita að sjaldgæfum fugli í áratug. Hann hefur klifið þrítugan hamarinn, líka í bókstaflegri merkingu, því að árið 1982 brá hann sér upp á Eldey og var þá kominn af því skeiði þegar menn byrja á að klífa þverhnípi. Hjálmar byrjaði að taka myndir af fuglum fyrir meira en tveimur áratugum og hug- myndin um sérstaka bók um íslenska fugla er fimmtán ára gömul. Upphaflega var ætl- unin að Hjálmar tæki myndirnar en frændi hans, Finnur Guðmundsson fuglafræðingur, sem hvatti hann til dáða, skrifaði textann. Úr þessu samstarfi varð þó ekki vegna veikinda Finns. Hjálmar lauk verkinu einn en naut góðs af hvatningu frænda síns og gagnaöflun hans og sýnir þakklæti sitt með því að til- einka honum bókina. Þótt leiðbeiningar til þeirra sem kynnu að hafa áhuga á að taka myndir af fuglum, fái að fljóta með, er bókin fyrst og fremst ætluð til þess að vekja áhuga almennings á íslenskum fuglum og umhverfi þeirra; kveikja löngun þeirra sem skoða bókina til þess að ganga út í náttúruna þegar þeir hafa lagt bókina frá sér. Efni bókarinnar er flokkað á aðgengilegan hátt. Hjálmar velur þá leið að skipa saman í kafla þeim fuglum sem velja sér líkt um- hverfi og hafa svipaða lifnaðarhætti. í einum kafla er sagt frá fuglum á eyjum og skerjum. Sérstakur kafli er um endur og annar um mó- fugla. Þá eru það fuglar sem kjósa að vera nálægt mannabústöðum og hinir sem vilja vera í hrauni og kjarrlendi. Sérstakur kafli er um ránfugla, annar um fugla á hálendinu og að lokum kafli um gesti og stopula varpfugla. Bókin hefst á almennu spjalli um heim manna og fugla, sérstakur kafli er um geir- fuglinn og síðan er fróðlegt yfirlit um íslenska fugia og athuganir á þeim fyrr á öldum. Text- inn er stórfróðlegur, lipurlega saminn og skemmtilegur aflestrar. I rauninni gæti hann staðið einn sér. Myndirnar eru listaverk, sumar afreksverk eins og myndaröðin af keldusvíninu. Umhverfi og einkenni hverrar tegundar njóta sín tii fulls. Þær eru ekki bara myndir af fuglum. Þær lýsa lífsbaráttu þeirra, fjölskyldulífi og skapgerð. Annars er út í hött að reyna að lýsa myndunum, það verður að skoða þær. Litmyndir eru nálega 400, en alls eru 500 ljósmyndir, teikningar og kort í bók- inni. Hjálmar sýnir að honum er fleira til lista lagt en að taka myndir og semja texta. Teikn- ingar og uppdrættir í bókinni eru eftir hann sjálfan ef frá eru taldar nokkrar í kaflanum um geirfuglinn. Meginkaflar bókarinnar eru fjórtán en auk þeirra eru sex kaflar almenns eðlis. Að endingu er efnisatriðaskrá, ritskrá og skrá yfir fuglaheiti á íslensku og erlend- um málum. Hjálmar R. Bárðarson tekur myndirnar sínar af einlægni og alúð. Hann veit af hverju þeir missa sem aldrei hlusta á mófuglakórinn árla morguns um varptímann og hefur lagt hart að sér til þess að fá aðra til þess að njóta náttúrunnar með sér. Bókina Fugla íslands gefur hann út sjálfur og er verði hennar mjög í hóf stillt. Það ætti ekki að vera neinu heimili ofviða að eignast hana. HELGARPÖSTURINN 31

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.