Helgarpósturinn - 17.07.1986, Síða 7

Helgarpósturinn - 17.07.1986, Síða 7
4Ti r**mv< FYRRVERANDI AÐSTOÐARSPARISJÓÐSSTJÓRI SPARISJÓÐS REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS: VEini LÁN ÚR SPRON Tll KAUPA Á FYRIRTÆKI EIGINKONU SINNAR KAUPENDURNIR TELJA SIG HAFA VERIÐ BLEKKTA TIL AÐ KAUPA HLUT EIGIN- KONUNNAR í LÍKAMS- OG HEILSURÆKTINNI. RANNSÖKNARLÖGREGLAN RANNSAKAR FJÁRREIÐUR SAMHLIÐA KAUPUNUM. Rannsóknarlögregla ríkisins hef- ur nú til rannsóknar kœru eins af eigendum Líkams- og heilsurœktar- innar þess efnis ad Bent Bjarnason, fyrrverandi adstoðarsparisjóds- stjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og ná- grennis og núverandi útibússtjóri hans á Seltjarnarnesi, hafi haft af sér fé í kjölfar útgöngu Helgu Helga- dóttur, eiginkonu Bents, úrfyrirtœk- inu. Þá hafa þeir sem keyptu hlut Helgu í Líkams- og heilsurœktinni ákveöið að kœra Helgu og eigin- mann hennar fyrir að hafa vísvit- andi blekkt sig er gengið var frá kaupunum. Báðar þessar kœrur tengjast aðstöðu Bents Bjarnasonar sem aðstoðarsparisjóðsstjóra í SPRON en hann gegndi því embœtti þar til fyrir nokkrum vikum að hann var fluttur um set eftir ákvörð- un sparisjóðsstjórnar. Að gjaldþrotum komið Upphaf þessa máls er að árið 1984 var Líkams- og heilsurœktin h/f í verulegum fjárhagserfiðleikum. Samkvæmt skattframtali fyrir árið 1983 hafði taprekstur fyrirtækisins numið um 1,6 milljónum kr. á því ári. Fyrirtækið skuldaði nokkrar milljónir kr., mest í Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis en hann hafði alla tíð verið aðalviðskipta- banki fyrirtækisins. Kristinn Þór- hallsson, einn af eigendum fyrir- tækisins, sagði í samtali við HP að ef ekki hefði notið sérstakrar velvildar Bents Bjarnasonar, aðstoðarspari- sjóðsstjóra og eiginmanns eins af eigendunum, hefði fyrirtækið sjálf- sagt orðið gjaldþrota um þetta leyti. Auk skulda er fyrirtækið hafði stofn- að til höfðu eigendurnir, Kristinn Þórhallsson og frú, Finnur Karlsson og frú og Helga Helgadóttir eigin- kona Bents, lánað til fyrirtækisins svo hægt væri að reka það áfram. Vegna þessara rekstrarerfiðleika og vegna anna við annað fyrirtæki hafði Kristinn látið í ljós áhuga á að selja hlut sinn og konu sinnar í Líkams- og heilsuræktinni. Einnig höfðu Helga Helgadóttir og Bent Bjarnason, sem að sögn hinna eig- endanna talaði ávallt fyrir munn konu sinnar á fundum í félaginu, gefið í skyn að þau vildu losna úr fyrirtækinu. Fundnir kaupendur í júní 1984 buðu þau Helga og Bent Ævari Agnarssyni og Friðþjófi Bragasyni hlutabréf Helgu í Líkams- og heilsuræktinni til kaups. Kaup- verðið skyldi vera 400 þús. kr. og auk þess skyldu þeir Ævar og Frið- þjófur yfirtaka lán að upphæð rúm- ar 200 þús. kr. í Sparisjóði vélstjóra er Helga og Bent voru ábyrgðar- menn að og var tryggt veði í hús- eign þeirra að Hrauntungu 24, Kópavogi. í samningum um verð og skulda- stöðu Líkams- og heilsuræktarinnar lögðu Helga og Bent fram skrá yfir skuldir félagsins og samkvæmt henni voru skuldir fyrirtækisins um 4,5 milljónir kr. Ævar og Friðþjófur segjast síðan hafa komist að því að töluvert eftir að kaupin voru um garð gengin að skuldir félagsins voru um 2,6 milljónum kr. hærri. Einnig telja þeir að Helga og Bent hafi leynt fyrir sér tapi ársins 1983 og gefið í skyn að rekstrarafkoma fyrirtækisins væri mun betri en hún í raun var og þeim Helgu og Bent átti að vera Ijóst. Af þessum sökum hafa þeir nú ákveðið að kæra Helgu og Bent fyrir svik og ætla sér að rifta kaupsamningnum vegna þeirra vís- vitandi blekkinga er þeir telja sig hafa verið beitta. Leyndur kaupsamningur Þar sem Kristinn Þórhallsson, einn af eigendum Líkams- og heilsu- ræktarinnar, hafði lýst yfir sterkum vilja sínum til að selja sinn hlut í fyr- irtækinu og hefði getað undirboðið þau Helgu og Bent, lögðu þau á það áherslu að sölunni yrði haldið leyndri fyrir honum. Því fengu þau Finn Karlsson, annan af eigendun- um, til þess að hafa milligöngu um endanlegan frágang kaupanna svo þau gengju sem hraðast fyrir sig. Finnur greiddi þeim hjónum því andvirði kaupverðsins með skulda- bréfum og víxlum er hann hafði fengið er Líkams- og heilsuræktin seldi sólbaðsstofu sína til að losa Helgu og Bent sem fyrst undan ábyrgðum fyrir hlutafélagið. Bent Bjarnason mun síðan hafa selt þessi skuldabréf og víxla í Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis. Finnur fékk síðan andvirði sjálfsskuldar- ábyrgðarbréfa er Ævar og Friðþjóf- ur höfðu greitt fyrir hlut Helgu f fyr- irtækinu að frádregnum rúmlega 200 þús. kr. er Bent hélt eftir sem tryggingu fyrir að þeir Ævar og Friðþjófur yfirtækju lánið í Spari- sjóði vélstjóra. Síðan hafði Finnur hlutabréfin í sinni vörslu og átti að afhenda þeim Ævari og Friðþjófi þau er þeir hefðu staðið við sinn hlut af samningnum. Kaupendum lánað kaupverðið Þegai kom til tals að Ævar og Friðþjófur keyptu hlut Helgu í Lík- ams- og heilsuræktinni kom fljót- lega fram að þeir höfðu enga pen- inga til reiðu er dygðu fyrir kaup- verðinu. Því bauðst Bent Bjarnason til þess að kaupa af þeim sjálfsskuld- arábyrgðarbréf fyrir kaupverðinu, þó ekki persónulega heldur í nafni Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrenn- is. Bent Bjarnason hafði sem aðstoð- arsparisjóðsstjóri heimild til þess að veita lán að upphæð kr. 75 þús. án þess að bera það undir sparisjóðs- stjórnina. Ævar og Friðþjófur fengu því ættingja sína til þess að vera skuldarar og ábyrgðarmenn ásamt sér að 6 skuldabréfum með sjálfs- skuldarábyrgð. Fjögur bréfanna v- oru að upphæð kr. 75 þús. og tvö að upphæð kr. 50 þús. Ekkert bréfanna hafði sama skuldara og auk skuldar- anna skrifuðu átta mismunandi ábyrgðarmenn undir bréfin. Það er því fátt sem bendir til að þau hafi öll verið notuð til þess að kaupa hlut Helgu Helgadóttur í Líkams- og heilsuræktinni. En þau eru öll í númeraröð: frá 29335—29340 og keypt af Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis sama daginn, þann 29. júní 1984. Týndir peningar Þann sama dag voru greiddir inn á ávísanareikning Finns Karlssonar tæpar 190 þús. kr. sem hann síðan lánaði Líkams- og heilsuræktinni til þess að hægt væri að halda rekstri hennar áfram. Þegar Ævar Agnars- son og Friðþjófur Bragason, er keyptu hlutina af Helgu, höfðu stað- ið við sinn hlut af kaupsamningnum og yfirtekið lánið í Sparisjóði vél- stjóra hugðist Finnur endurheimta þau 200 þús. kr. er Helga og Bent höfðu haldið eftir af andvirði kaup- verðsins sem tryggingu fyrir yfir- tökunni. En þegar Finnur hafði ár- angurslaust reynt að innheimta þetta fé óskaði hann eftir rannsókn hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins á því hvert andvirði skuldabréfanna, er Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis keypti af Ævari og Firðþjófi, hafði runni. Helmingur þess hafði verið lagður inn á reikning Finns en hinn helmingurinn, sem Finnur taldi að ætti að koma sem loka- greiðsla fyrir þau skuldabréf og víxla sem hann hafði fengið er sól- baðstofan var seld og hann hafði lát- ið Bent fá, virtist að sögn Finns hafa týnst í meðförum Sparisjóðsins. Eft- ir að rannsóknarlögreglan hafði yf- irfarið þau gögn er Finnur lagði fram féllst hún á rannsókn og sú rannsókn stendur enn yfir. Mistúlkuð yfirlýsing Við yfirheyrslur yfir þeim Ævari Agnarssyni og Friðþjófi Bragasyni vegna þessarar rannsóknar hafa kaup þeirra á hlut Helgu Helgadótt- ur i Líkams- og heilsuræktinni flétt- ast saman við rannsóknina er Finn- ur Karlsson óskaði eftir. Þeir hafa báðir í viðtölum sínum við rann- sóknarlögregluna lýst því yfir að þeir telji sig hafa verið vísvitandi blekkta er þeir keyptu sig inn í fyrir- tækið. Þess hefur einnig verið farið á leit grennis að hann upplýsi hvert hin umdeilda fjárhæð fór. Með greinar- gerð sinni sendi Sparisjóðurinn yfir- lýsingu undirritaða af þeim Ævari og Friðþjófi þar sem þeir segja efnis- lega að andvirði skuldabréfanna hafi farið í það sem samkomulag hefði verið um milli þeirra og Helgu. Þó svo túlka megi þessa yfirlýsingu á þann veg að skuldarar bréfanna séu samþykkir afgreiðslu Spari- sjóðsins á fénu, sem þeir hafa viður- kennt að skulda honum sagði Frið- þjófur Bragason í samtali við HP að þegar hann undirritaði þessa yfir- lýsingu hafi hann einungis verið að lýsa því yfir að bréfin hafi verið gef- in út til þess að kaupa hlutabréf í Líkams- og heilsuræuktinni. Frið- þjófur sagðist ekkert vita um hvern- ig samkomulag Bent Bjarnason og Finnur Karlsson hefðu gert um ráð- stöfun á þessu fé þegar skuldabréfin höfðu verið seld, hinsvegar vissi hann að fyrir þessi bréf höfðu þeir Ævar fengið hlut Helgu í Líkams- og heilsuræktinni. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst HP ekki að ná sambandi við Beut Bjarnason eða Helgu Helgadóttur þar sem þau eru bæði í sumarleyfis- ferð. Sígur á ógæfuhlið Eftir söluna á hlut sínum í Líkams- og heilsuræktinni stofnaði Helga Helgadóttir innheimtuþjónustuna Skuldaskil ásamt öðrum. Hún seldi síðan hlut sinn í því fyrirtæki fyrir nokkru. Bent Bjarnason var fluttur úr starfi aðstoðarsparisjóðsstjóra fyrir nokkru eftir 26 ára starf að ákvörðun sparisjóðsstjórnar og gerður að útibússtjóra á Seltjarnar- nesi. Yfirmenn sparisjóðsins vildu ekki gefa HP upplýsingar um þessa tilfærslu en neituðu því ekki að hér væri um stöðulækkun að ræða. Líkams- og heilsuræktin lagði upp laupana nokkru eftir að kaupin voru gerð og nýtt fyrirtæki, Líkams- rœktin, hefur hafið samskonar starf- semi á sama stað. Sjálf Líkams- og heilsuræktin bíður nú gjaldþrota- skipta enda varð, að sögn Friðþjófs Bragasonar, annars þeirra er keyptu hlut Helgu, ljóst fyrir jólin árið 1984 að innkoma fyrirtækisins þyrfti að vera um 1 milljón kr. á mánuði ef það ætti að eiga fyrir skuldum. Að hans sögn var litla fyrirgreiðslu að fá hjá Sparisjóði Reykjavíkur og ná- grennis eftir að hann kom inn í fyrir- tækið. Finnur Karlsson seldi fasteign sína upp í skuldir sem hann hafði stofnað til í tengslum við Líkams- og heilsu- ræktina. Hann rekur nú Líkams- ræktina ásamt öðrum aðilum í hús- næði Líkams- og heilsuræktarinnar. Það fyrirtæki mun leigja aðstöðuna en bú Líkams- og heilsuræktarinnar hefur enn ekki verið tekið til gjald- þrotaskipta. Kristinn Þórhallsson missti hús- eign sína að Hofslundi 17 undir hamarinn að kröfu Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis vegna skulda er hann hafði stofnað til vegna rekstrar Líkams- og heilsu- ræktarinnar. Hvorki Ævar Agnarsson né Frið- þjófur Bragason hafa reynst borgun- armenn fyrir skuldabréfunum sem þeir gáfu út þegar |>eir keyptu hlut Helgu Helgadóttur í Líkams- og heilsuræktinni. Fyrirtækið gat varla greitt þeim laun eftir að þeir komu inn í það og enn síður ágóðahlut. Þeir telja sig hafa verið blekkta er þeir gengu að kaupunum. Þeir voru gripnir af fíkniefnalögreglunni á Grandagarði seinnipart vetrar með umtalsvert magn af amfetamíni í fórum sínum og bíða nú báðir dóms, en þeir segjast hafa ætlað að koma sér og ættingjum sínum, sem skrif- uðu undir skuldabréfin, út úr skuld- um með sölu á efninu. eftir Gunnar Smára Egilsson myndir Árni Bjarnason HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.