Helgarpósturinn - 10.07.1986, Page 34

Helgarpósturinn - 10.07.1986, Page 34
„Er ljóðið neyðarútgangur?“ spyr Gyrðir Elíasson, eitt þeirra skálda sem koma fram á ljóðakvöldi í Norræna húsinu. Þessi kröftuglega mynd Ásgeirs Smára Einarssonar ber nafnið Láttann havaða! Asgeir Smári sýnir í Hlaovarpanum Hinn óíormlegi félagsskapur Besti uinur Ijóðsins hefur sídur en suo lokad brageyranu, þótt komid sé fram á sumar, og œtlar sér að standa fyrir enn einu upplestrar- kuöldinu nk. miðuikudagskuöld 16. júlí, í þetta skiptið í Norrœna hús- inu, og hefst það kl. 21. Mönnum er sjálfsagt enn í fersku minni síðasta Ijóðakuöldið sem þessi félagsskapur stóð fyrir með breiðfylkingu skálda á Borginni í maí sl. Að þessu sinni uerður lögð höfuðáhersla á að kynna uerk yngstu Ijóðakynslóðar- innar en auk þess munu nokkur skáld úr „eldri kantinum" koma fram og uerk tueggja látinna skálda uerða kynnt. Þau sem lesa upp úr verkum sín- um í Norrœna húsinu á miðviku- dagskvöldið eru Gyrðir Elíasson, Wilhelm Emilsson, Margrét Lóa Jónsdóttir, Sjón, Kristján Kristjáns- son, Hrafn Jökulsson, Vigdís Gríms- dóttir, Atli lngólfsson, Nína Björk Árnadóttir og „þorpshöfðinginn" Jón úr Vör. Þá mun Hrafn Jökulsson kynna þá Jóhann Jónsson og Suein framtíðarskáld sem var helsta skólaskáld MR á árunum 1911-14. Hann var mjög dáður fyrir drykkju- skap, kvennafar og skáldskap sem þá þóttu eftirsóknarverðastir eigin- leikar hjá ungum mönnum. Bundu menn miklar vonir við Svein sem skáld. Þær áttu þó ekki eftir að ræt- ast þar sem hann fór skömmu síðar á drykkjumannahæli í Kaupmanna- höfn og Iifði síðan sem edrú betri- borgari í Danmörku í þrjátíu ár og vildi sem minnst hafa af íslending- um og skáldskap að segja. Viðar Eggertsson, kynnir kvöldsins, mun svo lesa úr verkum þeirra Jóhanns og Sveins. Þá mun Guðjón G. Guð- mundsson flytja tónlist. Nokkrir í hópi upplesaranna hafa nýverið sent frá sér bækur, þar á meðal Gyrðir Elíasson, sem á dög- unum sendi frá sér fimmtu ljóðabók sína á þremur árum, Blind- flug/Svartflug, í eigin útgáfu. HP spjallaði við Gyrði og spurði hann hvort hann leitaöi á ný mið í þessari bók. ,,Ég er a.m.k. að vona að platan sé ekki orðin svo rispuð hjá mér að nálin hjakki bara í sama farinu. Þetta nýja kver er frábrugðið hinum að ýmsu leyti; meira og minna sam- felldur texti út í gegn, reyni að púsla saman þessa brotasýn sem hefur „Það er eitthvað gelt og yfirborðskennt við þessa ákefð, ef menn telja ekki ómaksins vert að kaupa Ijóðabækur," segir Gyrðir Elfasson. þjakað mig og mína kynslóð, og ég álít að skili okkur ekki langt áleiðis." — Pú hefur látið þess getið að Blindfugl/Suartflug uerði þér hugs- anlega brú yfir í Söguna með stóru essi. „Allavega kláfur. En það er ljóst að ég er aðeins með hönd á kaðlin- um, ekki byrjaður að draga mig yfir. Og ég er víst búinn að hóta sögu- skriftum áður, án efnda, svo þetta fer að verða eins og úlfur, úlfur!" — Ertu kominn í gang með nœsta uerk? „Nei. Ég er blessunarlega laus við það. Enda þykir víst mörgum kom- inn tími til að ég fari að haga mér eins og siðaður maður í þessum út- gáfumálum; hlíti settum kvóta." — Attu einhuerjar skýringar á þessum mikla Ijóðaáhuga sem uirö- ist hafa gripið þjóðina? „Ég hef nú engar patentskýringar á því. Kannski leita menn á þessi mið þegar þjóðfélagið er komið vel á veg með að gera alla vitlausa; að þetta sé einskonar neyðarútgangur. Eða þetta sé allt saman bara svo skemmtilegt — sem mér finnst nú raunar hæpin skýring. En það fylgir leiðinda böggull þessu skammrifi sem áhuginn er, því allt þetta stúss og umstang tengt svokölluðu ljóði, virðist ekki skila sér að neinu leyti í aukinni sölu ljóðakvera. Það er eitt- hvað gelt og yfirborðskennt við þessa ákefð, ef menn telja ekki ómaksins vert að kaupa ljóðabæk- ur. Því miður er hægt að setja dæm- ið upp á mjög einfaldan og við- skiptalegan hátt: engin sala engin skáld. -JS Sífellt springa út fleiri blóm íHlað- uarpanum að Vesturgötu 3, eins og menn hafa vœntanlega orðið varir uið. Myndlistarsalur uar þar form- lega tekinn í notkun 21. júní sl. og þar stendur nú yfir sýning Ásgeirs Smára Einarssonar á pastel- og vatnslitamyndum, svo og olíumál- uerkum. Asgeir hefur áður haldið fjórar einkasýningar hérlendis. A þessari sýningu er m.a. að finna afar litríkan kúbisma úr reykuísku skemmtanalífi. Sýningin er opin kl. 16—22 alla daga en henni lýkur á sunnudagskuöld. Að sögn Súsönnu Suauarsdóttur, framkvæmdastjóra Hlaðvarpans, er myndlistarsalurinn þegar fullbók- aður langt fram eftir hausti. Föstu- daginn 18. júlí opnar norska lista- konan Edna Cers sýningu á batík- verkum sem hún hefur lokið við að sýna í Kanada. Hún sækir myndefni sitt einkum í norrænar fornbók- menntir og goðafræði. Og þessa sömu helgi mun Alþýðuleikhúsið frumsýna í myndiistarsalnum leik- ritið Hin sterkari eftir Strindberg og í þeirri sýningu munu batíkverk Ednu þjóna sem leikmynd. Síðar í sumar mun Anna Concetta sýna klippimyndir og málverk, síð- an munu Helga Egilsdóttir og Örn Ólafsson verða með samsýningu; og þá mun Kári Schram, ungur myndlistarmaður sem hefur verið við nám í Kína, sýna verk sem hann hefur unnið þar. JS POPP Af góðum verkum og góðverkum eftir Ásgeir Tótnasson MITT LÍF - BAÖÐST EITTHVAÐ BETRA? — Bjarni Tryggua Útgefandi: Steinar Loksins þegar allur dugur virtist endan- lega úr íslenskri hljómplötuútgáfu kom skyndilega út níu laga breiðskífa með ung- um og alls óþekktum tónlistarmanni, Bjarna Tryggva. Þetta þykja mikil tíðindi þegar „stóru“ útgefendurnir hafa ekki einungis rif- að seglin heldur fellt þau að mestu. Bjarni Tryggva er rúmlega tvítugur Aust- firðingur sem til þessa hefur aðallega haft at- vinnu sína af sjómennsku. Lög og texta hefur hann samið í mörg ár og platan Mitt líf... hefur í raun verið í smiðum í þrjú ár. Upptök- urnar hófust þó ekki fyrr en í mars í ár. Til undirleiks á plötunni valdi Bjarni sér einvala lið. Rafn Jónsson trommuleikari og Rúnar Þórisson gítarleikari úr Grafík eru með í flestum lögum svo og Jakob Magnús- son bassaleikari og hljómborðsleikarinn lítil- láti Hjörtur Howser. Einnig koma við sögu Þorsteinn Magnússon gítarleikari, Þorsteinn Jónsson sem spilar á hljómborð, Sigurður Long saxisti og fleiri. Bjarni syngur öll lögin sjálfur og Bubbi Morthens tekur undir í einu. Sem sagt: það er hvergi slegið af kröfunum til að hljóðfæraleikur plötunnar verði sem bestur. Enda er sú raunin. — Meira að segja þykja mér áhrif Grafíkur helst til mikil á stundum. Þar með er ekki sagt að þau áhrif séu slæm út af fyrir sig en platan er óneitan- lega Bjarna en ekki Grafíkur. Bjarni er sjálfur ágætur söngvari og á eftir að verða enn betri fái hann fleiri tækifæri til að koma efni sínu á framfæri. Jú, jú, hann minnir vissulega á Bubba hér og þar en hvað er svo sem að því? Erum við ekki öll undir áhrifum frá einum eða öðrum við athafnir okkar og störf þó að við reynum að breiða yfir þau með misgóðum árangri? Lagasmiður er Bjarni Tryggva þokkalegur. — Engar stórrósir en það stingur ekkert í eyr- un heldur. Ég hef það á tilfinningunni að hann leggi mun meiri áherslu á texta sína en tónsmíðar. Yrkisefni Bjarna eru yfirleitt dap- urleg. í textunum gætir meira að segja böl- sýni að hætti gömlu raunsæisskáldanna: I huga þínum þú fœrð engan frið. Allt er orðið svart, þú þolir ekki við hugsanir þínar snúast um allt sem er Ijótt. Allt sem er illt að þér fœr sótt. Bjarni Tryggva: „...lofar góðu", að mati Ásgeirs Tómassonar sem fjallar um fyrstu hljómskífu þessa Norðfirðings hér á síðunni. Smartmynd. Bjarna gengur vel að yrkja myndrænt. Hann hefur hins vegar ekki fullt vald á mál- inu. Hann kýs að láta ljóðlínurnar ríma og því gætir neyðarríms hér og þar. Einnig virð- ist mér Bjarni hafa tilfinningu fyrir ljóðstöf- um en skortir æfingu til að beita þeim. Þetta eru atriði sem hægt er að laga til dæmis með því að fara að dæmi Bubba og ráða sér mál- farsráðunaut. Séu textar málfarslega réttir, svo ég tali nú ekki um ef þeir eru rétt kveðnir, verða þeir mun áhrifameiri en ella. Mitt líf — bauðst eitthvað betra? er síður en svo gallalaus plata. En sem fyrsta plata ungs tónlistarmanns lofar hún góðu um framtíð- ina. Gamalreyndir popparar eiga auðvitað sinn þátt í að gera plötuna áheyrilega. Hlutur Bjarna sjálfs er þó drjúgur Iíka. Og hann ger- ir áreiðanlega enn betur næst. INVISIBLE TOUCH - GENESIS Virgin Records/Steinar Það virðist vera lögmál að því vinsælli og virtari sem hljómsveitir og tónlistarmenn verða þeim mun lengra líður á milli platna. Þetta er auðvitað ofur eðlilegt. Ríkidæmið sem fylgir vinsældunum gerir það að verk- um að menn geta leyft sér að fara sér hægar við vinnuna/sköpunina en meðan á bratt- ann er að sækja. Ljúfa lífið tekur einnig sinn tíma svo og alls kyns áhugamál sem lítill tími er til að stunda meðan baráttan fyrir frægð og frama stendur sem hæst. Þessum hæga- gangi fylgir að eftir plötum þessara tónlistar- manna er beðið með mikilli eftirvæntingu. Jafnvel áfergju. Síðasta Genesisplata kom út árið 1983 eða fyrir tæpum þremur árum. Ekki get ég sagt að ég hafi saknað nýju plötunnar stórkost- lega, hvað þá að ég hafi beðið hennar með áfergjuglampa í augum. Höfuðpaur Genesis, Phil Collins, hefur heldur betur verið í sviðs- ljósinu síðustu árin. Sólóplötur hans eru orðnar þrjár og auk þess að hljóðrita þær hefur hann unnið að plötum með ótöluleg- um fjölda listamanna og rúmlega það undan- farin ár. Ég man í fljótu bragði eftir Fridu, Eric Clapton, Adam Ant, Philip Bailey og Robert Plant. Þessi óstjórnlegi dugnaður gerir það að verkum að Genesis er eiginlega orðin óþarft fyrirbæri í poppinu. Maður á þó ekki að vanþakka það sem vel er gert. Nóg er nú ruslútgáfan samt. Genesis- platan nýja, Invisible Touch, er ágæt. Tón- smíðarnar eru að vísu nokkuð misjafnar — stundum slappar — en það er bætt upp með góðum hljóðfæraleik og afbragðs útsetning- um. Titillagið hefur þegar náð miklum vin- sældum um allan heim og önnur hafa alla burði til að slá í gegn líka. Það er því alls ekki vegna þess að Genesis sé í afturför sem maður saknar ekkert nýrrar plötu. Ástæðan er sú ein að maður fær alveg nægan skammt af Phil Collins svona dags daglega. Hins vegar er það virkilega sætt af honum að gleyma ekki gömlum vinum og samstarfsmönnum eftir að hafa slegið í gegn í eigin nafni. Invisible Touch er því ekki að- eins gott verk. Hún er líka góðverk. 34 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.