Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 17.07.1986, Qupperneq 17

Helgarpósturinn - 17.07.1986, Qupperneq 17
aríþrótt. Kemur það nokkrum á óvart? Billiardsamband íslands „Þetta hafa ekki verið nein sam- tök þangað til fyrir svona þremur árum,“ segir Örn Ingólfsson ritari stjórnar Billiardsambands íslands og eigandi lngólfsbilliards. „ Sam- tökin eru alls ekki mjög öflug. En við teljum biljarðinn vera á uppleið hér og víst að hann er á mikilli upp- leið í Evrópu. Til gamans má geta þess að Bretar sýna 200 klukku- stundum meira af snóker í sjónvarpi á ári heldur en af knattspyrnu. Hér heima er sjónvarpið töluvert farið að sýna frá biljarð og við höfum merkt aukinn áhuga samfara því. Einsog gengur erum við í baráttu við aðrar íþróttir i slagnum um fólk- ið. Við höldum alltaf íslandsmót í apríl ár hvert og þá er keppt í nokk- uð mörgum flokkum allt upp í meistaraflokk. Við eigum mikið af mjög efnilegum ungum mönnum og stefnan er að ýta dálítið undir þá. Við teljum hiklaust að viðhorfið og áhuginn á biljarð sé að breytast. Við teljum þetta vera íþrótt í mikilli uppsveiflu. Við höfum líka gert mik- ið að því að breyta biljarðstofunum, gera þær meira aðlaðandi. Og nú er lögð gífurlega mikil áhersla á að hafa borðin í góðu lagi. Við höfum tvisvar sent menn á heimsmeistaramót áhugamanna í snóker. En það verður því miður ekki í ár þar sem mótið er haldið á Nýja-Sjálandi og það er hreinlega of dýrt fyrir okkur að senda spilara þangað. Því miður var árangurinn ekki nógu góður í fyrra en þar áður náðist góður árangur. Jón Örn Sig- urðsson lenti í 11.-13. sæti sem er mjög gott. En það var í fyrsta sinn sem við sendum menn á heims- meistaramót." — Er biljarðinn þá að breytast í þá átt að ueröa meiri keppnisíþrótt en áður? „Nei. Ég vona að minnsta kosti að það gerist ekki. Vegna þess að ég tel — burtséð frá því að ég eigi hags- muna að gæta — að biljarð sé fyrst og fremst hvíld og afþreying. Það er náttúrlega alltaf ákveðinn hópur sem sker sig úr og leggur áherslu á biljarð pg spilar hann sem keppnis- íþrótt. Ég held nú að þróunin verði ekki að biljarðinn verði alfarið keppnisíþrótt, enda hefur þróunin hvergi orðið sú,“ sagði Örn að lok- um. Danmerkurmeistari í krambúl I Danmörku er gert mikið af því að spila ballskák en þar tengist spil- ið mikið kráarlífi dönsku þjóðarinn- ar. Keld Gall Jörgensen, lektor við dönskudeildina í Háskóla íslands, var árið 1979 Danmerkurmeistari í krambúl. Klúbburinn sem hann spil- aði hjá, og með, varð einnig þrisvar sinnum Evrópumeistari í krambúl og var það í fyrstu skiptin sem Danir náðu þeim titli. „Ég spilaði ballskák, eins og þið íslendingar kallið spilið, í sautján ár. Ég varð Danmerkurmeistari 1979. Þá tók ég ákvörðun um að hætta alveg. Ég fékk svo mörg boð um að koma í keppni víða um heim að það var óyfirstíganlegt. Þá nennti ég þessu ekki lengur. Ballskákin hafði tekið alltof langan tíma og sem Dan- merkurmeistari hefði ég orðið að æfa mig minnst fjóra tíma á dag. Því tók ég engu boði um keppni. Það var erfitt í Danmörku að fá ballskák viðurkennda sem íþrótt vegna þess hve mjög hún tengdist kránum og bjórnum. Það vandamál eigið þið Islendingar sem betur fer ekki við að stríða. Það var þannig með mig að ég hafði mjög gaman af að spila ballskák, eins og gefur að skilja, en ég fékk ekki nóg út úr fé- lagsskapnum og það var ein af ástæðunum til þess að ég hætti. Ég hef bara einu sinni spilað hér á landi. En hér eru engin krambúl- borð, þ.e. lítil borð með engum hol- um. Snóker spiluðum við lítið í Dan- mörku en mér sýnist það vera spennandi spil. A.m.k. er ljóst að ballskák hentar vel á íslandi sem inniíþrótt á veturna. Þannig að það er aldrei að vita,“ sagði Keld Gall að lokum. Gylfi Snædahl Guðmundsson, starfsmaður Ballskákar, stendur við borð rúmenska kon- ungsins. Borðið er a.m.k. 120 ára en því miður sést ekki mikilfengleiki þess á þessari mynd. Sprengisandur Kjöhir Bjóðum upp á ferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar um Sprengisands- og Kjalvegsleiðir þar sem farið er á einum degi hvor leið. FERÐAAÆTLUN SUMARIÐ 1986 BROTTFÖR FRÁ REYKJAVÍK: Norður Sprengisand til Akureyrar MÁNUDAGA og FIMMTUDAGA kl. 08.00 BROTTFÖR FRÁ AKUREYRI: Suður Kjalveg til Reykjavíkur MIÐVIKUDAGA og LAUG- ARDAGA kl. 08.30 FARGJÖLD SUMARIÐ 1986 FULLOÐRNIR: Önnur leiðin um Sprengisand eða Kjöl kr. 2.900,00 Báðar leiðir um hálendið kr. 5.200,00 Önnur leiðin um hálendið og hin um byggð kr. 3.660,00 YNGRI EN 12 ÁRA: Önnur leiðin um Sprengisand eða Kjöl kr. 2.200,00 Báðar leiðir um hálendið kr. 3.960,00 Önnur leiðin um hálendið en hin um byggð kr. 2.500,00 Allar brottfarirfrá Reykjavík eru frá Bifreiðastöð ís- lands, Umferðamiðstöðinni vA/atnsmýrarveg. Allar brottfarir frá Akureyri eru frá afgreiðslu sérleyfis- bíla v/Geislagötu (gegnt Hótel Varðborg). Ferðir þessar seljast með leiðsögn og faeði þann daginn sem ferðast er. í ferðum þessum gefst fólki tækifæri á að sjá og heyra um meginhluta miðhálendisins, jökla, sanda, gróðurvinjar, jökulvötn, hveri og margt fleira í hinni litríku náttúru íslands. Hægt er að fara aðra leiðina eða báðar um hálendið eða aðra leiðina um hálendið og hina með áætlunarbíl okkar um byggð og dvelja norðan- lands eða sunnan að vild, því enginn er bundinn nema þann daginn sem ferðast er. Nánari upplýsingar gefa BSÍ, Umferðarmiðstöðinni, Reykjavík, sími 22300, Ferða- skrifsstofa Akureyrar, sími 25000, afgreiðsla sérieyfisbiía Akureyrar, sími 24729 og við. c NORÐURLEIÐ HF. >ími 11145 HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.