Helgarpósturinn - 10.07.1986, Qupperneq 39
FRÉTTAPÓSTUR
Brotlending á Reykjavíkurflugvelli
Eins hreyfils einkaflugvél brotlenti á Reykjavikurflug-
velli um sjöleytið á þriðjudag og kastaðist við það harkalega
á eina af Fokkervélum Flugleiða sem var nýkomin frá Fær-
eyjum. Fjórir voru í litlu vélinni en engin teljandi slys urðu
á fólki. Það höfðu ekki allir farþegar Fokker-vélarinnar
gengið frá borði og þeir siðustu áttu fótum sínum fjör að
launa. Litla vélin er gjörónýt en Fokkervélin Dagfari
skemmdist lítið sem ekkert. Eldur kom upp við áreksturinn
en fyrir snarræði Ævars Björnssonar flugvirkja sem var í
Dagfara náðist að slökkva eldinn strax og er talið að það hafi
komið í veg fyrir stórslys.
Viðtal vekur úlfaþyt
í viðtali við Össur Skarphéðinsson ritstjóra Þjóðviljans í
timaritinu Heimsmynd lýsir hann gauragangi í Alþýðu-
bandalaginu og gerir ráð fyrir slag milli Ásmundar Stefáns-
sonar, Ólafs Ragnars Grimssonar og Ragnars Arnalds við
næsta formannskjör flokksins. Einnig telur ritstjórinn
mikla hættu á að Alþýðubandalagið liðist í sundur. Svavar
Gestsson formaður flokksins telur þetta vera alrangar og
ótímabærar vangaveltur hjá Össuri og að innanflokksmál
Alþýðubandalagsins leysist yfirleitt á farsælan hátt innan
flokksins.
Forstigseinkenni alnæmis
Útbreiðsla alnæmisveirunnar hefur aukist hægt á síð-
ustu mánuðum ef tekið er mið af mótefnamælingum. Það
hefur hinsvegar dregið mjög úr því að fólk komi til læknis-
rannsóknar í þessu sambandi, sérstaklega fólk úr svo-
nefndum áhættuhópum. Útbreiðslan gæti því verið mun
hraðari en mótefnamælingarnar gefa til kynna. Nú eru tíu
einstaklingar á íslandi með forstigseinkenni alnæmis svo
vitaö sé, en talsvert fleiri hafa mælst með mótefni. Land-
læknir, Ólafur Ólafsson, telur það verulegt áhyggjuefni hve
fáir sjá ástæðu til að koma til rannsóknar.
Tveir Pólverjar verða eftir
Pólverjarnir tveir sem struku af pólsku hafrannsókna-
skipi fyrir viku eru komnir til ættingja annars þeirra sem
búa utan Póllands. Eftir strokið leituðu mennirnir aðstoðar
lögreglu og útlendingaeftirlits við að komast úr landi. Dóms-
málaráðuneytið féllst á að aðstoða mennina en þeir báðu
ekki um pólitískt hæli hér á landi. Lögreglan hélt upplýsing-
um um málið leyndum þar til öruggt var að mennirnir væru
komnir heilu og höldnu til ættingja annars þeirra. Báðir Pól-
verjarnir eru kvæntir og eiga börn í Póllandi.
Mái Guðmundar J. hjá RLR
Rannsókn Rannsóknarlögreglu ríkisins sem fram fór að
beiðni Guðmundar J. Guðmundssonar á tilkomu þeirra
peningagreiðslna tii hans sem Albert Guðmundsson hafði
milligöngu um að afhenda honum, er lokið. Gögn málsins
hafa verið send ríkissaksóknara til ákvörðunar. Athugun-
um á gögnum og ákvarðanatöku af hálfu ríkissaksóknara-
embættisins verður hraðað eftir megni en ekki er hægt að
vita hvenær niðurstaða liggur fyrir.
Fréttapunktar
• Maður frá Blönduósi fannst drukknaður á mánudag í
Mjóavatni á Auðkúluheiði. Maðurinn var 66 ára gamall og
einhleypur.
• Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur hætt innflutn-
ingi á hinum vinsæla drykk Campari Bitter vegna ágrein-
ings ÁTVR og framleiðenda um innkaupsverð. Framleiðandi
hækkaði verðið á drykknum um 28,33% á dögunum en
ÁTVR telur ekki rétt að framleiðandi ákveði einhliða hækk-
un á verði Camparis.
• Jón L. Árnason skákmaður bættist í hóp stórmeistara
okkar í skák á mánudaginn þegar hann fór með sigur af
hólmi á alþjóðlega skákmótinu í Plovdin í Búlgaríu. Hann
hlaut 7Vz vinning og þriðja áfangann að stórmeistaratitli.
íslensku stórmeistararnir eru þá orðnir sex talsins.
• Brynja Benediktsdóttir hlaut á mánudaginn hinn árlega
styrk úr menningarsjóði Félags leikstjóra. Hún hlaut styrk-
inn til að skrifa bók um leikstjórn.
• Hafís tók land í norðanverðum Húnaflóa í byrjun vik-
unnar og var kuldalegt um að litast í Trékyllisvík og víðar.
Spáð var sunnanátt svo ólíkegt verður að teljast að hafísinn
staldri lengi við.
• Vísitölufjölskyldan, sem telur 3,66 einstaklinga, þarf
83.500 krónur á mánuði til framfærslu samkvæmt útreikn-
ingum Hagstofu íslands.
• Tveir menn er brutust inn á heimili í Reykjavík fyrir tæpu
ári og stálu þaðan allverðmætu frímerkjasafni höfðu sam-
band við eiganda safnsins fyrir skömmu og buðu honum
það til kaups. Mennirnir höfðu verið handteknir fyrir ári en
neituðu staðfastlega að hafa stolið safninu, nú eru þeir hins-
vegar ekki í aðstöðu til að neita.
• Félagi kjúklingabænda og Framleiðsluráði hefur borist
fyrirspurn frá Noregi um sölu á 50—60 tonnum af kjúkl-
ingakjöti á markað þangað. Málið er til athugunar í norska
landbúnaðarráðuney tinu.
• Guðmundur J. Guðmundsson var lagður inn á sjúkrahús
á þriðjudag' þar sem hann þjáist af of háum blóðþrýstingi og
hafa læknar ráðlagt honum að taka sér algera hvíld frá dag-
legu amstri.
ÞAÐ BESTA
KOSTAR OFT MINNST
HEIMALIST HF
HÚSGAGNAVERSLUN
SÍÐUMÚLA 23
SÍMI 84131
HELENA
SPENNANDI
NÁTT- OG UNDIR
FATNAÐ
LADY OF PARIS
taugavegi 84 (2. hœð) - Sími 1 28 58
HELGARPÓSTURINN 39