Helgarpósturinn - 17.07.1986, Page 16

Helgarpósturinn - 17.07.1986, Page 16
Snóker, vinsælasta spil- ið á islandi. Kúlurnar dreifðar um allt borð, kjuðinn mundaður. Hvernig er nú best að skjóta á þessa? Það uakti athygli eins starfsmanns Helgarpóstsins að á sólríkum sautj- ánda júní uar allt fullt á Billanum á Klapparstígnum, þessari frœgustu biljarðstofu landsins. Viðkomandi blaðamanni þótti skrítið að menn gœtu á slíkum hitadegi spilað af ákafa snóker eða krambúl. Gat það uerið að ekkert gœti fœlt menn frá Billanum? Huorki fáséð sólarglenna né þrumur og eldingar? HP gerði litla skyndikönnun á biljarðstofum borgarinnar. A Billanum Nei, það var rólegt á Billanum kvöldið sem HP leit þar inn. Fjórir ungir strákar spiluðu snóker á einu borði,annað ekki. Starfsmaðurinn á staðnum sagði að það væri alltaf ró- legt á sumrin. En hann hélt ekki að áhugi á biljarði væri að dvína neitt að ráði, áhuginn hefði verið jafn og þéttur í gegnum árin. Samt hafa bil- jarðstofur tekið til starfa og hætt unnvörpum síðustu árin, nema að sjálfsögðu Billinn sjálfur. Hann virð- ist standa allt af sér. Við mættum aftur í hádeginu skömmu seinna, og þá var líflegra yfir Billanum. Myndirnar á síðunni 16 HELGARPÓSTURINN eru margar síðan þá. Ekki líkaði spil- urunum á staðnum sérlega vel að það væri verið að taka af þeim myndir. Þeir vildu líka frekar lítið segja við blaðamann, enda var hann lítið ágengur. Þess vegna fylgja engin nöfn myndunum. En þeir þekkja sig hádegisspilararnir á Billanum. Kári Ragnarsson, starfsmaður á Billanum, og í sjoppunni, því Billinn er lika sjoppan í hverfinu, sagði að það væru mikið til sömu mennirnir sem kæmu að spila. Hann sagði að þeir kæmu á milli ellefu og eitt á daginn. Hann sagði líka að almennt væri lítið að gera um miðjan daginn, þetta væri mest á kvöldin og í há- deginu. I þá gömlu góðu daga Stefán J. Guðjohnsen spilaði mikið biljarð á sínum yngri árum. Á árun- um eftir stríð, seint á fimmta ára- tugnum. ,,Ég spilaði aðallega snók- er en það er orðið ansi langt síðan, ég var ekki nema 17 eða 18 ára. Þá var spilað á Laugavegi 11 og eins á Vesturgötunni þar sem nú er Naust- ið. I gamla daga eins og nú var snók- erinn langvinsælastur. En þetta var mikill tímaþjófur. Ef maður ætlaði að verða góður varð maður að spila fjóra til fimm tíma á dag. Um annað var ekki að ræða. Núna er þetta orð- ið atvinnumannaíþrótt og menn lifa orðið góðu lífi af þessu. Ég spila lítið núna en hafi ég tíma þá hef ég gaman af því að grípa í að spila. Það er of mikil þolraun að taka þátt í keppni í dag þar sem allir keppa við alla. í gamla daga var þetta hrein útsláttarkeppni. Við kepptum um íslandsmeistaratitil og ég náði þeim titli nokkru sinnurn," sagði Stefán J. Guðjohnsen. Borð Rúmeníukonungs Næst lá leið okkar á nýja biljarð- stofu við Skúlagötuna, sem heitir ís- lenska nafninu á biljarð: Ballskák. Þetta er mjög stór stofa með 11 borðum. En það var rólegt í hádeg- inu, þ.e.a.s. enginn. Samt hélt Gylfi Snædahl Guðmundsson starfsmað- ur á staðnum að ballskák væri á uppleið á Islandi.Hann var viss um að það yrði nóg að gera í vetur. Á staðnum er mjög merkilegt borð, ballskákborð sem var í eigu Rúmeníukonungs í þá daga er kon- ungur ríkti yfir Rúmeníu. Borðið er a.m.k. 120 ára gamalt. Mjög veglegt og fallegt borð. Dags daglega er breitt yfir það því þetta borð bíður eftir meistaraspilurum. Við fengum þó að kíkja á gripinn og Gylfi sagði að þeir væru að reyna að fá hingað til lands núverandi heimsmeistara í snóker, JoeJohnson, sem kom hing- að fyrir tveimur árum. Hann hefur hlotið mjög skjótan frama því hann hreinlega rúllaði Steve Davies upp í úrslitakeppni. Hugsanlegt er að Joe Johnson komi til landsins í haust og spili þá á Rúmeníuborðinu. Ballskák hreykir sér af því að á dögunum var þar haldin keppni í snóker þar sem tók þátt fólk í hjóla- stólum. Ballskák geta nefnilega allir stundað, konur og karlar, stúlkur og piltar, í hjólastólum og án. Frægir spilarar hætta Ballskák er þess háttar íþrótt að oft á tíðum verða menn alveg hel- teknir af henni. Það staðfesti starfs- stúlkan á Ingólfsbilliard þegar hún talaði um þá sem væru alveg sjúkir í biljarð. Einn hinna frægari spilara af Billanum er Eggert Þorleifsson sem landsmenn kannast vel við sem leikara og skemmtikraft. Þegar HP hafði samband við hann var hann hættur að spila. ,,Ég var orðinn leið- ur á þessu, þetta er svo mikill tíma- þjófur. Það er kominn tími til að gera eitthvað annað." Aðspurður um það hvort erfitt hefði verið að hætta sagði hann að það hefði ekki verið erfitt, þetta væri auðveldara en t.d. að hætta að reykja. Búlluleg adkoma Það er búllulegt að koma í Ingólfs- billiard. Staðurinn er í kjallaranum á Hverfisgötu 105. Á móti manni tek- ur nútímaleg dyrabjalla og spegill. Meðan verið er að velta fyrir sér á hvorri bjöllunni á að hringja er hægt að greiða sér við spegilinn, nú eða geifla sig. Þegar inn er komið sér maður að þetta er tvöfaldur spegill, starfsstúlkan sér í gegnum spegil- inn, hún veit því hvernig fólk geiflar sig framan í spegilinn. Og hún hlýt- ur einnig að geta valið fólk inn á staðinn! Mafíósalegt, eða hvað? En þegar inn er komið er bara þetta venjulega fólk á staðnum, mafíós- arnir eru að minnsta kosti ekki mafí- ósalegir. Margrét Gísladóttir starfs- maður og biljarðspilari sagði okkur að þær væru nú ekki margar stúlk- urnar sem spiluðu biljarð, sjálf sagð- ist hún hafa spilað í eitt og hálft ár. Þarna voru að spila snóker Jóna Margrét Guðmundsdóttir og Har- aldur A. Haraldsson eða Billa-Jóna og Halli. Jóna, fyrrverandi Islands- meistari kvenna í snóker, sagðist ekki koma mikið að sumrinu til en að á tímabili hefði hún verið meira á biljarðstofunni en heima hjá sér. Haraldur sagðist hafa komið hér áð- ur fyrr en að hann gerði lítið af því núna. Þorgrímur Ingólfsson sem beið eftir því að komast að sagði okkur að það væri viss kjarni sem sækti staðinn en að það væri mikið af fólki sem kæmi við og við Það var heilmikið að gera á staðn- um, spilað á flestum borðum, enda fimmtudagskvöld. En eins og á öðr- um stöðum þá er mest að gera í há- deginu, á kvöldin og um helgar og rólegt á sumrin. Biljarð er ekki sum- Hvíta kúlan á fleygiferð á hárréttan stað hjá fyrrverandi islandsmeistara kvenna í snóker, Jónu Margréti Guðmundsdóttur. Allt á fleygiferð á Billanum I hádeginu. Þeir eru að spila snóker. I því spili er kúlunum skotið niður eftir ákveðinni röð.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.