Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 10.07.1986, Qupperneq 33

Helgarpósturinn - 10.07.1986, Qupperneq 33
Grafik og Greifarnir í kvöld, fimmtudaginn 10. júli, munu hljómsveitirnar Grafík og Greifarnir verða með rokkhljóm- leika á Hótel Borg. Að sögn Helga Björnssonar, söngvara Grafíkur, eru þetta m.a. afmælishljómleikar, því Helgi fyllir tuttugu og átta ár í dag. Nýverið kom Grafík fram á Listahá- tíðarhljómleikunum í Laugardais- höllinni og frumflutti þá ýmislegt nýtt efni, en að þeim slepptum er langt síðan Grafík hefur leikið á rokkhljómleikum og mannskapur- inn því ferskur. Á Borginni munu þeir leika eins konar þverskurð af lögum sínum sl. ár, þ.á m. efnið sem frumflutt var í Höllinni. Hljómleikarnir standa yfir frá kl. tíu til eitt. Að sögn Helga Björnsson- ar er það alveg yfirdrifið: kl. eitt er nóttin enn ung og fólk hefur tíma til að huga að öðrum málum. Grafík ætlar semsé bara að hita fólk upp fyrir þunga næturinnar . . . JAZZ Dizzy, fönk og rafvœding Norðursjávarhátíðin hefst í dag. 1 frétt frá skipuleggjendum segir m.a. að í Garden Pavilion, sem rúmi sex þúsund manns, megi hlýða á jafn þekkta tónlistarmenn og Miles Davis, Ál Jarreau, David Sanborn, Joe Zawinul’s Weather Update, Spyro Gyra, Stan- ley Clarke, Neville Brothers, Wayne Shorter, John Scofield, Bhaskara ’86, John McLaugh- lin’s Mahavishnu Orchestra, Randy Brecker, Mezzoforte, Koinonia og fleiri. Ljúft er að sjá Mezzoforte í hópi fremstu rafdjasssveita heimsins og þótt íslenskir sýni þeim oft tóm- læti gera evrópskir það ekki. Rafdjassinn hefur ekki verið jafn vinsæll hérlendis og í Bandaríkjunum og Evrópu. Þó eru sveitir á borð við Weather Report vel þekktar og gaurar einsog altistinn Dave San- born. Hann hefur nýlega sent frá sér skífu í samvinnu við hljómborðsleikarann Bob James. (Bob James/David Sanborn: Double Vision — WB Records/Steinar.) Þar leikur Marcus Miller á rafbassa, Steve Gadd á trommur og Paul Milton Jackson jr. á gítar. Paulinho Da Costa er bætt við á síag- verk, Eric Gale á gítar í tveimur lögum og svo syngur A1 Jarreau hið sígilda verk Buddy Jöhnsons: Since I Fell for You. Önnur verk eru eftir þá hljómsveitarstjóra og Marcus Miller utan You Don’t Know Me. Þetta er ljúf skífa og átakalítil einsog tónlist þeirra félaga er jafnan. A1 Jarreau syngur Since 1 Fell for You af tilfinningu og Sanborn blæs blúsað með urrandi sprengingu í bræðingsskærum tóninum. Þetta lag mætti heyrast í rásarþátt- um til að lyfta hugum hlustenda yfir verk- smiðjuframleidda staðalinn. Kannski gæti góður bræðingur þroskað íslenskan æskulýð betur en margt annað. í það minnsta hefur Pat Metheney haft heillavænleg áhrif — en meira um hann og Ornette Coleman í næstu viku. Annars er mér jafnan þannig farið er ég hlusta á tónlist á borð við þá er þeir David Sanborn og Bob James leika að mér finnst ég sitja í einhverju farartæki og landið þjóta hjá. Það er sól og sumar og sjór í grennd — enda ég gjarnan við borðstokk. Ekki amaleg upp- lifun það. Marcus Miller rafbassameistari og bræð- ingsbrýni er líka í stóru hlutverki á nýju Dizzy Gillespie skífunni: Closer to the Source (Atlantic/Steinar). Upphafslagið: Could It Be You, er eftir hann og raflínurnar ólga undir heitum trompet Gillespies. Það þarf ekkert að koma á óvart þó Dizzy kveðji til liðs við sig ungmenni. Þegar hann lék í Háskólabíói fyrir nokkrum árum kaliaði Gérard Chinotti tónlistina diskódjass og var ekki margt sem þar var spilað kórrétt bíhopp. Dizzy sjálfur blæs þó jafnan á þeim nótum, þótt umgerðin breyti tónlistinni mjög. Branford Marshalis biæs í tenórsaxafón á þessari skífu og Kenny Kirkland slær hljómborðin. Þeir voru báðir á nýlegri Dizzy skífu: New Faces (GRP 1012) þarsem gamlir og nýir Dizzy ópusar voru blásnir. Á þessri skífu er ekkert verk eftir Dizzy og útsetningar flestar Branfords, Marcusar og Kennys. í einu lagi bætist Stevie Wonder í hópinn og þenur munnhörpuna. Angel Rodgers syngur og hefði verið betra að hafa Jarreau í því hiutverki. Þetta er ekki síður bræðingsskífa en sú er Sanborn og James sendu frá sér og létt og leikandi og nú getur þáttagerðarliðið á rásinni leikið Dizzy Gillespie fyrir íslands unglingfjöld, heima- vinnandi húsmæður og aðra hlustendur ánþess að eiga á hættu að kvörtunum rigni yfir. Það er þó nokkuð! Ekki amast ég við ævintýrum Dizzys og hef lúmskt gaman af að heyra gömlu frasana hljóma úr trompetnum við undirleik fönk bassa og diskórýþma. Vesturgötu 4 Hafnarfirði SÝNING Föstudag kl. 14—21 á Háskólavellinum v/Hringbraut. Færanleg áhorfendasæti fyrir 1. Útihátídahöld 2. Félagsheimili 3. íþróttaleiki úti/inni 4. Leiksýningar o.fl. PÓSTHÓLF 165 HAMRABORG 1 200 KÓPAVOGUR ÍSLAND HELGARPÓSTURINN 33

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.