Helgarpósturinn - 10.07.1986, Síða 32

Helgarpósturinn - 10.07.1986, Síða 32
Helga Ingólfsdóttir Sumartónleikar í Skálholtskirkju Sumartónleikar í Skálholtskirkju hófust um sídustu helgi í 12. sinn. Pá léku Manuela Wiesler og Einar G. Sveinbjörnsson uerk fyrir flautu og fiðlu. Aðsókn var gífurlega góð. Sumartónleikarnir fara þannig fram að fluttir eru tvennir tónleikar á laugardegi, síðan eru aðrir þeirra endurteknir á sunnudeginum á eftir ásamt því að tónlistarmennirnir taka þátt í messu á staðnum. Nú um helgina syngur kór Menntaskólans við Hamrahlíð und- ir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur á fyrri tónleikunum og Helga Ingólfs- dóttir leikur einleik á sembal á þeim síðari og verða þeir endurteknir sunnudaginn 13. júlí. „Kór Mennta- skólans við Hamrahiíð mun m.a. frumflytja verk eftir Hafliða Hall- grímsson," sagði Helga Ingólfsdóttir aðspurð um tónleikana. „Reyndar verða frumflutt tvö verk þessa helgi því einnig verður frumflutt verk fyr- ir eirileiksflautu eftir Leif Þórarins- son. Það er Kolbeinn Bjarnason sem leikur á flautu á milli þess að kórinn syngur. Hann leikur tvö verk eftir Leif. Annars verða á þessum tón- leikum einungis íslensk kór- og flautuverk. Við erum að halda áfram með þá hefð á sumartónleik- um í Skálholtskirkju að frumflytja mikið af íslenskum verkm. Nú í sumar verða þrjú verk frumflutt, þar af tvö þeirra um næstu helgi. Ég verð síðan með einleik á seinni tónleikunum. Ég nefni efnisskrána Vinaminni. Þetta eru eingöngu tón- verk sem tónskáld frá 17. og 18. öld hafa samið í minningu vina sinna, lifandi eða látinna. Ég spila m.a. Harmljóð um ungan son Ferdinands III keisara en sonur hans dó mjög ungur og verkið var samið í minn- ingu hans. Einnig spila ég eftirmæli um mjög þekktan lútuleikara. Síðan spila ég líka verk sem eru tileinkuð þekktum samtímamönnum tón- skáldanna. Inn á milli þessara verka leik ég tilbrigði samin til hugleiðing- ar, þau passa þannig vel við. Til- brigðin tengja dagskrána saman. Mínir tónleikar verða endurteknir daginn eftir og í messunni klukkan fimm taka tónlistarmennirnir þátt í tónlistarflutningi. Um síðustu helgi var alveg maka- laus aðsókn. Á fyrri tónleikunum á laugardeginum voru um 120 manns og um 90 manns á þeim seinni. En á sunnudeginum var allt troðfullt, það var meira að segja staðið í kirkj- unni, það hafa verið yfir 200 manns. Það var mjög ánægjulegt að verða vitni að því.“ — Hvernig stendur á svona góðri aðsókn? „Ég vona að það sé vegna þess að þessir tónleikar njóti álits. Áð fólk treysti því að eitthvað gott sé á boð- stólum. Einnig vill fólk gjarnan koma í Skálholt. Líka er hljómburður kirkjunnar alveg í sérflokki hér á landi. Hann er mjög góður,“ sagði Helga að lokum. Sætaferðir eru um helgar á sum- artónleikana frá BSÍ, lagt er af stað frá Umferðarmiðstöðinni klukkan 13 tónleikadagana og til baka klukkan 18.15. -gpm Gunnar Óskarsson frá Þorlákshöfn gaf út í gær hljómplötu með tlu frumsömdum lögum. Þetta er fyrsta plata Gunnars og hann segir að lögin séu mjög fjölbreytt og að- gengileg. „Ég hef samið öll lögin og alla textana nema við eitt lag; einnig syng ég tvö laganna. Ég hef sama og ekkert komið nálægt þessu áður, aðeins litillega spilað með dansböndum í Þorlákshöfn. En þetta er gamall draumur, enda eru lögin frá tíu ára tíma- bili. Ég er ekkert að stíla inn á neinn ákveðinn hóp. Ég reyni að ná til sem flestra. Þetta er ekki tormelt tónlist. Ólafur Þórarinsson í stúdíóinu Glóru í Hraungerðishreppi að- stoðaði mig mikið, útvegaði fólk og annað. Ég vil þakka öllum þeim sem hafa aðstoðað mig, það hefur verið ómetanlegt," segir Gunnar Óskarsson. Meðal söngvara á plötunni má nefna þá lcy-menn, Eirík Hauksson og Pálma Gunnarsson. -gpm KVIKMYNDIR eftir Ólaf Angantýsson og Sigmund Erni Rúnarsson Tálsýnir og vélabrögö Háskólabíó: F/X Murder by lllusion (F/X morðbrellur) ★ Bandarísk. Árgerð 1985 Framleiðendur: Dodi Fayed og Jack Wiener Leikstjórn: Robert Mandel Handrit: Robert T. Megginson og Gregory Fleeman Tónlist: Bill Conti Aðalhlutverk: Bryan Brown, Brian Dennehy, Roscoe Orman, Diane Venora, Cliff De Young, Jerry Orbach o.fl. Grunnhugmyndin að gerð kvikmyndar- innar er í sjálfu sér býsna skondin: Rollie Tyler hefur lifibrauð sitt af framleiðslu tál- mynda þeirra og blekkingarvefja, er nútíma- manneskjan virðist hafa svo óslökkvandi þörf fyrir í gráma hvunndagslífsins. Hann er s.s. einn af hæfari brellumeisturum kvik- myndaiðnaðarins og sérgrein hans er svið- setning ýmiss konar mishrottafenginna dauðsfalla; allt eftir efnum, ástæðum . .. og perversum þörfum viðkomandi leikstjóra. Dag nokkurn, þegar hann að loknum vinnu- degi stendur í því að gera hreint eftir vel- heppnað fjöldamorð á veitingahúsi, kemur til hans maður frá dómsmálaráðuneytinu og stingur því að honum hvort hann væri ekki tilkippilegur að leggja til starfskrafta sína í þágu föðurlandsins og setja á svið launmorð á bófaforingjanum De Franco, svo að sá hinn sami geti í ró og næði, og óhultur fyrir sam- starfsmönnum sínum og keppinautum í greininni, afhjúpað samtök glæpahyskisins fyrir yfirvöldum. Tyler slær að sjálfsögðu til og tekur að sér verkefnið. Hann setur morð- ið á svið í raunverulegu umhverfi... á ítölsk- um veitingastað að sjálfsögðu, og er honum sjálfum ætlað að framkvæma verknaðinn, sem hann og gerir. Hin raunverulega svika- mylla myndarinnar fer hinsvegar ekki í gang fyrr en eftir að starfsmenn dómsmálaráðu- neytisins reyna itrekað að koma Tyler fyrir kattarnef, eftir að hann hefur framið verkn- aðinn. Wallenger lögregluforingja er falin rann- sókn málsins í þann mund er braut Tylers um hinar skuggalegri hliðar réttarkerfisins tekur að gerast helst til um of torsótt fyrir mann, sem ekki hefur aðra reynslu af undir- heimunum en þá, er tálmyndir kvikmynda- iðnaðarins hafa uppá að bjóða. Brátt taka raunveruleg lík að hrannast upp kringum veslings Tyler og á meðan Wallenger leitar orsakanna fyrir þessari auknu slysatíðni og bráðu dauðsföllum meðal samborgaranna verður títtnefndur Tyler sér smám saman meðvitaður um stöðu sína og tekur því upp baráttuna við illþýðið með sérþekkingu sína eina að vopni. Þrátt fyrir að grunnhugmyndin að gerð þessarar myndar sé bæði skondin og skemmtileg, þá hefur höfundum hennar engan veginn tekist að gera sér þann mat úr henni sem efni stóðu til. Þrátt fyrir ýms góð tilþrif er handrit hennar þó svo gloppótt og illa undirbyggt, að heildaráhrifin hljóta að verða að teljast undir meðallagi. Sem sagt: of mikið gefið fyrir víst og of margir lausir end- ar til þess að takast megi að skapa trúverð- uga mynd af hinum annars á margan hátt ágætu tilþrifum Tylers í myndinni. Þó svo að Ástralanum góðkunna, Bryan Brown, hafi tekist að koma illa skrifuðu hlutverki sínu til- tölulega sómasamlega frá sér, þá fer ekki sömu sögum af leikstjóranum Robert Mand- el og vali hans á leikurum í ýms af minni- háttar hlutverkum myndarinnar. Þar er væg- ast sagt heldur flausturslega gengið til verks- ins og á það ekki minnstan þátt í því hversu hrapallega hefur til tekist við að koma þess- ari annars ágætu hugmynd í sýningarhæft form. Ó.A. Upp og ofanferdir Bíóhöllin, Níu og hálf vika (916 weeks) ★★★ Bandarísk, árgerð 1986. Framleiðandi: Anthony Rufus ísaacs og Zalman King. Leikstjórn: Adrian Lyne. Handrit: Patricia Knop og Zalman King ásamt Söru Kernochan, samkvœmt sam- nefndri skáldsögu Elizabeth McNeill. Aðal- leikarar: Mickey Rourke og Kim Basinger. Mickey og Basinger. Föngulegt fólk. Ymist hlaupandi í leiðslu, að kyssast á krám, eða fá'ða undir bilaðri pípulögn í blautum undir- göngum. Taumlaus ástríða... Flott skot. Þessi mynd, Níu og hálf vika, gengst upp í úthugsaðri og afar ljóðrænni kvikmyndatöku, stundum mjög persónu- legri. Kvikmyndunin leiðir handritið — efni- viðinn — en ekki öfugt. Fyrri mynd Adrian Lyne, Flashdance, fjall- aði reyndar um ekki neitt, og því kemur það í sjálfu sér ekki á óvart að inntak þessarar næstu sé rýrt. Svona upp og ofanferðir! En auglýsingamaðurinn kann sitt fag frá því lausnirnar snerust um sekúndur. Því er ekki að leyna að Níu og hálf vika er unun á að horfa, hvað myndstjórnina varðar. Augn- gæti. Mickey Rourke og Kim Basinger fara vel með sitt; Rourke, þessi smámælti Dean, sem reyndar fer vaxandi með hverju nýju hlut- verki, leikur lævíslega á lægri nötunum; Basinger þétt. En það skal svo endurtekið, að saga þessa pars sem á saman um tæplega tíu vikna skeið, er efnissnauð, auk þess sem persón- urnar eru næstum vannýttar, fráleitt fullmót- aðar. Hráar. Kvik mynd er þetta hinsvegar. -SER. „Auglýsingamaðurinn kann sitt fag... Níu og hálf vika er unun á að horfa hvað mynd- stjórnina varðar" segir Sigmundur Ernir m.a. í umsögn sinni um nýj- ustu og umtalaðri mynd Adrian Lyne. Rourke og Basinger í rullum slnum á Ijós- myndinni. 32 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.